Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 17 Á SÍÐUM Mbl. hafa að undan- förnu birst greinar þar sem m.a. hef- ur verið fjallað um inntak lögfræði- menntunar hér á landi og hvaða kröfur rétt sé að gera í þeim efnum. Þau sjónarmið hafa jafnvel komið fram að nauðsynlegt sé réttaröryggis vegna að setja í lög almennar efnis- reglur um inntak laganáms þeirra lögfræðinga sem afla vilja sér rétt- inda til málflutnings eða gegna dóm- arastörfum. Lagadeild Háskólans í Reykjavík tók til starfa haustið 2002. Undirbún- ingur að náminu hafði þá staðið í langan tíma og að þeim undirbúningi komið margir af reyndustu og menntuðustu lögfræðingum þjóðar- innar. Við samningu námskrár og aðra skipulagningu námsins var sér- staklega haft í huga að þeir sem út- skrifuðust frá hinni nýju lagadeild yrðu vel í stakk búnir til að sinna hefðbundnum störfum lögfræðinga þ.á m. málflutningi og dómarastörf- um auk annarra starfa sem lögfræð- ingar hafa gjarnan með höndum án þess að lögfræðimenntun sé sérstak- lega áskilin til þeirra starfa. Við skipulagningu námsins var víða leitað leiðsagnar og fyrirmynda bæði í há- skólum í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar en fyrst og fremst haft að leið- arsljósi að námið kæmi til móts við kröfur um nútímalegt og framsækið laganám en hvergi væri vikið frá ítr- ustu kröfum um gæði og umfang lagamenntunar. Nám við lagadeild HR skiptist í grunnnám til BA-gráðu í lögfræði og framhaldsnám til meistaragráðu. Við skipulagningu grunnnámsins var litið til þarfa nemenda fyrir yfirgrips- mikla þekkingu í hefðbundnum grunngreinum lögfræðinnar og þeim greinum öðrum sem mesta raunhæfa þýðingu hafa m.a. í störfum lög- manna og dómara. Við skipulagningu meistaranámsins voru markmið um sérhæfingu og rannsóknarnám höfð að leiðarljósi. Í stuttri blaðagrein er ekki tækifæri til að gera námi við lagadeild HR nein viðhlítandi skil. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér námið geta nálgast frekari upplýs- ingar hjá höfundi eða öðrum starfs- mönnum lagadeildarinnar, sem eru boðnir og búnir að veita verðandi um- sækjendum og öðrum sem áhuga hafa allar frekari upplýsingar um námið. Stendur jafnfætis því besta Styrkur hinnar nýju lagadeildar er að sjálfsögðu fólginn í inntaki þess náms sem þar er og verður boðið og ég leyfi mér að fullyrða að muni standa a.m.k. jafnfætis því besta sem boðið er í þeim háskólum sem Íslend- ingar vilja helst miða sig við, þegar lagamenntun er annars vegar. En styrkurinn er ekki síður fólginn í því hæfa fólki sem deildin hefur fengið til liðs við sig í kennslu og rannsóknum og síðast en ekki síst til náms. Það verður árangur nemenda okkar sem mun bera lagadeild HR vitni. Í þeim efnum vænti ég mikils. Háskólinn í Reykjavík starfar m.a. á grunvelli laga nr. 136, 1997 um há- skóla. Lögin eru reist á því sjónar- miði að yfirstjórn hvers háskóla taki ákvörðun um hvaða nám sé stundað við skólann, inntak þess og fyrir- komulag. Í lögunum segir m.a. að há- skóli skuli veita nemendum sínum menntun til að gegna ýmsum störfum í þjóðfélaginu þar sem æðri mennt- unar sé krafist og ennfremur að námskröfur í háskóla skuli jafnan svara til þess sem krafist er í viður- kenndum háskólum á sambærilegu sviði erlendis. Sjálfstæði háskóla til að ákveða námsframboð og inntak þess náms sem skólinn býður er veigamikil grunnregla og um hana ber að standa vörð. Menntamálaráðherra hefur sam- kvæmt háskólalögunum eftirlit með gæðum þeirrar menntunar sem há- skólar veita. Þá er skólunum sjálfum ætlað að hafa virkt eftirlit með gæð- um kennslu og hæfni kennara. Há- skólinn í Reykjavík hefur gert samn- ing við menntamálaráðuneytið um kennslu á háskólastigi. Í samningnun er m.a. kveðið á um HR skuli tryggja gæði kennslu og náms við skólann og að skólinn skuli í því skyni setja sér skýr markmið um gæði náms og þróa