Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 13 EKKI kemur til greina að semja við Norðmenn um veiðar úr norsk-ís- lenska síldarstofninum á sömu nót- um og Færeyingar og Evrópusam- bandið, að mati framkvæmdastjóra LÍÚ. Hann segir að slíkt myndi hafa í för með sér mun meira afsal á afla- heimildum fyrir Íslendinga en fyrir Færeyjar og ESB. Samningurinn um skiptingu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum er frá árinu 1996 en í honum er kveðið á um að 57% heildarkvótans komi í hlut Noregs, 15,54% í hlut Íslands, 13,62% í hlut Rússlands, 8,34% í hlut Evrópusambandsins og 5,46% í hlut Færeyinga. Norðmenn settu sl. haust fram kröfur um breytta skipt- ingu aflaheimilda. Vildu Norðmenn að þeirra hlutur yrði 70% en hlutur Íslendinga færi í 8,66%. Heildarkvótinn úr norsk-íslenska síldarstofninum var 850 þúsund tonn á síðasta ári en Alþjóðahafrann- sóknaráðið (ICES) hefur lagt til að ekki verði veidd meira en 710 þúsund tonn á árinu 2003. Íslendingar hafa, lengst af með stuðningi Færeyinga, mótmælt til- lögum Norðmanna kröftuglega. Þannig gekk íslenska sendinefndin af fundi aðildarríkja samningsins sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði, enda ljóst að Norðmenn voru ekki reiðubúnir til að slá þar af kröfum sínum. Þýðir mun meiri skerðingu fyrir Ísland Á fundinum í Kaupmannahöfn lögðu Norðmenn hins vegar fram til- lögu um að hver þjóð greiddi fyrir aðgang að norskri lögsögu með til- teknum hluta af afla sínum á grund- velli tvíhliða samnings við Noreg. Þetta kemur hins vegar mjög mis- munandi niður á einstökum þjóðum. Íslendingum er, samkvæmt eldra samkomulagi við Norðmenn, heimilt að veiða 4,5% af heildarkvóta sínum innan norsku lögsögunnar en Fær- eyingum er aftur á móti heimilt að veiða þar 38% af sínum kvóta og Evrópusambandinu 31%. Fréttir af nýgerðu samkomulagi Norðmanna, Færeyinga og ESB eru nokkuð misvísandi en eftir því sem næst verður komist felst í samkomu- laginu að Norðmenn fái þriðjung þess kvóta sem kemur í hlut Fær- eyinga og ESB og er þá tekið mið af þeim hlut sem ekki er heimild fyrir að veiða í norskri lögsögu samkvæmt eldra samkomulagi. Samkvæmt þessu skerðist kvóti Færeyinga um 1,1% eða um 8 þúsund tonn og kvóti ESB um 2% eða um 14 þúsund tonn með samkomulaginu við Norðmenn. Íslenska sendinefndin hafnaði al- farið slíkum hugmyndinum á fund- inum í Kaupmannahöfn. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að ekki komi til álita að semja við Norðmenn á þessum nót- um, enda ljóst að það hefði í för með sé afsal á mun meiri aflaheimildum fyrir Íslendinga en til dæmis Fær- eyinga. Verði Íslendingum boðinn sams konar samningur myndi hlutur Íslands skerðast um allt að 5% eða úr 15,54% í 10,5% eða um ríflega 35 þúsund tonn. Það sé gersamlega óviðunandi. Friðrik segir að samkomulag Norðmanna við Færeyinga og ESB hafi í raun lítil áhrif á veiðar ís- lenskra skipa úr stofninum. Þeim verði eftir sem áður heimilt að veiða á Svalbarðasvæðinu, alþjóðalega hafsvæðinu eða Síldarsmugunni svo- kölluðu og í færeysku lögsögunni. Hann segir að afstaða Færeyinga í málinu komi hins vegar nokkuð á óvart, enda hafi þeir fram til þessa lýst sig mjög andvíga tillögum Norð- manna. „Vitanlega hefðum við viljað leysa þessi mál með Færeyingum og því er þessi afstaða þeirra mikil von- brigði. Hún hlýtur að hafa áhrif á samskipti þjóðanna í framtíðinni.