Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 15 ÍRAKAR hafa enn ekki greint frá því hvernig þeir hyggjast bregðast við kröfum Hans Blix, yfirmanns vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, þess efnis að þeir byrji að eyðileggja Al Samoud 2-eldflaugar sínar fyrir 1. mars. Er fullyrt í frétt The New York Times í gær að þeir vonist til að viðræður við vopnaeft- irlitsmennina um tæknilega hlið málsins geri að verkum að kröfunni verði ekki fylgt eftir. Ummæli Hoss- ams Mohammeds Amins, tengiliðs Íraksstjórnar við vopnaeftirlits- mennina, í fyrradag bentu þó til að Írakar gerðu sér ljóst að þeir yrðu á endanum að verða við kröfunni, en Amin gerði þá lítið úr mikilvægi flaugnanna. Blix fór á föstudag formlega fram á það í bréfi til íraskra stjórnvalda að flaugarnar yrðu eyðilagðar, en kom- ið hafði í ljós að þær draga lengra en 150 km. Skv. skilmálum ályktana ör- yggisráðs SÞ frá því eftir Persaflóa- stríðið 1991 mega Írakar ekki eiga svo langdrægar flaugar. Ekki hægt að treysta Írökum Þrátt fyrir að Írakar séu tregir til að farga eldflaugunum er talið lík- legt að þeir verði á endanum við kröfum Blix og sjálfur sagðist Blix í gær reikna með að Írakar hæfust senn handa. Frakkar hafa t.a.m. þegar krafist þess að Írakar fari að óskum Blix og Írökum er ljóst að hafni þeir kröfunni myndi það styrkja stöðu Bandaríkjamanna sem nú reyna að telja ríkin, sem eiga sæti í öryggisráði SÞ, á að samþykkja aðra ályktun, þar sem Írak er lýst brotlegt við fyrri ályktun ráðsins og þar sem veitt er heimild fyrir hern- aðaraðgerðum sökum þess. Amin sagði á sunnudag að eyði- legging flauganna myndi vitaskuld skerða varnarbúnað Írakshers, þó ekki þannig að það skipti sköpum. Hann sagði ekki hversu margar Al Samoud 2-flaugar Írakar ættu en í frétt The New York Times í gær kemur fram að sérfræðingar telji þær um eitt hundrað talsins. Blix segir í viðtali við tímaritið Time að ekki sé hægt að treysta Írökum til að afvopnast en aðeins ör- yggisráðið geti tekið ákvörðun um það hvenær binda eigi enda á vopna- eftirlit í Írak og grípa til annarra ráða til að tryggja afvopnun. „Auð- vitað er ekki hægt að treysta orðum þeirra. Hafi það einhvern tíma verið hægt þá glötuðu þeir í öllu falli öllum trúverðugleika árið 1991. Ég get ekki séð að breyting hafi orðið á síð- an þá,“ segir Blix í viðtalinu. Írakar tregir til að farga Al Samoud-eldflaugum Bagdad, Washington. AFP, AP. Reuters Hans Blix ræðir við fréttamenn í höfuðstöðvum SÞ í New York í gær. FYRSTA stóra tilraunin með bólu- efni gegn alnæmi hefur valdið von- brigðum en svo er samt að sjá sem það hrífi miklu betur á fólk af afr- ískum og asískum uppruna en á hvíta menn. Tilraunabóluefnið, aidsvax, er það fyrsta, sem reynt er á þúsundum manna, og voru miklar vonir bundn- ar við það. Niðurstaðan er samt sú eftir þriggja ára reynslu, að það dró lítið úr sýkingum almennt. Rétt rúmlega 5.000 manns tóku þátt í tilrauninni, aðallega samkyn- hneigðir karlmenn í Bandaríkjunum og sjálfboðaliðar í Kanada, Púertó Ríkó og Hollandi. Var tveimur þriðju þeirra gefið bóluefnið en hin- ir fengu lyfleysu. Útkoman var sú, að sýkingum fækkaði verulega með- al blökkumanna og fólks af asískum uppruna en ekki meðal hvítra manna eða fólks af suður-amerísk- um uppruna. Phillip Berman, aðstoðarforstjóri VaxGen, fyrirtækisins, sem fram- leiddi bóluefnið, sagði, að þrátt fyrir nokkur vonbrigði væri það uppörv- andi, að bóluefnið hefði haft áhrif á suma hópa, sem sýndi, að ónæm- isviðbrögð þeirra væru betri. Talsmaður