Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 1
FULLTRÚAR Breta og Spán- verja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna lögðu í gærkvöld fram með stuðningi Bandaríkjamanna drög að nýrri ályktun um ger- eyðingarvopn Íraka og var hún rædd á lokuðum fundi ráðsins í gær. Tekið er fram í drögunum að Írakar hafi ekki nýtt sér loka- tækifærið til að afvopnast með friðsamlegum hætti og þeir hafi gerst sekir um „skýlaus brot“ á fyrri ályktunum öryggisráðsins. Bent er á að Írakar hafi ekki gert grein fyrir kjarnorku-, sýkla- og efnavopnum sem þeir hafi framleitt eða búnaði til slíkr- ar framleiðslu. Einnig er rifjað upp að ráðið hafi oft áður varað Íraka við því að þeir myndu „verða að horfast í augu við al- varlegar afleiðingar“ ef þeir héldu áfram að brjóta gegn sam- þykktum SÞ. Ekki er tekið nákvæmlega fram hvenær afgreiða verði til- löguna. „Við munum gefa þessu góðan tíma, tvær vikur eða jafn- vel aðeins meira áður en við för- um fram á að ákvörðun verði tek- in. Við viljum alþjóðlega sam- stöðu,“ sagði Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bretlands. Öryggisráðið saki Sadd- am um „skýlaus brot“ Ný ályktun lögð fram en Frakk- ar vilja gefa vopnaeftirliti meiri tíma SÞ, Washington, Berlín. AP, AFP. Reuters Tveir breskir hermenn við æfingar í herbúðum í norðanverðu Kúveit í gær. Frakkar, Þjóðverjar og Rúss- ar lögðu þegar í gær fram hug- mynd að óformlegri yfirlýsingu þar sem lagt er til að starf vopnaeftirlitsmanna SÞ verði eflt og áhersla lögð á friðsamlega lausn. Er tekið fram að stríð hljóti að vera „síðasta úrræðið“. Franskur stjórnarerindreki sagði að yfirlýsingin yrði ekki borin undir atkvæði heldur ætti að nota hana í umræðum um nýju ályktunina. Dan Rather, fréttamaður bandarísku CBS-sjónvarpsstöðv- arinnar, átti í gær samtal við Saddam Hussein Íraksforseta. Rather sagði í útvarpsviðtali í gær að þar kæmi fram að Írakar myndu ekki samþykkja að eyða Samoud 2-eldflaugum sínum eins og Hans Blix, yfirmaður vopna- eftirlitsins, hefur krafist að gert verði ekki síðar en á laugardag. Flaugarnar eru langdrægari en kveðið er á um í ályktunum SÞ um leyfilegan vopnabúnað Íraka.  Írak/15 Spánn heillar Handknattleiksmenn hafa sett stefnuna á Spán Íþróttir 44 STOFNAÐ 1913 54. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 mbl.is Í frjálsum dansi Um 300 unglingar kepptu í frjálsum dansi Fólk 50 Flaututónar í Salnum Flautusónötur Bachs fluttar í heild í Salnum Listir 23 STJÓRN Abdullah Gul í Tyrklandi samþykkti í gær tillögu um að Bandaríkjamenn fengju að senda herlið til suðausturhluta landsins en þaðan mun það ráðast inn í norðanvert Írak ef látið verður til skarar skríða gegn Saddam Hussein Íraksforseta. Tillagan verður sennilega lögð fyrir þingið í dag. Talið er víst að hún verði sam- þykkt, enda þótt mikil andstaða sé meðal almennings við árás. Bandaríkjamenn hyggjast veita Tyrkjum öflugan fjár- stuðning fyrir afnot af bæki- stöðvum í landinu. Eftir er að ganga frá nokkrum lausum endum í samningum um bækistöðvarnar. Í tillögunni er einnig farið fram á heimild til að senda tyrkneska hermenn inn í norðurhéruð Íraks og er markmiðið sagt vera að koma í veg fyrir mik- inn flóttamannastraum frá Írak ef til stríðs kemur. Kúrdar í Norður-Írak eru hins vegar mjög and- vígir því að tyrkneskur