Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 1
Viltu breyta til? Óskum eftir sölumönnum til starfa. Um er að ræða störf hjá söluskrifstofu heimsþekkts fyrir- tækis sem starfar um heim allan. Vörur fyrir- tækisins hafa mikla sérstöðu á íslenskum markaði. Við leitum að duglegu fólki sem hefur metnað til að ná árangri og getur starfað sjálf- stætt. Spennandi tækifæri fyrir kraftmikið fólk. Sveigjanlegur vinnutími og fjölskylduvænn vinnustaður. Konur, jafnt sem karlar, eru hvatt- ar til að sækja um. Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað til aug- lýsingadeildar Morgunblaðsins eða í box@mbl.is merktum: „V — 13378“. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Meðferðarfulltrúi á kvöldvaktir Meðferðarheimili Götusmiðjunnar á Árvöllum óskar eftir að ráða nú þegar starfsmann á kvöldvaktir. Starfið fellst í að leiðbeina nem- endum, sem eru á aldrinum 14 til 20 ára, í leik og starfi, taka þátt í daglegri dagskrá meðferð- arinnar, sem er mjög fjölbreytt, auk þess að vinna í nánu samstarfi með sálfræðingi og ráð- gjöfum. Umsóknir sendist, elisabet@gotusmidjan .is, fyrir 3. mars 2003. Stöðvarstjóri óskast Framtíðarstarf Frumherji hf. leitar að stöðvarstjóra fyrir skoðunarstöðvar fyrirtækisins á Austur- landi, með aðsetur í Fellabæ eða nágrenni. Þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Um starfið: Starf stöðvarstjóra er fjölbreytt, felst aðallega í skoðun ökutækja af öllum stærðum og gerð- um, afgreiðslustörfum, skráningarstarfsemi vegna ökutækja, upplýsingagjöf, stöðvarstjórn og fleiru. Kröfur um menntun, þjálfun og annað: Gerð er krafa um bifvélavirkjamenntun. Æski- legt er að viðkomandi hafi einhverja starfs- reynslu í faginu. Gerð er krafa um almenn öku- réttindi, en aukin ökuréttindi og bifhjólaréttindi eru einnig æskileg. Stöðvarstjóri verður að hafa bíl til umráða. Við leitum að manni sem hefur góða þjón- ustulund, getur starfað sjálfstætt og er tilbúinn að bæta þekkingu sína og hæfni til þess að takast á við krefjandi starf hjá traustu fyrirtæki. Umsóknir sendist til Frumherja hf., tæknistjóra ökutækjasviðs, Hesthálsi 6—8, 110 Reykjavík. Má einnig skila á tölvupósti, jha@frumherji.is . „Au pair“ Stokkhólmi Íslensk fjölskylda í Stokkhólmi óskar eftir „au pair“ frá lok apríl eða byrjun maímánaðar. Upplýsingar í síma: 0046 8 464 8969 eða 0046 7335 03346. Netfang: tjonsdottir@hotmail.com . Yfirdýralæknir Auglýsing um starf við rannsóknir Vegna rannsókna á vegum embættis yfirdýra- læknis á hugsanlegum tengslum riðuveiki, snefilefna og oxavarnarensíma, er laus staða dýralæknis, líffræðings eða lífefnafræðings. Æskilegt er að starfið hefjist 15. mars nk. Starfið er fyrirhugað til u.þ.b. tveggja ára, með möguleika á að framlengingu til eins árs. Rannsóknir þessar eru styrktar af Evrópusam- bandinu og gæti hluti starfsins farið fram er- lendis. Bent er á að starf þetta gæti hentað til meistarnáms eða verið hluti af slíku námi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkom- andi stéttarfélags við fjármálaráðneytið. Nánari upplýsingar veitir dr. med. Þorkell Jóhannesson í síma 551 8026 eða með tölvupósti dr.thorkell@simnet.is Húsvarðarstarf Staða húsvarðar í Félagsheimilinu Borg í Grímsnesi er laus til umsóknar. Umsóknum skal skila fyrir 8. mars nk. á skrif- stofu sveitarfélagsins, Félagsheimilinu Borg, 801 Selfossi. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 486 4400. Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps. Heildverslun Útkeyrsla og lagerstörf Heildverslun á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða duglegan og heiðarlegan starfsmann til útkeyrslu og lagerstarfa auk annarra tilfall- andi starfa. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir með upplýs- ingum um fyrri störf sendist til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „Lagerstarf — 13377“. Sunnudagur 23. febrúar 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.802  Innlit 16.666  Flettingar 68.462  Heimild: Samræmd vefmæling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.