Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 11 VUR V I ÐS K IP TAÞJÓNUSTA U TA N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is Latibær á alþjóðlegan markað „Þegar ákveðið var að fara með Latabæ á alþjóðlegan markað hafði ég samband við VUR í Reykjavík og New York. Það kom mér á óvart hversu vel diplómatískir fulltrúar reyndust við að ná athygli hjá stórum erlendum fyrirtækjum. Við fengum aðstoð með fyrstu skrefin og það reyndist okkur vel að skilgreina markhóp, verkefni og markmið í upphafi. Aðstoð VUR við að koma okkur á rétta leið var ómetanleg og í framhaldi höfum við séð um að klára spretthlaupið við að finna réttan erlendan samstarfsaðila. Þeir hjá VUR hafa haldið áfram að fylgst með okkur og láta vita af spennandi tækifærum sem gætu hentað okkur. Það er traustvekjandi að vita af aðstoð VUR í sendiráðum Íslands víða um heim.“ Magnús Scheving, frkvstj. Latabæjar E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 3 -0 3 JÖFNUÐUR vöruskipta við útlönd var jákvæður um 12,2 milljarða króna á síðasta ári. Fluttar voru út vörur fyrir 203,4 milljarða króna, en inn fyrir 191,2 milljarða. Árið 2001 voru vöruskipti óhagstæð um 6,3 milljarða króna, miðað við sama gengi. Því var vöruskipta- jöfnuðurinn 18,5 milljörðum króna betri en árið áður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hag- stofu Íslands. Jöfnuðurinn var hins vegar nei- kvæður í desember, um sem nem- ur 1,1 milljarði króna. Í mánuðin- um voru fluttar út vörur fyrir 13,3 milljarða króna og inn fyrir 14,4 milljarða. Í desember 2001 voru þau hagstæð um 3,8 milljarða á sama gengi. Útflutningur 203,4 milljarðar Heildar verðmæti vöruútflutn- ings á árinu 2002 var 11,6 millj- örðum meira en árið áður, eða 203,4 milljarðar króna. Sjávarafurðir voru 63% alls út- flutnings á árinu og jókst verð- mæti þeirra um 8,6 milljarða króna, eða um 7%. Aukningu sjáv- arafurða má öðru fremur rekja til fiskimjöls, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni, en verðmæti þess óx yfir 40% á föstu gengi. Aukning varð einnig í útflutningi á frystum flökum og frystum heilum fiski, en á móti kemur að útflutn- ingur á flöttum saltfiski dróst sam- an. Útfluttar iðnaðarvörur voru þriðjungur alls útflutnings og óx verðmæti þeirra um 4,5 milljarða, eða 7%, milli ára. Ál vó þyngst í útflutningi iðn- aðarvöru, en aukið verðmæti iðn- aðarvara má aðallega rekja til auk- ins útflutnings á lyfjavörum og lækningatækjum. Innflutningur minnkaði um 4% Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings árið 2002 minnkaði um 6,9 milljarða milli ára, eða sem nemur 4%. Stærstu liðir innflutnings voru hrávörur og rekstrarvörur, með 28%, fjárfestingarvörur með fimmtung og neysluvörur (aðrar en mat- og drykkjarvörur) einnig með fimmtung. Mestur samdráttur varð í inn- flutningi á fjárfestingarvörum, upp á 4,7 milljarða, eða 11%. Að öðru leyti má aðallega rekja samdrátt- inn til þess að innflutningur á flutningatækjum dróst saman vegna minni skiptainnflutnings og einnig dróst saman innflutningur á eldsneyti og smurolíum. Á móti kemur að innflutningur á matvöru og drykkjarvöru jókst. Hátt gengi krónu dregur úr útflutningi Greiningardeild Kaupþings sagði í Morgunpunktum sínum að vöru- skiptin í desember 2002 bendi til þess að sterkt gengi krónunnar sé farið að segja til sín. Meðalgengi í desember 2002 hafi verið um 14% sterkara en meðalgengi í desember 2001. Verulegur samdráttur hafi verið í útflutningi í desember 2002 samanborið við desember 2001 og hafi útflutningur dregist saman um 17%. „Það er ljóst að sterk króna er farin að hafa neikvæð áhrif á samkeppnishæfni útflutningsfyrir- tækja sem mun hafa áhrif á út- flutning nú á næstu mánuðum,“ sagði í Morgunpunktunum. Vöruskipti jákvæð um 12 milljarða 2002                                !"#                                               !    "!#       !     "  #   !  $   $! % $% " $     &     '  $   &!   '   (             () (*+, - .-./ ( (+.)    , -.0- -( ./-+ -)+. ( -1-) +( -001    / -1/. , )/,. * 1,)) * -0-.            