Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 C 15 Vilhjálmssyni og er gert um 1965 sé upphafið að enda gömlu skrúðgarð- anna. Hönnun garða og skipulagning op- inna svæða fer að breytast þegar líða tekur á seinni hluta síðustu aldar og farið var að hugsa meira um sam- hangandi útivistarsvæði eins og t.d. Laugardalurinn, Kópavogsdalurinn og Fossvogsdalurinn eru dæmi um „Það sem skiptir mestu máli í skipu- lagningu almenningsgarða eða úti- vistarsvæða í dag er skjólið. Garðar sem búa yfir grasflötum og blómum hafa ekki verið nægilega vel nýttir á Íslandi hugsanlega vegna veðurfars- ins. Fólk sækist fremur eftir því að fara eftir ákveðnum leiðum,“ segir Samson og Einar bætir við, „þetta hefur komið með þessari heilsubylt- ingu þar sem lögð er áhersla á að hlaupa, skokka, hjóla, fara í langar göngur o.s.frv. en á sama tíma er ekki mikið lagt upp úr því að fólk sé að leika sér á opnum grasflötum. Úti- vistarsvæðin verða rými sem fólk getur ferðast í án þess að eiga það á hættu að verða fyrir bíl.“ Elliðárdalurinn og Öskjuhlíðin og Kjarnaskógur við Akureyri eru dæmi um slíka þróun, þar sem vin- sældir svæðisins byggjast fyrst og fremst á góðum göngustígum og skjóli sem gróðurinn hefur myndað. „Almenningsgarðar nútímans snúast um leiðir, best er að geta gengið hringleiðir, gaman er að hafa eitt- hvað fallegt og fróðlegt að horfa á og upplifa á leiðinni, kaffihús o.s.frv. Þessi svæði eiga að mynda líflínu eða perlufesti milli svæða, það skiptir meira máli að þú getir ferðast t.d. frá vesturbænum yfir til Kópavogs held- ur en að búa til einstaka fallega garða á einum afmörkuðum stað,“ segir Samson. Einar segir að það sem hafi skipti miklu varðandi stígagerðina í Laugardalnum var að þeir myndi líf- æð eða tengingu milli svæða með þeim hætti að stígarnir leiði eitt- hvert. „Laugardalsgarðurinn er dæmi um garð sem hefur heppnast mjög vel en það er ekki síst vegna þess að hann hefur úr svo miklu að moða en þar er íþróttaaðstaða, grasagarður, skrúðgarður, húsdýra- garður og fleira. Aðdráttarafl garðs- ins felst ekki síst í því að þarna eru fallegar gönguleiðir og það er kannski það sem skiptir máli. Við er- um samt ekki hætt að meta skrúð- garðana heldur erum við í dag bæði garðinn að forseti hins sameinaða þings, Benedikt Sveinsson, hafi falið Tryggva Gunnarssyni, alþingis- manni og bankastjóra, umsjón yfir gerð garðsins í samráði við Árna Thorsteinsson, landfógeta. Tekist var á um mótun garðsins og varð hugmynd Tryggva ofan á en Alþing- ishúsgarðurinn ber skýr form með miðlægum hringlaga stíg og út frá honum liggja stígar út í hvert horn garðsins og svo var blómum og trjá- gróðri plantað í kring. „Við lands- lagsarkitektarnir höfum til að mynda tekið form garðsins upp í merki land- lagsarkitekta,“ segir Samson. Al- þingishúsgarðurinn hefur haldið sér mjög vel, bæði vegna þess að hann ber skýr form en ekki síst vegna þess að vel hefur verið hugsað um garð- inn. „Á elliárum sínum gerðist Tryggvi Gunnarsson garðyrkjustjóri Alþingishúsgarðsins og sá um garð- inn alveg fram í andlát sitt og að lok- um varð garðurinn hinsta hvíla Tryggva en hann var jarðaður þar árið 1917,“ segir Einar. Perlufestar nútímans Þéttbýlismyndun erlendis leiddi til þess að gerðir voru margir almenn- ingsgarðar í borgunum. Hins vegar hefur þróunin á Íslandi verið