Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda h in n e in i s an ni bó kamarkaður Kópavogi: Smáralind, sími 562 9701. Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð, sími 663 1224. 20. febrúar til 2. mars Opið 10 til 19 Líka um helgar bestu bókakaupin TÍU Palestínumenn og einn Ísraeli féllu í gær í átökum á Gaza-strönd- inni þegar Ísraelsher lagði undir sig borgina Beit Hanun, norðar- lega á svæðinu. Markmið hersins var að stöðva árásir sem liðsmenn Hamas-samtakanna palestínsku hafa gert með flugskeytum á Ísr- ael. Þrátt fyrir aðgerðir hersins var enn skotið á bæinn Sderot í Ísrael síðdegis í gær en ekki mun neinn hafa særst. Á myndinni sjást palestínsk börn í rústum húss sem Ísraelar sprengdu í Beit Hanun í gær. Reuters Ellefu féllu á Gaza HEIMILDARMENN úr röðum franskra stjórnarerindreka sögðu í gær að líkur bentu til þess að Bandaríkjamenn myndu á þriðju- dag leggja fram tillögu að nýrri ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Íraksmálin. Yrði hún stutt, þar yrðu ekki settir fram úr- slitakostir en lögð áhersla á tvennt: annars vegar að stjórn Saddams Husseins hefði augljóslega brotið gegn fyrri ályktunum þar sem kveðið var á um að Írakar afsöluðu sér gereyðingarvopnum, hins vegar að refsa yrði fyrir þessi brot. Yrðu síðan greidd atkvæði um ályktunina innan fáeinna vikna. Bresk dagblöð sögðu á hinn bóg- inn að tillagan yrði lögð fram þegar í dag og þar yrði sagt að Írakar hefðu gerst sekir um „skýlaus brot“ á ályktun öryggisráðsins nr. 1441 um afhendingu gereyðingarvopna. Bandaríkjamenn telja að orðalagið um skýlaust brot megi túlka sem heimild ráðsins til að gerð verði hernaðarárás á Írak. Blöðin The Sunday Telegraph og The Observer sögðu í gær að öryggisráðið myndi greiða atkvæði um ályktunina um miðjan mars og hefðu Írakar því um þrjár vikur til að hlíta ályktun 1441. Sex ríki enn óákveðin Að sögn fréttavefjar breska rík- isútvarpsins, BBC, hyggjast Banda- ríkjamenn og Bretar nú reyna að tryggja sér stuðning níu af ríkj- unum 15 í öryggisráðinu til að sam- þykkja nýja ályktun með það í huga að þá verði erfiðara en ella fyrir Frakka að fella tillöguna með neit- unarvaldi. Frakkar leggjast sem fyrr gegn nýrri ályktun og telja að 11 af 15 ríkjum í ráðinu séu sömu skoðunar. Sex af núverandi aðild- arríkjum hafa ekki gert upp hug sinn en Sýrlendingar, Þjóðverjar og Rússar styðja stefnu Frakka sem vilja gefa vopnaeftirlitsmönnum meiri tíma. Stjórn George W. Bush Banda- ríkjaforseta heldur fast við þá skoð- un sína að hún geti hafið árás án nýrrar ályktunar en vegna mikillar andstöðu heima fyrir við stríð vill Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, gera tilraun til að fá ályktun samþykkta. Bush sagði aðspurður á laugardag eftir fund með Jose Maria Aznar, forsætisráðherra Spánar, að öryggisráðið myndi ekki fá tvo mánuði til að fjalla um nýju ályktunina, eins og raunin varð með fyrri Íraksályktun þess sl. haust. „Tíminn er stuttur,“ sagði Bush og varaði við því að öryggisráðið gæti glatað öllum áhrifum ef það tryggði ekki að Saddam Hussein yrði afvopnaður. Aznar leggur áherslu á einingu Aznar styður eindregið stefnu Bush og slíkt hið sama gera Blair og Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu sem áttu símafund með Bush og Aznar á laugardag. „Við vinnum að því að öryggisráðið … leggi grunn að friði og öryggi í heiminum með nýrri ályktun sem njóti víðtæks stuðnings,“ sagði Azn- ar. Hann lagði hins vegar áherslu á nauðsyn þess að reyna að tryggja einingu um aðgerðir en mikil and- staða er á Spáni við stríð gegn Írak. Aðeins fjögur ríki öryggisráðsins, Bandaríkin, Bretland, Spánn og Búlgaría hafa lýst stuðningi við nýja ályktun. Aznar mun hafa reynt að fá leiðtoga tveggja spænskumæl- andi ríkja í Rómönsku-Ameríku, Mexíkó og Chile, sem bæða eiga nú sæti í ráðinu, til að samþykkja nýja ályktun en óljóst hver árangurinn hefur orðið. Rætt er um að telji Bush og Blair ljóst að ný ályktun verði ekki samþykkt muni þeir ekki láta bera hana undir atkvæði. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á ferð um Asíuríki til að afla stuðnings við stefnu Bandaríkjanna í málefnum Íraks og Norður-Kóreu. Hann var- aði við aðgerðaleysi er hann hélt blaðamannafund með Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, í Tókýó. Vopnaeftirlitsmenn SÞ hefðu nú þegar staðfest brot Íraka og öryggisráðið hefði á sínum tíma hótað Írökum „alvarlegum afleið- ingum“ ef þeir bættu ekki ráð sitt. Nú yrðu menn að fylgja þeim orð- um eftir. Barátta um sex atkvæði í öryggisráði SÞ Aznar reynir að sannfæra leiðtoga Mexíkó og Chile um réttmæti nýrrar ályktunar um Íraksmálin Bagdad, París, Washington. AP, AFP. INDVERSKI forsætisráðherrann Jawaharlal Nehru er þakinn ryki og hægra eyrað er farið að flagna en indónesíski forsetinn Sukarno hefur verið festur við ræðupallinn með reipi til að koma í veg fyrir að hann riði til falls. Vaxmyndirnar eru hluti af þrí- víddaruppstillingu sem sýnir stofn- fund Samtaka óháðra ríkja, NAM, í salnum þar sem samtökin urðu til 18. apríl 1955. „Það þarf að lappa upp á sýninguna endrum og eins,“ sagði Dedie Sutardi, forstöðumaður Asíu- Afríkusafnsins í bænum Bandung á indónesísku eyjunni Jövu. Vikulöng ráðstefna 115 aðildar- ríkja samtakanna hófst í Kuala Lumpur í Malasíu á fimmtudag og nú þegar stríð er yfirvofandi í Írak, einu ríkjanna sem stofnuðu samtökin, telja þau mjög brýnt að endurheimta áhrifin sem þau höfðu í kalda stríðinu. Tveggja daga leiðtogafundur sam- takanna verður síðan haldinn eftir helgina og munu þeir staðfesta loka- yfirlýsingu fundarins. NAM hafa virst dauðvona síðasta áratuginn en þeim hefur vaxið ás- megin vegna Íraksdeilunnar og lík- legt er að hún verði efst á baugi á fundinum. Utanríkisráðherrar aðild- arríkjanna samþykktu á laugardag yfirlýsingu þar sem Írakar voru hvattir til að hlíta samþykktum ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna en jafnframt var lýst eindreginni and- stöðu við stríð undir forystu Banda- ríkjamanna gegn Saddam Hussein og mönnum hans. Stjórn Saddams hafði áður hvatt samtökin til að fordæma „yfirgang“ og „heimsvaldastefnu“ Bandaríkjanna og lýsa yfir stuðningi við Íraka. Mohamed Mahathir, for- sætisráðherra Malasíu, sagði í gær að ef hafið yrði stríð gegn Írak myndu múslímar um allan heim líta á það sem stríð gegn íslam. Flestir Malas- íumenn er múslímar. Mahathir full- yrti að vestrænar stórþjóðir notuðu nú hryðjuverkahættuna sem yfirvarp til að leggja aftur undir sig heiminn. Vilja sæti í öryggisráði SÞ Gert er ráð fyrir að 60 þjóðarleið- togar sitji leiðtogafund samtakanna á mánudag og þriðjudag og líklegt er að Íraksmálið skyggi á annað mik- ilvægt umræðuefni – þörfina á að endurskilgreina hlutverk NAM á tímum alþjóðavæðingar. Frá því að kalda stríðinu lauk hafa ríki þriðja heimsins, sem stóðu utan bandalaga undir forystu Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna, átt í mestu erfiðleikum með að skilgreina tilverugrundvöll NAM. „Samtökin hafa mikla þörf fyrir endurreisn og endurskilgreiningu á því hvað þau geti gert,“ sagði utan- ríkisráðherra Malasíu, Syed Hamid Albar. Stjórn Malasíu hefur lagt fram til- lögu sem miðar að því að blása nýju lífi í samtökin með því að stofna í fyrsta sinn embætti varanlegs for- ystumanns samtakanna. Hingað til hafa gestgjafar leiðtogafundanna, sem eru haldnir á þriggja til fjögurra ára fresti, farið fyrir samtökunum. Ennfremur hefur verið lögð fram tillaga um að leiðtogar aðildarríkj- anna, þeirra á meðal Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, Atal Bihari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands og Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, sam- þykki að leggja áherslu á að tryggja sanngjarnari viðskiptatengsl við Vesturlönd. Þá hefur verið lagt til að samtökin berjist fyrir því að fá sæti í öryggisráði SÞ. Meiri áhersla verði lögð á efnahagssamstarf Samskipti samtakanna og Banda- ríkjanna hafa yfirleitt verið stirð, einkum vegna gagnrýni samtakanna á Ísrael og stuðnings þeirra við mál- stað Palestínumanna. Er búist við að í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtog- anna verði mannréttindabrot Ísraela á Palestínumönnum fordæmd og sett fram krafa um að meintir stríðs- glæpamenn úr röðum Ísraela verði dregnir fyrir alþjóðlega sakamála- dómstólinn í Haag. „Til að tryggja að samtökin hafi áfram einhverja þýðingu ættu þau ekki að hætta pólitískri baráttu sinni en leggja meiri áherslu á efnahags- samstarf við iðnríkin,“ sagði Ali Alat- as, ráðgjafi forseta Indónesíu og fyrr- verandi utanríkisráðherra landsins fyrir skömmu. „Vandamálið felst núna í samskiptum norðurs og suðurs frem- ur en deilum austurs og vesturs.“ Fulltrúar aðildarríkja Samtaka óháðra ríkja hittast Írak í brennidepli á leiðtogafundi í Malasíu Kuala Lumpur, Bandung. AP. Mahathir Mohamad (t.v.), forsætis- ráðherra Malasíu, veifar til mann- fjölda á friðarfundi í Kuala Lumpur í gær. Með honum er varnarmála- ráðherrann, Najib Razak. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.