Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 8
Það eru ýmsir gagnlegar upplýs- ingar á slóðinni www. eyjafjörd- ur.is fyrir þá sem ætla að skella sér norður á næstunni. ÞEGAR Margeir Ingólfsson, eig- inmaður Elsu Guðsteins, fór á eft- irlaun fyrir átta árum ákváðu hjón- in að prófa að hafa vetursetu á Spáni. Þau voru leið á myrkri og kulda hér heima og sáu fyrir sér að notalegra væri yfir háveturinn að vakna í sól og birtu. Hlutirnir æxluðust þannig að þau duttu niður á hús sem þurfti að dytta heilmikið að og þar sem Mar- geir Ingólfsson er húsasmiður voru hæg heimatökin og þau keyptu slot- ið. „Það þurfti í raun að gera allt fyrir húsið og Margeir hefur svo að segja endurbyggt það,“ segir Elsa. „Við búum hér við lónið Mar Menor sem er í um 90 kílómetra fjarlægð frá Alicante. Fjöl- mennastir eru Íslendingarnir núna á svæðinu milli borganna Alicante í norðri og Cartagena í suðri, þ.e. við strendurnar Costa Blanca og Costa Calida og þeim fjölgar hratt hér við lónið þar sem við búum. Hér á Spáni dvelja hundruð Ís- lendinga yfir veturinn.“ Elsa segir að svæðið við Mar Menor sé eitt hið veðursælasta, meðfram allri strönd Spánar og í vetur hafa a.m.k. 10–12 íslensk hjón verið bú- sett þar. „Það fer mjög vel um okkur í þessu þorpi sem við búum í. Þorpið hefur undanfarið vaxið mjög hratt og nú búa þar mörg þúsund manns frá öllum heims- hornum en þó aðallega frá Norð- urlöndunum, Spáni, Bretlandi Þýskalandi og Íslandi. Um 20 stiga hiti í febrúar Þegar ég spyr Elsu hvernig veðrið sé núna í febrúar segir hún að meðalhitinn á morgnana þegar hún fer framúr sé um 10 gráður en yfir daginn fari hann gjarnan í um tuttugu gráður. „Það er líka birtan sem gerir svo mikið. Hér vöknum við snemma í birtu á veturna í stað þess að vakna heima í niðamrykri.“ Elsa og Margeir dvelja á Spáni frá sept- ember og fram í maí. „Þá komum við heim og njótum þess að vera heima fram á haust á meðan þar er bjart og hlýtt.“ Elsa segir að í vet- ur hafi veðrið hjá þeim verið ein- staklega gott, mikið sólskin og hlýindi fyrir sunnan Alicante. „Þeir sem á hinn bóginn búa fyrir norðan Alicante hafa þurft að þola mikla kulda, storma og snjó, allt frá Benidorm og norður til Pyren- eafjalla. Jólaferðin vel þegin Elsa segir að samgöngur við Ís- land séu mjög góðar á sumrin þeg- ar hægt er að fljúga vikulega beint frá Alicante til Keflavíkur og tekur flugið aðeins 4 klukkustundir. Hún segir að á veturna hafi verið erf- iðara að komast á milli landanna þar sem oft þurfi að gista eina nótt á leiðinni. „Nú í vetur varð hins vegar breyting þar á, þar sem Plúsferðir buðu okkur beint flug til Íslands um jólin. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem varð af slíkri jólaferð og gat fólk byrjað ferðina ýmist frá Íslandi eða Spáni.“ Hún segir að Plúsferðir eigi sannarlega þakkir skildar fyrir framtakið. „Mér skilst að forsvarsmenn hjá Plúsferðum séu búnir að ákveða að endurtaka svona ferð um næstu jól og við hlökkum til að notfæra okk- ur það tækifæri.