með ei- lítið öðrum hætti. „Við höfðum alltaf náttúruna og því var minni þörf á því að búa til garða,“ segir Samson. Við eigum nokkra vel varðveitta almenningsgarða frá upphafi 20. ald- ar, t.d Skrúð í Dýrafirði, Lystigarð- inn á Akureyri, Hljómskálagarðinn í Reykjavík, Jónsgarð á Ísafirði og Hellisgerði í Hafnarfirði. „Skrúður er glæsilegur garður og byggður í nýformalískum stíl, kross og hring, en þetta er með elstu stílbrigðum í garðlist. Hellisgerði er eiginlega fyrsti landslagsgarður Íslands og er frá árinu 1923. Garðurinn er mótaður eftir landslaginu þar sem hraunið og hinn náttúrulegi gróður er látin njóta sín,“ segir Samson. Samson segir að gerð Hallargarðsins í Reykjavík árið 1952 hafi markað tímamót fyrir landslagsarkitektúr sem fag á Ís- landi en Hallargarðurinn var fyrsti opinberi skrúðgarðurinn sem hann- aður var af landslagsarkitekt sem var Jón H. Björnsson, fyrsti íslenski landslagsarkitektinn. Upp úr 1960 breytist hugmyndafræðin um skrúð- garða í borgum og því má segja að Miklatúnið sem teiknað var af Reyni að útbúa svæði sem eru hönnuð til þess að þola mikið álag og svo erum við með náttúrusvæði þannig að við erum kannski að hætta með millistig- ið,“ segir Samson og Einar bætir við, „ég tel að við komum ekki til með að hætta því alveg að taka frá lítil svæði sem skrúðgarða, það verður alltaf þörf fyrir slíkt augnayndi, svona kon- fektmola hér og þar.“ Höfuðborgarsvæðið, stærsti skógur Íslands „Tilraunaskeiði garðræktunar er að ljúka og tími kominn til þess að læra af þeirri reynslu sem við höfum öðlast. Við erum hins vegar enn að læra að nota gróðurinn og eigum eft- ir að grisja nokkuð úr görðum okkar og ákveða hvaða tré við ætlum að nota í framtíðinni,“ segir Einar. „Við sjáum að ýmsar hefðir hafa myndast á síðastliðnum 20-30 árum, t.d. með tilkomu trépalla og skjólveggja, þannig að það er að myndast eitthvað sem við getum kallað íslenskan heim- ilisgarð,“ segir Samson. Einar segir að hingað til höfum við verið að rækta skóginn innan veggja heimilisgarðsins en í dag höfum við byrjað að skapa okkur rými inni í gróðrinum og skógræktarstarf í heimilisgörðum komi til með að minnka og breytast. „Seinni hluta síðustu aldar höfum við verið að upplifa hæga og hljóðláta byltingu í umhverfi okkar. Við höfum ekki tekið eftir því fyrr en nú að við sjáum ekki sólina fyrir trjánum og menn fara þá oft út í það að brjóta sér leið í gegnum skóginn,“ segir Einar. „Ég hef fullan skilning á því að fólk vilji saga niður trén í garðinum til þess að fá sólina. Við verðum samt að átta okkur á því að við erum ekki að- eins að mynda skjól í garðinum okkar með trjánum heldur eru trén einnig að skýla borginni og með því að saga öll þessi stóru tré niður erum við að innleiða vindinn aftur inn á höfuð- borgarsvæðið,“ segir Samson. Einar segir framtíðarsýn íslenska heimilis- garðsins vera einkum þá að við kom- um til með að velja lágvaxnari gróð- ur, en stóru trén muni líklega færast frekar yfir á almenningssvæði og verða hluti af því umhverfi. Tími uppgjöra „Saga garðræktar á Íslandi má segja að hafi bæði verið snörp og stutt. Áhugi á garðsögu almennt hef- ur aukist mikið og þá ekki síst er- lendis þar sem garðmenning er mun ríkari arfleið heldur en okkar en eftir því sem við, Samson og ég, köfum dýpra í sögu okkar sannfærumst við enn frekar