Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bíó Blóði drifin borgarsaga New York, borgin sem aldrei sefur, borgin sem hefur allt, bæði gott og illt. Fremsti kvikmyndahöfundur Bandaríkjanna, Martin Scorsese, hefur oft á ferlinum skyggnst inn í ofbeldisfullan glæpaheiminn og firr- inguna bak við framhlið stórborgarinnar, í myndum á borð við Mean Streets, Taxi Driver og Good Fellas. Nú rýnir hann í rætur hennar í stórmyndinni Gangs of New York, sem hreppt hefur tíu óskarstilnefningar og er frumsýnd hérlendis um helgina. Árni Þórarinsson fjallar um söguna bak við myndina og Skarphéðinn Guðmundsson um aðalleikarann, hinn sérvitra Daniel Day-Lewis. Reuters Martin Scorsese: Tvenn Golden Globe-verðlaun og tíu óskarstilnefningar fyrir ómælt erfiðisverk. SEX sinnum hafði hann sest í helg- an stein áður en Martin Scorsese sannfærði hann um að hlutverk klíkuforingjans Bill the Butcher væri of kjötmikið og safaríkt til að horfa aðgerðalaust á eftir því í ann- ars kjaft. Sagan segir reyndar að Harvey Weinstein yfirmaður Mira- max og aðalframleiðandi mynd- arinnar hafi bókstaflega þurft að narra hann til fundar við leikstjór- ann, þar sem hann var staddur á Ítalíu og vann við skósmíðar. Vandinn er nefnilega sá að Dan- iel Day-Lewis, einhver virtasti leik- ari samtímans, kærir sig lítt um þessa guðsgjöf sína og vill helst snúa við henni baki fyrir fullt og allt. Enginn veit né skilur nákvæm- lega hvers vegna, enda erfitt fyrir meðaljóna að ætla að setja sig í spor snillinga. En snillingur þessi hefur gefið sínar skýringar, sem við verðum, hvort sem okkur líkar bet- ur eða verr, að sætta okkur við. Hann þolir nefnilega ekki kvik- myndagerð og segir kvikmyndaleik- inn orkufrekari en hann fái við ráð- ið. Eitthvað grunar mann að þeir átti sig ekki alveg á hvert hann sé að fara, flestir leikararnir sem hafa kvikmyndaleikinn að dagvinnu í Hollywood. Leika í bíómynd? Orku- frekt? En þessir sömu átta sig örugglega ekki á hversu mikið Day- Lewis leggur sig fram af líkama og sál við að fanga hlutverkið og finna sig í því af heilum huga. Þolir ekki kvikmyndagerð Þannig er mál með vexti að mað- urinn er einn af þessum leikurum – Pacino, De Niro, Brando önnur dæmi – sem lætur sér ekki nægja að leika persónur sínar heldur sér sig knúinn til að verða hún á meðan á tökum stendur. Og til þess að geta orðið þessi persóna þá verður hann að vita og skilja hvaðan hún kemur, hvað hún kann og getur, finnur og sér. Þannig að fyrst klíku- foringinn Bill er slátrari í New York-gengjunum þá þótti Day-Lew- is ekkert nærtækara en að und- irbúa sig fyrir hlutverkið með því að læra allt hvað hann gæti af hnífa- fimleikamönnum og vinna sem slátrari í ákveðinn tíma, læra hand- bragðið af sjálfum fagmönnunum, verða einn slíkur, í stað þess að leika hann. Þannig var það líka þeg- ar Day-Lewis átti að leika hnefa- leikakappa í Hnefaleikakappanum (The Boxer) eftir Jim Sheridan, þá eyddi hann ómældum tíma í hringn- um og var víst orðinn býsna liðtæk- ur þegar loksins tökur hófust. Svona vinnur þessi leikari og klár- lega þess vegna taka öll hans hlut- verk slíkan toll. Hann leikur ekki einasta heldur finnur og er. „Sem leikari þá lærir maður og lærir, töku eftir töku, leikur og leik- ur, lærir og lærir. En síðan er af- raksturinn bara hundafóður, lítill sem enginn. Og maður áttar sig á því að hafa ekki lært nokkurn skap- aðan hlut. Með því er erfitt að lifa og sætta sig við.“ Svona sagði Day- Lewis kvikmyndagerð virka á sig í viðtali við Observer-vikuritið breska í desember síðastliðnum. „Það er eins og verið sé að skófla manni út, eftir að hafa gefið allt.