“ Kærkomið tækifæri til að útkljá deiluna um Svalbarðasvæðið Íslensk skip veiddu um 126 þús- und tonn úr norsk-íslenska síldar- stofninum á síðasta ári, langmest innan Svalbarðasvæðisins eða 69 þúsund tonn en aðeins um 6 þúsund tonn innan norsku fiskveiðilögsög- unnar. Friðrik segir íslensk skip áfram eiga fullan rétt til veiða á Sval- barðasvæðinu, þrátt fyrir samning Norðmanna við Færeyinga og ESB. „Ef Norðmenn ætla að reyna að út- loka okkur frá veiðum á Svalbarða- svæðinu skapast kærkomið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld til að láta reyna á rétt okkar á svæðinu fyrir al- þjóðadómstólum,“ segir Friðrik. Ekki samið við Norð- menn á sömu nótum Framkvæmdastjóri LÍÚ segir samninga um norsk-íslensku síldina óviðunandi Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Íslensk skip munu eftir sem áður stunda veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum, þrátt fyrir samninga Norð- manna við Færeyinga og Evrópusambandsins um veiðar úr stofninum. UMBOÐS- og heildverslunin Austur- bakki hf. hefur keypt innflutnings- og dreifingarfyrirtækið I&D. Eigendur þess voru Esjuberg hf., Lýsi hf. og Þuríður Ottesen. Í tilkynningu frá Austurbakka seg- ir að vöruúrval I&D falli mjög vel að því vöruúrvali sem fyrir sé í dagvöru- deild fyrirtækisins, en I&D selur vít- amín, heilsu- og barnavörur til apó- teka og stórmarkaða. Sameining starfsemi I&D og Austurbakka fer fram í vikunni og munu allir starfs- menn I&D hefja störf hjá Austur- bakka. Segir í tilkynningunni að kaupverð- ið sé trúnaðarmál, en greitt verði með peningum og hlutabréfum í Austur- bakka hf. Viðmiðunargengi hlutabréf- anna er 36 krónur á hlut og mun Austurbakki nýta heimild frá síðasta aðalfundi um útgáfu á allt að 15% við- bótarhlutafjár. Eignarhlutur nýrra hluthafa eftir kaupin verður u.þ.b. 5% af heildarhlutafé í félaginu. Fram kemur í tilkynningunni að helstu vörur I&D séu Eplaedik og Bioflex frá Vello, Comodynes hreinsi- og brúnkuklútar frá ScanCare, barnavörur frá The First Year, vít- amín frá Vitabiotecs og hita-, kæli- og verkjakrem frá Menthalatum. I&D hefur einnig dreift vörum frá Colgate og Lýsi til apóteka. Sú starfsemi mun einnig flytjast til Austurbakka. Velta I&D samkvæmt ársreikningi 2002 er 93 milljónir að því er segir í tilkynningunni frá Austurbakka. Austurbakki kaupir innflutningsfyrirtæki KALDBAKUR fjárfestingarfélag hf. hefur selt öll hlutabréf sín í Íslensk- um aðalverktökum hf., 107.982.997 krónur að nafnverði, eða 7,71% hlut. Um miðjan nóvember síðastliðinn bauðst Kaldbakur hins vegar til að kaupa hlutabréf ríkisins í ÍAV, rúm- lega 39% hlut. Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir ástæð- una fyrir sölu Kaldbaks á hlutabréf- um sínum í ÍAV nú vera þá hvað gengi bréfanna hafi hækkað mikið að undanförnu. Kaldbakur hafi metið stöðuna þannig að skapast hafi gott sölutækifæri. Hann segir að engin akvörðun hafi verið tekin um aðrar fjárfestingar félagsins. Fleira væri ekki um þetta mál að segja. Gengi hlutabréfa í ÍAV var á bilinu 3,1–3,3 um miðjan nóvember síðast- liðinn, er Kaldbakur bauðst til að kaupa hlut ríkisins. Lokagengið síð- astliðinn föstudag var 3,72, en þann dag seldi Kaldbakur hlutabréf sín. Kaldbakur hefur því væntanlega fengið um 400 m.kr. fyrir hlut sinn. Í gær var greint frá því að Lífeyr- issjóðir Bankastræti hefðu síðastlið- inn föstudag keypt 57.989.997 krónur að nafnverði hlutafjár í ÍAV. Eign- arhlutur Lífeyrissjóða Bankastræti í ÍAV er nú 5,62% en var áður 1,48%. Kaldbakur selur allan hlut sinn í ÍAV SÖLUGENGI útboðs á 2,5% hlut ríkissjóðs í Landsbanka Íslands hef- ur verið ákveðið 3,73. Frá þessu var greint í tilkynningu til Kauphallar Íslands í gær. Byrjað verður að selja hlutabréf ríkissjóðs í Landsbankanum í gegn- um viðskiptakerfi Kauphallar Ís- lands klukkan 10 í dag. Ríkissjóður skuldbindur sig til að selja hlutabréf á verðinu 3,73 alla fimm daga útboðs- ins, þó ekki hærri fjárhæð en í boði er í útboðinu. Sölutímabilinu lýkur mánudaginn 3. mars næstkomandi kl. 16 en getur orðið styttra ef allt hlutaféð selst fyrir lok þess. Lokagengi hlutabréfa í Lands- bankanum í viðskiptum í Kauphöll- inni í gær var 3,80 og hækkaði um 1,9% frá síðasta föstudegi. Gengi í Lands- bankaútboði 3,73 HLUTVERKI norska Húsbankans verður breytt á næstunni, að því er Erna Solberg, ráðherra sveitar- stjórnarmála í Noregi, sagði í samtali við Aftenposten í gær. Hún segir að lán Húsbankans til byggingar nýrra íbúða verði eingöngu í boði fyrir þá sem þurfi mest á þeim að halda. Það verði hlutverk hins frjálsa lánamark- aðar að annast lánveitingar vegna annarra nýrra íbúða, eins og við eigi um lán til kaupa á notuðum íbúðum í Noregi. Húsbankinn norski lánar nánast eingöngu til nýbygginga. Ákveðin skilyrði um stærð íbúða, gæði og kostnað þurfa að vera uppfyllt fyrir veitingu slíkra lána. Lánin standa nú hins vegar öllum til boða. Erna Solberg segir í viðtalinu við Aftenposten að nýbyggingarlán Hús- bankans muni áfram gegna mikil- vægu hlutverki. Þau muni þannig væntanlega verða í boði fyrir hús- byggjendur á þeim stöðum á landinu þar sem markaðsverð er það lágt að aðrar lánastofnanir veita ekki lán þangað. Þá muni bankinn áfram veita lán til þeirra sem vegna sérstakra að- stæðna þurfi á aðstoð ríkisins að halda til húsbygginga. Ráðherrann segir að ríkisstjórnin vilji að á næstunni fari fram víðtækar umræður um hlutverk Húsbankans. Stefnt sé að því að frumvarp að nýjum lögum um bankann verði lagt fram í norska Stórþinginu næsta haust. Ekki sama þróun hér á landi Samtök banka og verðbréfafyrir- tækja hér á landi, SBV, kynntu í síð- ustu viku skýrslu um markaðsvæð- ingu húsnæðisfjármögnunar á Ís- landi. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans og formarður SBV, sagði á kynningarfundi við það tækifæri, að skýrslan væri innlegg í umræður um þessi mál. Í skýrslunni kemur fram að fyrir- komulag húsnæðislána hér á landi hafi ekki fylgt eftir þróun víðast hvar annars staðar í Evrópu. Almenn fjár- málafyrirtæki hafi víðast hvar yfir- tekið þennan þátt lánamarkaðarins að mestu leyti en ekki hér á landi. Norski hús- bankinn hættir að lána öllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.