Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku langamma. Þú varst skemmtileg og góð og vildir alltaf faðma mig og það fannst mér gott. Ég á eftir að sakna þín. Þín Arney Ingibjörg. Elsku Langa, allt í einu finnst mér eins og allar minningarnar sem ég á um þig séu orðnar að ryki sem fýkur bara í burtu og engin leið að safna því saman aftur. Vonandi er það bara tímabundin taugaveiklun, þær hljóta að koma aftur, minningarnar, ég veit ég á heilu bunkana af þeim. Ég sakna þín endalaust og ég get ekki trúað því að þú sért bara farin. Þetta átti aldrei að gerast, þú áttir alltaf eftir að vera til staðar. Krútt- lega, ofvirka, síunga amman með sætu röddina og skemmtilega húm- orinn. Ég ætlast beinlínis til þess að þú passir upp á mig þaðan sem þú ert lent. Þú ert nú vön að passa upp á þennan stóra hóp þinn sem ég er endalaust stolt yfir að fá að vera ein lítil prósenta af. Ég fékk kannski ekki að þekkja þig eins lengi og eldra fólkið þitt en ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig þó þann tíma sem ég fékk og fyrir það að hafa fengið að vera svona náin þér síðustu árin og vikurnar. Það gerði lífið vissulega innihaldsríkara og skemmtilegra að hafa þig með, enda verður allt að skíru hvítagulli sem þú kemur nálægt. Þú ert forréttindi sem margir fengu að njóta en þó allt of fáir. ELÍN ÞÓRA SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR ✝ Elín Þóra Sigur-björnsdóttir fæddist á Sveinsstöð- um í Grímsey 1. jan- úar 1909. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 16. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Miðgarða- kirkju í Grímsey 22. febrúar. Af einskærri eigin- girni óskar maður þess að hafa fengið að hafa þig lengur, við áttum eftir að halda 100 ára afmæli! Innst inni er maður samt auðvitað glaður fyrir þína hönd. Þú ert löngu búin að þjóna þínu hlutverki vel, sjöfalt. Ég vona að þér líði vel, verkurinn vondi horfinn. Þú átt skilið það besta sem fæst. Þú ert minn Guð. Birna. Nú er lokið lífsgöngu Elínar Þóru á Sveinsstöðum, Ellu langömmu, langömmu sona minna. Hún og eig- inmaður hennar Óli Bjarnason sem lést í ágúst 1989 bjuggu á Sveins- stöðum í Grímsey mestalla sína bú- skapartíð og bjuggu farsællega. Hann var útvegsbóndi, hún húsmóð- ir og þegar ég kynntist þeim var hann hættur sjómennsku en hún sinnti húsmóðurhlutverki sínu af al- úð. Þó voru þau farin breyta út af vananum síðustu árin og voru yfir vetrarmánuðina í Grindavík hjá Ingu dóttur sinni og eiginmanni hennar en komu til baka með vorinu. Heilsan að vonum farin að gefa sig hjá Óla en Elín Þóra nokkuð hress þótt orðin væri 76 ára. Hún bar aldurinn vel, kvik í hreyfingum, létt á fæti og ef hún brá sér bæjarleið hljóp hún gjarnan við fót. Konur, mun yngri en hún veittu því athygli hve húð henn- ar var slétt og hrein og veit ég um vangaveltur í þá veru hvaða snyrti- vörur hún notaði. En ég veit ekki betur en hún hafi aðallega notast við íslenska vatnið og þá líklega mest það grímseyska! Þau voru bæði ákaf- lega samvalin í því að fylgjast vel með öllu í daglegu lífi, í hinu daglega lífsamstri í eyjunni, fyrst og fremst því sem sneri að sjósókninni því að lífsafkoma eyjarskeggja byggist á henni. Þau fylgdust einnig vel með öllu sínu fólki, jafnt afkomendunum sem ættingjum og vinum. Meðan Óla entist þrek fór hann fótgangandi flesta daga milli bæjanna og niður á bryggju, í búðina, niður í salthús og í skemmurnar, þáði kaffisopa og spjallaði. Hann hafði sannkallaða un- un af samskiptum við annað fólk og kættist mjög ef markverð tíðindi spurðust og alltaf fylgdist hann vel með aflabrögðum. Færði svo Elín- þóru sinni fréttirnar heim og þau glöddust þegar vel gekk, það var þeim svo eðlislægt. Þeim var báðum svo annt um eyjuna og allt lífið þar. Elín Þóra var ein af stofnendum kvenfélagsins Baugs í Grímsey og var virk félagskona framundir það að ég kynntist henni. Og það er ekki lít- ið sem félagskonur þar hafa í áranna rás lagt af mörkum til að viðhalda góðu félagslífi í eyjunni með því að standa fyrir samkomum og hátíða- höldum af ýmsu tagi. Ég veit að fé- lagið naut góðs af kröftum hennar og að hún hafði ánægju af að vera með og við glöddumst þegar hún gat kom- ið því við að sitja fundi með okkur. Hún stendur mér fyrir hugskots- sjónum sem húsmóðirin á Sveins- stöðum, veitul, glaðvær, hlý og um- vefjandi. Hún veitti af rausn, hverjum sem að garði bar og þeir voru ófáir. Hún var sannkölluð bú- kona og þótti ekki annað sæmandi en að eiga í baukunum í búrinu eitthvert góðgæti eins og t.d. hafrakex og kleinur. Enda kom það sér betur að eiga gott matarbúr. Hún sagði mér að Óli sinn hefði verið ákaflega dug- legur að draga björg í bú, fisk, fugl og egg en hann var líka duglegur að bjóða mönnum heim. Margir sjó- menn frá þeim útgerðarplássum norðanlands, sem sóttu fram að eyju gátu þurft að liggja frammi og kom- ust hvergi. Þá var Óli tilbúinn að bjóða þeim heim í mat og biðja hana Elínþóru sína að láta eitthvað í „kassann“ hjá þeim því að ekki var hægt að senda þá tómhenta frá Sveinsstöðum. Ótal margir fleiri nutu slíks viðurgjörnings hjá þeim hjónum. Ekki hljóp hún í búðina til að kaupa brauð því að allt brauð var heimabakað. Ég sá hana aldrei skipta skapi, hún var ánægð með hlutskipti sitt og það var sólskin þar sem hún var, þau hjónin báru virð- ingu hvort fyrir öðru og milli þeirra ríkti gagnkvæmt traust. Hún var svo notaleg heim að sækja, það var svo hlýtt í kringum hana og þess nutu börnin ekki síst. Ég hygg að öllum börnum sem ólust upp í eyjunni á meðan hún var húsmóðir á Sveins- stöðum hafi þótt gott að koma þar í hús. Og þau eru fjölmörg sem hafa notið þess að eiga vísa sumarvist hjá Óla og Ellu. Barnabörnunum sem ól- ust upp í eyjunni var hún alltaf það vísa skjól sem þau þurftu á að halda ef á reyndi. Óli var ákaflega stoltur af henni Elínþóru sinni, sagði mér oft að hún hefði verið fallegust þeirra Sveinsstaðasystra. Hann átti falleg- ustu konuna, líka þá bestu, hún var svo iðjusöm, henni féll aldrei verk úr hendi. Hann sagði mér margar sögur frá búskaparárunum þeirra á Gömlu Sveinsstöðum en þar hófu þau sinn búskap í félagi við fjölskyldu hennar. Það var mannmargt heimili og virð- ist hafa verið nóg rúm fyrir alla. Inga móðir Óla og seinni maður hennar Óli Hjálmarsson bjuggu þar á heim- ilinu með Signýju dóttur sína í tvö ár eftir að hafa búið á Húsavík í ein átta ár. Það var búið með nokkrar ær til að hafa kjöt til heimilisins og yfirleitt tvær kýr því að eyjarskeggjar fengu ekki mjólk úr búð fyrr en um miðjan sjöunda áratuginn. Þeir urðu að vera sjálfum sér nógir um svo afskaplega margt. Fyrsta máltíðin sem hún eld- aði í „kokkhúsinu“ var bitasteik og ávaxtagrautur. Áður en þau hófu bú- skap var hún eitt ár á Húsavík í vist hjá Friðþjófi Pálssyni og Auði Að- alsteinsdóttur. Á þeim tíma var hún að safna í búið ýmsu nauðsynlegu og átti kistu með góðum varningi í auk fatnaðar síns þegar hún hélt út í eyj- una til mannsefnisins. En af ein- hverjum ástæðum týndist kistan með öllu sem í henni var og fannst ekki fyrr en löngu seinna og þá var innihald hennar ónýtt. Þann tíma sem hún var á Húsavík ætlaði Óli að leggja sitt af mörkum til hins vænt- anlega heimilis og sótti sjóinn af atorku en fiskverð féll og fór niður í tvo aura. Hann mátti því borga með manninum sem hann hafði ráðið til sín og fékk því ekkert í aðra hönd. Þau byrjuðu sinn búskap því með tvær hendur tómar en óhætt er að fullyrða að hagur þeirra síðar meir vænkaðist. Aldrei heyrði ég þau kvarta og aldrei heyrði ég annað en þau væru sæl með sitt. Þeim bún- aðist vel, fóru án nokkurs vafa vel með og nutu þess síðar. Aldrei heyrði ég þessa konu gera kröfur, hvorki kröfur til annarra eða kröfur um nokkuð sér sjálfri til handa. Á meðan ég átti við hana samskipti fannst mér einkenna hana þetta tæra hreinlyndi sálarinnar og hrekkleysið algert. Ég hygg að það séu forréttindi í nútímasamfélagi að hafa kynnst fólki af hennar kynslóð, þeirri kynslóð sem nú er óðum hverfa, kynslóðinni sem bjó í haginn fyrir okkur sem höf- um allt til alls og skortir ekkert. Okk- ur þykir sjálfsagt að búa í hlýju hús- næði, hafa rafmagn, rennandi vatn, öll möguleg lífsins þægindi og geta ferðast nánast hvert sem okkur dett- ur í hug. Sú kynslóð sem Elín Þóra tilheyrði reyndi sitt af hverju, lífs- baráttan var oft á tíðum hörð, fólk upplifði miklu meiri erfiðleika í dag- lega lífinu heldur en við þurfum að kljást við og í sumum tilfellum höfum við ekki hugmyndaflug til að átta okkur á aðstæðum sem upp komu og margt af því sem okkur þykir sjálf- sagt í dag var hreinlega óhugsandi þegar hún var ung. Þar sem hún var fædd og uppalin í Grímsey og bjó þar nánast allt sitt líf þá fer ekki hjá því að þær aðstæður sem hún bjó við voru ekki alltaf sambærilegar því sem var á fasta landinu. Hennar dag- lega líf sneri að heimilishaldi en þar á ofan bættust við verkefni t.d. yfir sumartímann eins og að fletja fiskinn til þerris úti á túni. Kannske dró fyr- ir sólu, þá varð að drífa í að taka hann saman. Það gat hist svo á að sam- tímis væri verið að ná saman heyi og í þessum verkum voru konurnar ekki síður en karlarnir. Stundum voru konurnar einar í þessum verkum og karlmennirnir á sjó, það fór eftir ýmsu. Það tilheyrði einnig verka- hring kvenna að plokka fuglinn og ungann sem veiddur var. Það sem ekki var sviðið þurfti að hreinplokka og það var mikið verk Svo þurfti að koma fuglinum í reyk og fugli og unga í salt. Á haustin þurfti auk dag- legra verka að sinna sláturtíð og önn- um henni tengdum. Í öllum þessum störfum tók Ella fullan þátt, hún var sístarfandi. Svo þurfti líka að sauma föt á fjölskylduna en af sinni alkunnu hógværð sagðist hún nú aldrei hafa kunnað að sauma en mér þykir nú ótrúlegt annað en hún hafi eitthvað kunnað fyrir sér. Hún sá fólkinu sínu fyrir fatnaði og prjónaði líka. En svo bar það til að hún eignaðist pjónavél, sagði mér að hún hefði átt þriðjung- inn í vél. Þann tíma sem vélin var á hennar heimili hverju sinni þá varð hún bókstaflega að nýta hana nótt og ✝ Þórir KristjánBjarnason fædd- ist á Suðureyri við Tálknafjörð 10. ágúst 1930. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópa- vogi 18. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Ei- ríkur Kristjánsson, f. 21. apríl 1900, d. 21. október 1945 frá Sel- látrum í Tálknafirði, og Jóna Þórdís Jóns- dóttir, f. 8. apríl 1900, d. 22. nóvem- ber 1973 frá Suðureyri í Tálkna- firði. Systkini Þóris eru: Ásdís, f. 29. júlí 1926, Gróa, f. 12. nóvember 1928, og Sigurður Stefán, f. 11. janúar 1932, d. 5. mars 1983. Einn- ig ólst frændi Þóris, Jakob V. L. Ólafsson, f. 26. febrúar 1925, d. 3. janúar 1996, upp með þeim systk- inum. Hinn 1. júlí 1962 kvæntist Þórir Sigríði Andrésdóttur, f. 22. febr- úar 1929, d. 30. janúar 2000. Börn þeirra eru: Þórdís Sif, f. 1. febrúar. 1962, maki Árni Egilsson. Bjarni Kristinn, f. 6. nóvember 1963, maki Ingibjörg Sólveig Halldórs- janúar 1998. Börn Önnu Sigur- bjargar eru: Tinna Lind Hallsdótt- ir, f. 26. október 1990, og Embla Sigurást Hallsdóttir, f. 30. janúar 1993. Börn Jóns Þóris og Valgerð- ar Margrétar eru: Christian Gunn- ar, f. 28. desember 2001. Fóstur- börn: Atli Hrannar, Daníel Geir og Ásdís Helga. Börn Gestnýjar og Böðvars Arnar eru: Katrín Ólöf, f. 19. nóvember 1980, og Sigurjón Örn, f. 16. júní 1986. Börn Sigur- gísla og Ólafar eru: Sindri Freyr, f. 12. nóvember 1980, og Sara Björk, f. 16. október 1987. Þórir ólst upp á Tálknafirði. Haustið 1946, þegar Þórir var 16 ára gamall, flutti hann til Reykja- víkur ásamt móður sinni, sem þá var orðin ekkja, og systkinum. Þórir lauk almennri grunnmennt- un í sinni sveit. Hann lærði pípu- lagnir hjá Helga Guðmundssyni og lauk síðan prófi í þeirri iðn frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Þórir vann hjá Helga Guð- mundssyni fram til ársins 1973. En það ár eftir fráfall Helga stofnaði hann ásamt vinnufélögum sínum, Magnúsi Einarssyni og Hermanni Samúelssyni, sitt eigið fyrirtæki „Hitaver“, sem þeir ráku fram til ársins 1989. Þá hóf hann störf sem pípulagningameistari við Háskóla Íslands þar sem hann starfaði þar til hann lét af störfum árið 2000. Þórir verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. dóttir. Alma. f. 9. október 1964, maki Olgeir Karl Ólafsson. Anna Sigurbjörg, f. 19. mars 1968. Jón Þórir, f. 21. nóvember 1969, maki Valgerður Margrét Gunnarsdótt- ir. Helgi Róbert, f. 15. júní 1974. Börn Sigríðar úr fyrri sambúð og fóst- urbörn Þóris eru: Gestný Kolbrún Kol- beinsdóttir, f. 11. sept- ember 1955, maki Böðvar Örn Sigur- jónsson, f. 27. apríl 1954. Sigur- gísli Ellert Kolbeinsson, f. 15. nóv- ember 1957, maki Ólöf Jóseps- dóttir, f. 2. febrúar 1958. Börn Þórdísar og Árna eru: Vil- hjálmur, f. 29. október 1983, og Jó- el Þór, f. 29. apríl 1988. Börn Bjarna og Ingibjargar eru: Sigríð- ur Ósk, f. 29. janúar 1990, Sunna Dís, f. 1. ágúst 1991, Bjarnveig Rós, f. 27. apríl 1993, Lilja Dóra, f. 18. janúar 1996, og Stella Dröfn, f. 1. júlí 1997. Börn Ölmu og Olgeirs eru: Sigurbjörg Sandra, f. 19. október 1986, Ægir, f. 18. nóvem- ber 1989, og Þórir Kristinn, f. 8. Þórir tengdafaðir minn og vinur er látinn. Það eru liðin rúm þrjátíu ár frá fyrstu kynnum okkar Þóris. Mér er það minnisstætt hvað Þórir og Sigga tóku okkur unga fólkinu vel. Þau voru alltaf glöð og hress og tilbúin í spjall á jafnréttisgrundvelli. Í minningu unglingsáranna eru þau gjarnan að búa sig á Barðstrend- ingaball eða spilakvöld. En þau höfðu gaman af því að dansa og nutu sín vel í mannfagnaði. Þórir var einstakur ljúflingur og barngóður maður. Þau hjónin áttu miklu barnaláni að fagna. Átta börn uxu upp á heimilinu. Þórir og Sigga eignuðust saman sex börn og Þórir gekk einnig börnum Siggu, Gest- nýju og Sigurgísla, í föðurstað. Síð- ar þegar barnabörnin fóru að vaxa úr grasi naut Þórir mjög návista við þau. Hann hafði unun af því að leið- beina börnunum og leika við þau. Þórir fór oft með þau í sund, en hann var mikill sundmaður, og vildi helst fara í Sundlaug Kópavogs á hverjum degi. Oft söng hann fyrir þau. Þórir var mjög vinnufús maður og sérstaklega hjálplegur vinum sínum og ættingum, hvort sem um var að ræða vinnu við pípulagnir eða eitt- hvað annað. Helst vildi hann taka lítið fyrir vinnu sína eða ekkert, og honum var alltaf illa við að rukka fólk. Þórir hafði gaman af spila- mennsku, sérstaklega að spila brids í góðra vina hópi. Hann hafði einnig yndi af stangveiði og útiveru og átt- um við margar dásamlegar stundir við lax- eða silungsveiði. Veiðitúrar okkar byrjuðu alltaf á maðkatínslu. Þórir var jafn spenntur við að tína maðka og við sjálfa veiðina. Við stangveiðar var Þórir kóngur í ríki sínu. Hann naut útiverunnar og það var aðdáunarvert að fylgjast með þolinmæði hans og tilfinningu við veiðarnar. Þórir fór hægt yfir veiði- staðina og naut hverrar mínútu. Í veiðihúsinu að kvöldi var hann síðan hrókur alls fagnaðar við spila- mennsku eða söng. Ég kveð Þóri vin minn og tengda- föður með söknuði og vil að leið- arlokum þakka fyrir allar góðu sam- verustundirnar. Hans ljúfa lund, hjálpsemi og góðsemi lifir í minn- ingunni. Böðvar Örn. Það var undarleg tilfinning sem fór um okkur þegar mamma hringdi heim og sagði okkur að afi væri dá- inn. Við vorum svo fegin að barátt- unni væri lokið og að kvalirnar yrðu ekki meiri, en söknuðurinn sem býr innra með okkur er mikill. Það eru margar minningar sem koma upp þegar litið er yfir liðna tíð. Það var enginn eins og hann afi! Hann hafði sérstakt lag á að koma manni í gott skap með því einu að rétt hreyfa á sér eyrun og höfuðleðrið. Það var enginn sem gat gert það eins vel og hann gerði, þrátt fyrir að margir hafi stundað áralangar æfingar á því sviði. Þegar amma og afi fluttu til okkar Liverpool-aðdáenda hér á ár- unum 1999 og 2000, komst ég að því að afi var ekki allur þar sem hann var séður. Ég tók eftir því að hann var með Eric Cantona í Man. Utd.- búning hangandi á framrúðuspegl- inum í bílnum. Hann hafði aldrei minnst einu orði á það að hann væri Man. Utd.-aðdáandi þegar við vor- um að horfa saman á leiki! Þórólfur Man. Utd.-aðdáandi var að sjálf- sögðu meira en feginn að fá félaga eftir að hafa átt erfitt uppdráttar einn á móti okkur hinum. Eftir þetta gátu þeir báðir fagnað almennilega og stutt hvor annan þegar liðið þeirra var að keppa. Afi fylgdist líka vel með því sem við Þórólfur vorum að gera dags daglega. Við settumst bæði á skólabekk í haust og var markmiðið sett hátt. Hann klappaði okkur á bakið og sagði: „Ég veit að þetta kemur. Þetta tekst núna.“ Þegar ég heimsótti hann á spítalann til að færa honum þær fréttir að við hefðum náð markmiðum okkar, sá ég gleðisvip í andlitinu á honum og þetta var greinilegur léttir, að allt skyldi hafa tekist í þetta sinn. Það sama má segja þegar við vissum fyr- ir víst að við yrðum hér á landi alla vega næstu sjö árin og fórum að líta í fasteignablaðið. Þá kom þessi gleðisvipur á afa og hann hafði greinilega gaman af því að við gát- um farið að hugsa aðeins lengra en bara einn dag fram í tímann. Hann fylgdi barnabörnunum sínum eftir í íþróttunum og ef einhver var að keppa hér í bænum, þá var hann ÞÓRIR KRISTJÁN BJARNASON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.