Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10.40. Sýnd kl. 10. Enskur texti Stranglega b.i. 16 ára. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Áður en þú deyrð, færðu að sjá Hann hafði drauma- stúlkuna við hlið sér... ...en áttaði sig á því þegar hún var farin Frumsýnd 28. febrúar Sýnd kl. 6. ísl tal. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Radíó X HK DV ÓHT Rás 2 í mynd eftir Steven Spielberg. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. / Sýnd kl. 8 og 10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8, OG 10.20. B. I. 16. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Áður en þú deyrð, færðu að sjá ÁLFABAKKI AKUREYRI ÞEIR félagar, Halldór Eiríksson, Helgi Snær Sigurðsson og Hrappur Steinn Magnússon opnuðu á laugardag sýningu sýna „Það sem þú vilt sjá“ í Gallerí Skugga við Hverfisgötu 39. „Þemað er að athuga þá hugmynd hvað það sé sem fólk vilji sjá, – hvað höfði til fólks,“ sagði Helgi Snær aðspurður um tilgang sýningarinar. „Hún fjallar að miklu leyti um ábyrgð áhorfandans, og veltir upp þeirri spurningu hvort við sem áhorfendur erum ekki í raun að búa til það menn- ingarumhverfi sem við lifum í, með sínum kostum og göll- um.“ Af myndum sem ljósmyndari blaðsins náði á opnuninni er ekki annað að sjá en sýningin hafi vakið almenna ánægju og þótt forvitnileg. Listamennirnir þrír spinna saman ólíka myndmiðla, svo sem sjónvarpstækni, myndefni ýmiss konar og skúlptúra. Í tilkynningu segir að sýningin skoði meðal annars sið- ferðislegt gildismat okkar, en að sögn Helga var sýningin að hluta innblásin af heimsókn stórrar stjörnu úr vissum um- deildum undirflokki kvikmyndaiðnaðarins, en heimsókn hans olli töluverðu fjaðrafoki í íslensku samfélagi á sínum tíma. Að sögn Helga ku enginn þó hafa orðið svo hneyksl- aður af sýningunni á frumsýningardaginn að viðkomandi hafi strunsað út. Sýningin stendur til 9. mars og eru húsakynnin opin frá 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Listamennirnir þrír fylgjast með viðbrögðum gesta: Helgi Snær Sigurðsson, Halldór Eiríksson og Hrappur Steinn Magnússon. Gestir sýningarinnar gaumgæfa kvenmannsbúk á bláum hnetti. Er þetta það sem þau vilja sjá? Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þau virðast hafa gaman af vangaveltum listamannanna um siðferðislegt gildismat: Ari Freysson og Eva Ómarsdóttir. Ábyrgð áhorfandans ÞRJÚ ný dansverk voru sett á svið af Íslenska dansflokknum í Borg- arleikhúsinu á föstudag. Sýningin ber heitið „Lát hjartað ráða för“, en er samansett af verk- inu Stingray eftir Katrínu Hall, Black Wrap eftir Ed Wubbe og Symbiosis eftir Itzik Galili. „Við fengum ofboðslega fallegar og hlýjar móttökur,“ sagði Katrín Hall, höfundur Stingray og list- dansstjóri flokksins, aðspurð um móttökur áhorfenda á frumsýning- unni. „Erlendu þáttakendurnir höfðu jafnvel á orði hvað áhorfend- urnir væru frábærir.“ „Þetta er mjög fjölbreytt sýning, með þremur ólíkum verkum sem öll eru frumsamin. Í verkinu Stingray er tónlistin einnig frum- samin. Það er mikið lagt í búninga og leikmynd, umgjörðin er falleg og sýningin sjónræn í alla staði.“ Verk Katrínar, Stingray, fjallar að því er segir í tilkynningu, á óræðan hátt um stefnumót ein- staklingsins við sjálfan sig og þrána eftir frelsi. Verk Wubbe, Black Wrap, sækir sér hins vegar innblástur í óuppgerð atvik í lífi fólks. Loks er dúett hins ísraelska Galili, Symbiosis, um fáránleika hins hversdagslega ástarsambands. Dansflokkurinn mun halda sex sýningar til viðbótar, en sú síðasta verður 4. apríl. Að lokinni sýningu: Herdís, Peter Anderson, Nadia Banine og Elín Norðdal stinga saman nefjum. Morgunblaðið/Jim SmartDansarar Íslenska dansflokksins flytja Symbiosis eftir Itzik Galili. Bros á vörum áhorfenda og dynjandi lófatak vitnaði um gæði nýjustu sýn- ingar Íslenska dansflokksins. Dansað eftir hjartanu Íslenski dansflokkurinn frumsýnir þrjú ný dansverk í Borgarleikhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.