Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 53. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 mbl.is Duncan Smith í klandri Háværar raddir við mótframboð Erlent 13 Áfram HK! 33 ára bið á enda hjá litla Kópavogsfélaginu Íþróttir B2 Hvenær kemur Indy? Teikn um að von sé á mynd- diskapakka í haust Fólk 33 FRAMSÓKNARFLOKKURINN vill að ákvæði verði sett í stjórnarskrá Íslands um að fiskistofn- arnir séu sameiginleg auðlind allrar þjóðarinnar og sameign hennar. Jafnframt leggur flokkurinn til að innheimt verði magntengt veiðigjald af þeim sem hafa fengið úthlutað eða greitt fyrir aflaheim- ildir. Tekjur af veiðigjaldi verði síðan notaðar til að efla nýsköpun og atvinnuþróun í sjávarbyggð- um. Þetta var samþykkt á 27. flokksþingi framsókn- armanna á Hótel Loftleiðum sem lauk í gær. Þar var unnið að því um helgina að móta stefnu Fram- sóknarflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Einnig var samþykkt að stefna bæri að því að ráðherrar ríkisstjórnar afsöluðu sér þingmennsku til að greina betur á milli löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds. Hugmynd Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, að lækka tekju- skatt úr 38,55% í 35,2% hlaut mikinn stuðning en einnig vilja framsóknarmenn hækka persónuaf- slátt, draga úr tekjutengingum bóta og að öll börn fái greiddar ótekjutengdar barnabætur. Einkavæðingu haldið áfram Halda á áfram einkavæðingu ríkisfyrirtækja í samkeppnisrekstri í þeim tilfellum sem einkavæð- ingin vinnur ekki gegn hagsmunum almennings. Þá vilja framsóknarmenn fjölga rekstrarformum í heilsugæslunni til að styrkja þjónustuna og stuðla að hagkvæmni í rekstri. Samþykkt var að kalla flokksþing sérstaklega saman ef til ákvörðunar um aðildarviðræður að Evrópusambandinu kæmi. Halldór segir það þó ekki binda hendur flokksforystunnar komi til stjórnarmyndunarviðræðna. Að mati hans er aðild að Evrópusambandinu mikilvægasta framtíðar- mál íslenskra stjórnmála. Við afgreiðslu ályktunar um umhverfismál var felld út setning sem sagði að uppbygging þjóð- garða landsins skyldi fjármögnuð með aðgangs- eyri eða gistináttagjaldi eins og Siv Friðleifsdóttir hefur talað fyrir. Í staðinn var sagt að skoðaðir verði kostir og gallar allra mögulegra fjármögn- unarleiða. Samþykkt var að stofna nýjan þjóðgarð norðan Vatnajökuls. Forystumenn Framsóknarflokksins beindu spjótum sínum að Samfylkingunni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í almennum umræðum um helgina. Guðni Ágústsson, varaformaður flokks- ins, sagði Ingibjörgu hafa svikið samstarfsflokka sína þegar hún gekk út úr R-lista samstarfinu. „Við skulum aldrei gleyma því að sá sem svíkur sína huldumey er ekki í sátt næstu daga.“ Halldór Ásgrímsson vék að framgöngu Sam- fylkingarinnar vegna Kárahnjúkavirkjunar. „Ef Samfylkingin ætlar að fá trúnað okkar þá verða þeir að taka til hjá sér og verða það trúverðugir, þegar um er að ræða stærstu mál þjóðarinnar, að þeir tali einni röddu,“ sagði Halldór. Samþykkt að fækka ráðuneytum Í máli Sivjar Friðleifsdóttur, ritara, kom fram að vel kæmi til greina að endurskoða skiptingu ráðuneyta. Samþykkt var ályktun um fækkun ráðuneyta eftir endurskipulagningu stjórnarráðs- ins. Halldór Ásgrímsson var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins í gær. Fékk hann 318 at- kvæði af 338 eða 96,7%. Guðni Ágústsson fékk 91,5% atkvæða í varaformannskjörinu og Siv Frið- leifsdóttir 89,3% atkvæða í kjöri um ritara. Hall- dór segir þetta mikla traust, sem forystunni er sýnt, skipta miklu máli í baráttunni framundan. Ákvæði í stjórnarskrá um sameign fiskistofna Morgunblaðið/Árni Sæberg Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson og Halldór Ásgrímsson að loknu stjórnarkjörinu.  