Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLAND er í fimmta sæti af 82 ríkj- um yfir hæfni íbúa til að nýta mögu- leika upplýsingatækni (Networked Readiness Index, NRI). Finnar eru í fyrsta sæti. Íslendingar detta niður um þrjú sæti á listanum, sem World Economic Forum tekur saman. Þó er tekið fram að samanburður milli ára geti verið varhugaverður, vegna breytinga á mælikvörðum. Norðurlöndin eru öll nema Nor- egur á listanum yfir tíu efstu. Finn- land er sem fyrr segir í fyrsta sæti, Svíþjóð er í því fjórða og Danmörk í áttunda sæti. Noregur fellur úr fimmta sæti niður í það sautjánda. Ofarlega á mörgum sviðum Í yfirliti yfir undirvísitölur NRI- vísitölunnar kemur fram að Ís- lendingar eru víða ofarlega og efstir á nokkrum sviðum. Höfuð- undirvísitölur eru þrjár; vísitala um umhverfi upplýsingatækninnar (Environment Component Index), vísitala um hæfni til að nýta tæknina (Readiness Component Index) og vísitala um notkun (Usage Component Index). Þjóðin er í þriðja sæti í umhverfisvísitöl- unni, sjötta sæti í hæfnisvísitölunni og fimmta sæti hvað varðar notkun. Ísland er í fyrsta sæti þegar kemur að innviðum upplýsingatækninnar, sem er undirvísitala umhverfis- vísitölunnar fyrrnefndu. Íslendingar í fremstu röð í upplýsingatækni                                , & # .  & & ! &' &! ! "# $  !  % &'#!%( -  / (- & ) ) ) *) +) ,) -) .) /) )            -(  -(  -(  -(  -(  -(  -(  -(  -(  -( 0(( 12 3 (3 að til. „Við köllum þetta víðtæka sjúk- dómatryggingu til aðgreiningar frá því sem aðrir bjóða,“ sagði hann. Aðspurður hvort boðið verði upp á fleiri tegundir trygginga frá Swiss Life þegar fram líða stundir segir Guðlaugur að það liggi fyrir að úrvalið verði fjölbreyttara í fyllingu tímans og margs konar tryggingar komi til greina, t.d. aðrar útfærslur líftrygg- inga. „Til að byrja með völdum við BÚNAÐARBANKI Íslands býður nú viðskiptavinum sínum líf- og sjúkdómatryggingar frá svissneska tryggingafyrirtækinu Swiss Life en tryggingarnar eru hluti af þeirri stefnu bankans að bjóða heildarlausn- ir í fjármálum. Bætt er fyrir 35 alvar- lega sjúkdóma og tilfelli, sem er mun meira en aðrir á markaðnum bjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson, for- stöðumaður Lífeyris- og trygginga- þjónustu hjá bankanum, segir að það sé mikil búbót fyrir viðskiptavini bankans að samningur við Swiss Life hafi náðst en fyrirtækið er stærsta og elsta líftryggingafyrirtæki í Sviss með starfsstöðvar í 44 löndum. Boðið verður upp á greiðslu bóta vegna fráfalls eða 35 alvarlegra sjúk- dóma, sem að sögn Guðlaugs Þórs er mun víðtækari tryggingavernd en hefur verið til staðar hér á landi hing- þær vörur sem okkur fannst mest þörf fyrir á íslenskum markaði.“ Íslendingar vantryggðir Guðlaugur segir að Íslendingar séu almennt mjög vantryggðir. „Þó að menn séu tryggðir þá eru þeir tryggðir fyrir mjög lágum fjárhæðum og ástæðan er auðvitað sú að þetta hefur verið mjög dýr þjónusta. Við bjóðum hagstæð iðgjöld og viðskipta- vinir okkar hafa tekið þjónustunni mjög vel.“ Guðlaugur segir að Búnaðarbank- inn sé fyrsti bankinn sem bjóði við- skiptavinum sínum jafnframt full- komið yfirlit yfir tryggingar sínar á Netinu í gegnum heimabanka, en þar má m.a. sjá yfirlit yfir tryggingarupp- hæð, iðgjöld og greiðslusögu. Um 300 viðskiptavinir bankans hafa tryggt sig hjá Swiss Life síðan byrjað var að bjóða þjónustuna. Spurður segir Guðlaugur að það sé nauðsynleg forsenda þess að fá að kaupa þessar tryggingar, að vera í viðskiptum við Búnaðarbankann. Samið hefur verið við Trygginga- miðstöðina um að bankinn selji skaða- tryggingar frá þeim í umboðssölu þannig að viðskiptavinir þurfi ekki að fara nema á einn stað til að fá allar sínar tryggingar. Nýlega keypti VÍS 6% hlut í Bún- aðarbankanum. Hvernig snýr það að nýjum eigendum bankans að hann selji viðskiptavinum tryggingar frá einum helsta samkeppnisaðilanum? „Það er um ár síðan samið var við Tryggingamiðstöðina og síðan hafa þessar breytingar á eignarhaldi bank- ans orðið. Nú taka nýir eigendur við og á þessu stigi málsins er ekki hægt að tjá sig um hvernig þau mál þróast.“ Bætir fleiri sjúkdóma en aðrir Morgunblaðið/Jim Smart Búnaðarbankinn býður tryggingar frá svissneska fyrirtækinu Swiss Life HOLLENSKA fyrirtækið Royal Ahold NV, sem er eitt stærsta mat- vörufyrirtæki heims og á stórmark- aðakeðjurnar Giant og Stop & Shop í Bandaríkjunum, lækkaði í verði um tvo þriðju á hlutabréfamarkaði í gær. Lækkunin kom í kjölfar frétta um að hagnaður síðustu tveggja ára hefði verið ýktur í ársskýrslum um a.m.k. 500 milljónir dollara. Framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Cees van der Hoeven, og fjármála- stjóranum, Michiel Meurs, var sagt upp í gær. Stjórnarformaðurinn, Henny de Ruiter, tók við stöðu fram- kvæmdastjóra. Hann sagði að „óregla í bókhaldi“ hefði valdið því að hagn- aður hefði verið ofreiknaður. Mats- fyrirtækin Standard & Poor’s, Moody’s og Fitch lækkuðu öll láns- hæfismat Ahold vegna fréttanna. Endurskoðandinn „stendur við störf sín“ Stærstu hluthafar Ahold, Aegon NV, ING Groep NV og Fortis, lækk- uðu allir í verði á hlutabréfamörkuð- um í kjölfar tíðindanna. Deloitte & Touche Tohmatsu, næststærsta end- urskoðunarfyrirtæki í heimi, sér um endurskoðunarstörf fyrir Ahold. Fyr- irtækið lýsti því yfir að það „stæði við störf sín“ fyrir félagið. Alexander Dean, sjóðstjóri hjá Ís- landsbanka, segir að um mjög slæmar fréttir sé að ræða. Fjölmörg trygg- ingafélög eigi hlut í Ahold og vegna tapsins neyðist þau til að selja fleiri hlutabréf í eigu sinni, til að standast kröfur um lausafé. Það leiði aftur til enn frekari lækkana á markaði. Hollenskt risafyrir- tæki ofmat hagnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.