um að saga okkar er stór- merkilegt innlegg í menningarsögu okkar. Við höfum viðað að okkur mjög miklu efni bæði í máli og mynd- un og leyfum okkur að vonast til þess að geta unnið úr því fyrr en seinna og gefið það út. Garðmenning Íslands virkar ef til vill fátækleg og stutt á veg komin, en ef maður staldrar við dæmi sem eru kannski hve best varð- veitt erum við bara nokkuð ánægðir með okkar hlut,“ segir Einar að lok- um. Heimildir Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson (1998) (ritstj.) Laxdæla . Reykjavík: Mál og Menning. Einar E. Sæmundsen (1996) Alþingishús- garðurinn. Í Landnámi Ingólfs. Reykjavík. Steindórsprent. Bls. 89-109. Samson B. Harðason (2000) Hager på Is- land með hovedvekt på Reykjavik. Utvikling Elementer. Lokaverkefni í landslagsarkitekt- úr við Norges Landbrukshøjskole Ås. Margvíslegt ítarefni frá Einari E. Sæmund- sen og Samsoni B. Harðasyni. Við Lækinn í Hafnarfirði. Uppdráttur af Alþingishúsgarðinum sem er talinn vera eftir Tryggva Gunn- arsson, líklega árið 1893. Félag landslagsarkitekta á Íslandi hafa tekið upp form garðsins í merki félagsins. ÞAÐ er sagt að fjórðungi bregðitil fósturs. Við erum vissulega ólík að upplagi og gerð hvert og eitt okkar en öll eigum við það sameigin- legt að hafa eitt sinn verið lítil börn og fengið eitt og annað í veganesti frá hinum eldri. Og þótt tímarnir breytist þá breytist það ekki að það þarf að ala börn upp, koma þeim til manns eins og sagt er. Fólkið sem ól mína kynslóð upp var mjög upptekið af því að börn þess fengju menntun en sinnti kannski minna en þeirra uppalend- ur um að innræta afkomendunum gamlar höfuðdyggðir eins og heið- arleika, nægjusemi og mannkær- leika. Mér sýnist að sumir þeir sem eru að ala upp börn núna setji þessa eiginleika enn aftar í forgangsröð- inni. Börnum nútímans er jafnvel innrætt að þau eigi að slá frá sér og koma sér með öllum ráðum á fram- færi – aðrir verði að sjá um sig. Ég gæti trúað að þetta viðhorf sé að mestu ómeðvitað, að uppalendur nútímans hafi fæstir vel mótað markmið í huga við uppeldið, nema þá helst að þeir séu að ala upp starfsmenn framtíðarinnar. Fólk virðist trúa því margt hvert að mestu skipti að börn fái sem allra mesta starfsmenntun, allt annað sem máli skipti komi af sjálfu sér, þar með talið hamingja í einkalífi og sálarró. Margir þeir foreldrar sem leggja ofurkapp á að börnin fái alls kyns aukatíma og þreytast aldrei á að minna á æfingar eða aka börn- unum á milli virðast sjaldnar minn- ast á að önnur börn og fólk eigi sinn tilverurétt og hvernig eigi að virða þann rétt. Mörg börn sýnast ekki hafa heyrt ýmislegt sem mikið var tönnlast á þegar ég var að alast upp, svo sem að fólk uppskeri eins og það sái, – að kurteisi kosti ekki peninga og að sælla sé að gefa en þiggja. Mamma vinkonu minnar, hress og hispurs- laus kona, lagði áherslu á nægju- semi með þessari gullvægu setningu sem hún mælti gjarnan af munni fram spekingsleg og sposk þegar vinkona mín bað um peninga: „Heldur þú að ég skíti peningum?