Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í TÍMARITINU ,,electric & hybrid vehicle technology international, 2002“, er grein um rafgeymaknúna strætisvagna, eftir Mattias Wechlin, sem fer hér á eftir í lauslegri og styttri þýðingu. Flutningar eru nú í dag eitt af nauðsynlegustu atriðum í nútíma samfélagi. Fyrirtækinu Wampfler AG hefur tekist það að gera rafgeymaknúna vagna vel samkeppnishæfa við dísil- knúna. Með því að nota hleðslustöðv- ar á ákveðnum stöðum geta vagn- arnir gengið allan daginn án tafa. Ítalía hefur tekið forustu í því að koma fjöldaflutningum á vegum Evrópu í umhverfisvænt form, með því að setja lög og hjálpa flutninga- fyrirtækjum að taka í rekstur nýja umhverfisvæna rafknúna vagna og tækni. Tvö flutningafyrirtæki hafa tekið frumkvæði í þessu ferli, með því að reka nýja rafvagna sína ein- göngu með dreifðum hleðslustöðum og að nota span-hleðslukerfi Wampflers, sem ekki þarf að stinga í samband. Spanhleðslustöðvarnar eru algjörlega veðurþolnar og þurfa mjög lítið viðhald og innfelldar í göt- una. Vagnarnir aka yfir slaufuna og um leið hefst hleðslan. Þetta virkar eins og rafspennir með mjög litlum töpum, og engin eyðsla nema við hleðslu. Það ertu mörg þægindi, sem fylgja þessari hleðslutilhögun, svo sem færri rafgeymar og ódýrari með minni þunga. Vagnstjórinn þarf ekki að handleika tengibúnað, en ekur vagninum á sinn stað. Allt er sjálf- virkt. Genúa er fyrsta borgin, þar sem spanhleðslubúnaður Wampflers (Wampfler’s Inductive Power Trans- fer, IPT) var pantaður til þess að hlaða 3 rafvagna, sem eru í reglu- legri notkun. Fyrirtækið Azienda Mobilità e Transporti í Genúa rekur 3 vagna á 2,8 km langri leið með 14 biðstöðum, en spanhleðslan fer fram á aðalstöðinni, án tafa á rekstrinum, sem er 10 tímar. Flutningafyrirtæk- ið Azienda Torinese Mobilità í Tor- ino rekur 20 rafvagna á 2 aðalleiðum, sem tengja úthverfin við borgina og aðaljárnbrautarstöðina. Hleðslu- stöðvarnar eru á 2 stöðum og hvor með 2 hleðsluaðstæðum, þar sem hvor leið notar venjulega 7 vagna og 3 í viðbót á álagstímum. Aðrir staðir hafa tekið Wampfler spanhleðslu- stöðvar í notkun, svo sem HTA í Luzern í Sviss, Rotorua í Nýja-Sjá- landi og Farmer’s Market í Los Ang- eles. Mattias Wechlin er framleiðslu- stjóri hjá Wampfler AG í Þýskalandi. Ég vildi koma þessu á framfæri í framhaldi af grein minni í Velvak- anda sunnudaginn 16. febrúar síð- astliðinn. GÍSLI JÚLÍUSSON, rafmagnsverkfræðingur. Strætisvagnar og önnur farartæki sem ganga fyrir rafgeymum Frá Gísla Júlíussyni ATLI Már Sigurðsson stjórnmála- fræðinemi svarar mér í Mbl. 21. þ.m. vegna skrifa minna um Íraksmálið. Atla Má er jafn frjálst og mér að hafa á þessu skoðun. Mér þykir mið- ur hvað það finnast margir sem horfa fram hjá því að Saddam hefur drepið fólk af eigin þjóðerni í tugum, – ef ekki hundruðum þúsunda – látið m.a. skjóta tengdasyni sína og barnabörn og farið með hernaði á nágranna sína, Írani, árum saman. Þá voru ungling- ar látnir ganga á undan skriðdrek- unum því „við eigum lítið af skrið- drekum en nóg af fólki“ skv. fréttaskýringu í Mbl. á þessum tíma þar sem erl. fréttamaður horfði á við- bjóðinn í kíki. Ábyrgðina á morðum þessara ungmenna ber Saddam. Saddam réðist svo inn í Kúveit og Bandaríkjamenn björguðu svo Kúv- eit undan Saddam. Þeir björguðu líka Evrópu (Frökkum líka) í seinni heimsstyrjöldinni og nú síðast Júgó- slavíu. Ég skammast mín ekkert fyrir að treysta Bandaríkjamönnum best og Frökkum og Þjóðverjum verst til að þvinga Saddam til að hætta til- raunum til framleiðslu gereyðingar- vopna. Hvað hefur Saddam að fela? Ég tel það flokkast undir ábyrgðar- leysi að láta morðóða þjóðarleiðtoga eins og Saddam afskiptalausa við til- raunir til að koma sér upp gereyðing- arvopnum. Er það ekki einum of barnalegt að halda að hægt sé að „semja“ við mann sem lætur myrða barnabörnin?! Of fáir þora að fjalla um þetta af ábyrgð. Það vill enginn stríð. Við er- um sammála um það sem er ágætt. Þetta er bara „mismunandi skilning- ur“ á þessu málefni og allt í lagi með það. Aðalatriði sem ég vil koma á framfæri aftur, er að ég vil sýna ís- lenskum stjórnvöldum þá hollustu að standa með þeim opinberlega og tel að utanríkisráðherra hafi sýnt ábyrga stefnu. Mér finnst það borg- araleg skylda mín að standa með okk- ar ráðherrum þegar mikið reynir á – líka í viðkvæmum og erfiðum málum. KRISTINN PÉTURSSON, Bakkafirði. Er hægt að semja við Saddam? Frá Kristni Péturssyni á Bakka- firði:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.