Morgunblaðið - 25.02.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 25.02.2003, Síða 1
FULLTRÚAR Breta og Spán- verja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna lögðu í gærkvöld fram með stuðningi Bandaríkjamanna drög að nýrri ályktun um ger- eyðingarvopn Íraka og var hún rædd á lokuðum fundi ráðsins í gær. Tekið er fram í drögunum að Írakar hafi ekki nýtt sér loka- tækifærið til að afvopnast með friðsamlegum hætti og þeir hafi gerst sekir um „skýlaus brot“ á fyrri ályktunum öryggisráðsins. Bent er á að Írakar hafi ekki gert grein fyrir kjarnorku-, sýkla- og efnavopnum sem þeir hafi framleitt eða búnaði til slíkr- ar framleiðslu. Einnig er rifjað upp að ráðið hafi oft áður varað Íraka við því að þeir myndu „verða að horfast í augu við al- varlegar afleiðingar“ ef þeir héldu áfram að brjóta gegn sam- þykktum SÞ. Ekki er tekið nákvæmlega fram hvenær afgreiða verði til- löguna. „Við munum gefa þessu góðan tíma, tvær vikur eða jafn- vel aðeins meira áður en við för- um fram á að ákvörðun verði tek- in. Við viljum alþjóðlega sam- stöðu,“ sagði Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bretlands. Öryggisráðið saki Sadd- am um „skýlaus brot“ Ný ályktun lögð fram en Frakk- ar vilja gefa vopnaeftirliti meiri tíma SÞ, Washington, Berlín. AP, AFP. Reuters Tveir breskir hermenn við æfingar í herbúðum í norðanverðu Kúveit í gær. Frakkar, Þjóðverjar og Rúss- ar lögðu þegar í gær fram hug- mynd að óformlegri yfirlýsingu þar sem lagt er til að starf vopnaeftirlitsmanna SÞ verði eflt og áhersla lögð á friðsamlega lausn. Er tekið fram að stríð hljóti að vera „síðasta úrræðið“. Franskur stjórnarerindreki sagði að yfirlýsingin yrði ekki borin undir atkvæði heldur ætti að nota hana í umræðum um nýju ályktunina. Dan Rather, fréttamaður bandarísku CBS-sjónvarpsstöðv- arinnar, átti í gær samtal við Saddam Hussein Íraksforseta. Rather sagði í útvarpsviðtali í gær að þar kæmi fram að Írakar myndu ekki samþykkja að eyða Samoud 2-eldflaugum sínum eins og Hans Blix, yfirmaður vopna- eftirlitsins, hefur krafist að gert verði ekki síðar en á laugardag. Flaugarnar eru langdrægari en kveðið er á um í ályktunum SÞ um leyfilegan vopnabúnað Íraka.  Írak/15 Spánn heillar Handknattleiksmenn hafa sett stefnuna á Spán Íþróttir 44 STOFNAÐ 1913 54. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 mbl.is Í frjálsum dansi Um 300 unglingar kepptu í frjálsum dansi Fólk 50 Flaututónar í Salnum Flautusónötur Bachs fluttar í heild í Salnum Listir 23 STJÓRN Abdullah Gul í Tyrklandi samþykkti í gær tillögu um að Bandaríkjamenn fengju að senda herlið til suðausturhluta landsins en þaðan mun það ráðast inn í norðanvert Írak ef látið verður til skarar skríða gegn Saddam Hussein Íraksforseta. Tillagan verður sennilega lögð fyrir þingið í dag. Talið er víst að hún verði sam- þykkt, enda þótt mikil andstaða sé meðal almennings við árás. Bandaríkjamenn hyggjast veita Tyrkjum öflugan fjár- stuðning fyrir afnot af bæki- stöðvum í landinu. Eftir er að ganga frá nokkrum lausum endum í samningum um bækistöðvarnar. Í tillögunni er einnig farið fram á heimild til að senda tyrkneska hermenn inn í norðurhéruð Íraks og er markmiðið sagt vera að koma í veg fyrir mik- inn flóttamannastraum frá Írak ef til stríðs kemur. Kúrdar í Norður-Írak eru hins vegar mjög and- vígir því