“ Þorrablót og Góugleði Þegar Elsa er spurð hvort Ís- lendingarnir haldi hópinn segir hún að Íslendingafélag sé starf- rækt á þessum slóðum og svo sé alltaf mikið um heimsóknir milli vina. „Við höldum í hefðir, erum með jólahlaðborð, árshátíðir og síðast en ekki síst var haldið hér mjög myndarlegt þorrablót nýlega. Ís- lensk hjón, Völundur Þorgilsson og Sigríður Finnbogadóttir, komu sér upp mjög vinalegum veitingastað í borginni Torrevieja, El Empera- dor, þar sem þorrablótið var hald- ið. Þar var sneisafullt út úr dyrum og maturinn var hreint frábær. Á boðstólum var súrmatur s.s. hrúts- pungar, lifrarpylsa, blóðmör, sviða- sulta og svo síld og lax í ýmsum út- færslum, rófustappa, kartöflu- gratin, laufabrauð, flatbrauð, skonsur að ógleymdum harðfisk- inum og íslensku brennivínsstaupi. Ekki er allt upptalið enn, því þarna var einnig boðið upp á heitan mat, lambasteik og kjúklinga.“ Elsa segir að þetta hafi verið frumraun þessara ágætu hjóna og nú séu þau að hugsa um að bjóða einnig upp á Góugleði. Beint á móti þessum ágæta veit- ingastað er svo kaffistofa með bar sem önnur ung íslensk hjón, Bald- vin Smári Matthíasson og Jóna Gylfadóttir, reka. Þar er einnig mjög gott að njóta ekta íslenskra veitinga og t.d. hægt að fá Kjörís, SS-pylsur og fleira. Þau hafa einn- ig boðið upp á kaffihlaðborð með hnallþórum, marengstertum, flat- brauði m. hangikjöti og brauðtert- um. Slarkfær í spænsku En er ódýrt að lifa á Spáni? „Já, það er ekki hægt að segja annað og auk birtu og hlýju þá er það nú líka ástæðan fyrir því að margir Íslendingar á eftirlaunum hafa hér vetursetu. Við erum að borga margfalt minna fyrir allar nauðsynjar s.s. mat og drykk og svo líka fyrir hluti eins og bíla- tryggingar, hárgreiðslu, fatnað, bensín og síðan kostar það afskap- lega lítið að fara út að borða. Ég get nefnt sem dæmi að það er hægt að fá ágætis fatnað á mörk- uðunum hérna fyrir sama og ekk- ert, fallegar peysur og blússur á 250 krónur og pils og draktir á broti af því sem það kostar heima.“ Hafa í áttunda sinn vetursetu á Spáni Þegar haustar halda hjónin Elsa Guðsteins og Margeir Ingólfsson suður á bóginn þar sem þau vakna í björtu og fallegu veðri fram á vor. Elsa tjáði Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur að þeim gengi líka mun betur að lifa á íslensku eftirlaununum sínum á Spáni. Húsið þeirra er við lónið Mar Menor sem er í um 90 kílómetra fjarlægð frá Alicante. Rifið heitir La Manga og þar búa margir þekktir einstaklingar. Vöknum í birtu á veturna  Kíló af kjúklingabringum kostar 150–200 krónur  Heill ferskur kjúklingur kostar 145 krónur  Lítil bjórdós út úr búð kostar 12 krónur  Lítil gosdós kostar 12 krónur.  Lítri af bensíni kostar um 65 krónur  Fínar nautasteikur kosta um 1.500 krónur kílóið.  Jógúrtdósin kostar um 18 krónur  Einn og hálfur lítri mjólk kost- ar 70 krónur.  Kíló af ferskum sveppum kostar 150 krónur  Kíló af vínberjum kostar 75 krónur  Kíló af blómkáli kostar 80 krónur  Kíló af papriku kostar 100 krónur  Permanent með þvotti, klipp- ingu og lagningu kostar 2.500 krónur  Ábyrgðar- og kaskótrygging fyrir nýlegan fimm manna evr- ópskan bíl kostar 35.000 krón- ur á ári Elsa og Margeir búa í bænum Los Alcazares en hann hefur vaxið hratt síðustu árin. Þar dvelja aðallega Norðurlandabúar, Bretar, Þjóðverjar og Spánverjar. Kynningarfundur um gönguferðir erlendis Sími 585 4140 verður haldinn sunnudaginn 23. febrúar kl. 15.00 á Hótel Loftleiðum •Pyíreneafjöll •Majorka •Toscana •Dolomita-Alpar • Krít Aðgangur, kaffi og kökur kr. 600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.