Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 2
GRAMMY-VERÐLAUN Steinar Höskuldsson varð í gær fyrstur Íslendinga til þess að vinna til Grammy-verðlauna. S. Husky Hoskulds, eins og hann er kallaður vestra, fékk verðlaun fyrir bestu hljóðupptökuna við plötu Noruh Jones og einnig sem aðstandandi plötunnar. 500–630 milljóna tekjutap Hluti Íslendinga úr norsk- íslenska síldarstofninum myndi minnka um liðlega 35 þúsund tonn samþykki þeir sams konar samning og Norðmenn hafa boðið ESB og Færeyingum. Útflutningsverðmæti skerðingarinnar væri á bilinu 500 til 630 milljónir. Þarf að skerða réttindi Um 12% vantar upp á að Lífeyr- issjóður Norðurlands eigi eignir fyr- ir heildarskuldbindingum og þarf sjóðurinn væntanlega að skerða réttindi félagsmanna. Raunávöxtun sjóðsins var neikvæð um 1,91% í fyrra og um 2,05% í hitteðfyrra. Ný ályktun í öryggisráðinu Bretar og Spánverjar lögðu fram með stuðningi Bandaríkjastjórnar drög að nýrri ályktun í öryggisráði SÞ um gereyðingarvopn Íraka. Tek- ið er fram að Írakar hafi gerst sekir um skýlaus brot á fyrri ályktunum ráðsins. Tillagan var rædd á lok- uðum fundi ráðsins í gær en Frakk- ar, Þjóðverjar og Rússar leggjast gegn tillögunni. Sharon myndar ríkisstjórn Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur myndað ríkisstjórn en meirihluti stjórnar Sharons er þó mjög naumur þar sem hún hefur að- eins stuðning 61 af 120 þingmönnum á ísraelska þinginu. Þriðjudagur 25. febrúar 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað C Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Húsbréfog húsnæðisbréf Markaðsvætt lánakerfi 32 Listvina- húsið Engarundan- komuleiðir Listmunir úr leir 38 Dauðagildrur í húsum 42 Stjórnbúnaður fyrir varmaskipta ÁHUGI á 60 leiguíbúðum Búseta, sem í smíðum eru við Þorláksgeisla í Grafar- holti, er mikill en þeim er öll- um ráðstafað fyrirfram. Íbúðirnar eru byggðar samkvæmt sérstöku átaki sem hófst á vegum félags- málaráðuneytisins og Íbúða- lánasjóðs fyrir tveimur ár- um. Lánum til 300 íbúða var úthlutað til Búseta, sem stofnaði sérstakt einka- hlutafélag, Leiguíbúðir Bú- seta ehf., um þessar íbúðir. Fyrstu íbúðirnar eru nú að verða tilbúnar. Að sögn Gunnars Jónatanssonar, framkvæmdastjóra Búseta, var mikil áherzla lögð á að hafa þær sem hagkvæm- astar. Íbúðirnar eru því litlar. Þannig eru tveggja herb. íbúðirnar rétt rúmir 60 ferm. með geymslu í kjallara, þriggja herb., íbúðirnar eru rúmir 80 ferm. og fjögurra herb. íbúðirnar eru 95–97 ferm. / 26 Leiguíbúðir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins FÆRRI lóðum var úthlutað hjá Reykjavíkurborg á síðasta ári en ár- ið þar á undan. Alls var í fyrra út- hlutað 16 einbýlishúsalóðum og lóð- um fyrir 442 íbúðir í fjölbýli og skilað eða sölu byggingarréttar rift vegna fleiri rað- og parhúsalóða en úthlutað var. Úthlutun lóða (sala byggingar- réttar) á síðasta ári var aðallega í Grafarholti, en gert er ráð fyrir, að síðustu lóðunum í Grafarholti verði úthlutað í vor. Einnig er ráðgert að hefja um- fangsmikla uppbyggingu í Norð- lingaholti, en það svæði verður í beinu framhaldi af Selásnum, gegnt Rauðavatni. Deiliskipulag fyrir Norðlingaholt er samt enn ósam- þykkt, en byggingarsvæðið afmark- ast af