Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 9 Mán 24/2: Grænmetisbaka m/himnesku salati, fersku salati, hrísgrjónum & salati. Þri 25/2: Pönnukökukaka m/tilheyrandi, fersku salati, hrísgrjónum & salati. Mið 26/2: Pakistanskur spínatréttur/m ummmmm, fersku salati, hrísgrjónum & salati. Fim 27/2: Austurlenskur karrýréttur & kræsingar í stíl m/fersku salati, hrísgrjónum & salati. Fös 28/2: Hnetusteik & eplasalat m/heimagerðu rauðkáli, fersku salati, hrísgrjónum & salati. Helgin 1/3 & 2/3: Mexikóskur chiliréttur o.fl. Mán 3/3: Grænmetisla la lasagna & focchia ummmmm. Matseðill www.graennkostur.is Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán. - fös. kl. 10-18 Ný sending sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 Mikið úrval af bómullar- og hörfatnaði Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Ertu að fara í sólina? Fataprýði Sportleg safarílína í tveimur litum Glæsilegt úrval af peysum Frábær apaskinnsvesti Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af blússum og silkipeysum Gott verð Glæsilegur fatnaður frá Ítalíu Ítölsk gæði Gjöfin hans og hennar Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda h in n e in i s an ni bó kamarkaður Kópavogi: Smáralind, sími 562 9701. Akureyri: Hafnarstræti 91-93, 2. hæð, sími 663 1224. 20. febrúar til 2. mars Opið 10 til 19 Líka um helgar bestu bókakaupin Sími 567 3718 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-14 Nýjar vörur á föstudag ÚTSÖLULOK 30% viðbótarafsláttur við kassa í dag og á morgun - lokað á fimmtudag Tilboð vikunnar Maura heilsársfrakkar með lausu fóðri 15% afsláttur Laugavegi 63, sími 551 4422 ANDLEG líðan og áhyggjur af fjár- málunum eru þau málefni sem hafa verið atvinnulausum efst í huga á fundum sem kærleiksþjónustusvið Biskupsstofu hefur staðið fyrir að undanförnu í safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar við Tjörnina í Reykjavík. Bryndís Valbjarnardóttir guðfræð- ingur hefur leitt starfið, sem var komið fyrst á fót eftir að Íslensk erfðagreining sagði 200 starfsmönn- um upp síðasta haust. Bryndís segir ánægjulegt að flestir sem hafi mætt á fundina þá hafi fengið vinnu. Einn þeirra hafi þá sagst vera búinn að sækja um 360 störf, sem sýni ástand- ið á vinnumarkaði. Auk Bryndísar stóðu Jóhanna Magnúsdóttir guðfræðingur og Þór- unn Sveinbjörnsdóttir, varaformað- ur Eflingar, fyrir fundi sem haldinn var í safnaðarheimili Dómkirkjunnar nýlega. Pétur Pétursson, fyrrver- andi þulur, ávarpaði einnig fundinn. Bryndís segir að ætlunin sé að halda þessum fundum áfram og gefa at- vinnulausu fólki kost á að hittast, ræða sín mál og deila reynslu sinni. Höfnunartilfinningin rík Á fundinum kom fram að atvinnu- leysi hefði mjög slæm áhrif á fólk. „Eftir sex mánuði er fólk komið í mikla hættu og er allt forvarnarstarf geysilega nauðsynlegt til að hjálpa fólki að gefast ekki upp, snúa sólar- hringnum við og missa kjarkinn,“ segir Þórunn. Hún segir fólk upplifa það sem mikla höfnun þegar fyrir- tæki hafi ekki fyrir því að svara um- sóknum eða senda þær til baka. Sömuleiðis þegar fólk hefur sótt um marga tugi starfa án nokkurs árang- urs. Hún sagði enga ástæðu til að fólki líði þannig. „Það er ekki höfnun, ástæðan er bara að atvinnuástandið er slæmt en ekki að manneskjan sé ómöguleg. Þegar fyrirtæki eru að fækka fólki svara þau ekki atvinnu- umsóknum sem berast af því að það er ekki þörf á á vinnuafli í bili. En fólkið tekur því sem höfnun og það er það slæma,“ segir