Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 B 7 MATUR Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Prag 10. mars frá kr. 19.550 Verð kr. 19.550 Flugsæti til Prag, út 10. mars, heim 13. mars. Almennt verð með sköttum. Verð kr. 3.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Hotel Pyramida , per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4ra stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 10. mars. Þú bókar tvö flugsæti, en greiðir aðeins fyrir eitt og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Fegursta borg Evrópu Notið hvern sólargeisla vetrarins til að bregða ykkur út á verönd eða garð (jafnvel í snjógall- anum) með eitthvað gott í gogginn og rauð- vínsglas til að fá yl í kroppinn. Uppskrift fyrir 2 300 g spaghetti (t.d. De Cecco) 1 dós pestó (t.d. Saclà) nokkrir valhnetu kjarnar 3–4 sneiðar af Manchego-geitaosti hálf gróft rifin pera eða 100 g parmesanostur Sjóðið pasta „al dente“ í söltuðu vatni. Sigtið og hellið aftur í pott ásamt pestói, gróft söxuðum valhnetu- kjörnum og ostsneið- unum. Hitið við vægan hita þar til osturinn er bráðinn. Hellið í skál og skreytið með hálf- um hnetukjörnum og stráið rifinni peru eða parmesanosti yfir. Borðið með snittubrauði og drekkið létt rauðvín með. PESTÓPRAKKARASTRIK Morgunblaðið/Hanna Þótt það hljómi e.t.v. þversagnakennt þá bragðast þessar kaffi-möndludúllur dásamlega með svörtu tei, t.d. möndlu- eða vanillutei. 30–40 stk. 500 g afhýddar möndlur 500 g flórsykur (og smáauka til að strá á borð) 4 eggjahvítur 2 sléttfullar tsk. Nescafé hnífsoddur af vanillusykri 40 kaffibaunir (til skrauts) Hakkið möndlur í mjöl í blandara. Hellið möndlumjölinu í skál ásamt flór- sykri, kaffi og vanillu. Blandið eggja- hvítum saman við og hrærið öllu saman þar til úr verður jöfn og mjúk blanda. Stráið dálitlum flórsykri á eldhúsborðið og hnoðið deigklumpnum upp í langa rúllu. Skerið rúlluna í litla bita og legg- ið þá á smjörpappírklædda bökunar- plötu með nægu millibili. Komið kaffi- baun fyrir (hálf ofan í deigið) ofan á hverjum bita og þrýstið ögn niður með fingrinum. Bakið við 200°C í 10 mín. Stráið ögn af flórsykri (með sigti) yf- ir kaldar kökurnar áður en þær eru bornar fram.  Tilvalið er að frysta kökurnar í loftþéttum umbúðum, því þannig geymast þær vikum saman. SMÁNART MEÐ EFTIRMIÐDAGSTEINU Á meðal þeirra unaðssemda sem veturinn býður upp á er að sitja inni í hlýjunni og lesa góða bók á meðan bylur á glugga og blæs inn um rifur. Á veturna þegar maður verður meiri „innipúki“, en ella, er eðlilegt að hug- myndaflugið taki völdin; þegar líkaminn hreyfir sig minna, tekur andinn að þeysast um heima og geima og ótrúlegustu ævintýri verða til í kollinum. Það er dásam- legt að skálda í huganum og þetta fyrirbæri er mjög vetrarlegt, þar sem á sumrin erum við e.t.v. meira í sjálfri hringiðunni, atburðarásinni og hugurinn fylgir með og stundum ekki nema hálfur. Það að byggja á slíkan hátt mistrúlegar sögur er öllum hollt svo framarlega sem barnið hið innra hefur verið varðveitt og sögurnar snúast því fremur um ævin- týralega hluti, eins og það að geta talað við dýr, steina, ský, tré og stjörnur, en ekki vera með einhverjar áhyggjumartraðir. Það er ekki síður skemmtilegt og nærandi að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn í eldhúsinu og leyfa barninu í sjálfum sér að koma fram af og til og „prakk- arast svolítið“ til að minna sig á að taka sjálfan sig og veröldina ekki of alvarlega. Í hlýjum faðmi vetrarins Matur H a n n a Fr i ð r i k s d ó t t i r AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.