Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FLOKKSÞINGI LOKIÐ Halldór Ásgrímsson var endur- kjörinn formaður Framsókn- arflokksins á flokksþingi sem lauk í gær. Hlaut hann 96,7% atkvæða í formannskjöri. Guðni Ágústsson var jafnframt endurkjörinn varafor- maður og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins. Sam- staða var á þinginu um að stefnt skuli að því að tekjuskattur launa- fólks lækki úr 38,55% í 35,2%. Minna um sumarstörf Mikil ásókn er í styrki frá Ný- sköpunarsjóði námsmanna og þykir þetta m.a. til marks um að náms- menn hafi vaxandi áhyggjur af fram- boði á sumarstörfum í ár. Borg- arstofnanir hafa dregið úr fjölda sumarstarfa miðað við undanfarin ár samkvæmt upplýsingum Vinnumiðl- unar skólafólks. Tap á Macbeth Íslenska óperan tapar á aðra milljón króna á hverri sýningu á óp- erunni Macbeth sem nú er sýnd í Gamla bíói. Sökum þessa kemur ekki til greina að fjölga sýningum á óperunni – en þær verða átta – jafn- vel þó að uppselt sé á allar sýning- arnar. Mestu veldur að aðeins tæp- lega fimmhundruð manns geta keypt sig inn á hverja sýningu. Ellefu féllu í átökum Tíu Palestínumenn og einn Ísraeli féllu í átökum á Gaza-ströndinni þegar Ísraelsher lagði undir sig borgina Beit Hanun, norðarlega á svæðinu. Markmið hersins var að stöðva árásir sem liðsmenn Hamas- samtakanna palestínsku hafa gert með flugskeytum á Ísrael. Flakkað á milli rása Sjö af hverjum tíu þátttakendum í úrtaki könnunar um viðhorf til sjón- varpsauglýsinga kváðust skipta um rás stundum, oft eða mjög oft, til að forðast auglýsingar. Um það bil 45% sögðust skipta um rás oft eða mjög oft. HK og Haukar unnu bikar HK eru bikarmeistarar karla í handknattleik en Haukar unnu hins vegar í kvennaflokki. HK bar sig- urorð af Aftureldingu 24-21 í úrslita- leik sem fram fór í Laugardagshöll en konurnar í Haukum unnu bik- armeistara síðustu tveggja ára, ÍBV, 23-22 í æsispennandi leik. Þetta er fyrsti stóri titillinn í 33 ára sögu HK. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 27 Viðskipti 11 Bréf 26 Erlent 12/13 Dagbók 28/29 Listir 14/15 Leikhús 30 Umræðan 16/17 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Skoðun 20 Ljósvakar 34 Minningar 20/25 Veður 35 * * * VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir síð- ustu mánuði milli Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytisins um aukn- ar fjárveitingar til kennslu og rann- sókna. Í burðarliðnum er nýr kennslusamningur sem felur í sér aukin framlög vegna fjölgunar nem- enda og endurskoðun á greiðslu fyrir hvern nemanda á mismunandi fræðasviðum. Þetta kom m.a. fram í ræðu Páls Skúlasonar rektors við brautskráningu á laugardag. „Eftir er að ljúka samningi um rannsóknir, en hér er metnaður Há- skólans sá að framlög til rannsókna verði jafnhá framlögum til kennslu eins og tíðkast í rannsóknaháskólum á Norðurlöndum. Ég heiti á ráð- herrann að beita sér einnig ötullega fyrir farsælli niðurstöðu í þeim samningaviðræðum.