Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáralind - Glæsibæ ÍSLENSKA óperan tapar rúmlega einni millj- ón króna á hverri sýningu á óperunni Macbeth sem nú er sýnd í Gamla bíói. Átta sýningar verða á óperunni en ekki kemur til greina að fjölga þeim, þrátt fyrir að upp- selt sé á allar sýningarnar og margir hafa því þurft frá að hverfa. „Við höfum ekki efni á að hafa fleiri sýningar,“ segir Bjarni Daníelsson óperustjóri. „Ástæðan er sú að við erum ekki með nema tæplega fimm hundruð sæti. Ef við vær- um með 750 sæti væri þetta ekki vandamál og við gætum haldið áfram að sýna eins lengi og áhugi væri á sýningunni.“ Rök sem standast ekki Bjarni segir að yfir 150 manns komi að hverri sýningu, um 50 hljóðfæraleikarar og yfir 50 söngvarar auk tækni- og aðstoðarfólks. „Íslenska óperan hefur óskað eftir því að fá aðild að byggingu tónlistarhúss í miðborg Reykjavíkur. Það teljum við mjög ákjósan- legt ekki síst vegna þess að við notum hljóð- færaleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands og ég held að sambýli þessara stofnana væri mjög æskilegt. En þetta hefur ekki fengið hljómgrunn meðal ráðamanna. Það er hins vegar verið að gera könnun á því hvort Íslenska óperan geti verið í Borg- arleikhúsinu en það er gert að Íslensku óp- erunni forspurðri. Það þykja mér einkennileg vinnubrögð. Við teljum góð rök fyrir því að við eigum að vera í tónlistarhúsinu og höfum ekki áhuga á að ræða aðra möguleika.“ Mótrökin segir Bjarni vera þau að ekki sé hægt að breyta hönnun hússins og það væri of fjárfrekt að koma óperunni fyrir í tónlistar- húsinu. „Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar hafa verið gerðar ýmsar breytingar á áætlunum um þetta hús og það hefur enginn reiknað út hvað þetta muni kosta eða hvort það kosti meira að breyta óbyggðu húsi en að breyta byggðum eldri húsum. Það er augljóst að Ís- lenska óperan þarf á betri aðstöðu að halda mjög fljótlega ef hún á að geta verið sú menn- ingarstofnun sem efni standa til.“ Aðeins átta sýn- ingar á Macbeth Óperan tap- ar yfir millj- ón á hverri sýningu Frá uppfærslu Ís- lensku óperunnar á Macbeth. SJÖ af hverjum tíu þátttakendum í úr- taki könnunar um viðhorf til sjón- varpsauglýsinga kváðust skipta um rás stundum, oft eða mjög oft, til að forðast auglýsingar. Um það bil 45% sögðust skipta um rás oft eða mjög oft. Þetta kemur fram í rannsókn nem- enda á námskeiði í fjölmiðlafræðum sem haldið var fyrir ári og Guðbjörg Hildur Kolbeins, lektor við Háskóla Íslands, fjallaði um í erindi á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindadeild. Erindi Guðbjargar Hildar Kolbeins nefndist Rásaflakk og viðhorf til sjón- varpsauglýsinga. Segir hún að rása- flakk, þ.e. sú hegðun sjóvarpsáhorf- enda að skipta um sjónvarpsrás til að forðast auglýsingar eða kanna hvað sé sýnt á öðrum stöðvum, sé martröð auglýsenda því af augljósum ástæð- um nái auglýsingar ekki til þeirra áhorfenda sem kjósi að skipta um rás um leið og auglýsingatíminn hefjist. Hún segir að það sem ráði rásaflakki sé m.a. fjöldi stöðva sem áhorfandi geti valið um og hvort unnt sé að fjar- stýra sjónvarpstækinu. Einnig að því fleiri sem séu á heimili því meira sé skipt um rásir. Guðbjörg Hildur nefndi að ein erlend rannsókn hafi sýnt að betra væri fyrir auglýsendur að áhorfendur sæju brot af auglýs- ingu þegar þeir flökkuðu á milli rása en að þeir horfðu á auglýsingu í heild sinni. Skýringin væri sú að við flakkið beindu áhorfendur allri athygli sinni að sjónvarpinu og tækju því betur eft- ir auglýsingu