“ Ég er þeirrar skoðunar að fólk fyrri tíma hafi margt hvert vitað mjög vel innra með sér hvað myndi skila afkomendunum sæmilegri lífs- hamingju og „predikað“ samkvæmt því. Þessi minni gengu síðan kyn- slóð fram af kynslóð og ástandið var ekki orðið verra en það, hvað mína kynslóð snertir, að mjög margir sem ég þekkti urðu að „almenni- legu“ fólki, eins og það var kallað. Nú er eins og tengslin við þessi gömlu minni séu eða hafi rofnað og við því mætti t.d. bregðast með því að leggja niður fyrir sér hvaða eig- inleika sé heppilegast að rækta með börnum svo þeim vegni vel síðar í lífi og starfi. Samkvæmt fréttum og samtölum við þá sem vinna að málefnum barna og unglinga virðist hjá mörgum þeirra skorta á þá eiginleika sem gjarnan hafa verið mælikvarði á það að vera „almennileg“ manneskja. Börn og unglingar nútímans sýnast furðu mörg eiga í miklum vanda bæði hvað snertir samskipti við ann- að fólk og samfélagið í heild, vímu- efni og meðferð á fjármunum og þau virðist töluverðum mæli skorta þrek til að axla sæmilega þær byrðar sem lífið leggur á fullorðið fólk. Þetta bendir til þess að eitthvað verulega mikið hafi farið úrskeiðis í uppeldi viðkomandi einstaklinga. Menn tala gjarnan um að það skorti aga, en hvers konar aga skortir og að hverju á sá agi að beinast? Ég hugsa að það væri ómaksins vert fyrir unga foreldra að setjast niður og hugsa um hvernig líf þau kjósi börnum sínum uppkomnum og hvernig tengdabörn þau myndu helst vilja fá inn í fjölskylduna – sbr.: líkur sækir líkan heim. Ef fólk vill að börn þess eigi að kærleika og umhyggju að hverfa hjá öðrum þarf að kenna þeim í barnæsku að sýna öðru fólki umhyggju og kærleika og þannig mætti telja. Margir í nútímanum eru mjög uppteknir af peningum og halda jafnvel að lífshamingja fólks sé í réttu hlutfalli við þann veraldlega auð sem það hefur undir höndum. Fjölmargt bendir til að þessu sé jafnvel öfugt farið. Það er hinn and- legi auður sem virðist skila fólki mestri lífshamingju þegar til lengd- ar lætur, - einfaldir hlutir eins og hlýleiki í viðmóti og að reyna að setja sig í annarra spor, heiðarleiki í samskiptum, drengskapur þegar á reynir, þol í mótlæti, nægjusemi, samhjálp, að geta gert mikið úr litlu og síðast en ekki síst sá dýrmæti eiginleiki að geta glaðst með öðrum án teljandi öfundar. Því miður bendir ýmislegt til að ekki sé gert nægilega mikið af hálfu heimila eða skóla til að rækta með ungviði þessa eiginleika, til mikillar óhamingju fyrir þetta sama ungviði sem þá fer út í lífið illa nestað að þessu leyti. Það stoðar lítið að vera moldríkur og/eða þrælmenntaður frá dýrum og virtum skólum ef maður getur ekki látið sér lynda við nokkurn mann og telur sig vera á „sérsamn- ingi“ í tilverunni með tilheyrandi vonbrigðum er fram í sækir. Þannig fólk á að óbreyttu á hættu að dæm- ast til andlegrar og félagslegrar fá- tæktar sem er miklu verra hlut- skipti en veraldleg fátækt af því tagi sem við þekkjum í þessu samfélagi. Þjóðlífsþankar/Til hvers er fólk að ala upp börn? Fjórðungi bregður til fósturs eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Við lifum á tímum meðvitaðrar stefnumótunar í flestum málum og sífellt er fólk að setja sér alls kyns markmið. Þessi viðleitni virðist þó hreint ekki al- gild. Ég hef heyrt á ýmsum sem nú vinna með börnum að ekki veitti af í sum- um tilvikum að foreldrar settu sér í ríkari mæli meðvitað uppeldismarkmið og mótuðu meginstefnu í uppeldi barna sinna. Það er engu líkara en furðu fá- ir geri sér í upphafi ljósa grein fyrir hvernig manneskju þeir vonist til að upp- eldið skili. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.