“ Nemendum fjölgað um 40% Páll sagði fjárveitingar til Háskóla Íslands frá opinberum aðilum ekki hafa aukist í samræmi við mikla fjölgun nemenda. Aðsókn að skólan- um hefur aukist um 40% frá árinu 1997 en á sama tímabili fjölgaði há- skólum á landinu um fimm. Með nýj- um lögum um Háskóla Íslands hefur stjórnendum hans þó verið falin margvísleg aukin ábyrgð á öllum rekstri hans og skipulagi. „Í samningum Háskóla Íslands og ríkisins um kennslu skiptir tvennt meginmáli,“ sagði Páll. „Annars veg- ar fjöldi nemenda sem ríkið er tilbúið að greiða fyrir, hins vegar framlag ríkisins fyrir hvern nemanda á hin- um mismunandi fræðasviðum. Há- skóli Íslands hefur talið að framlag ríkisins á hvern nemenda sé alltof lágt reiknað miðað við þann kostnað sem Háskólinn hefur af kennslunni. Framlagið til kennslunnar hefur ekki hækkað frá árinu 2000 í takt við kostnaðarhækkanir og fjárveiting til rannsókna er nú aðeins 60% af fjár- veitingu til kennslu en var tæp 67% á árinu 2000.“ Páll segir að af þessum sökum hafi HÍ mátt sætta sig við að draga úr þjónustu við nemendur í ýmsum greinum, til að mynda með því að fækka kennslustundum og stækka nemendahópa umfram það sem æskilegt er. „Hvorki Háskólinn né stúdentar geta unað slíku til lengdar. Þetta mál verður því að taka föstum tökum og leiða til lykta á næstunni með ráð- stöfunum sem tryggja þá hagsmuni sem hér eru í húfi fyrir háskólana og nemendur þeirra, fyrir ríkið og þjóð- félagið í heild.“ Páll sagði nútímann gera þá kröfu til Háskóla Íslands að kenna æ fleiri nemendum og stórauka vísindalegar rannsóknir. HÍ vill að framlög til rannsókna verði jafnhá framlögum til kennslu Samningur í burðarliðnum „ENN sem komið er höfum við fengið mjög misvísandi fréttir af því hvernig þessi samningur er, hvað þeir eru búnir að semja um, hvað ekki og eins hvaða form er á þessu,“ segir Árni M. Mathie- sen sjávarútvegsráðherra um samning Norðmanna við Færeyj- ar og Evrópusambandið um veið- ar úr norsk-íslenska síldarstofn- inum. Samkvæmt samningnum fá Norðmenn 60% af heildarkvót- anum, sem er alls rúmlega 700 þúsund tonn, eða þremur pró- sentum meira en þeir höfðu áður. Upphaflega gerðu Norðmenn kröfu um að fá 70% af heild- arkvótanum. Íslendingar hafa verið með um 16% af heildinni og segir Árni að íslensk stjórnvöld hafi viljað hafa samkomulagið óbreytt. „Þetta hefur ekki áhrif á okkar stöðu eins og er og við gerum ráð fyrir því að veiða áfram á svipaðan hátt og undanfarin ár. Við höfum auðvitað möguleika á að veiða á alþjóðlega svæðinu, í færeyskri og íslenskri lögsögu sem og á Svalbarðasvæðinu. Við gerum ráð fyrir því að Norðmenn mis- noti ekki aðstöðu sína þar til að hafa áhrif á okkar veiðar á svæð- inu,“ segir Árni. Fiskveiðiárið sem um ræðir er fyrir árið 2003, sem hófst um síðustu áramót. Skilningur íslenskra stjórn- valda er, að hans sögn, að Norð- menn hafi fengið veiðiheimildir frá ESB og Færeyjum í skiptum fyrir aðgang að norskri lögsögu. „Við höfum ekki haft uppi neinar áætlanir um að minnka okkar kvóta og afhenda Norðmönnum gegn auknum aðgangi að þeirra lögsögu,“ segir Árni. Hann segir að þar sem svo margt sé óljóst um samninginn sem Norðmenn hafi náð sé erfitt að segja til um hvert framhaldið verði. „Við er- um í sambandi við þetta fólk, það er ekkert kalt stríð í gangi, við erum enn í sambandi en fáum misvísandi upplýsingar,“ segir Árni. Aðspurður segist hann ekki hafa orðið var við að óskað hafi verið eftir samningafundi með Íslendingum. „Hefur ekki áhrif á okkar stöðu“ Sjávarútvegsráðherra segir fréttir af samningi um veiðar norsk-íslenskrar síldar misvísandi 2003  MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR BLAÐ B BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A MIKIL GLEÐI Í HERBÚÐUM HK / B2,B3,B6,B7 ÚRVALSDEILDARLIÐ FH í knatt- spyrnu fær tvo danska leikmenn til reynslu í næsta mánuði. Leikmennirnir sem um