Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 17 ROH Moo-Hyun tekur við embætti forseta Suð- ur-Kóreu í dag, staðráðinn í að efna loforð sín um að viðhalda friði á Kóreuskaga og breyta tengslunum við Bandaríkin þannig að meira tillit verði tekið til viðhorfa suður-kóreskra stjórn- valda. Roh er andvígur þeirri stefnu Bandaríkja- stjórnar að einangra Norður-Kóreu og telur hana geta leitt til stríðs. Hann hefur lofað að fylgja „sólskinsstefnu“ forvera síns, Kims Dae- Jungs, sem miðaðist að því að auka tengslin við Norður-Kóreu. Þessi stefna hefur sætt gagnrýni hægrimanna í Suður-Kóreu og aldrei notið fulls stuðnings George W. Bush Bandaríkjaforseta sem hefur sagt að Norður-Kórea myndi „öxul hins illa“ í heiminum ásamt Írak og Íran og ekki komi til greina að verða við kröfu stjórnarinnar í Pyong- yang um viðræður við Bandaríkin. Bush lýsti Norður-Kóreu sem „útlagaríki“ í síðasta mánuði en Roh sagði í viðtali við tímaritið Newsweek að líta ætti á norður-kóresku ráða- mennina sem samstarfsmenn en ekki glæpa- menn. „Ef við veitum þeim það sem þeir vilja fyrir alla muni – öryggi, eðlilega meðferð og efnahagslega aðstoð – verða þeir fúsir til að láta af kjarnorkuáformum sínum,“ sagði Roh. „Við ættum því ekki að koma fram við þá sem glæpa- menn, heldur sem samstarfsmenn í samningum.“ Hefur kúvent í afstöðunni til bandarískra hersveita Roh er 56 ára fyrrverandi lögfræðingur í mannréttindamálum, óreyndur í utanríkismálum og hefur aldrei farið til Bandaríkjanna. Hann hvatti eitt sinn til þess að bandarísku hersveit- irnar í Suður-Kóreu yrðu fluttar þaðan en segir nú að þær séu ómissandi. Roh bar sigurorð af Lee Hoi-Chang, 67 ára hægrimanni sem naut stuðnings Bandaríkja- stjórnar, í forsetakosningunum 19. desember. Nokkrum vikum áður höfðu tveir bandarískir hermenn í Suður-Kóreu verið sýknaðir af ákæru um manndráp af gáleysi eftir að hafa orðið tveimur stúlkum á táningsaldri að bana í bílslysi. Hundruð þúsunda manna mótmæltu sýknudómn- um á götum suður-kóreskra borga og talið er að málið hafi stuðlað að naumum sigri Roh í forseta- kosningunum. Eftir kosningarnar hefur hann lagt sig í fram- króka við að fullvissa bandaríska stjórnmála- menn og fjárfesta um að hann hafi ekki andúð á Bandaríkjunum. Hann tók meðal annars þátt í athöfn í höfuðstöðvum bandarísku hersveitanna í Suður-Kóreu nýlega og hefur talað um mikilvægi hálfrar aldar bandalags ríkjanna. Andvígur refsiaðgerðum Roh hefur þó sagt að Bandaríkjastjórn geti ekki búist við skilyrðislausri hollustu af hans hálfu og hann ætli ekki að skríða í duftinu fyrir henni. Þótt Bandaríkjastjórn segist vilja leysa deiluna um kjarnavopnaáætlun Norður-Kóreu með friðsamlegum hætti hefur hún ekki útilokað að gripið verði til efnahagslegra refsiaðgerða eða jafnvel hernaðaraðgerða gegn Norður-Kóreu. Roh hefur hins vegar sagt að refsiaðgerðir auki líkurnar á stríði og hann muni aldrei „leyfa“ árásir á Norður-Kóreu. Roh kveðst ekki ætla að hvika frá „sólskins- stefnunni“ þótt hún hafi sætt vaxandi gagnrýni eftir að skýrt var frá því að Norður-Kóreustjórn fékk 200 milljónir dollara, rúmlega 15 milljarða íslenskra króna, í leynilegar greiðslur, að því er virðist til að tryggja sögulegan fund leiðtoga ríkjanna í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu, fyrir tveimur árum. Kim og Roh koma úr sama flokki og andstæðingar þeirra segja að Norður-Kóreu- menn hafi ef til vill notað féð til að efla herinn eða jafnvel til að koma sér upp kjarnavopnum. Andstæðingar Roh lýsa honum sem hættu- legum róttæklingi sem hati Bandaríkin og suður- kóresk stórfyrirtæki. Þeir eru í meirihluta á þingi landsins og hafa krafist þess að sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka leyni- legu greiðslurnar. Roh hefur tilnefnt forsætis- ráðherra en andstæðingar hans hafa neitað að staðfesta tilnefninguna vegna deilunnar. Roh verður settur í embætti með minni við- höfn en gert hafði verið ráð fyrir vegna bruna í neðanjarðarlest sem kostaði yfir 130 manns lífið. Eftir athöfnina hyggst Roh ræða við Colin