her fari inn í Írak, þeir ótt- ast m.a. að Tyrkir ætli að leggja undir sig olíulindir við borgirnar Mósul og Kirkuk. Ósk um bæki- stöðvar var samþykkt Ankara, Washington. AP, AFP. Abdullah Gul STEINAR Höskuldsson, eða S. Husky Hoskulds, fékk í gær tvenn Grammy-verð- laun fyrir vinnu sína við plötu söngkonunnar Noruh Jones, Come Away With Me, þ.e. fyrir bestu hljóðupptöku og sem að- standandi plötunnar í heild. Steinar er fyrsti Íslend- ingurinn sem fær Grammy-verðlaunin, en þau eru helstu verðlaun bandarísks tónlistariðnað- ar og sem slík ein þau mik- ilvægustu sem veitt eru í tónlistarheiminum. Steinar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri afar ánægður með verð- launin. Viðurkenningin eigi eflaust eftir að opna honum einhverjar dyr í framtíðinni. Á eftir að opna dyr Íslendingur fær Grammy-verðlaun  Erum í sjöunda himni/4  Fer enn út með ruslið/52 Husky Hoskulds SAMÞYKKI Íslendingar sams konar samning og Norðmenn hafa boðið Færeyingum og ESB um veiðar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum myndi hlutur Íslendinga minnka sem næmi um 35.000 tonnum á ári. Þetta segir Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra út- vegsmanna. Gróflega áætlað myndi út- flutningsverðmæti 35.000 tonna af síld úr stofninum nema 500– 630 milljónum króna, en þá er miðað við að tonnið seljist á 15–18 þúsund krónur. Aflaverð- mæti 35.000 tonna upp úr sjó væri um 350 milljónir króna, eða um 10.000 kr. tonnið. Friðrik segir að ekki komi til álita að semja við Norðmenn á sömu nótum og Færeyingar og ESB. Slíkt myndi hafa í för með sér afsal á mun meiri afla- heimildum fyrir Íslendinga en til dæmis Færeyinga. Verði Ís- lendingum boðinn sams konar samningur myndi hlutur Ís- lands skerðast um allt að 5 pró- sentustig, eða úr 15,54% í 10,5%, eða um ríflega 35 þús- und tonn. Samningurinn um skiptingu afla úr norsk-íslenska síldar- stofninum er frá árinu 1996, en í honum er kveðið á um að 57% heildarkvótans komi í hlut Nor- egs, 15,54% í hlut Íslands, 13,62% í hlut Rússlands, 8,34% í hlut Evrópusambandsins og 5,46 í hlut Færeyinga. Norð- menn settu í haust fram kröfur um breytta skiptingu aflaheim- ilda. Vildu Norðmenn að þeirra hlutur yrði 70%, en hlutur Ís- lendinga færi í 8,66%. Íslendingar hafa, lengst af með stuðningi Færeyinga, mót- mælt tillögum Norðmanna kröftuglega. Íslenska sendi- nefndin gekk af fundi aðildar- ríkja samningsins, sem haldinn var í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði, enda ljóst að Norðmenn væru ekki reiðubún- ir til að slá af kröfum sínum. Vilja skerða hlut Íslands úr norsk-íslenska síldarstofninum Allt að 630 milljóna króna tekjutap á ári  Ekki samið/13                            !" #"$$ %&"'   (  ()(  ) (   (    (   " &"' *+(*  (,'*-  HER Suður-Kóreu var settur í viðbragðsstöðu í gærkvöldi eftir að Norður-Kóreumenn skutu eld- flaug inn á alþjóðlegt svæði á Japanshafi, að sögn talsmanns varnarmálaráðuneytisins í Seoul í gærkvöldi. Japanshaf er á milli Kóreuskaga og Japans. Ekki var vitað hvaða gerð eldflaugar var um að ræða eða hve langdræg hún var. Nýr forseti, Roh Moo-hyun, tekur við embætti í Suður-Kóreu í dag. Hefur hann lagt áherslu á bætta sambúð við Norður-Kóreu. Skutu eldflaug inn á Japanshaf Seoul. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.