Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ GEIR H. Haarde fjármálaráðherra telur ekki knýjandi þörf á formlegu samstarfi af því tagi sem Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Íslands, sagði nauðsynlegt að efna til í ræðu sem hann flutti á fundi Samtaka atvinnulífsins á föstudag. Sagði Gylfi að stjórn- völd, Seðlabanki Íslands og aðilar vinnumark- aðarins þyrftu að koma á formlegu samstarfi til að samræma viðbrögð hagstjórnar. „Þessir aðilar eru mjög mikið að tala saman. Aðilar vinnumarkaðarins eru mikið á fundum hér í ráðuneytum og ég veit að þeir hafa fundað með Seðlabankanum. Svo funda ráðuneytin og bankinn eftir atvikum. Hvort það á að formbinda það eitthvað meira, það tel ég kannski ekki aðal- atriðið. Það er hægt að ná árangri í þessum efn- um án þess,“ segir Geir. Hann bendir á að Alþýðusambandið hafi verið að byggja upp mjög öfluga fjárdeild fyrir ríflegt framlag af fjárlögum. „Ég tel að þeir hafi ekki verið í vandræðum með að koma sínum sjón- armiðum á framfæri. Alls ekki. Alþýðusamband- ið er oft á fundum bæði með forsætisráðherra og öðrum ráðherrum, eða hér í ráðuneytinu á fund- um með mér um ýmis mál. Það má ekki gleyma því hvernig ábyrgðar- og verkaskiptingin er í rauninni, ég tel að þeir geti ekki gert kröfu til þess að fá að stjórna ferðinni þó að þeir gegni mikilvægu hlutverki hér sem aðilar vinnumark- aðarins og hafi sýnt mikla ábyrgð á undanförn- um árum,“ segir Geir. SA styður hugmynd Geirs Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segist styðja hug- mynd Gylfa heilshugar. Mikilvægt sé að menn beri saman bækur sínar því það liggi í sjálfu sér ekki fyrir einhverjar einfaldar lausnir í því flókna viðfangsefni að auka stöðugleika krón- unnar. „Okkur finnst öllum að það skorti aðeins upp á að það sé samræming á milli afstöðu og aðgerða stjórnvalda annars vegar og yfirvalda peningamála í Seðlabankanum hins vegar. Það er útaf fyrir sig mikilvægt að fá skýrar línur í það. Ég held að menn verði að koma saman og fjalla um það hvort hægt sé að bæta úr ástand- inu og minnka þessar miklu sveiflur bæði niður á við og upp á við. Það hlýtur að vera mjög brýnt viðfangsefni og það er það sem Gylfi var að stinga upp á,“ segir Hannes. „Nú eru menn bún- ir að tjá sig um þennan vanda hver fyrir sig og ég held að eðlilegur farvegur fyrir þessar mis- munandi áherslur sem hafa komið fram sé að þessir aðilar komi sameiginlega að umræðuvett- vangi og reyni að sameinast um sýn í þessu máli og þá vonandi einhverjar tillögur sem að gagni koma,“ segir Hannes. Hugmyndir um samstarf stjórnvalda og vinnumarkaðar um hagstjórn Fjármálaráðherra telur ekki þörf á formlegu samstarfi JAPANSKUR ferðamaður, Kazuya Sakakihara, sem er búsettur í Tók- ýó kom til Grímseyjar á dögunum, ekki í þeim tilgangi eins og svo margir að komast yfir heimskauts- bauginn. Nei, Kazuya kom aðallega til að sjá sundlaugina í Grímsey. Kazuysa ætlar að ferðast um Ís- land í heilan mánuð og skoða eins margar sundlaugar á leið sinni og hann getur. Hann sagði að á einni viku hefði hann náð að heimsækja 16 sundstaði! Kazuysa sagðist heillaður af ís- lenskum sundstöðum. Honum finnst stórmerkilegt að flest öll þorp og bæir landsins skuli hafa yfir sund- laug að ráða fyrir íbúa sína. Sem lítill drengur sagðist hann hafa séð sjónvarpsþátt frá Íslandi og ákvað þá strax að einn góðan veðurdag myndi hann heimsækja Ísland og skoða eldfjöll, hveri og laugar. Það er líka annar hlutur sem Kazuysa finnst næstum jafn merkilegur og sundlaugarnar en það eru öll bóka- söfnin vítt og breitt um landið. Hann notaði því tækifærið og