Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bakhlið borgarinnar Klámvæðing í brennidepli STÉTTARFÉLAG ís-lenskra félagsráð-gjafa stendur fyrir röð morgunverðarfunda á tímabilinu janúar til maí undir yfirskriftinni Bak- hlið borgarinnar. Á morg- un, þriðjudaginn 25. febr- úar, klukkan 8.15 til 10.15 verður næsti fundur og er yfirskrift hans Áhrif klám- væðingar á fjölskylduna. Hann fer fram á tveimur stöðum fyrir atbeina fjar- fundarbúnaðar, á Grand hóteli Reykjavík og í kennslustofu á 2. hæð Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Einn af fyrirles- urum fundarins er Krist- ján Jósteinsson félags- fræðingur og sérfræðingur á Jafnréttisstofu. – Segðu okkur aðeins frá efni dagsins… „Yfirskrift fundarins er sem sagt „Áhrif klámvæðingar á fjöl- skylduna“ og það eru nokkrir fyr- irlesarar sem fjalla um málið frá ýmsum sjónarhornum. Fyrst tek- ur til máls Karólína Stefánsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi á Ak- ureyri og fjallar hún um málið frá sjónarhorni sínu sem fjölskyldu- ráðgjafi og hvernig fjölskyldan getur orðið fyrir barðinu á klám- væðingunni. Síðan tökum við Val- gerður Bjarnadóttir félagsráðgjafi og framkvæmdastýra Jafnréttis- stofu við og tökum fyrir það sem við köllum klámvæðingu almenn- ings. Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson prestar í Reykja- vík ljúka fyrirlestrunum með því að flytja erindið „Vilt þú með Guðshjálp reynast maka þínum trúr....“ og fjalla þar um málefnið út frá hjónabandinu og byggja þar á reynslu sinni og hvernig þetta hefur komið þeim fyrir sjónir.“ – Hvað er átt við nákvæmlega með orðinu eða hugtakinu klám- væðing? „Þar kemurðu að efni okkar Valgerðar. Við tökum fyrir klám- væðingu almennings sem er til- raun okkar til að skýra út enska hugtakið „pornification of public space“, sem er einfaldlega það sem gerist í orðfæri og myndefni í aug- lýsingum, fjölmiðlum, tímaritum sem gefa sig út fyrir að vera með menningu og vöru, og bara alls staðar í kringum okkur. Klámið er komið í þetta daglega umhverfi okkar.“ – Hefur það aukist mikið síð- ustu árin? „Það hefur sannarlega aukist, en hvort það hefur aukist mikið er erfitt að segja til um. Það skortir rannsóknir þar að lútandi. Megin- munurinn er sá, að áður þurftu þeir sem áhuga hafa á klámi að sækjast eftir því, t.d. í klámblöð- um, en nú er það um allt í um- hverfinu.“ – Nefndu okkur dæmi þar um… „Ég var t.d. að fljúga á milli Reykjavíkur og Akureyrar í vik- unni og greip þar Tímaritið „Ský“ sem er að finna í flug- vélum í innanlands- flugi. Þarna var að finna langa umfjöllun um vefsvæðið einka- mál.is og að mínu mati var þetta rakin upphafning á klámheiminum.“ – Fleiri dæmi? „Það er af nógu að taka, t.d. var ein sjónvarpsstöðin fyrir nokkru með heimildarþætti um klámiðn- aðinn í Japan og Hollywood. Þarna var fjallað um klám undir yfirskini heimildarmyndar. Enn betra dæmi er nýleg heimsókn klámstjörnunnar Ron Jeremy hingað til lands á dögunum, en hann náði að tröllríða fjölmiðlum dögum saman. Þarna var gott dæmi um það sem Bandaríkja- menn kalla „mainstreaming of pornography“, þ.e.a.s. að klámið er inni í daglegu hversdagslegu lífi okkar. Íslendingar eru kannski opnari fyrir slíku því samfélagið er lítið og einslitt. Við höfum ekki þessa jaðarmenningu milljóna- samfélaga. Enn annað dæmi er þessi bylgja nektardansstaða sem fór hér yfir. Það er vitað að Ísland hefur verið viðkomuland mansals frá Evrópu til Bandaríkjanna og virðist það hafa tengst nektarstöðum hér á landi.“ – Hvað er um stórt vandamál að ræða hér á landi? „Þessu er erfitt að svara af- dráttarlaust. Það hefur verið rannsakað víða, en ekki sem skyldi hér á landi. Erlendis eru áhrif klámvæðingar margvísleg og slá- andi. Í Evrópu einni eru um 500 þúsund konur seldar mansali á ári hverju. Þar er um að ræða allt frá vændiskonum og til kvenna og barna sem tengjast klámi á annan hátt, t.d. við framleiðslu grófra of- beldisklámmynda. Í Þýskalandi er talið að um 400 þúsund manns stundi vændi. Á Pétursborgar- svæðinu einu saman í Rússlandi eru taldar vera um 10 þúsund vændiskonur og mikill fjöldi þeirra HIV-smitaður.“ – Hvað leggurðu til að gerist hér á landi? „Það þarf að auka rannsóknir og ekki hvað síst umræðu. Það þarf t.d. að nýta kennslu í svokallaðri lífsleikni í grunnskólunum. Er- lendis, t.d. í Danmörku og Noregi er umræða um klámvæðinguna hafin á skipulagðan hátt í grunn- og framhaldsskólum, en varla hér á landi nema að frumkvæði ein- stakra kennara. Hvað okkur varð- ar í Félagi íslenskra félagsráð- gjafa þá ætlum við að halda ótrauð áfram með fundaröð okkar með fjarfundarfyrirkomulagi.“ Kristján Jósteinsson  Kristján Jósteinsson er fædd- ur á Akureyri 1954. Stúdent frá MA 1975. Félagsráðgjafi frá Sosialhögskolen í Stavanger 1984. MSc-gráða frá Syracuse háskóla 1995 með ráðgjöf og endurhæfingu geðsjúkra að sér- grein. Starfaði við félagsráðgjöf í Noregi og heima, einkum við þjónustu við geðsjúka utan stofn- ana til haustsins 2000, þá ráðinn sem sérfræðingur við Jafnréttis- stofu á Akureyri. Maki er Sólveig Hrafnsdóttir námsráðgjafi við HA og eiga þau tvo syni, Sindra og Orra. … hann náði að tröllríða fjölmiðlum Það kemur sér að eiga sterka að, Össi minn, nú getum við líka farið að dæla út milljarða- kosningaloforðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.