Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 33 KRINGLUNNI Lokabaráttan er hafin! ÁLFABAKKIKVIKMYNDIR.IS / ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI / AKUREYRI ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 10.15. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 4.45, 6.50, 8, 9 og 10.15. / Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 6. HJ MBL Sýnd kl. 4, 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5. Ensk tal. KRINGLUNNI KRINGLUNNI Sýnd kl. 6, 8 og 10.20. B. i. 14. KEFLAVÍK á ÁLFABAKKI / KRINGLUNNI / AKUREYRI Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 6 Ísl. tal. Sýnd kl. 8 . B. i. 14. Hann hafði drauma- stúlkuna við hlið sér... ...en áttaði sig á því þegar hún var farin                                                           !!"#$! %" & ""' $"()!$  %* *+, -.  $ ",/$ " %" "0""! 12 #" +3  $  0$ $"(,  45" 4 0$ $"(,  6%/'! "$ %+$!!#  " 4$7 38$! ++9 :   (" 0 ;//! 3<(%$ ,+ "(%+ %/    &!  9$"2$ 2' "$"(#" < !$ 2 )$+/  2!' :7 $7 %+ 9= % . % . % . % . % . % .  $ + %+ 9=  $ + %+ 9=  $ + % . %+ 9= % .  $ + %+ 9= %+ 9= %+ 9=  $ +      %=!! "+     #$ '(. + " > !  2<6 !  % .  $ !  : /   - ) "       Það kemur í hlut Bens Afflecks að bjarga heiminum í Ógnarástandi sem kemur ný inn á mynddiska- listann. ÞÆR eru fáar myndirnar sem beðið er með eins mikilli eftirvæntingu að komi út á mynddiskum og Indiana Jones-myndirnar þrjár. Hafa menn velt vöngum yfir því hvers vegna í ósköpunum ekki er búið að gefa þær út og hefur málið allt þótt hið dul- arfyllsta. En nú eru teikn á lofti um að Indy kunni að vera á leiðinni og verði jafnvel mættur á svæðið áður en ár- ið er úti. „Við stefnum á næsta haust,“ hafði Wall Street Journal eftir leikstjóra myndanna Steven Spielberg í desember síðastliðnum og staðfestir það fullyrðingar frönsku vefsíðunnar DVDRAMA- .com í september 2002, um að tals- menn Paramount hefðu lýst yfir á Deauville kvikmyndahátíðinni frönsku að myndirnar kæmu út í október 2003. Eina sem sett getur strik í reikn- inginn er meint deila Spielberg og framleiðandans George Lucas við Paramount um hvort eigi að gefa myndirnar út í einum pakka eða eina í einu, en skeggjuðu félagarnir vilja hallast að síðari kostinum. „Svo má vel íhuga seinna að gefa þær út saman í pakka, jafnvel með þeirri fjórðu,“ segir Spielberg. Talsmenn Paramount segjast þó ekki kannast við þennan ágreining og segja viðræður í gangi. En það er ljóst að ef menn greinir á um hvern- ig útgáfan skuli verða þá gæti það leitt til þess að hún frestaðist enn frekar. Þá gæti líka komið til þess að af henni yrði ekki fyrr en seint á næsta ári og þá myndu markaðs- sérfræðingar nota hana sem upp- hitun fyrir fjórðu myndina sem stefnt er á að frumsýna árið 2005. Mynddiskaáhugamenn fylgjast grannt með þessum þreifingum og jafnvel þótt þeir geti vart beðið eftir að myndirnar komi út þá virðast þeir veikari fyrir hugmyndum Spiel- berg og Lucas, af þeirri einföldu ástæðu að það hafi sýnt sig að útgef- endur reyni að komast upp með minna aukaefni með pökkum en ein- staka myndum. Burtséð frá því hvort þessar get- gátur eiga við rök að styðjast þá er víst að það er nóg til af aukaefni. Geisladiskapakkinn (laserdisc) inni- hélt klukkutímalanga vandaða heimildarmynd um gerð Ránsins á týndu örkinni og sölumyndböndin innihalda viðtöl við Lucas, Spielberg og Harrison Ford. Til eru myndir um gerð allra myndanna og Ford stýrði eitt sinn þætti sem helgaður var áhættuatriðunum í fyrstu mynd- inni. Þar að auki er til heillingur af atriðum sem klippt voru burt og glappaskotin eru ófá. Það sem unn- endur myndanna bíða þó hvaða spenntastir eftir eru athugasemdir þremenningana um gerð myndanna en óvíst er hvort þeir muni allir fást til að taka þátt í þessari nýtilkomnu og ómissandi mynddiskahefð. Lucas verður trúlega til í tuskið en þeir Spielberg og Ford hafa enn ekki fengist til þess enn. Spielberg hefur lýst yfir að hann sé