Pow- ell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um tengsl ríkjanna og Norður-Kóreumálið. Hyggst ekki skríða í duftinu fyrir stjórn Bush Nýr forseti Suður-Kóreu er andvígur þeirri stefnu að einangra N-Kóreu Reuters Roh Moo-Hyun sem sver embættiseið forseta Suður-Kóreu í dag. Hann er 56 ára gamall. ’ Roh er andvígur þeirristefnu Bandaríkjastjórnar að einangra Norður-Kóreu. ‘Seoul. AFP. COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær eftir við- ræður við kínverska ráðamenn í Pek- ing að Kínverjum væri það kappsmál að stuðla að lausn deilunnar um kjarnavopnaáætlun Norður-Kóreu- manna. Powell sagði á blaðamannafundi eftir fund með Hu Jintao, varafor- seta Kína, og Tang Jiaxuan utanrík- isráðherra að Kínverjar hefðu tekið að sér sáttaumleitanir í Norður-Kór- eu sem hann gæti ekki rætt opinber- lega. Powell reyndi einnig að fá Kín- verja til að styðja nýja ályktun í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna sem myndi heimila hernað í Írak ef stjórn Saddams Husseins neitaði að afvopn- ast. Afstaða Kínverja í málinu er mjög mikilvæg þar sem þeir eru með neitunarvald í öryggisráðinu. Powell kvaðst ekki hafa óskað eftir svari við því hvort Kínverjar myndu greiða at- kvæði með annarri ályktun þar sem hún hefði ekki enn verið lögð fram. Kínverjar hafa verið hlynntir því að vopnaeftirlitinu verði haldið áfram í Írak. Powell kvaðst vona að Írakar yrðu við kröfum öryggisráðsins. „Ef Írak- ar hlíta ekki ályktunum öryggisráðs- ins og neiti ráðið að grípa til aðgerða verður það dimmur dagur í sögu Sameinuðu þjóðanna.“ Aukið samráð við Kínverja Powell sagði að tengsl Bandaríkj- anna og Kína hefðu fengið „nýja vídd“, æðstu embættismenn ríkjanna hefðu nánara samráð sín á milli en áður, auk þess sem viðskipti ríkjanna hefðu aukist. „Auk þriggja funda á síðustu átján mánuðum hringir Bush oft í Jiang forseta og ég hitti Tang ut- anríkisráðherra næstum því aðra hverja viku og þess á milli ræði ég við hann í síma.“ Powell bætti við að þeir ræddu ýmis alþjóðleg úrlausnarefni, svo sem baráttuna gegn hryðju- verkastarfsemi í heiminum, ekki að- eins mál sem vörðuðu tvíhliða sam- skipti ríkjanna. Utanríkisráðherrann sagði þó að „bakslag“ hefði orðið í mannréttinda- málum í Kína og kvað Bandaríkja- stjórn hafa miklar áhyggjur af aftöku þekkts Tíbetbúa nýlega og handtöku um tólf kínverskra lýðræðissinna. Powell sagði að Kínverjum væri „ákaft um að gegna eins gagnlegu hlutverki og mögulegt er“ í Norður- Kóreumálinu. Bandaríkjamenn og Kínverjar myndu líta það „mjög al- varlegum augum“ ef Norður-Kóreu- menn reyndu að nota plúton í um- deildu kjarnorkuveri til að framleiða kjarnavopn. Bandaríkjamenn telja að Norður-Kóreumenn geti framleitt að minnsta kosti sex kjarnavopn á nokkrum mánuðum. Kínverjar hafa veitt Norður-Kór- eumönnum meiri aðstoð en önnur ríki og bandarískir embættismenn hafa sagt að kínverskir ráðamenn hafi ekki lagt nógu fast að Norður- Kóreumönnum að láta af kjarnorku- áformunum. Eftir blaðamannafundinn ræddi Powell við Jiang Zemin, forseta Kína, og hélt síðan til Suður-Kóreu þar sem hann verður viðstaddur embættistöku nýs forseta. Segir Kína kappkosta að leysa N-Kóreudeiluna Peking. AP, AFP. Reuters Vel fór á með þeim Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Jiang Zemin, forseta Kína, fyrir fund þeirra í Peking í gær. JUMA Mohammadi, iðnaðarráð- herra Afganistans, og sjö menn aðrir fórust í gær er Cessna-flugvél hrap- aði í sjóinn í Arabíuflóa undan strönd Pakistans. Flugvélin var að koma frá borginni Karachi í Pakistan. Auk Mohammadis voru með vél- inni ráðuneytisstjóri hans, tveir ráð- gjafar í ráðuneytinu, einn starfsmað- ur afganska utanríkisráðuneytisins, fulltrúi kínversks námafyrirtækis, starfsmaður fyrirtækisins, sem átti flugvélina, og flugmaðurinn. Ferðinni var heitið til Juzzak-hér- aðs í Balúkístan þar sem til stóð að huga að námaverkefnum. Fyrstu at- huganir á slysinu benda til, að flug- manninum hafi orðið alvarlega á í messunni. Afganskur ráðherra fórst Karachi. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.