mælikvarða á slík gæði. Samningur HR og menntamála- ráðuneytisins náði upphaflega ein- göngu til kennslu í viðskiptafræði og tölvunarfræði en lögfræði hefur nú einnig verið felld undir samninginn. Samkvæmt reglum menntamála- ráðuneytisins þurfa þeir háskólar sem gert hafa kennslusamning við ráðuneytið og óska þess að nýtt nám sé fellt undir samninginn að gera ráðuneytinu ítarlega grein fyrir inn- taki slíks náms, lengd þess, eininga- fjölda á misseri, prófgráðuheiti og öðru sem ráðuneytið telur að máli skipti. Laganámið við HR var nýtt nám í ofangreindum skilningi. Í sam- ræmi við framangreindar reglur fékk ráðuneytið þegar í febrúar 2002 ít- arlegar upplýsingar um fyrirhugað laganám við HR þ.m.t. hvaða nám- skeið yrðu kennd, einingafjölda að baki hverju námskeiði og hvaða próf- gráður námið myndi veita. Erindi Háskólans í Reykjavík fékk ítarlega og vandaða meðferð innan ráðuneyt- isins og lauk henni með því að ráðu- neytið samþykkti að fella laganámið undir samning ráðuneytisins og skól- ans um kennslu á háskólastigi. Í þeirri ákvörðun felst viðurkenning. Frumvarp dómsmálaráðherra felur í sér mikilvægt réttinda- mál fyrir nemendur sem stunda laganám við aðra skóla en HÍ Í lögum hér á landi er ekki að finna almennar efnisreglur eða staðla um inntak laganáms. Þannig hefur laga- deild Háskóla Íslands ekki verið bundin af slíkum ákvæðum eða kröf- um við skipulagningu þess náms sem deildin býður uppá. Er það vel. Laga- nám þarf að þróast eins og annað há- skólanám og engin ein „formúla“ er fyrir góðu laganámi, hvort sem námið á að leggja grundvöll að starfi við málflutning, dómarastarfi eða öðrum þeim störfum sem lögfræðingar hafa með höndum. Dómsmálaráðherra hefur lagt fyrir þingið frumvarp til breytinga á lögum um lögmenn. Í frumvarpinu er m.a. lagt til að ekki verði lengur meginskilyrði fyrir öflun málflutningsréttinda að viðkomandi hafi lokið svonefndu embættisprófi frá lagadeild HÍ heldur verði það skilyrði sett að viðkomandi hafi lokið fullnaðarnámi í lögfræði, með emb- ættis- eða meistaraprófi, við laga- deild háskóla sem viðurkenndur sé af menntamálaráðuneytinu samkvæmt lögum um háskóla. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að með fulln- aðarnámi sé til þess vísað að viðkom- andi hafi lokið heildstæðu laganámi, bæði grunn- og framhaldsgráðu. Með þessu skilyrði sé til þess litið að eðli- legt sé að gera þá kröfu að lögmenn hafi öðlast þekkingu á helstu grunn- greinum lögfræðinnar, svo sem rétt- arheimildafræði og lögskýringum, kröfurétti, skaðabótarétti, refsirétti og réttarfari, þótt sjálfsagt sé æski- legt að lögmenn hafi þekkingu á ýms- um öðrum sviðum lögfræðinnar. Um- rætt frumvarp dómsmálaráðherra felur að því er framangreint atriði varðar í sér mikilvægt réttindamál gagnvart þeim nemendum sem laga- nám stunda við aðra skóla en HÍ. Jafnframt felur skilyrðið um fullnað- arnám í lögfræði í sér skynsamlega efnislega viðmiðun að því er réttinda- öflun til málflutnings varðar. Viðbrögð nokkurra kennara við lagadeild HÍ vegna tilkomu hinnar nýju lagadeildar við Háskólann í Reykjavík hafa valdið mér miklum vonbrigðum. Ég hefði ekki fyrirfram búist við að þeir myndu kalla á for- réttindi og verndarmúra. Frá þessu eru þó ánægjulegar undantekningar. Ég vil nefna sérstaklega í þessu sam- bandi greinar sem dr. Páll Sigurðs- son prófessor og fyrrverandi forseti lagadeildar HÍ ritaði á síðum Mbl. fyrir skömmu. Þar kvað við annan tón og var kvatt til sátta og samlyndis meðal háskólamanna og að horfið yrði frá dægurþrasi og ríg. Ég tek undir þau orð. Um inntak laganáms, eftirlit með gæðum o.fl. Eftir Þórð S. Gunnarsson „Viðbrögð nokkurra kennara við lagadeild HÍ vegna til- komu hinnar nýju laga- deildar við Háskólann í Reykjavík hafa valdið mér miklum vonbrigðum.“ Höfundur er forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.