almennt mótfall- inn þessum athugasemdum því hon- um finnst það trufla áhorfendur og flæði sögunnar á meðan Ford er frægur fyrir að vera meinilla við að tala um eldri myndir sínar. Hvenær kemur Indy? Margir bíða spenntir eftir að fá loksins að sjá glappaskot Indys. STUTTMYNDIR hafa átt erfitt uppdrátt- ar á myndböndum og ekki hafa kvik- myndahúsin sýnt mikinn áhuga á að sýna þær reglubundið. En það breytir því ekki að stuttmyndir eru nauðsynlegur hlekkur í kvikmyndalistarkeðjunni og flestir af merkustu kvikmyndagerðarmönnum sög- unnar hafa stigið sín fyrstu spor með gerð stuttmynda. Nú er útlit fyrir að mynddiskarnir kunni að verða bjargvættir stuttmyndanna, að þar sé loksins tilkominn vettvangurinn sem færir stuttmyndirnar til fólksins. Ekki ein- asta er það farið að tíðkast að stuttmyndir séu meðal aukaefnis með myndum í fullri lengd heldur stendur einnig fyrir dyrum að gefa út safn stuttmynda á mynddiskum. Ein slík útgáfa mun líta dagsins ljós í vor en verkefni það mun heita Cinema 16 og verður safn stuttmynda eftir nokkra breska lykilleikstjóra. Þar getur að sjá fyrstu verk frægra listamanna á borð við Drengur og reiðhjól (Boy and Bicycle) sem ungur Ridley Scott gerði árið 1956 og Átta (Eight), stuttmynd sem Stephen Daldry lítur á sem nokkurskonar æfingu fyrir Billy Elliot og einhverja rómuðustu stutt- mynd síðari ára, Gasmaðurinn (Gasman) eftir Lynne Ramsay (Ratcatcher, Morvern Callar), mynd sem fékk dómnefndar- verðlaun á Cannes 1998. Aðrir sem eiga munu stuttmynd á mynddisknum Cinema 16 eru Mike Leigh, Peter Greenaway og Christopher Nolan. Hvernig væri að einhver framtakssamur velunnari íslenskrar kvikmyndagerðar tæki sig nú til og safnaði saman íslenskum stuttmyndum fyrir samskonar mynddiska- útgáfu? Mynddiskar bjargvættur stuttmynda? Líkt og aðrir stórfiskar gerði Ridley Scott stuttmyndir áður en hann gerði lengri myndir. SVO fór eins og sterklega hafði benti til fyrir viku. Villti folinn skeiðaði með léttum leik á topp mynddiskalistans í fyrsta sinn. Þessi vandaða og hjarthlýja teiknimynd kom í verslanir í síð- ustu viku og hefur slegið í gegn. Nokkuð sem þarf svo sem ekkert að koma á óvart því myndin er eiguleg og höfðar sterkt til þakk- látustu mynddiskaneytendanna, hinna yngstu. Barnamyndir eru og munu vafalaust alltaf vera einhver traustasta söluvara, nokkuð sem varpar skýru ljósi á breytt sam- félagsmynstur og þá staðreynd að sjónvarpið er áhrifríkasta, sveigjanlegasta og ódýrasta barnapían sem völ er á. Svo spill- ir ekki fyrir þegar börnin fá að horfa á eins uppbyggilegt efni og ævintýrið um folann villta og frelsisþrá hans. Aðrar þreifingar á mynddiska- listanum eru þær að Klónin hafa ráðist til atlögu og gera sig líkleg til að ógna veldi Folans. Eftir að hafa verið ófáanleg um vikuskeið eða svo kemur Sódóma Reykja- vík, mynd Óskars Jónassonar, enn og einu sinni sterk inn og er komin í hóp lífseigustu diska á lista – sem er gleðiefni. Önnur sem tórað hefur vel inni fær þann heiður að vera hástökkvari vik- unnar en það er Misfærslu- skýrslur með Tom Cruise í leik- stjórn Stevens Spielberg, en þess má geta að aukaefnið er vænt á þeim diski, sem og reyndar hjá þeim flestum sem að jafnaði selj- ast best. Þrír diskar koma spánýir inn. Ógnarástand (Sum of All Fears) kemur ný inn í 11. sæti, Bítla- myndin A Hard Days Night og tónlistarmyndin The Song Re- mains the Same sem inniheldur tónlist af samnefndri plötu Led Zeppelin. Aðrar sem hækkað verulega flugið eru svo Stúart litli 2, Pétur Pan, Saga um dreng, Aftur til framtíðar þríleikurinn og Slæmur félagsskapur. Að lokum ber að geta þess að síðustu daga hafa gengið í gildi hin girnilegustu tilboð á vel völd- um mynddiskum. Fagnaðarefni að mynddiskaverð fari þannig lækkandi og engin spurning að það sé þessum nýfædda markaði hollt veganesti og stuðli að aukn- um áhuga og sölu. Foli, foli, fótalipri skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.