Breiðholtsbraut, Suðurlands- vegi, Bugðu og Elliðavatni. Stefnt er að því að hefja þar fram- kvæmdir við rúmlega 200 íbúðir á þessu ári en alls er gert ráð fyrir rúmlega 900 íbúðum á svæðinu. Uppbyggingu í Norðlingaholti ætti að ljúka árið 2008. Vinna við nýtt deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga íbúðasvæðis í suður- hlíðum Úlfarsfells er langt komin. Uppbygging í svokölluðum Halla- og Hamrahlíðarlöndum ætti því að geta hafizt á þessu ári eða því næsta. Þegar fjallað er um lóðir í Reykja- vík, ber að hafa í huga að til eru ný- byggingarsvæði, sem borgin hefur ekki umráð yfir og koma því ekki til úthlutunar af hennar hálfu. Þar má nefna Skuggahverfið við Skúlagötu, en þar á að reisa um 250 íbúðir. Á Alaskareitnum í Skógarseli er ráðgert að reisa um 50 íbúðir og á gömlu Landssímalóðinni í Rima- hverfi er gert ráð fyrir rúmlega 300 íbúðum í heild. Undirbúningur undir byggingaframkvæmdir á þessum svæðum er vel á veg kominn. Lóðaúthlutun hjá Reykja- víkurborg dregst saman                                                                                                                         !"!#$! % " #$     &'( )*+ &'(  ) *+ ,      !  "#$ %&$ %&&' -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ "  :$+; % ":$+; $!+%.+  :$+; % ":$+;        (     (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+     ?" /@+AB * * * * ! ! !, !" # $     )*    +% /@AB   ""& ' ' "- "- . " "/0 %$'"# "#1. - -21% "&10 +B  3 !  4   ! $ "2$ %'$ $%&&' 8%"+#$! &" %""+ % % "  "                         $  $  Yf ir l i t FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 13/14 Minningar 32/37 Erlent 15/17 Hestar 38 Höfuðborgin 18 Bréf 4 Akureyri 19 Dagbók 42/43 Suðurnes 20 Íþróttir 44/47 Landið 21 Fólk 48/53 Neytendur 21 Bíó 50/53 Listir 22/24 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir blaðið Matur og menning. Blaðinu er dreift um allt land. FLUGVÉLAELDSNEYTIÐ sem ekki reyndist uppfylla lágmarkskröfur um uppgufunarþrýsting var flutt til landsins í árslok árið 2001. Það hafði verið rannsakað reglulega frá þeim tíma og virðist því sem eiginleikar eldsneytisins hafi breyst. Flug- vélaeldsneyti var flutt á sunnudag landleiðina frá Akureyri til Reykjavíkur og mun hluta þess vera haldið til hliðar fyrir sjúkraflug til og frá Reykja- vík. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjár- festinga- og áhættusviðs Olíuverslunar Íslands, sem flutti eldsneytið inn, segir að eldsneytið hafi verið rannsakað reglulega síðan það var flutt inn í lok ársins 2001. „Það hefur aldrei neitt verið að þessu eldsneyti, en við reglubundið eftirlit hjá okk- ur á föstudag kom í ljós að eitt gildi mældist lít- illega utan marka. Við ákváðum þá að hætta sölu eldsneytisins, þetta er einfaldlega varúðarráðstöf- un, það er ekki þannig að einhver veruleg hætta hafi verið fyrir hendi,“ segir Samúel. Gildið sem um ræðir mælir gufuþrýsting en allt að tíu eiginleikar eldsneytisins eru mældir, að sögn Tryggva Péturssonar, efnafræðings hjá Fjölveri, fyrirtæki sem mælir gæði eldsneytis fyrir olíufé- lögin. Hann segir að eldsneytið sé mælt þegar það kemur til landsins og síðan reglulega eftir það. Unnið að því að fá inn nýjan farm Samúel segir að mæling föstudagsins bendi til þess að eiginleikar eldsneytisins hafi eitthvað breyst, en ómögulegt sé að segja til um hvers vegna það gerist. „Þetta er sama flugvélaeldsneyti og selt hefur verið hér síðustu ár. Þetta er selt í mjög litlu magni og er flutt inn á 12–18 mánaða fresti, við höfum ekki lent í svona áður. Við getum ekki svarað því hvað gerðist núna,“ segir Samúel. Hann segir að nú sé unnið að því að fá nýjan farm til landsins. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flug- málastjórnar, segir flugbann allra véla sem nota umrætt eldsneyti enn í gildi. Sýni hafi verið tekin af flugvélaeldsneyti um allt land, það taki tíma að vinna úr sýnunum en í ljós hafi komið að eldsneyti á Rifi og Akureyri sé í lagi. Átta þúsund lítrar af eldsneyti voru fluttir landleiðina frá Akureyri til Reykjavíkur á sunnudag og hefur helmingur þess magns verið tekinn til hliðar fyrir sjúkraflug til og frá Reykjavík. Ónothæfa flugvélaeldsneytið var flutt til landsins árið 2001 Óvissa er um hvað gerðist AÐ ýmsu er að hyggja áður en haldið er á sjóinn og meðal þess er að hlaða rafkerfi fiskibáta með landteng- ingu. Finnur Gærdbo, sjómaður í Ólafsvík, var að ganga frá þeim hlutum í fiskibátnum Petri Jacob SH 37 áður en haldið var til veiða á grunnslóð norður af Snæ- fellsnesi. Finnur á að baki hálfrar aldar sjómannsferil og er hættur á sjónum, en fór samt í einn túr fyrir helgi. „Maður er búinn að dunda við þetta í fimmtíu ár og verður þreyttur einhvern tíma,“ sagði hann þótt árin séu ekki nema 65. Áhöfnin á Petri Jacob var á línuveiðum og mest var reynt við steinbítinn og veiðin ekki sem verst. „Það er kropp,“ sagði Finnur. Auk þess var fínasta veður á veiðislóð þennan dag, sunnangola eða kaldi og gott hljóð í Finni er áhöfnin var að draga aflann. Morgunblaðið/RAX Kropp á steinbítnum á grunnslóð BROTIST var inn í fjögur sumarhús í Grímsnesi í liðinni viku en sumarbústaðaeigend- ur tilkynntu um þau þegar þeir komu að húsunum um helgina. Lögreglan á Selfossi telur líklegt að sömu aðilar hafi verið að verki í öllum til- vikum. Þorgrímur Óli Sigurðsson, lögreglufulltrúi á Selfossi, segir að ýmsu hafi verið stol- ið, s.s. sjónvörpum og ör- bylgjuofnum. Þjófarnir brutu rúður til að komast inn í hús- in en unnu lítil skemmdar- verk að öðru leyti. Í einhverj- um tilvikum urðu skemmdir þegar rigndi og snjóaði inn um brotnar rúður og gólf rispuðust þegar munir voru dregnir eftir þeim. Þorgrímur segir að innbrot í sumarhús séu venjulega í hrinum, þau séu unnin í einni „inn- brotaferð“. Aðspurður segir Þorgrímur að helsta vörnin gegn innbrotum felist í því að hafa traustar læsingar á hús- unum. Þótt þær hafi ekki dugað í þessum tilvikum þá verði slíkt stundum til þess að þjófarnir hætti við. Einnig sé til bóta að draga fyrir glugga og gæta að því að tryggja fyrir tjóni. Málið er í rannsókn. Brotist inn í sumarhús í Grímsnesi Í SKÝRSLU Borgarfræðaseturs um borgaralýðræði og pólitíska valddreifingu í Reykjavík segir að hugmyndir Reykjavíkurborgar um hlutverk og valdsvið hverfaráða virðist nokkuð óljósar. Til að hverfaráð geti eflt lýðræði þurfi að veita hverfaráðunum eitthvert ákvörðunarvald og skýrt hlutverk innan stjórnkerfisins. Dagur B. Eggertsson, formaður stjórnkerf- isnefndar