“ Hann segist í viðtalinu ekki geta nefnt eina hlið á kvikmyndaiðnaðinum sem honum líki. Hann vildi bara ljúka því af sem honum er ætlað og hverfa síð- an aftur til síns auðmjúka fjöl- skyldulífs en Day-Lewis hefur búið ásamt eiginkonu sinni, Rebeccu Miller, og þremur börnum á Ítalíu. „Í hvert sinn sem ég hef lokið við tökur finn ég til hreint ólýsanlegs tómleika, kenndar sem ég er tilbú- inn að gefa allt fyrir að losna við, þar með talið sjálfan leiklistarfram- ann.“ Listin í blóð borin En það getur verið erfitt fyrir nokkurn sem er listin í blóð borin að sniðganga köllun sína. Hinn hálf- fimmtugi Daniel Michael Blake Day-Lewis er nefnilega af miklu listafólki kominn. Afi hans, Sir Michael Balcon, var æðsti yfirmað- ur Ealing-kvikmyndaveranna frægu og faðir hans lárviðarskáldið Cecil Day-Lewis. Leiklistina nam Day-Lewis við hinn virta Bristol Old Vic og tók þar út sinn leiklistarþroska uns hann gekk til liðs við Royal Shakespeare Company. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk hann á unglingsárum sínum en það var lítið hlutverk í mynd Johns Schlesinger, Blóðugi sunnudagur (Sunday Bloody Sunday) frá 1971. En síðan leið góður áratugur uns hann birtist aftur á hvíta tjaldinu, þá fullveðja maður og fullnuma leik- ari í litlu hlutverki í Óskarsverð- launamyndinni Gandhi árið 1982. Fyrst bar á honum í aukahlutverki í þriðju og slökustu endurgerðinni á Uppreisninni á Bounty (The Bounty), sem gerð var árið 1984 með Anthony Hopkins og Mel Gib- son í aðalhlutverkum. En það var ekki fyrr en í hinu rómaða sam- félagsdrama Stephens Frears, Ynd- islega efnalaug (My Beautiful Laundrette), 1985 og Merchant og Ivory-myndinni Herbergi með út- sýni (A Room With A View) sem hæfileikar Day-Lewis fengu fyrst að njóta sín fyrir alvöru á hvíta tjaldinu og til marks um það verð- launuðu gagnrýnendur í New York hann fyrir framlagið til myndanna. Á þessum árum flakkaði hann reglulega milli tökustaðar og leik- sviðsins þar sem hann vann hvern leiksigurinn á fætur öðrum. Næsti leiksigur sem festur var á filmu var hinsvegar í hlutverki ungs róttæks læknis á byltingartímum í Prag í Óbærilegum léttleika tilverunnar (The Unbearable Lightness of Being) mynd sem Philip Kaufman gerði 1988 eftir samnefndri sögu Milans Kunderas. Næstu tvö hlut- verk voru ekki eins farsæl enda kannski hans minnst þekkta fram- lag til kvikmyndanna, í svörtu kóm- edíunum Með stjörnur í augum (Stars and Bars) eftir Írann Pat O’Connor 1988 og Brostu, New Jersey (Eversmile New Jersey) eft- ir Argentínumanninn Carlos Sorin ári síðar. Kemur ekki nálægt sviðinu Vatnaskilin á ferli Day-Lewis verða þegar túlkun hans á írska skáldinu fjölfatlaða Christy Brown Leikarinn sem vill ekki leika Daniel Day-Lewis er meinilla við að leika í kvikmyndum og Scorsese þurfti að leggja sig allan fram við að sannfæra hann um að leika Villa slátrara. „ALLT frá því ég var barn að alast upp á Lower Manhattan hef ég heillast af sögum um gömlu New York. Á hverjum degi, þegar ég fór í könnunarleiðangra um göturnar í ná- grenninu, uppgötvaði ég smátt og smátt leyndardóma um stórmerki- legt en tiltölulega óþekkt tímabil í sögu borgarinnar og lands okkar. 7. áratugur 19. aldar virtist hrein gull- náma af ótrúlegum sögum um hinar vinnandi stéttir, um holskeflur inn- flytjenda á strætum og skuggasund- um, um spillta stjórnmálamenn og um goðsagnir undirheimanna sem börðust um yfirráð yfir öllu saman. Þetta eru sögur um ögurstundir Bandaríkjanna og það sem þetta unga ríki stóð fyrir. Þetta eru sög- urnar um rætur okkar.