Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 C 3 Sérhæfður tæknimaður s.s. meinatæknir, hjúkrunarfræðingur, geislafræðingur, sjúkraliði Starf sérhæfðs tæknimanns á nýrri rannsókna- stofu æðaskurðlækninga við æðaskurð- lækningadeild er laust til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa menntun á heilbrigðissviði s.s. meinatæknir, hjúkrunar- fræðingur, geislafræðingur eða sjúkraliði. Í starfinu felst sérhæfð vinna við klíniskar þjónusturannsóknir á sviði lífeðlisfræði- rannsókna og ómskoðana vegna blóðrásarsjúkdóma. Leitað er að sjálfstæðum einstaklingi með skipulagshæfileika við uppbyggingu og skipulag rannsóknastofunnar í samráði við umsjónarlækni hennar. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi haldgóða kunnáttu í ensku og helst sænsku. Umsóknum sem skila ber fyrir 28. febrúar n.k. á þar til gerðum eyðublöðum, er nálgast má á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, fylgi vottfestar upplýsingar um nám og fyrri störf. Umsóknargögn berist í tvíriti til skrifstofu æðaskurðlækningadeildar LSH Fossvogi. Upplýsingar um starfið veita Dr. Karl Logason, læknir, netfang karll@landspitali.is og Dr. Stefán E. Matthíasson, yfirlæknir æðaskurðlækningadeildar í síma 543 7464. Sjá áður birta auglýsingu á starfatorgi, starfatorg.is, nr. STT0302032 Leiðbeinendastörf með hressu, ungu fólki Umhverfis- og heilbrigðisstofa Skúlagötu 19 • 101 Reykjavík Sími 563 2700 • Fax 563 2710 Netfang: vinnuskoli@vinnuskoli.is Veffang: www.vinnuskoli.is Viljum ráða leiðbeinendur í sumarstörf. Fjölbreytt og gefandi störf. Kjörin fyrir þá sem kraftur er í og kjósa útiveru og skemmtilegan félagsskap. Væntanlegir leiðbeinendur sækja námskeið í upphafi ráðningartímans, t.d. í stjórnun, vinnu með unglingum, ýmsum öryggismálum og verklegum störfum. Athugið að margvísleg reynsla og þekking fæst með þessum störfum, sem nýtist fólki vel, þegar horft er til framtíðar. Umsóknir og upplýsingar eru á heimasíðu skólans: www.vinnuskoli.is Nánari upplýsingar um sumarstörf í síma 563 2750 VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Sindra-Stál hf. er eitt af stærstu innflutnings- og þjónustufyrirtækjum á landinu með um 60 starfsmenn. Markmið fyrirtækisins er að þjóna íslenskum fyrirtækjum með fjölbreytt vöruval í stáli og málmum og bjóða upp á úrval af vélum og tækjum í hæsta gæðaflokki. Starfsmaður í þjónustudeild Sindra-Stál óskar eftir að ráða mann í þjónust- udeild til að annast viðgerðir og þjónustu á tækjum þeim sem Sindra-Stál hf. selur og hef- ur umboð fyrir, með áherslu á skilvindur og vörum þeim tengdum. Starfssvið:  Almennar viðgerðir á verkstæði, jafnt sem úti í verksmiðjum um land allt, sölustörf, varahlutir og viðhaldsverkefni.  Þarf að geta farið með stuttum fyrirvara í þjónustuútkall. Menntun og hæfniskröfur:  Iðnmenntun, tæknimenntun eða önnur menntun tengd vélaviðhaldi.  Reynsla og þekking á vinnsluferli fiskimjöls- verksmiðja kostur.  Reynsla af viðgerðum véla ásamt frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum.  Tungumálakunnátta, enska og eitt Norður- landatungumál æskilegt. Þarf að geta farið á námskeið erlendis og starfað með erlend- um samstarfsaðilum. Upplýsingar veita Gísli Jónsson, netfang gj@sindri.is og Örn Gylfason, netfang og@sindri.is, upplýsingar ekki gefnar í síma. Heimasíða www.sindri.is Umsóknir óskast sendar til Sindra-Stál hf., Klettagörðum 12, 104 Reykjavík, merktar: „Þjónustufulltrúi“, fyrir 1. mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.