Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐ og jöfn aðsókn var að skíða- svæðinu í Bláfjöllum á laugardag og að sögn Grétars Þórissonar, umsjónarmanns svæðisins, er nægur snjór enn í fjöllunum þrátt fyrir snjóleysið í borginni. Vegna hvassviðris var þó lokað í fjöll- unum í gær og á sunnudag en stefnt er að opnun á ný um leið og veður leyfir. Unnið var að uppsetningu nýrr- ar byrjendalyftu í Bláfjöllum í gær og bjóst Grétar við að hægt yrði að taka hana í notkun um næstu helgi. Verður það tólfta skíðalyftan í Bláfjöllum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nægur snjór á skíðasvæðunum Bláfjöll SKIPULAGS- og bygginganefnd Reykjavíkur hefur lýst sig jákvæða í garð umsóknar um að byggja fjögurra hæða íbúða- og hótelbygg- ingu á Laugavegi 22A í Reykjavík. Byggingin mun einnig innihalda verslunar- og þjónustuhúsnæði. Það er eignarhaldsfélagið GAM og verktakafyrirtækið Gerpir sem standa sameiginlega að bygging- unni. Um er að ræða viðbyggingu við bakhús sem er á lóðinni. Er áformað að láta húsið sjálft standa en ofan á það verði síðan byggðar þrjár hæðir. Í kjallara hússins verða geymslur og á fyrstu hæð þess verslun, sem gullsmíðaverkstæði Guðjóns A. Magnússonar verður rekið í, og veitingastaður þar sem kaffihúsið Kaffi Royal verður til húsa. Á annarri og þriðju hæð hússins er gert ráð fyrir að hafa eina íbúð og fjórar hótelíbúðir á hvorri hæð og loks verði þrjár íbúðir á fjórðu hæð þess. Alls verða því fimm tveggja herbergja íbúðir og átta hótelíbúðir, sem allar verða stúdíóíbúðir og á vegum Hótels Fróns, í húsinu. Þá er sótt um leyfi til að rífa framhús byggt árið 1888 á sömu lóð. Kemur fram í fundargerð nefnd- arinnar að skipulagsferli vegna hótelbyggingarinnar er ólokið. Umsóknin var tekin fyrir á fundi skipulags- og bygginganefndar síð- astliðinn miðvikudag og var af- greidd á þann hátt að nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði leyfi fyrir byggingunni eftir að teikningar að henni hafa verið lag- færðar. Hönnuður byggingarinnar er Gunnar Rósinkranz í samvinnu við teiknistofuna Arkþing. Íbúðir og hótel verði á Laugavegi 22A Miðborg Framhlið byggingarinnar eins og hún mun snúa að Laugavegi. Hægra megin við hana er Laugavegur 22 en Laugavegur 24 vinstra megin. STEFNT er að því að koma á lagg- irnar 10–11-verslun á Stúdentagörð- um við Eggertsgötu en Félagsstofn- un stúdenta (FS) og forsvarsmenn verslunarkeðjunnar hafa undirritað samkomulag þar um. Gangi áætl- anirnar eftir má búast við að versl- unin verði opnuð næsta haust. Að sögn Guðrúnar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra Stúdentagarð- anna, yrði verslunin á Eggertsgötu 24, sem nú er í byggingu, en það er síðasta fjölbýlishúsið sem byggt verður á svæði Stúdentagarðanna. Í byggingunni verða að öðru leyti 124 einstaklingsíbúðir og hafa 52 þeirra þegar verið teknar í notkun. Nú er unnið að innréttingu þriðja áfanga hússins en gert er ráð fyrir að fjórði áfanginn og jafnframt sá síðasti verði afhentur í haust. „Það var alltaf meiningin að koma upp einhverri þjónustu á stúdenta- garðasvæðinu og upphaflega voru ýmsar hugmyndir í því sambandi,“ segir Guðrún en eina þjónustan sem fyrir er á svæðinu er fólgin í rekstri leikskóla á vegum FS annars vegar og Reykjavíkurborgar hins vegar. „Þessar hugmyndir hafa síðan verið skornar talsvert niður, meðal ann- ars vegna þess hversu dýrt er að taka húsnæði undir þetta, en versl- unin hefur alltaf verið inni í mynd- inni.“ Guðrún segir að ákvörðunar um hvort verði af verslunarrekstrinum sé að vænta í mars. Gangi hug- myndirnar eftir verður þetta í fyrsta sinn sem kjörbúð verður rek- in innan stúdentagarðasvæðisins. „Í dag búa þar á milli 700 og 800 manns og þegar þetta hús klárast í haust verða þarna um 900 manns. Auk þess liggur Litli Skerjafjörður að svæðinu en á því er lítil sem eng- in þjónusta – reyndar held ég að það sé ekki verslun í öllum Skerja- firðinum.“ Margir íbúa ekki á bíl Hún er ekki í vafa um að mikil þörf sé á verslun af þessu tagi. „Þetta er orðið löngu tímabært því mikið af því fólki sem býr þarna er ekki á bíl og það er langt í næstu búð. Það er ekki nokkur spurning um að þetta mun létta því lífið þannig að við verðum eiginlega að láta þetta rætast.“ En af hverju hefur verslun ekki verið komið á laggirnar fyrr á svæð- inu? „Það eru ýmsar ástæður fyrir því,“ segir Guðrún. „Við höfum kannski ekki verið með nægilega heppilegt húsnæði undir þetta því þetta þarf að vera sérstaklega útbú- ið með mikilli lofthæð, góðri að- komu og svo framvegis. Þegar hverfið sem slíkt var hannað var gert ráð fyrir að það yrði þjónusta í þessu tiltekna húsi og önnur hús á þessu svæði voru einfaldlega ekki hugsuð sem þjónustueining. Svo var þetta hús síðast í byggingu og þess vegna er þetta að koma fyrst inn núna.“ Hún segist vonast til að verði af verslunarrekstrinum geti hann haf- ist í haust enda sé stefnt að því að verktakar skili síðasta hluta hússins í ágúst, þar með töldum þeim hluta sem verslunarrýmið verður í. Kjörbúð komi næsta haust á Stúdentagarða Vesturbær Morgunblaðið/Árni Sæberg Gert er ráð fyrir að verslunarreksturinn verði í vestari enda hússins á Eggertsgötu 24 en pláss verður fyrir lager í kjallara hússins. TÍU tilboð bárust í gerð gatna og veitna í 1. áfanga Vatnsendalands – Hvörf V en tilboðin voru lögð fram á fundi bæjarráðs Kópavogs síðastlið- inn fimmtudag. Lægsta tilboðið í gatnagerðina átti E.K. vélar ehf. og hljóðaði það upp á tæpar 94,5 millj- ónir króna. