Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 25 Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævi stig. (Pétur Þórarinsson.) Elsku amma, nú er ég sorgmædd. Mér finnst skrítið að ég eigi ekki eft- ir að hitta þig aftur. Engin amma í anddyrinu að taka á móti mér þegar ég kem að norðan og ekkert ömmu- knús þegar ég fer heim aftur. En svona er lífið, þú varst búin að vera svo mikið veik. Ég veit að pabbi og mamma eiga eftir að segja mér margt um þig þegar ég verð eldri og þannig á ég ekki eftir að gleyma þér. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og allt sem þú gafst mér. Þín Halla Karen. Elsku amma. Ég fékk að eiga þig alein fyrstu fjögur ár ævi minnar. Mér þykir svo sárt að þú skyldir verða veik og deyja, en nú veit ég að þér líður betur. Takk fyrir að vera amma mín og ég mun aldrei gleyma þér. Þín ömmustelpa Hildur. Ragnhildi mágkonu mína sá ég fyrst sumarið sem hún varð 15 ára. Þá kom ég í frí frá Danmörku, þar sem ég var við nám. Birgir bróðir hennar kynnti mig fyrir henni, fal- legri stúlku fullri af lífi. Seinna kynntumst við betur þegar hún kom til Danmerkur og dvaldist þar um tíma við nám og störf. Þannig atvikaðist það að hún var eini ætting- inn í brúðkaupi okkar Birgis. En þá „skrapp“ fólk ekki jafn auðveldlega milli landa eins og nú. Samskiptin jukust enn þegar við fórum í fé- lagsbúskap ásamt mönnum okkur. Mín dvöl þar varð skemmri en henn- ar þar sem ég var ekki mikil búkona í mér. Margar ánægjulegar samveru- stundir áttum við Birgir með Ragn- hildi og Sigurjóni bæði hér heima og erlendis. Ragnhildur var vinamörg enda hafði hún góða nærveru, létta lund og var skemmtileg. Hún hafði ávallt eitthvað til málanna að leggja og hafði meiningar um flest. Hún var glæsileg kona en fyrst og fremst var hún góð manneskja. Við söknum hennar sárt. Og biðjum algóðan guð að styrkja fjölskyldu hennar. Lára. Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó ég fugla skar og líka úr smiðjumó. Í huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stef.) Okkar ástkæra samstarfskona og vinur, Ragnhildur Johnsdóttir, and- aðist 13. febrúar síðastliðinn á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi eftir harða baráttu við lungna- krabbamein. Enda þótt Ragnhildur hafi hætt að reykja fyrir hvorki meira né minna en 25 árum telja læknarnir að sú staðreynd að hún byrjaði mjög ung hafi ráðið úrslitum um að þessi sjúkdómur náði að hreiðra um sig. Barðist hún hetju- legri baráttu til hinstu stundar, og fannst hún aldrei heilbrigðari en ein- mitt þegar hún fékk fregnina um sjúkdóminn. Við hjónin áttum því láni að fagna að vera á ferðinni heima á Íslandi um jólin og áttum því þess kost að líta inn í heimsókn til Ragnhildar og Sig- urjóns og elskulegu barnanna og barnabarns þeirra. Var það stórbrot- in stund að horfa á þessa djúpvitru konu tala um allt nema stríðið og víg- völlinn sem hún stóð frammi fyrir. Þess í stað notaði hún tímann til að stappa í okkur stálinu m.a. með því að sýna okkur myndir úr þeim ut- anferðunum sem hún hafði farið í með vinum og félögum þeirra í Herbalife. Skildum við þá loks til fulls hversu dýrmætt það var þessari konu að hafa átt þátt í að breyta lífi ótal einstaklinga til betri vegar og hversu stórt pláss við öll áttum í hjarta hennar. Er ógerningur að lýsa því hvað við erum henni þakklát fyrir þá gjöf að sýna okkur hvaða merk- ingu ást, hugrekki og bjartsýni hafa á slíkum tímamótum. Í hennar huga skipti það eitt máli að herða sóknina og ekki síst að reyna að tryggja að reykingavarnir og forvarnir hjá börnum og unglingum verði stórlega efldar. Var henni sérstaklega um- hugað um að hennar bitra reynsla mætti verða öðrum til viðvörunar, sérstaklega unglingunum sem eru á viðkvæmasta aldri gagnvart krabba- meinsáhrifum tóbaksins. Er ekki hægt að hugsa sér verðugri, glæsi- legri og ábyrgari einstakling sem sameiningartákn í þeirri baráttu. Er nú unnið að því að koma á fót sjóði í minningu hennar hjá Krabbameins- félaginu. En Ragnhildur – eins og þið vitið sem þekktuð hana – var ekki aðeins elskuleg og skemmtileg kona sem sinnti sínu starfi af elju og ástúð og elskuð af öllum sem til hennar leit- uðu, heldur hafði hún tvo mannkosti sem fæst okkar hafa til brunns að bera í sama mæli. Annar var sá að hún var svo jákvæð að við tókumst alltaf á loft þegar hún var nálægt. Hinn var að hún hafði þann eigin- leika sem kannske er dýmætastur allra í mannlegu samfélagi – tryggð. Elsku Ragnhildur. Takk fyrir samfylgdina og svo skýrt stendurðu okkur fyrir hugskotssjónum að okk- ur finnst báðum sem þú standir ljós- lifandi hérna í stofunni þar sem við sitjum og setjum saman þessar fá- tæklegu línur. Það er huggun harmi gegn að missir okkar og allra sem þekktu þig, verður þeirra fagnaður og hagnaður sem nú fá þig til liðs við sig í Paradís. Og ekki efumst við um það eitt andartak að þú varst kölluð til annarra og brýnni sendiferða í þágu almættisins. Takk fyrir að hafa leyft okkur að kynnast þér og læra af þér, fyrir að halda okkur við efnið og ekki síður fyrir að fá að nota söguna þína í því skyni að reyna að forða sem flestum öðrum ungmennum frá því að brenna sig á sama báli. Um leið viljum við hjónin nota tækifærið og votta yndislega eigin- manninum þínum, honum Sigurjóni, og börnum, tengdabörnum og barna- börnum, okkar dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur og hughreysta og styrkja á þessum erfiðu vegamót- um. Jón Óttar Ragnarsson og Margrét Hrafnsdóttir, Los Angeles. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hún Ragnhildur kom inn í líf okk- ar Seljanna vorið 1984 þegar hópur kvenna á Suðurlandi hittist og stofn- aði fyrstu deild Málfreyja (nú ITC) á svæðinu. Deildin hlaut nafnið Seljur og starfið byggðist á því að þjálfa konur í ræðumennsku og fé- lagsfærni. Það myndaðist fljótlega góður kjarni sem var með í starfi deildar- innar allan tímann sem hún var starfandi eða til ársins 1992. Þetta var yndislegur tími og við lögðum okkur allar fram í starfinu og var hlutverk Ragnhildar stórt í þessu starfi. Við kepptum m.a. í ræðu- mennsku og ferðuðumst vítt og breitt um Suður- og Vesturland í ógleymanlegum ferðum. Þessi tími var mikill lærdómstími fyrir okkur sem gaf mörgum konum byr undir vængi sem varð til þess að þær öðl- uðust kjark til þess að takast á við mikilvægari og stærri verkefni í líf- inu. Ragnhildur var geislandi persónu- leiki, bæði falleg og góð og gaf frá sér mikla hlýju og það var svo gott að fá að vera með henni. Hún setti sitt mark á starfið og hópinn og við eig- um hver og ein okkar persónulegu minningar um Ragnhildi sem gaf hverri og einni hlutdeild í sjálfri sér. Ragnhildur gegndi ýmsum embætt- um í starfi deildarinnar og var m.a. forseti hennar. Eftir að formlegt deildarstarf lagðist niður héldum við áfram að hittast, í gönguferðum uppi í Selju- lundi í Hellisskógi, en þar gróður- settum við tré (seljur) í upphafi starfsins, og svo höfum við hist ár- lega í marsmánuði og borðað saman. Ragnhildur lét sig ekki vanta á þess- ar samkomur þó svo hún væri flutt af svæðinu. Í síðasta skiptið sem við hittumst allar í mars sl. bauð Ragn- hildur okkur heim til sín og þar átt- um við saman ógleymanlegt kvöld. Síðan höfum við fylgst með hetju- legri baráttu hennar og fundist við lítils megnugar. Okkur finnst ljóðið hér að ofan lýsa vel tilfinningum okkar nú þegar við kveðjum Ragnhildi. Við munum vonandi halda áfram að hittast, Selj- urnar. Hópurinn verður þó aldrei samur aftur, en minningin um Ragn- hildi mun lifa og tengja okkur. Við sendum fjölskyldu Ragnhildar okkar innilegustu samúðarkveðjur. F.h. Seljanna, Selfossi, Guðfinna Ólafsdóttir, Sigrún Ásgeirsdóttir Ég vil með örfáum orðum kveðja vinkonu mína, Ragnhildi, sem í dag er borin til hinstu hvílu. Blíða brosið þitt og hlýja viðmótið, gerði það að verkum að ég kallaði þig oftast engil þegar við töluðumst við. Þá varst þú vön að segja: „Ert þetta þú, litla mín?“ Ekki óraði mig fyrir því að þú yrðir raunverulega að engli svona fljótt. Ég veit hins vegar að þú ert fallegur engill og þér líður vel núna. Með söknuði bið ég góðan Guð að varðveita þig, kæra vinkona. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæru Sigurjón, Karen, John, Kristín og aðrir aðstandendur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Lovísa Jónsdóttir. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað, en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit, að við erum ei ein, að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl, sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stef. frá Gilhaga.) Blessuð sé minning Ragnhildar. Sendum hlýjar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Ykkar vinir Alma Birna og Guðmundur, Bryndís og Baldur, Jóhanna og Erlingur. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is – svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Birting afmælis- og minningargreina ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Múrarar óskast í mælingavinnu. Upplýsingar í síma 892 4560. Ræstingar — barngóð 40—50% starf eftir hádegi. Þrif, aðstoð og afgreiðsla á augnlæknastofu og í sérhæfðri barnagleraugnaverslun. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „RB — 13354.“ R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Hverfafélag sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi Almennur félagsfundur Hverfafélag sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi boðar til almenns félagsfundar föstudaginn 28. febrúar kl. 20.00 í Valhöll, þar sem kosnir verða landsfundarfulltrúar hverfafélagsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Stjórnin. TILKYNNINGAR Kárahnjúkalýðræði! Í Söngvakeppni RUV tóku 70 þús. Íslendingar þátt. Stærstu þjóðmál, aðild að EES og kvóta- mál hafa verið bitbein stjórnmálamanna, og almenningi er haldið frá ákvörðunum um Kárahnjúkavirkjun með meintum grófum lög- brotum, sbr. Lögbirtingablaðið 10.01.03., leynd og blekkingum. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 19  1832248  FASTEIGNIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.