Flokksþing/10 Ályktun um sjávarútvegsmál samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins TYRKIR hafa verið að flytja her- gögn að landamærunum að Írak síðustu daga og var þessi mynd tekin í gær nærri bænum Cizre í Suðaustur-Tyrklandi. Líklegt er talið að tyrkneska þingið greiði um það atkvæði á morgun hvort heim- ila eigi Bandaríkjastjórn að senda þúsundir hermanna til landsins í tengslum við líklegar hernaðar- aðgerðir í Írak. Viðræður um þetta efni hafa reyndar gengið treglega vegna krafna Tyrkja um fjárhags- aðstoð. Stjórnvöld í Ankara vilja að þeim verði veitt heimild til að senda her sinn inn í norðurhluta Íraks í því skyni að tryggja hagsmuni Tyrk- lands ef til hernaðarátaka kemur í Írak. Leiðtogar Kúrda í Norður- Írak vöruðu hins vegar í gær við því að þeir myndu ekki taka slíku þegjandi og hljóðalaust. Sögðu þeir að til átaka kynni að koma milli skæruliðasveita Kúrda og tyrk- neska hersins ef Tyrkir reyndu að hlutast til um mál á heimastjórn- arsvæðum Kúrda í Írak. Liðsflutningar í Tyrklandi  Barátta um/12 Reuters FULLTRÚAR Norður-Kóreu komu í gær í veg fyrir það á fundi samtaka óháðra ríkja að fram næði að ganga ályktun er felur í sér hvatningu um að Norður-Kórea gerist aftur aðili að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna, en norður-kóresk stjórnvöld sögðu sig nýverið frá samningnum. Hleyptu Norður-Kór- eumenn viðræðum um orðalag álykt- unarinnar í uppnám er þeir kröfðust þess að bætt yrði inn klausu um skil- yrðislausan rétt þeirra til að verja land sitt og þjóð. Samtök óháðra ríkja – en 114 ríki eiga aðild að samtökunum – funda nú í Kuala Lumpur í Malasíu. Fullyrt er að á laugardag hafi legið fyrir drög að ályktun þar sem N-Kóreumenn eru hvattir til að leita friðsamlegra lausna á deilu við Bandaríkin um kjarnorkuvopnaáætlanir stjórnvalda í Pyongyang. Norður-Kóreumenn kröfðust þess hins vegar í gær að orðalagi ályktunarinnar yrði breytt. Flest aðildarríkja samtakanna eru sögð mótfallin hugmyndum Norður- Kóreumanna enda telja menn að með samþykkt þeirra væru samtök- in í raun að lýsa því yfir að þau teldu Norður-Kóreu hafa fullan rétt á að þróa kjarnorkuvopn. Vilja ekki stríð í Írak Samtök óháðra ríkja ræddu einnig um Íraksmálin á fundi sínum í Kuala Lumpur og hvöttu Íraka til að verða við kröfum um afvopnun. Samtökin lýstu því hins vegar einnig yfir að þau væru lítt hrifin af hugmyndum um hernaðaríhlutun í Írak. Sex ríkjanna, sem eiga fulltrúa á fund- inum í Malasíu, eiga nú sæti í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna – þ.e. Angóla, Kamerún, Chile, Gínea, Pakistan og Sýrland – en ljóst er að Bretar og Bandaríkjamenn munu þurfa á stuðningi flestra þeirra að halda eigi þeir að fá öryggisráðið til að leggja blessun sína yfir nýja ályktun, sem heimilaði hernaðarað- gerðir gegn Írak. Mohamad Mahathir, forsætisráð- herra Malasíu, sagði hins vegar í gær að í múslimaheiminum yrði litið á árás af hálfu Bandaríkjanna og bandamanna þeirra á Írak sem „stríð gegn múslimum“. Deilt um kjarn- orkuáætlanir N-Kóreumanna Kuala Lumpur. AP.  Írak/12 ATVINNUMIÐSTÖÐ stúdenta finnur fyrir vaxandi áhyggjum námsmanna af framboði á sumar- störfum. Mikil ásókn er í styrki frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Borgarstofnanir hafa dregið úr fjölda sumarstarfa miðað við undan- farin ár samkvæmt upplýsingum Vinnumiðlunar skólafólks. Vonast er til að aðgerðir borgarinnar og Orku- veitunnar til að bregðast við auknu atvinnuleysi muni gagnast náms- mönnum. Hanna María Jónsdóttir, rekstr- arstjóri Atvinnumiðstöðvarinnar, segir framboð sumarstarfa hjá miðl- uninni hafa dregist saman á síðasta ári og telur ástandið munu verða svipað nú. „Við vildum gjarnan sjá bæjar- félög á höfuðborgarsvæðinu leggja meira fé í [Nýsköpunar]sjóðinn, því hann veitir stúdentum störf við rannsóknarverkefni sem skila þekk- ingu út í samfélagið. Við höfum bent á að sjóðurinn sé kjörið tækifæri fyr- ir bæjar- og sveitarfélög til að setja fé í störf fyrir háskólastúdenta, þar er verið að skapa ódýr störf en mikla þekkingu. Bæjarfélögin, að undan- skilinni Reykjavíkurborg, hafa ekki komið til móts við okkur.“ Mikil ásókn í nýsköpun- arverkefni Námsmenn hafa áhyggjur af sumarstörfum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.