Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi bónusgeiðslur til for- stjóra Kaupþings í viðtali við Ingva Hrafn Jónsson í þættinum Hrafna- þing á Útvarpi Sögu í gær. Davíð sagði að menn ættu ekki að komast upp með það að borga forstjórum í fyrirtækjum hér á landi 70 milljónir kr. á ári. „Það verður að vera eitthvert hóf í þessu öllu saman því þetta skapar undarlegar tilfinningar. Það er ekki bara það að bankinn þurfi að græða og það sé gott að bankinn græði og starfi vel. Hann þarf að sjá vel um sína hluti aðra þannig að allir þeir sem eru að ávaxta sitt fé, sem er lykillinn að velgengni banka og sjóða, séu líka ánægðir. Mér fannst þetta nú óþarfi mikill, óhóf mikið að greiða svona mánaðarlaun, sex milljónir á mánuði til þessa ágæta forstjóra,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði einnig að í öðrum löndum væru óhófsgreiðslur til forstjóra fyrirtækja mun meira gagnrýndar en áður hefði verið. „Það var svona forstjóraæði á tíma- bili. Þetta er svolítið að ganga til baka því mönnum hefur blöskrað meira að segja þar (í Bandaríkjun- um – innsk. Mbl.) og þá eigum við nú ekki að fara að ganga þessa götu. Það er sjálfsagt að borga launa- mönnum vel en sex milljónir á mán- uði, það er að minnsta kosti afar vel í lagt að mínu viti,“ sagði Davíð. Upphæðirnar koma mjög á óvart Davíð að sér hefði komið mjög á óvart um hversu háar fjárhæðir væri að ræða í skýrslu skattrann- sóknarstjóra um rannsókn á skatt- skilum Jóns Ólafssonar. Í þættinum var Davíð spurður um birtingu Morgunblaðsins á skýrslu skattrannsóknarstjóra. „Það er merkilegur leiðari í Morgunblaðinu í dag [í gær], því að í framhaldi af þessum hálfkveðnu vísum og kannski dylgjum, sem talsmaður Samfylkingarinnar var með í Borg- arnesi, þá kemur Lúðvík Berg- vinsson og segir, það er skrýtin til- viljun ef þessar upplýsingar eru allt í einu birtar viku eftir að talsmann- inum verður það á að halda þessa, ég vil segja vitlausu ræðu sem þarna var haldin. Og Mogginn spyr; bíddu, voru Davíð Oddsson og Jón Ólafsson í samstarfi um að birta þessar tölur til að koma talsmanni Samfylkingarinnar í bobba, sem hún reyndar kom sér í sjálf. Menn sjá delluna og vitleysuna sem veður uppi þegar slíku er haldið fram,“ sagði Davíð. „Ég skil málið þannig að Jón Ólafsson hafi viljað birta þetta til að koma sínum sjónarmiðum að, því auðvitað vissi hann að það yrði mikil sprengja þegar þetta yrði birt. Ein- hvern tíma hlaut þetta að verða birt og hann semur um það bersýnilega við Morgunblaðið, án þess að mér sé kunnugt um hvernig það gerist. Það bara lýsir sér sjálft að hann fái að koma sínum hlutum að um leið og þetta er birt og það er hann sem ákveður þessa birtingu,“ sagði Dav- íð. Eins og rauð dula framan í skattyfirvöld ár eftir ár „Það kom mér jafnmikið á óvart þegar ég frétti til útlanda að þessi birting hefði átt sér stað, en ég var staddur þar þá. Auðvitað hafði ég verið sannfærður um að þessi ágæti maður lifði ekki á 35 eða 40 þúsund krónum á mánuði, eins og hann gaf upp hér, og var með eins og rauða dulu ár eftir ár framan í skattyfir- völd. Og kannski getur maður undr- að sig á því að þau skuli ekki hafa gert neitt í málinu fyrr, því það lifir enginn í mörgum íbúðum og helekopterum með 40 þúsund krón- ur á mánuði. Þannig að það er verið að ögra skattyfirvöldum bersýni- lega, en mér datt nú ekki í hug að þetta væru slíkar upphæðir sem um væri að tefla, því þetta er náttúrlega langmesta skattsvikamál sem upp hefur komið