annars fyrirtækis, Int- ernational Aids Vaccine Initiative (IAVI), sem einnig vinnur að gerð bóluefnis, dró hins vegar þessar ályktanir í efa og sagði, að um svo fáar sýkingar hefði verið að ræða í hópunum, hvort heldur meðal þeirra, sem fengu bóluefnið, eða hinna, sem fengu lyfleysuna, að lítið mark væri á þeim takandi. Auk þess hefir verið brýnt fyrir öllum þátt- takendum og þeim kennt að forðast áhættusamt líferni. Það hefði vafa- laust haft sín áhrif á niðurstöðuna. Talsmaður IAVI sagði, að þrátt fyrir þessa úkomu hjá VaxGen myndi IAVI halda áfram sinni vinnu við gerð bóluefnis. Það væri líklegast til að stöðva alnæmisfar- aldurinn en áætlað er, að um 15.000 manns smitist daglega af sjúkdómn- um. Bóluefni við alnæmi veldur vonbrigðum Virðist samt koma að gagni fyrir fólk af afrískum og asískum uppruna San Francisco. AFP. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, tókst í gær að mynda ríkis- stjórn í Ísrael eftir nokkurt þóf en hann fékk þá Shinui-flokkinn til liðs við sig. Þingmeirihluti stjórnarinnar er þó naumur, Sharon hefur aðeins tryggt sér stuðning sextíu og eins af 120 þingmönnum á ísraelska þinginu. Á sunnudag hafði Sharon skrifað und- ir stjórnarsáttmála við harðlínuflokk- inn NRP, sem er fylgjandi landtöku gyðinga á svæðum Palestínumanna, og var þá endanlega orðið ljóst að ekkert yrði úr þjóðstjórn með þátt- töku Verkamannaflokksins. Forystumenn Shas-bókstafstrúar- flokksins jusu í gær úr skálum reiði sinnar en samkomulag Sharons við Shinui-flokkinn þýddi að ekkert yrði af áframhaldandi stjórnarþátttöku Shas. Brotthvarf Shas þýðir að yfir- bragð stjórnarinnar verður heldur hófsamara en ella; ljóst er þó að hún verður töluvert til hægri. Shas-flokkurinn hefur 11 þingsæti en Shinui fór hins vegar úr sex þing- mönnum í fimmtán í kosningunum, sem haldnar voru í síðasta mánuði. NRP-flokkurinn hefur 6 þingmenn og Likud 40 en samanlagt gerir þetta tveggja sæta meirihluta í þinginu. „Sharon hefur svikið okkur. Hann ætlar að mynda ríkisstjórn með rusla- fötulýðnum,“ sagði Ovadia Yosef, andlegur leiðtogi Shas. Og Shlomo Benizri, sem nú lætur af embætti heil- brigðisráðherra, gekk svo langt að lýsa Tommy Lapid, leiðtoga Shinui, sem „svörnum óvini gyðingdóms“. Fá fimm ráðuneyti Samkomulag Sharons og Lapids tryggir Shinui fimm ráðherrastóla. Fær flokkurinn innanríkismál, dóms- mál, efnahagslegt uppbyggingar- starf, umhverfismál og vísinda- og tæknimál í sinn hlut. Þá verður Lapid sjálfur aðstoðarforsætisráðherra. Líklegt er talið að nýja stjórnin taki formlega við völdum á fimmtudag. Sharon hafði á sunnudag samið við NRP og sleit Amram Mitzna, leiðtogi Verkamannaflokksins, viðræðum við Likud-flokkinn í kjölfarið og sagði þær þýðingarlausar. Effi Eitam, leiðtogi NRP, sagði að Likud-flokkur Sharons hefði í viðræð- um um aðild flokksins að stjórn hans samþykkt að landnemabyggðir gyð- inga á Vesturbakkanum og Gaza- svæðinu yrðu stækkaðar. Flokkur Eitans hefur einnig lýst algerri and- stöðu við allar hugmyndir um sjálf- stætt ríki Palestínumanna. Mitzna hafði lýst því yfir að ekki kæmi til greina að ganga til liðs við stjórn undir forystu Sharons nema hann féllist á að leggja niður land- tökubyggðirnar á Gaza og fækka íbú- um á þeim sem reistar hafa verið á Vesturbakkanum. Ágreiningur Verkamannaflokksins og Likud um fjármögnun landnemabyggða leiddi til þess að síðasta samsteypustjórn Sharons féll í október. Sharon myndar stjórn Jerúsalem. AP, AFP. Ariel Sharon Tommy Lapid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.