skoð- aði Eyjabókasafnið í Grímsey. Hann hafði heyrt um dr. Daníel Willard Fiske, velgjörðarmann Grímseyinga og hans mikla skák- áhuga. Draumur litla japanska drengs- ins rættist því eftir 20 tíma flug milli Japans og Íslands! Japani kom að skoða sundlaugina Morgunblaðið/Helga Mattína Kazuya Sakakihara, sem búsettur er í Tókýó, við sundlaugina í Grímsey. Grímsey. Morgunblaðið. STARFSMENN Klofnings ehf. á Suðureyri við Súgandafjörð unnu á dög- unum við að hengja upp þorskhausa á Hvilftarströnd í Önundarfirði en ör- lög hausanna er að enda í maga Nígeríumanna sem kunna vel að meta þá. Stærstur hluti framleiðslunnar er þurrkaður í þar til gerðum skápum en þó er alltaf nokkur hluti hertur úti. Hausarnir eru hengdir út allt frá því sept- ember og fram í maí og hafa bændur innan úr firði hengt upp um 230–240 tonn fyrir Klofning það sem af er vetrar. Þurrkur og kuldi er bestur við herðinguna en hlýindi og úrkoma eru síðri. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Herða þorskhausa allan veturinn Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin missa fylgi en Fram- sóknarflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn auka fylgi sitt samkvæmt fylgiskönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær. Könnunin var gerð sl. laugardag. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG) stend- ur í stað miðað við síðustu könnun blaðsins og mælist 7,9%. Samkvæmt könnuninni hefur fylgi Framsóknarflokks- ins aukist úr 11,3% í 14,3% frá könnun sem blaðið gerði fyrir viku. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar minnkað um 3% og er nú 36,2%. Fylgi Sam- fylkingarinnar minnkar einnig og er nú 38,7% en í síðustu viku var það 40% samkvæmt könn- un blaðsins. Þá eykst fylgi Frjálslynda flokksins á milli kannana úr 1,8% í 3%. Könnun Fréttablaðsins var gerð sl. laugardag. Hringt var í 600 manns af landinu öllu. 32,3% neituðu að svara, sögð- ust ekki kjósa eða voru óákveðnir. Könnun Fréttablaðsins Framsókn- arflokkur bætir við sig LANDSVIRKJUN hefur óskað eftir tilboðum í byggingu stöðvarhúss Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Tilboðunum skal skila fyrir hádegi mánudaginn 19. maí nk. og verða þau opnuð þann dag. Um opið útboð er að ræða og er um að ræða eitt af stærstu verkefn- unum við virkjanaframkvæmdirnar sem boðið er út, skv. upplýsingum Þorsteins Hilmarssonar, upplýs- ingafulltrúa Landsvirkjunar. Verklok í nóvember 2007 Verður stöðvarhúsið neðanjarðar og skal verktaki grafa aðkomugöng (7,5 x 7,2 metra), strengjagöng (4,0 x 4,0 metra), stöðvarhúshelli (115 x 14 x 34 metra), spennahelli (103 x 13,5 x 16 metra) og tvenn fallgöng (3,5 metra í þvermál og 410 metra löng) ásamt frárennslisgöngum (9 x 9 metrar). Skal verktaki síðan steypa upp stöðvarhúsið og tilheyrandi mannvirki og ganga frá þeim. Eru verklok áætluð 1. nóvember 2007. Kárahnjúkavirkjun Stöðvarhús og neðan- jarðarvirki boðin út ALLS 1.266 nemendur í grunnskól- um landsins hafa annað móðurmál en íslensku, skv. upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Það þýðir m.ö.o. að 2,8% grunnskólanemenda hafa annað móðurmál en íslensku. Flest þessara barna hafa pólsku að móð- urmáli eða alls 182. Enskan hefur hins vegar verið algengasta erlenda móðurmálið fram til þessa. Alls 177 nemendur hafa ensku sem móðurmál, 107 börn hafa filipp- eysku sem móðurmál og 105 börn hafa taílensku sem móðurmál, svo dæmi séu nefnd. Um 70% þeirra grunnskólabarna sem hafa annað móðurmál en ís- lensku búa utan höfuðborgarsvæðis- ins. Pólska algengasta tungumálið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.