“ Þannig lýsir Martin Scorsese gildi viðfangsefnis Gangs of New York, sögunni bakvið söguna af heimaborg hans. Barnið sem hann lýsir í ofan- greindum ummælum var astmasjúk- ur og veikbyggður drengur, sem neyddist til að eyða löngum stundum við gluggann á lítilli íbúð foreldranna við Elizabeth Street í hverfinu Little Italy á Manhattan. Þannig fylgdist hann með fjölskrúðugu mannlífinu eins og gegnum þá linsu sem hann síðar í lífinu notaði til að skapa marg- ar af mikilvægustu kvikmyndum Bandaríkjanna undanfarna áratugi. Á sama hátt og Woody Allen er hið gamansama New York-skáld kvik- myndanna er Scorsese New York- skáld skuggahliðanna, ofbeldisins, firringarinnar, spillingarinnar, and- stæðna auðs og fátæktar og þeirra háskalegu meðala sem notuð eru til að komast frá því síðarnefnda til hins fyrrnefnda. Hann hefur kannað með vægðarlausum hætti birtingu alls þessa í nútímanum. Nú var kominn tími til að rýna í ræturnar í fortíðinni. Gangs of New York er í kjarna sínum landnemasaga, ekki af gresjum villta vestursins eins og amerískir leik- stjórar höfðu lýst í vestrunum á síð- ustu öld, heldur af andstæðunni, fæð- ingu margsamsetts stórborgar- samfélags, þar sem hinir sterkari urðu ofaná í krafti ofbeldis og auðs. Suðupottur frekar en samfélag „Ef mér tekst að gera Gangs of New York,“ sagði hann áður en tökur hófust, „hef ég gert allar þær bíó- myndir sem mig hefur langað, raun- verulega langað, til að gera.“ Honum hefur tekist ætlunarverkið en það liðu þrír áratugir frá hugmynd til fram- kvæmdar. Til viðbótar við æskuminn- ingarnar, m.a. um átök hópa af ítölsk- um uppruna, gyðinga og Kínverja, sem bjuggu allt um kring, varð lestur bókar sem útgefin var 1927 Scorsese til frekari innblásturs. Í henni fjallar Herbert Asbury um ofbeldisfulla ver- öld götugengja mótmælenda og kaþ- ólikka á Manhattan á 5. og 6. áratug 19. aldar, en átök þeirra náðu há- marki í blóðugum óeirðum til að mót- mæla herkvaðningu á tímum banda- ríska borgarastríðsins árið 1862. Þessa bók las Martin Scorsese árið 1970 og heillaðist enn frekar af þess- um örlagaríku atburðum. „New York í kringum 1840 var meira eins og suðupottur en borgarsamfélag,“ hef- ur hann sagt. „En hugsandi fólk var byrjað að átta sig á því að tækist ekki að láta New York virka sem borg myndi alríkið ekki virka heldur.“ Strax árið 1976 skrifaði Scorsese fyrsta uppkast að handritinu ásamt félaga sínum Jay Cocks, sem var m.a. kvikmyndagagnrýnandi tímaritsins Time en samdi síðan handrit að myndum eins og Strange Days eftir Kathryn Bigelow og The Age Of Inn- ocence með Scorsese, en sú afburða lýsing á ástum í viðjum samfélags- hafta gerðist í New York skömmu síðar en Gangs Of New York, þ.e. á 9. áratug 19. aldar; þar, eins og í nýju myndinni er Daniel Day-Lewis í einu aðalhlutverkanna. Sá gamalreyndi ítalski kvikmyndaframleiðandi Al- berto Grimaldi, sem hafði komist í álnir með spaghettivestrum Sergios Leone en síðan staðið bakvið myndir bæði Fellinis og Bertoluccis, féll fyrir verkefninu. Hann tilkynnti gerð Gangs Of New York með heilsíðuaug- lýsingu í Variety árið 1977. En ekkert varð úr framleiðslunni. Scorsese og Robert De Niro höfðu uppi ráðagerð- ir um að framleiða hana snemma á 9. áratugnum, skömmu eftir að þeir luku við hina vanmetnu en stórkost- legu sögu af stórborgarfirringu The 30 ára mein- semd — eða dásemd? Látið sverfa til stáls: Leonardo DiCaprio sem Amsterdam Vallon í broddi fylkingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.