ræðir eru báðir á mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu AGF og hef- ur Ólafur H. Kristjánsson, fyrrverandi leikmaður FH, sem nú er aðstoðarþjálf- ari AGF, unnið að því að útvega FH- ingum leikmennina. Þeir heita Tommy Nielsen, 31 árs gamall varnarmaður, og Allan Borgvardt, 23 ára gamall fram- herji. Ólafur sagði við Morgunblaðið í gær að leikmennirnir ættu að geta styrkt lið FH en samningar þeirra við AGF renna út á árinu. Ólafur og lærisveinar hans í AGF halda í viku æfingaferð til Spánar á morgun þar sem Nielsen og Borgvardt verða með í för en áætlað er að þeir komi svo til FH upp úr miðjum mars. Danir til reynslu hjá FH-ingum RÚNAR Alexandersson sigraði í æfingum á tvíslá á alþjóðlegu fimleikamóti sem fram fór á Madeira á Spáni um helgina en hann fékk 9,15 í einkunn fyrir æfingar sín- ar. Rúnar keppti til úrslita á þremur áhöldum, tvíslá, bogahesti og hringjum. Hann varð annar í æfingum á bogahesti og fékk 8.625 en náði ekki verðlaunasæti í hringjum. Viktor Kristmannsson keppti einnig á sama móti og fékk 8,55 í einkunn í stökki. Rúnar fékk gull á tvíslánni Ljósmynd/Göran Len Þórey Edda Elísdóttir í sigurstökki sínu í Malmö, þar sem hún fagnaði sigri á Opna danska meistaramótinu – stökk 4.30 m. „ÞETTA er ekki spurningin um hvort heldur hvenær, það á ekki að vera neitt vandamál fyrir mig að stökkva hærra,“ sagði Þórey Edda. Sjá nánar B12. ÍSLENDINGAR sendu 18 keppndur á al- þjóðlegt júdómót í Danmörku um s.l. helgi en mótið nefnist Matsumae Cup og er haldið á tveggja ára fresti í sam- vinnu við japanska háskóla. Auk liða frá Norðurlöndum voru þrjú keppnislið frá japan mætt til leiks að þessu sinni. Vernharð Þorleifsson sigraði í 100 kg flokki og fékk gullverðlaun en bronsið hlaut Gísli Jón Magnússon sem keppti í sama flokki. Bjarni Skúlason fékk brons í -90kg flokki og Gígja Guðbrandsdóttir fékk einnig brons á mótinu en hún keppti í -70kg flokki Sævar Sigursteinsson er landsliðs- þjálfari karlaliðsins en Bjarni Frið- riksson er landsliðsþjálfari kvenna. Vernharð Þorleifsson krækti í gull Essen vildi gera við Patrek nýj-an samning og eins var hann með undir höndum tilboð frá þýska liðinu Grosswallstadt, ásamt því að Portland San Anton- io frá Spáni setti sig í samband við hann en að vel athuguðu máli ákvað Patrekur að ganga að til- boði Bidasoa. Þar með verða tveir íslenskir landsliðsmenn í liði Bida- soa á næstu leiktíð en fyrir hjá lið- inu er Heiðmar Felixsson, sem staðið hefur sig vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Lærimeistari þeirra tveggja hjá KA á árum áð- ur, Alfreð Gíslason, lék með Bida- soa við góðan orðstír fyrir rúmum áratug síðan. „Ég er geysilega ánægður að þessi mál skuli vera kominn í höfn. Það verður gaman að fara í nýtt lið og ekki síður spennandi að fara til annars lands. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Patrekur við Morgunblaðið í gærkvöldi en hann hefur gegnt fyrirliðastöðunni hjá Essen und- anfarin tvö keppnistímabil. Bidasoa er í 10. sæti af 16 liðum en liðið vann um helgina góðan sigur á hinu geysisterka liði Ciu- dad Real á útivelli. Lið Bidasoa er að mestu skipað Spánverjum en auk Heiðmars leika tveir rúss- neskir landsliðsmenn með liðinu, Júrí Nesterov og Oleg Khodov. Patrekur samdi við Bidasoa PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við spænska 1. deild- arliðið Bidasoa. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrir skömmu ákvað Patrekur að segja skilið við Essen og yfirgefur hann liðið í vor eftir sex ára dvöl hjá félaginu. ÁHAFNARHÁTÍÐ ísfisktogarans Páls Pálssonar ÍS var haldin á Ísa- firði sl. laugardag í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá því að skipið kom nýsmíðað til Ísafjarðar. Um 100 manns, núverandi og fyrrver- andi skipverjar á togaranum, ásamt mökum, tóku þátt í hátíðar- höldunum. Páll Pálsson ÍS var smíðaður í Japan en kom til Ísafjarðar í fyrsta sinn hinn 21. febrúar árið 1973. Síð- an hefur skipið borið að landi hvorki meira né minna en 140 þúsund tonn af fiski, miðað við óslægðan afla, eða um 4.200 tonn að meðaltali á ári. Verðmæti aflans, miðað við meðal- verð sem fékkst fyrir afla Páls árið 2002, er tæplega 14 milljarðar króna eða um 462 milljónir á ári að með- altali. Guðmundur Óli Lyngmo var skip- verji á Páli Pálssyni ÍS frá árinu 1973 til 1994, þar af vélstjóri frá árinu 1976. Hann stóð að undirbún- ingi hátíðarinnar ásamt fleirum og segir að fólk hafi gert sér margt til skemmtunar. Ýmislegt skráð í Ugluspegil „Meðal annars fóru fyrrverandi skipverjar um borð í Pál og skoðuðu þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipinu. Síðan var slegið upp veislu á Hótel Ísafirði þar sem rakin var saga skipsins og rekstur þess og afkoma á þessum þrjátíu árum. Eins voru rifjuð upp skemmtileg atvik af sjónum en frá því að skipið kom fyrst til Ísafjarðar, allt fram til árs- ins 1990, var í borðsalnum dagbók sem kölluð var Ugluspegill. Þar skráðu skipverjar ýmsa atburði sem upp komu í daglegu amstri um borð.“ Guðmundur Óli segir margar „Pálssögur“ hafa fengið að fjúka um helgina, fæstar prenthæfar. Hann féllst þó á að láta eina flakka. „Lengi vel var um borð í Páli stór og mikil sleggja sem menn notuðu jafnan til að berja út beyglur eða laga hlera. Einhverju sinni var ónefndur skip- verji að laga hlera og lá mikið á. Þegar hann var búinn að slá boltann í hlerann, grýtti hann sleggjunni frá sér en sendi hana í hamaganginum yfir lunningu og hún hefur ekki sést síðan. Það er talað um það um borð að hún sé enn á sporbaug.“ Þrír skipstjórar frá upphafi Guðmundur Óli segir sögu skips- ins merkilega fyrir margra hluta sakir. Skipið hafi alla tíð aflað hrá- efnis til vinnslu í hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Miðfell hf., dótturfélag Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal, lét smíða Pál Pálsson ÍS en eftir sam- runa sjávarútvegsfyrirtækja við Djúp sé það nú Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. í Hnífsdal sem geri skipið út. Þá hafi aðeins þrír skip- stjórar verið um borð í Páli Pálssyni frá upphafi. „Guðjón Arnar Krist- jánsson, alþingismaður, sótti skipið til Japans og var skipstjóri í tæp tuttugu ár eða fram til 1992. Þá hafa þeir verið skipstjórar þeir Kristján heitinn Jóakimsson frá árinu 1992 til 1995 og núverandi skipstjóri, Páll Halldórsson. Það segir kannski margt um hversu gott er að vera um borð í Páli. Skipið fór að minnsta kosti vel með mig en ég ætlaði aldrei að vera lengur um borð en mánuð, í mesta lagi eitt sumar. Ég fór hinsvegar ekki í land fyrr en eftir 20 ár.“ Morgunblaðið/Halldór SveinbjörnsÁhöfnin á Páli Pálssyni síðustu 30 árin. Skipið hefur á 30 árum lagt upp alls 140 þúsund tonn af fiski. Sleggjan er enn á sporbaug „Pálssögur“ sagðar á 30 ára áhafnar- hátíð Páls Pálssonar ÍS á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.