hún. Þórunn sagðist hafi heyrt þess dæmi frá atvinnuleysinu í byrjun tí- unda áratugarins að fólk hafi skammast sín svo mikið fyrir at- vinnuleysið að það hafi ekki viljað láta sjá sig og því farið út að ganga á nóttunni. „Við hjá lífeyrissjóðnum okkar sáum að öryrkjum fjölgaði mikið eftir þetta. Atvinnulausir þurfa ráðgjöf og andlegan stuðning,“ sagði Þórunn. „Svo hættir fólk bara að spyrja“ Undir þetta tók atvinnulaus kona á fundinum. Hún sagði að margir fái ekki stuðning frá fjölskyldunni þar sem fólk sé svo upptekið í sinni vinnu. „Fólk hringir fyrst á eftir og spyr hvað sé að frétta og hvort mað- ur sé búinn að fá vinnu. Svo hættir fólk bara að spyrja og það verður líka þrúgandi fyrir manneskjuna að allir í hennar umhverfi benda á það með óbeinum skilaboðum að líf manns sé ekki eins og það eigi að vera. Einhvern veginn tekur maður því þannig að ábyrgðin sé manns eig- in,“ sagði atvinnulaus kona sem sótti fundinn. Þórunn sagði mikilvægt að fólk sem missi vinnuna byrji strax að reyna að draga úr útgjöldunum, ekki bíða eftir því að uppsagnarfrestur- inn er liðinn og það fari á atvinnu- leysisbætur. Margir leiti sér ekki að- stoðar með fjármálin fyrr en þau séu komin í óefni og þá sé erfitt að koma fólki til hjálpar. Mikilvægt sé að fólk trappi neysluna niður og dragi það ekki um of að leita sér aðstoðar með fjármálin. Á næsta fundi, sem haldinn verður á morgun, miðvikudaginn 26. febr- úar, mun Pétur Tyrfingsson sálfræð- ingur fjalla um líðan fólks við at- vinnumissi og hvernig skynsamlegt er að bregðast við því. Fundurinn hefst klukkan 13:30 í Safnaðarheim- ili Dómkirkjunnar og er öllum opinn. „Atvinnulausir þurfa ráð- gjöf og andlegan stuðning“ Morgunblaðið/RAX Bryndís Valbjarnardóttir, Jóhanna Magnúsdóttir og Þórunn Sveinbjörns- dóttir á fundi með atvinnulausum í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Næsti fundur verður á sama stað á morgun, þá verður líðan fólks við atvinnumissi rædd sem og hvernig skynsamlegt er að bregðast við atvinnuleysi. ÍSLENSKA friðargæslan tekur hinn 3. mars alfarið við stjórn og rekstri alþjóðaflugvallarins í Pristina í Kosovo. Þetta verkefni er stærsta einstaka verkefni íslensku Friðargæslunnar frá upphafi. Nú þegar starfa sex íslenskir flugum- ferðarstjórar, tveir fluggagnafræð- ingar og tveir slökkviliðsmenn við verkefnið sem er stjórnað af Hall- grími N. Sigurðssyni, aðstoðarfram- kvæmdastjóra hjá Flugmálastjórn Íslands. Atlantshafsbandalagið óskaði eftir aðstoð Íslands við að taka við stjórn flugvallarins úr höndum flughers Ítalíu síðastliðinn október. Markmið- ið með yfirtöku flugvallarins er að þjálfa heimamenn í flugumferðar- stjórn og rekstri flugvallarins og er stefnt að því að umsjón og rekstur flugvallarins verði færð í hendur borgaralegra yfirvalda undir stjórn Sameinuðu þjóðanna 1. apríl 2004. Nú þegar starfa um eitt hundrað manns af fjórtán þjóðernum við flug- völlinn í Pristina undir yfirumsjón ís- lensku friðargæslunnar. Íslending- arnir tóku óformlega við stjórn af Ítölum hinn 20. janúar. Flugvöllurinn hefur til þessa verið herflugvöllur en ætlunin er að breyta honum í borgaralegan flugvöll. Íslendingar stjórna flugvellinum í Kosovo KONA kærði nauðgun sem talin er hafa átt sér stað í húsi í Garðabæ að- faranótt laugardags. Lögreglan í Hafnarfirði segir að grunaður karl- maður hafi verið handtekinn og sé málið nú í frekari rannsókn hjá rann- sóknardeild. Kærði nauðgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.