borgarinnar, segir að þverpólitísk samstaða hafi náðst um hvaða leið borgin ætli að fara til að efla íbúalýðræði, þ.e. stofna þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar. Hverfaráðum var komið á fót í hverfum borgarinnar, í kjölfar samþykktar borgarstjórnar í febr- úar 2002, til að efla lýðræði og auðvelda borgarbúum aðgang að stofnunum og ákvarðanaferli í stjórnskipan borgarinnar. Segir í skýrslu Borgarfræðaseturs, sem Svanborg Sigmarsdóttir stjórn- málafræðingur vann, að miðað við núverandi fyrirkomulag sé aðkoma almennings að hverfaráðunum ekki tryggð, sem sjáist best á því að það sé í valdi hverfaráðsfulltrú- anna hverjum sé boðið til fundar og ráðagerða hverju sinni og hver tíðni funda skuli vera. Hverfaráð- unum sé einungis skylt að hafa einn opinn borgarafund á ári. Vilja stofna þjónustu- miðstöðvar „Hugsanlegt er þó að þetta sé einungis fyrsta skefið í frekari þróun borgaralýðræðis í Reykja- vík,“ segir í skýrslunni. Til að hverfaráð geti eflt lýðræði þurfi að veita hverfaráðum eitthvert ákvörðunarvald, skýrt hlutverk innan stjórnkerfisins og skýra leiðbeinandi stefnumótun af hendi borgarstjórnar. Til að svo megi verða sé nauðsynlegt að pólitískur vilji til breytinga sé fyrir hendi, stuðningur embættismanna borg- arinnar, stuðningur fjölmiðla og gott samstarf við borgarbúa. Formaður stjórnkerfisnefndar, Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi, segir að frá því að skýrsla Svanborgar kom út hafi stjórn- kerfisnefnd kynnt sér stöðu mála á Norðurlöndunum og komist að þverpólitísku samkomulagi um hvaða stefnu skuli taka til að efla íbúalýðræði í Reykjavík. „Það byggist á því að fara sömu leið og borgirnar á Norðurlöndum þar sem vel hefur gengið, með því að hefja undirbúning að stofnun þjón- ustumiðstöðva í hverfum borgar- innar,“ segir Dagur. „Á Norðurlöndum virðist hafa mistekist að auka þátttöku al- mennra borgara í stefnumótun og ákvörðunum með því að færa auk- ið vald til hverfaráða. Þess vegna höfum við viljað fara þá leið að halda hverfaráðunum óbreyttum en skilgreina aðkomuleiðir að öðr- um nefndum og ráðum borgarinn- ar. Það kom í ljós á Norðurlöndum að þótt hverfastjórnirnar væru með 80% af rekstri borgarinnar var áhuginn engu að síður mestur þegar skipulagsmál komu á dag- skrá, sem voru ekki á sviði hverfa- nefndanna. Þess vegna höfum við verið að þróa þetta þannig að hverfaráðin hér og skipulagsnefnd vinni saman að slíkum verkefn- um.“ Dagur segir að svo virðist vera sem borgarar hafi mestan áhuga á skipulagsmálum og öðru sem snýr beint að þeim, eins og t.d. stjórnun skólanna í hverfinu. „Rannsóknir sem hafa verið gerðar á Norð- urlöndum hafa sýnt að þátttaka borgaranna eykst ekki með þeirri leið sem Svanborg er að mæla með, að færa aukin völd til hverfa- ráða. Því bindum við vonir við okk- ar leið, stofnun þessara þjónustu- miðstöðva til að færa þjónustuna nær borgurunum og síðan að opna leið fyrir borgarana að tilteknum málum, stofnunum, skólum eða einstökum skipulagsmálum sem fólk hefur mestan áhuga á,“ segir Dagur. Hugmyndir um hverfaráð taldar óljósar í skýrslu Borgarfræðaseturs Hverfaráðunum verði fengið eitthvert ákvörðunarvald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.