í sögu þjóðfélagsins, og hlutfallslega kannski í sögu Norð- urlanda eða Evrópu ef við tökum stærðina, ef að þetta er svona. En við skulum gá að því að þetta er ennþá bara skýrsla sem skattrann- sóknarstjóri hefur sent Jóni Ólafs- syni og Jón Ólafsson hefur síðan sett fram sín svör, sínar skýringar og þess háttar (...) Svo á skattrann- sóknarstjóri náttúrlega eftir að fara í gegnum þessi andmæli þannig að við þurfum aðeins að vara okkur á því að tala um 3,2 milljarða,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra gagnrýnir bónusgreiðslur forstjóra Kaupþings Mikill óþarfi og óhóf GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að fjármálaráðuneytið sé að skoða hvernig megi betrumbæta skattalöggjöfina og tryggja þannig betri skattskil. Meðal þess sem er í skoðun er að setja reglur um starf- semi erlendra eignarhaldsfélaga í eigu íslenskra aðila, svokallaða CFC-löggjöf (Controled Foreign Company). „Það virðist vera eitthvað um skattasniðgöngu í gegnum félög af þessu tagi. Ráðuneytið er að fara yfir það með hvaða hætti sé hægt að bregðast við því og hefur verið að því um nokkurt skeið. Hér er líka að störfum sérstök nefnd um skattsvik samkvæmt ákvörðun Al- þingis sem m.a. er að líta á þessa þætti. Hins vegar ber að taka það fram að svona hlutir eru ekki mjög gamlir hérlendis því frelsi í fjár- magnsflutningum er frekar nýtt, skattalögin hafa ekki verið löguð að þeim breytingum,“ segir Geir. Geir segir að það verði að koma í ljós hvort frumvarp til laga um breytingu á skattalögum komi til kasta Alþingis á næstunni. „Þessar CFC-reglur eru víða til í löndum OECD en eru ekki við lýði alls stað- ar. Þær hafa komið við sögu í okkar nýjustu tvísköttunarsamningum, þannig að það kemur vel til greina að huga að því,“ segir Geir. „Menn hafa ekki skynjað þetta sem sérstakt vandamál, en í kjölfar aukins frelsis í fjármagnsflutning- um virðist að einhverjir menn hafi séð sér hag í því að koma tekjum undan skatti með þessum hætti, það er ekki eðlilegt og þarf þess vegna að bregðast við því. Þetta er eitt af því sem menn eru að skoða ásamt öðrum lögum til að betrumbæta skattalögin og tryggja betri skatt- skil,“ segir Geir. Ráðherra bendir á ráðuneytið sé að skoða fleiri leiðir sem notaðar séu til að skjóta sér undan skatti, sem CFC-löggjöf myndi ekki ná ut- an um. Því þurfi að breyta skatta- lögum á breiðari grundvelli. „Stund- um er það ekki þannig að það vanti reglur, stundum er það þannig að menn fari ekki eftir þeim. Við erum að reyna að kortleggja allt sviðið,“ segir Geir. Ráðuneytið skoðar leiðir til að tryggja betri skattskil VEGNA þungrar öldu varð björgunarteymið, sem vinnur að því að koma Guðrúnu Gísladóttur KE-15 upp á þurrt land, að hverfa frá tilraun sem gerð var á föstudag til að sökkva tönkum, sem notaðir verða við björgunina, niður til skipsins. Guðrún sökk við strendur Norður-Noregs í júní síðast- liðnum eftir að hafa steytt á skeri og liggur nú á 40 metra dýpi. Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem er í forsvari fyrir aðgerðirnar, segir að síðustu daga hafi kafarar gengið frá festingum á skipinu, ásamt því að ljúka við að þétta öll útloftunarrör frá olíutönkum skips- ins, þannig að olía leiki ekki úr skipinu þegar því verður snúið við og síðan lyft upp á yfirborð sjáv- ar. Ásgeir segir veðurfar ekki hafa verið nógu hag- stætt síðustu daga til að hægt sé að sökkva tönk- ununum niður að skipinu, en lítið vanti upp á til að hægt sé að hefja þann hluta verksins. Alls verða átta tankar notaðir við björgunina, þeir þyngstu vega 25 tonn, eru um fjögurra metra breiðir og 24 metrar á lengd. Tankarnir verða fylltir af sjó og þeim síðan sökkt niður til Guð- rúnar og festir við skipið. Þá verður sjónum dælt úr þeim og þannig munu þeir lyftast upp af hafs- botni og taka skipið með sér. „Við bíðum nú betri verðurskilyrða til að geta komist í að sökkva tönkunum. Á meðan er gert klárt niðri við skipið til að dæla lofti í þá tanka skipsins sem notaðir verða við að fá það til að fljóta upp,“ segir Ásgeir. Ljósmynd/Ásgeir Logi Ásgeirsson Fyrsti tankurinn gerður klár í höfninni í Ball- stad, sem er næsta höfn við strandstað Guð- rúnar, áður en hann var dreginn á strandstað þegar tilraunin var gerð á föstudag. Bíða betri veðurskilyrða til að geta sökkt tönkunum „VIÐ erum í sjöunda himni yfir árangrinum hjá stráknum og er- um auðvitað öll mjög stolt af hon- um,“ sagði Höskuldur Þráinsson, prófessor í íslensku, um árangur sonar síns, Steinars, en hann vann til tvennra Grammy-verðlauna að- faranótt mánudagsins fyrir hljóð- upptökustjórn við plötu blús- söngkonunnar Noruh Jones, Come Away With Me. „Við fylgjumst alltaf vel með því sem hann er að gera, bæði tölum við oft við hann í síma og svo með því að skoða heimasíðuna hans.“ Höskuldur segir að hann hafi því miður ekki getað fylgst með hátíðinni í sjónvarpinu en Steinar hafi hringt heim í fjölskylduna meðan hún fór fram og sagt þeim jafnóðum frá því sem var að ger- ast. „Svo við vorum eiginlega að fylgjast með þessu í beinni útsend- ingu,“ segir Höskuldur hlæjandi. Hann segir verðlaunin hafa komið öllum skemmtilega á óvart. „Við heyrðum reyndar um tilnefn- ingarnar fyrst í útvarpinu,“ út- skýrir Höskuldur. Hann segir að hann og eigin- konan, Sigrún Magnúsdóttir, hafi haldið upp á árangur sonarins ásamt systrum hans Margréti Láru og Guðrúnu Þuríði með því að fá sér sérstaklega góðan kvöld- mat. Morgunblaðið/Kristinn „Erum í sjöunda himni“ STARFSMENN við kennslu í grunnskólum landsins voru tæp- lega 4.700 í október 2002, sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Kennurum með kennslu- réttindi hafði þá fjölgað um 180, eða um 5% frá haustinu 2001, en kennurum án kennsluréttinda hafði fjölgað um 26, eða um 2,9%, frá haustinu 2001. Kennurum með kennsluréttindi fjölgaði því hlut- fallslega meira en réttindalausum kennurum. „Starfsfólki við kennslu hefur fjölgað ár frá ári undanfarin ár enda hefur grunnskólanemend- um fjölgað og einsetning skóla staðið yfir,“ segir í frétt frá Hag- stofu Íslands. Í fréttinni kemur fram að alls 3.766 kennarar í grunnskólum landsins séu með kennsluréttindi en það er rúmlega 80% þeirra sem starfa við kennslu í grunnskólun- um. Alls 47% þeirra kennara sem eru án kennsluréttinda hafa lokið námi á háskólastigi, en 13% hafa lokið námi á grunnskólastigi. Kennarar án kennsluréttinda utan höfuð- borgarsvæðisins hafa minni menntun en réttindalausir kenn- arar á höfuðborgarsvæðinu. Kennur- um með kennslu- réttindi fjölgar TVEIR menn frá Afganistan hafa leitað hælis á Íslandi en þeir komu til landsins á föstudag. Þeir fá nú hæl- ismeðferð hjá Útlendingastofnun. Samkvæmt upplýsingum Jóhanns Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli, þótti framburð- ur þeirra ekki standast að hluta við komuna til landsins. Því var málið tekið til sérstakrar skoðunar en þeir fá nú hælismeðferð. Tveir Afgan- ar leita hælis ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.