Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 9
Þegar ég spyr Elsu hvort hún sé búin að ná spænskunni segist hún hafa verið að læra spænsku fyrstu fimm árin en nú sé hún orðin alveg slarkfær í henni og bjargi sér við hvaða aðstæður sem er. Þegar ég í lokin inni hana eftir því hvort það sé eitthvað sérstakt sem fólk þurfi að hugsa um ætli það að dvelja í lengri tíma á Spáni segir hún að það sé aðallega að muna eftir tryggingarkorti að heiman ef fólk lendi í að þurfa læknisþjónustu á meðan það dvelji úti. „Það verður allt svo miklu auð- veldara og ódýrara fyrir fólk ef það fær E-111 vottorð frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Með slíkt vottorð í farteskinu kostar ekkert að fá þjónustu frá sjúkrahúsum sem rekin eru af hinu opinbera og lífeyrisþegar borga þá ekkert held- ur fyrir lyf og læknisaðstoð.“ Fyrir átta árum rákust þau á hús á Spáni sem gera þurfti heilmikið fyrir. Þau keyptu húsið, gáfu því nafnið Sólbrún og hafa smám saman verið að gera það upp. Í febrúar er enn vetur á Spáni en Elsa segir að oft fari þó hitinn í um tuttugu gráður á daginn. gudbjorg@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 B 9 FYRIR nokkru sögðum við frá hópi fólks sem fór á Langanes í skipu- lagðri ferð á vegum sundhópsins í Kópavogi í samstarfi við félagsstarf aldraðra þar í bæ. Þar kom fram að rútan sem fór með hópinn hefði verið sú fyrsta sem fór út á Langanes. Það mun ekki vera allskostar rétt því árið 1971 fór Þorsteinn Kristjánsson, þá bílstjóri hjá Vestfjarðaleið, með hóp þangað á vegum Ferðafélags Íslands. „Þetta var nú nokkurt mál því við þurftum á leiðinni að fara yfir nokkr- ar heimasmíðaðar brýr úr rekaviði. Þá ferjuðum við fyrst yfir farang- urinn úr bílnum og fólkið fór að sjálf- sögðu fótgangandi yfir líka. Ég man að það brakaði töluvert í viðnum þegar ég ók yfir en þetta hafðist nú allt saman að lokum,“ segir Þor- steinn. Ferðin tók 18–20 daga og sofið var í tjöldum á leiðinni en Þorsteinn seg- ist hafa sofið í rútunni og eldað þar líka. „Við stoppuðum ekki víða í bæj- um nema í kaupfélögum til að ná í vistir og ég man að í þessari ferð lifði ég nærri eingöngu á dósamat og bjúgum.“ Hann segir að sér sé minnis- stæður allur rekaviðurinn sem var á Langanesi en það var ógrynni af hon- um á þessum slóðum og í huganum situr líka mynd af gömlu eyðibýli sem ekki hafði verið búið í lengi, rúð- ur brotnar og húsið í niðurníðslu. „En þetta var ágæt ferð og öðru- vísi en ég átti að venjast.“ Eftirminnileg ferð Ókum yfir heimasmíð- aðar brýr á Langanesi Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is Ertu á leið til útlanda? er með frábær tilboð á bílaleigubílum um allan heim. Ekki eyða öllum gjaldeyrinum í leigubíla. Pantaðu bíl hjá Hertz. Hringdu og bókaðu í síma 50 50 600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.