0 -0,/ 1 ),1,   , ((.+   , /+0* -+ ()/)   -)-/ ( ,110 +, +1(,    / -/.- , ,/)) ( ).)0 / ,))1         !     2.-3 4.+3 4,,+3 4,/)3 !   2+++3 4./3   2((3 4*,3 4013     2,03 4,+13 4(//3 2+(*3    "#$%& '( )  * (+"),          &5!% ! %   6      VAKI DNG hf. hefur skrifað undir samning um samstarf og samvinnu við norska fyrirtækið O. Mustad & Søn, stærsta fyrirtæki í heiminum í framleiðslu á línu- og handfæraveiðibúnaði. Stofn- að hefur verið fyrirtæki á Akureyri, DNG ehf., og mun hluti rekstrar Vaka DNG renna inn í nýja fyr- irtækið, þ.e. öll framleiðsla á handfæravindum og línuveiðabúnaði, á Akureyri. O. Mustad & Søn kaupir helmingshlut í DNG ehf. af Vaka DNG og hefur kauprétt á eftirstöðvum eftir 3 ár. Framleiðsluvörur DNG ehf. verða markaðssett- ar og þjónustaðar með núverandi dreifikerfi O. Mustad & Søn og Vaka DNG. Fyrirtækin munu einnig hefja samvinnu um frekari þróun, þar sem tækni Vaka DNG og DNG ehf. verður nýtt. Öllu starfsfólki Vaka DNG hf. á Akureyri verður boðin vinna hjá hinu nýja félagi. Hermann Kristjánsson, framkvæmdastjóri Vaka DNG hf., segir að með samstarfinu við Mustad skapist svigrúm fyrir fyrirtækið til að ein- beita sér að þróun og markaðssetningu tæknibún- aðar fyrir fiskeldi, þar sem fyrirtækið hafi mjög sterka markaðsstöðu í heiminum. Eins styrki sam- starfið stöðu Vaka DNG á markaði fyrir hvers kon- ar krókaveiðibúnað. „Með því að sameina vörulínur beggja fyrirtækjanna verður hægt að bjóða heild- arlausnir fyrir hvers konar krókaveiðar og sam- starfið mun þannig skila viðskiptavinum beggja fyrirtækja betri þjónustu, þróun og framleiðslu á þessum vörum. Okkur er auk þess mikill fengur í að geta nýtt öflugt dreifikerfi Mustad út um allan heim. Mustad er að sama skapi fengur í að geta markaðssett DNG handfæravinduna sem hluta af sínu heildarkerfi fyrir krókaveiðar, enda kemst fyrirtækið þannig nær smábátamarkaðnum en áð- ur.“ Við söluna myndast nokkur hagnaður hjá Vaka DNG hf. á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en tekjur móðurfélags minnka um þriðjung á ársgrundvelli. Hermann vildi ekki gefa upp verðið á helmingshlut í DNG ehf. en farið verður með hlut Vaka DNG hf. félaginu eins og um hlutdeildarfélag sé að ræða. Selur vörur í 140 löndum O. Mustad & Søn er 170 ára gamalt fyrirtæki og er leiðandi í framleiðslu og markaðssetningu á línu- og krókaveiðibúnaði. Auk starfsemi í Noregi er Mustad með starfsemi í Kína, Singapúr, Banda- ríkjunum, Bretlandi, Brasilíu og markaðssetur vörur sínar í 140 löndum. Vaki DNG hf. hefur þró- að, framleitt og markaðssett tæknibúnað fyrir fisk- eldi og fiskveiðar. Um 70% af tekjum Vaka DNG hafa verið vegna útflutnings. Vaki DNG í samstarf við Mustad Hafa stofnað nýtt fyrirtæki með aðsetur á Akureyri ● VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti fulltrúa Eimskips verðlaun ICEPRO fyrir góð- an árangur og markvissa stefnu í raf- rænum viðskiptum, á aðalfundi ICEPRO síðastliðinn föstudag. Í umsögn dómnefndar segir: „Það er tillaga dómnefndar að Eimskipa- félag Íslands hf. skuli hljóta ICEPRO verðlaunin árið 2003 og er það í ann- að sinn. Ákvörðun dómnefndar grundvallast á því að Eimskip hafa enn sýnt að mikill metnaður er lagður í stefnu og útfærslu í upplýsinga- tæknimálum og rafrænum við- skiptum fyrirtækisins, þar sem við- urkenndir staðlar og samræmdar viðmiðanir eru lagðar til grundvallar. Auk þess sem vel er staðið að framkvæmd rótgróinna sam- skiptalausna á borð við EDI- skjalasendingar milli tölva, hefur fé- lagið einnig stigið markverð skref í þá átt að byggja upp rafræn viðskipti á netinu, innanlands- og utan, á grunni opinna og staðlaðra lausna.“ Valgerður sagði að íslensk fyrir- tæki hefðu sýnt að þau stæðu fram- arlega í upplýsingatækni. „Við búum við tölvu- og fjarskiptatækni á við það sem best gerist,“ sagði ráðherra á aðalfundinum. Gylfi Hauksson, deild- arstjóri hugbúnaðarþróunar hjá Eim- skipi, veitti verðlaununum viðtöku. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gylfi Hauksson tók við ICEPRO-verð- laununum fyrir hönd Eimskips úr hendi Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Eimskip fær ICEPRO-verðlaunin REKSTRARHAGNAÐUR Sláturfélags Suðurlands á árinu 2002 var óviðunandi og ein- kenndist af mikilli verðsamkeppni og offramboði á kjötmarkaðnum sem hafði neikvæð áhrif á afkomu félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Þar segir jafn- framt að fjárhagsstaða félagsins sé þó sterk, jafnframt því sem markaðshlutdeild fé- lagsins er að vaxa á kjötmarkaðnum í kjölfar kaupa á kjötvinnslufyrirtækjum. Hagnaður Sláturfélagsins nam 19 milljónum króna, en 59 milljón króna tap var á árinu áður. Bætt afkoma stafar fyrst og fremst af lækkun fjármagnsgjalda milli ára. Í tilkynningu félagsins segir að rekstrarárið hafi einkennst af mikilli samkeppni sem leiddi til fækkunar aðila í slátrun og í kjötiðnaði en afkoma beggja greina var óvið- unandi á árinu. Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er þó áfram traust með eigið fé tæpar 1.217 milljónir og 42% eiginfjárhlutfall. Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands voru 3.709 milljónir á árinu 2002, en 3.468 milljónir á árinu 2001 og aukast um 7% frá fyrra ári. Rekstrargjöld án afskrifta námu 3.489 milljónum og aukast um 7% milli ára. Af- skriftir rekstrarfjármuna voru 154 milljónir en 147 milljónir árið 2001. Fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 6 milljónir en á árinu á undan voru fjármagnsgjöld um- fram fjármunatekjur 124 milljónir. Lækkun fjármagnsgjalda skýrist fyrst og fremst af 60 milljón króna gengishagnaði en árið áður var 73 milljón króna gengistap. Undir fjármagnsliðum er 27 milljón króna gjaldfærsla vegna niðurfærslu hlutabréfa í eigu félagsins en árið áður var hún 25 milljónir króna. Tap af rekstri hlutdeildarfélaga var 45 milljónir króna en 2 milljón króna hagnaður var árið áður. Skattar voru tæpar 8 milljónir. Veltufé frá rekstri var á árinu 171 milljón samanborið við 160 milljónir árið áður. Í árslok 2002 voru heildareignir Sláturfélags Suðurlands 2.932 milljónir. Skamm- tímaskuldir voru 851 milljónir, langtímaskuldir voru 864 milljónir og eigið fé 1.217 milljónir. Eiginfjárhlutfall í lok ársins 2002 var 42% en var 41% á sama tíma árið áður. Veltufjárhlutfall var 1,3 í árslok 2002 óbreytt frá fyrra ári. Arðsemi eiginfjár var 2% en rýrnaði að raunvirði um 5% á árinu 2001. Í tilkynningu félagsins segir að gert sé ráð fyrir svipaðri afkomu Sláturfélagsins á árinu 2003 og á árinu 2002. Óviðunandi afkoma SS ● HAGNAÐUR Alcan á Íslandi eftir skatta á árinu 2002 nam 2,4 millj- örðum króna. Hagnaður fyrir skatta var tæpir 3,5 milljarðar. Á árinu 2001 var hagnaðurinn 2,6 milljarðar króna eftir skatta. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Ís- landi, segist ánægð með rekstr- arniðurstöðu síðasta árs, sér- staklega í ljósi þess að álverð hafi ekki verið lægra í níu ár og gengi Bandaríkjadals hafi verið lágt. Með- alverð á áli á síðasta ári var 1.365 Bandaríkjadalir. Rannveig segir að góða afkomu megi þakka góðu starfsfólki sem og því að skipulags- breytingar, sem gripið hafi verið til fyrir nokkrum árum, séu farnar að skila sér. Í tilkynningu frá Alcan kemur fram að metframleiðsla hafi verið í ker- skálum álversins í Straumsvík og það hafi vegið upp lágt verð, þar sem framleidd voru 173.500 tonn. Að auki hafi verið flutt til landsins tæp 22 þúsund tonn af umbræðsluáli, sem breytt hafi verið í verðmeiri af- urð í Straumsvík og flutt aftur úr landi. Þannig hafi Alcan á Íslandi selt um 194.000 tonn á árinu 2002 og fengið fyrir rúma 27 milljarða króna. Fram kemur í tilkynningunni að við síðustu stækkun verksmiðjunnar í Straumsvík, árið 1997, hafi árleg framleiðslugeta í kerskálum álvers- ins verið áætluð 162.000 tonn. Framleiðsla síðasta árs hafi hins vegar verið 7% hærri. Segir í tilkynningunni að horfur fyrir þetta ár séu ágætar, þótt ekki sé bú- ist við verulegum hækkunum á ál- verði. Stefnt sé að meiri framleiðslu í kerskálum á þessu ári en í fyrra. Hagnaður Alcan á Íslandi 2,4 milljarðar króna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.