að tyrkneskur her fari inn í Írak, þeir ótt- ast m.a. að Tyrkir ætli að leggja undir sig olíulindir við borgirnar Mósul og Kirkuk. Ósk um bæki- stöðvar var samþykkt Ankara, Washington. AP, AFP. Abdullah Gul STEINAR Höskuldsson, eða S. Husky Hoskulds, fékk í gær tvenn Grammy-verð- laun fyrir vinnu sína við plötu söngkonunnar Noruh Jones, Come Away With Me, þ.e. fyrir bestu hljóðupptöku og sem að- standandi plötunnar í heild. Steinar er fyrsti Íslend- ingurinn sem fær Grammy-verðlaunin, en þau eru helstu verðlaun bandarísks tónlistariðnað- ar og sem slík ein þau mik- ilvægustu sem veitt eru í tónlistarheiminum. Steinar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri afar ánægður með verð- launin. Viðurkenningin eigi eflaust eftir að opna honum einhverjar dyr í framtíðinni. Á eftir að opna dyr Íslendingur fær Grammy-verðlaun  Erum í sjöunda himni/4  Fer enn út með ruslið/52 Husky Hoskulds SAMÞYKKI Íslendingar sams konar samning og Norðmenn hafa boðið Færeyingum og ESB um veiðar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum myndi hlutur Íslendinga minnka sem næmi um 35.000 tonnum á ári. Þetta segir Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra út- vegsmanna. Gróflega áætlað myndi út- flutningsverðmæti 35.000 tonna af síld úr stofninum nema 500– 630 milljónum króna, en þá er miðað við að tonnið seljist á 15–18 þúsund krónur. Aflaverð- mæti 35.000 tonna upp úr sjó væri um 350 milljónir króna, eða um 10.000 kr. tonnið. Friðrik segir að ekki komi til álita að semja við Norðmenn á sömu nótum og Færeyingar og ESB. Slíkt myndi hafa í för með sér afsal á mun meiri afla- heimildum fyrir Íslendinga en til dæmis Færeyinga. Verði Ís- lendingum boðinn sams konar samningur myndi hlutur Ís- lands skerðast um allt að 5 pró- sentustig, eða úr 15,54% í 10,5%, eða um ríflega 35 þús- und tonn. Samningurinn um skiptingu afla úr norsk-íslenska síldar- stofninum er frá árinu 1996, en í honum er kveðið á um að 57% heildarkvótans komi í hlut Nor- egs, 15,54% í hlut Íslands, 13,62% í hlut Rússlands, 8,34% í hlut Evrópusambandsins og 5,46 í hlut Færeyinga. Norð- menn settu í haust fram kröfur um breytta skiptingu aflaheim- ilda. Vildu Norðmenn að þeirra hlutur yrði 70%, en hlutur Ís- lendinga færi í 8,66%. Íslendingar hafa, lengst af með stuðningi Færeyinga, mót- mælt tillögum Norðmanna kröftuglega. Íslenska sendi- nefndin gekk af fundi aðildar- ríkja samningsins, sem haldinn var í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði, enda ljóst að Norðmenn væru ekki reiðubún- ir til að slá af kröfum sínum. Vilja skerða hlut Íslands úr norsk-íslenska síldarstofninum Allt að 630 milljóna króna tekjutap á ári  Ekki samið/13                            !" #"$$ %&"'   (  ()(  ) (   (    (   " &"' *+(*  (,'*-  HER Suður-Kóreu var settur í viðbragðsstöðu í gærkvöldi eftir að Norður-Kóreumenn skutu eld- flaug inn á alþjóðlegt svæði á Japanshafi, að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins í Seoul í gærkvöldi. Japanshaf er á milli Kóreuskaga og Japans. Ekki var vitað hvaða gerð eldflaugar var um að ræða eða hve langdræg hún var. Nýr forseti, Roh Moo-hyun, tekur við embætti í Suður-Kóreu í dag. Hefur hann lagt áherslu á bætta sambúð við Norður-Kóreu. Skutu eldflaug inn á Japanshaf Seoul. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.