Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.02.2003, Blaðsíða 16
16 C SUNNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Langholtskirkja. Mánudagur: Kl. 15– 16.30 Ævintýraklúbburinn. Starf fyrir 7–9 ára krakka sem eru allir velkomnir. Árbæjarkirkja. Æskulýðsfélagið Lúkas með fund í safnaðarheimilinu kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Kl. 13–15.30 opið hús fyrir fullorðna í safn- aðarheimili kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni. Fyrirbænaefnum má koma til djákna í síma 557 3280. Þeir sem óska eftir akstri láti vita í sama síma fyrir há- degi á mánudögum. Æskulýðsstarf fyrir 8.–10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK-fundur fyrir stelpur 9–12 ára kl. 17.15 í kirkj- Safnaðarstarf unni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagur: Unglingar 16 ára og eldri kl. 20–22. Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12 ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur börnunum heim að loknum fundi. Skemmtileg dagskrá. Mætum öll. Vídalínskirkja. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára drengi í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUM. Lágafellskirkja. Sunnudagaskólinn kl. 13 í safnaðarheimili kirkjunnar að Þver- holti 3, 3. hæð. Allir velkomnir. Mánu- dagur: Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lága- fellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Vitnisburðarsam- koma kl. 14. Lofgjörð og fyrirbænir. Tví- skipt barnastarf fyrir 1–5 ára börn og 6– 12 ára á sama tíma. Kaffi og samfélagið eftir samkomu. Allir hjartanlega vel- komnir. KFUM & K. Samkoma kl. 17 að Holta- vegi 28. „Limir á líkama Krists“. Upp- hafsorð Kjellrun Langdal, ræðumaður Ragnar Gunnarsson. Undraland fyrir börnin, á meðan fullorðna fólkið er á samkomunni. Allir hjartanlega velkomn- ir. Engin Vaka í kvöld, bent á Tómasar- messu í Breiðholtskirkju kl. 20. Inntökuf- undur hjá AD KFUM með mat næsta fimmtudag. Nauðsynlegt að skrá sig í síma 588 8899. Lokadagur á þriðjudag- inn. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Sheila Fitzgerald. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Miðvd. 26. feb. Mömmu- morgunn kl. 10. Fjölskyldusamvera kl. 18. Létt máltíð. Biblíukennsla í umsjón Hafliða Kristinssonar. Fimmtud. 27. feb. Eldur unga fólksins kl. 21. Föstud. kl. 20.30. Unglingasamkoma. Allir hjartan- lega velkomnir. filadelfia@gospel.is. bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Biblíudagurinn 2003 ÁRLEGUR Biblíudagur verður haldinn næstkomandi sunnudag, 23. febrúar. Guðsþjónustur í kirkjum landsins verða þá sérstaklega helg- aðar Biblíunni og mikilvægi hennar fyrir kirstna kirkju. Við guðsþjónustu í Langholts- kirkju mun Guðni Einarsson, blaða- maður, predika. Prestur er sr. Jón Helgi Þórarinsson. Kirkjukór Lang- holtskirkju ásamt organistanum Jóni Stefánssyni annast tónlist- arflutning. Guðsþjónustunni verður útvarpað. Biblíufélagið býður alla hjart- anlega velkomna til guðsþjónust- unnar. Þau 2.500 eintök af Nýja testa- mentinu sem prentuð voru í fyrra seldust upp á fjórum dögum. Nú bið- ur Konsó-fólkið okkur um hjálp til að hægt verði að prenta 5.000 eintök í viðbót. Um eina milljón ísl. króna vantar til að hægt verði að hefja undirbúning strax og þannig tryggja að Nýja testamentið komist í hendur fólksins sem fyrst. Hjálpum því vinum okkar í Konsó. Eitt Nýja testamenti kostar ekki nema 400 kr. Söfnunarreikningur fyrir Konsó er nr. 0101-26-3555. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fimmtu messunnar á þessum vetri í Breið- holtskirkju í Mjódd í kvöld, sunnu- daginn 23. febrúar, kl. 20. Tómasarmessan hefur vakið mikla ánægju þeirra sem þátt hafa tekið og virðist hafa unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breið- holtskirkju í Mjódd síðasta sunnu- dag í mánuði, frá hausti til vors, síð- ustu fimm árin. Framkvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholts- kirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Heiti Tómasarmessunnar er dreg- ið af postulanum Tómasi, sem ekki vildi trúa upprisu Drottins nema hann fengi sjálfur að sjá hann upp- risinn og þreifa á sárum hans. Mess- an einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist og sömuleiðis af virkri þátttöku leikmanna. Eigum við hugsjón? NÆSTU fimm þriðjudaga mun Full- orðinsfræðsla Laugarneskirkju vinna að verkefni undir yfirskrift- inni „Eigum við hugsjón?“ Biskup Íslands hefur beðið söfn- uði landsins að vinna með starfsfólki Biskupsstofu að stefnumótun Þjóð- kirkjunnar samkvæmt ákveðinni að- ferð. Munum við koma saman í þessu tilefni og nota þann farveg sem Fullorðinsfræðslan er til þess að nálgast viðfangsefnið. Síðustu helgina í marsmánuði mun söfnuður Laugarneskirkju svo halda bæna- og samtalshelgi í Vatnaskógi, þar sem verkefninu lýk- ur undir stjórn Öddu Steinu Björns- dóttur verkefnisstjóra á Bisk- upsstofu. Þá helgi munum við líka jafnframt vinna að stefnumótun safnaðarstarfsins í Laugarnes- kirkju. Allt áhugasamt fólk er hvatt til að vera með. Tímar Fullorðinsfræðslunnar eru haldnir alla þriðjudaga kl. 20–20.55 í gamla safnaðarheimilinu í kirkj- unni. Gengið inn um litlar dyr á austurgafli kirkjunnar. Að tímanum loknum er helgistund í kirkjunni sem við nefnum Þriðjudag með Þor- valdi, en þar leiðir Þorvaldur Hall- dórsson lofgjörðina við undirleik Gunnars Gunnarssonar en Bjarni Karlsson sóknarprestur flytur Guðs orð og bæn. Verið velkomin í Laugarnes- kirkju. Morgunblaðið/Jim Smart ORLOFSNEFND húsmæðra í Kópavogi mun í sumar bjóða upp á fimm nátta dvöl að Hótel Örk í Hveragerði, tímabilið 27. apríl til 2. maí. Einnig verður farin hring- ferð um landið 11. – 16. júní. Gist verður að Nesjum í Hornafirði, á Héraði, í Þingeyjarsýslum og síð- ustu nóttina að Hólum í Hjaltadal. Áætlað er að fara ma. um Öxi á leiðinni upp á Hérað, niður í Mjóa- fjörð, í Borgarfjörð eystri og víðar. Ekki er skilyrði að konur séu í kvenfélögum, til að eiga rétt á að njóta orlofs. Ólöf Þorbergsdóttir og Birna Árnadóttir annast innritun og veita upplýsingar, segir í frétta- tilkynningu. Sumarferð- ir Orlofs- nefndar húsmæðra FRÉTTIR ÚT er komin handbók Stjórnarráðs- ins um EES. Handbókinni er ætlað að vera hentugt upplýsingarit fyrir þá sem starfa með einhverjum hætti að EES-málum. Þar er m.a. lýst verklagi við upptöku gerða Evrópu- sambandsins í EES-samninginn og innleiðingu þeirra en frá því að samningurinn öðlaðist gildi hafa mótast ýmsar reglur, bæði lagaregl- ur og verklagsreglur, um hvernig það skuli gert. Með handbókinni er bætt úr brýnni þörf en upplýsingar sem þar er að finna hafa ekki verið aðgengilegar á einum stað áður. Utanríkisráðuneytið gefur bókina út og er hún seld í afgreiðslu ráðu- neytisins og Bóksölu stúdenta. Bók- in kostar 1.500 krónur. Ný hand- bók um EES

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.