þó ekki væri nema brot en ef þeir væru ekki að flakka. Í rannsókn nemenda í fjölmiðla- fræði voru spurningalistar lagðir fyr- ir 452 einstaklinga á aldrinum 10 til 78 ára. Tæp 70% úrtaksins voru á aldr- inum 18–48 ára, en það er sagður vera markhópur auglýsenda. Spurt var hvort fólk skipti um rás af því þáttur væri orðinn leiðinlegur; til að kanna hvað væri í boði á öðrum rásum; til að fylgjast með þáttum á öðrum rásum; vegna þess hversu gaman væri að stunda rásaflakk; þegar aðrir á heim- ilinu bæðu um það eða til að forðast auglýsingar. Um helmingur karlanna kvaðst oft eða mjög oft skipta um rás þegar þáttur væri orðinn leiðinlegur. Fjórar af hverjum tíu konum kváðust gerta það. Helmingur kvenna kvaðst skipta um til að kanna hvað væri á öðrum rásum og 65% karla kváðust gera það. Sjö af hverjum tíu áhorf- endum flakka milli rása FRAM kom í rannsókn fjölmiðla- fræðinema að rúmlega fimmtung- ur þátttakenda sagðist sjaldan eða aldrei skipta um rás þegar aðrir í fjölskyldunni bæðu um það til að hægt væri að horfa á eitthvað ann- að. „Hlýtur maður að velta fyrir sér hvort slíkur ósveigjanleiki valdi ekki illindum á heimilum landsmanna,“ segir í erindinu. Illindi vegna ósveigjanleika? SLÆMT veður á loðnumiðum hefur sett strik í reikninginn undanfarnar þrjár vikur eða svo, að sögn Arngríms Brynj- ólfssonar, skipstjóra á Vilhelm Þorsteinssyni EA II. Skipið landaði á Norðfirði í gær um 90 tonnum af frystri loðnu og um 1.300 tonnum af loðnu til Arngrímur í gær er verið var að landa á Norðfirði, eftir veiðar á miðunum austur und- an Stokksnesi og á Lónsbugt. Byrjað var að frysta loðnu fyrir Japansmarkað úr Súl- unni EA á laugardag hjá Síld- arvinnslunni hf. Þá hófst fryst- ing í Vestmannaeyjum í gær. bræðslu á Seyðisfirði. Stefnt var aftur á miðin í dag. „Það var ágætis veiði í gær- dag [laugardag] og nótt. Loðnan er á hraðri leið vestur með ströndinni. Aflinn er svipaður og við var að búast, þetta hefur kannski farið eitthvað seinna af stað núna en oft áður,“ sagði Ljósmynd/Stefán P. Hauksson Stutt var á milli veiðiskipa á miðunum í gær eins og sjá má á myndinni sem tekin var frá Vilhelm Þorsteinssyni EA II. Í baksýn sér í Vestrahorn. Loðnufrysting fyrir Japansmarkað hafin BAUGUR hefur eignast 2% hlut í bresku verslunarkeðjunni Mothercare og hefur á undan- förnum þremur vikum keypt 1,5 milljónir bréfa í keðjunni fyrir um 1,3 milljónir punda, jafnvirði nær 162 milljóna íslenskra króna, að því er greint er frá á fréttavef breska blaðsins The Sunday Telegraph. „Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, telur að smá- sölugeirinn á Bretlandseyjum sé stórlega undirverðlagður og hefur fjárfest fyrir um 50 millj- ónir punda í nokkrum skráðum verslunarfyrirtækjum, þ.m.t. í House of Fraser, Big Food Group og Somerfield,“ segir í greininni. 250 verslanir í Bretlandi Í Telegraph er fullyrt að áhugi Baugs á Mothercare sé vegna þess að fljótlega muni ný- ráðinn forstjóri Mothercare greina frá viðamikilli endur- skipulagningu á rekstri verslun- arkeðjunnar sem hefur verið rekin með tapi um skeið. Mothercare selur fatnað fyrir börn og verðandi mæður, og leikföng, skiptiborð, barnastóla o.þ.h. Félagið rekur hátt í 250 verslanir á Bretlandseyjum auk 166 sérleyfisverslana utan Bret- lands. Velta keðjunnar nam rúmum 53 milljörðum króna í fyrra og hjá félaginu starfa lið- lega þrjú þúsund manns. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Jóni Ásgeiri í gær. Baugur kaupir í Mothercare

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.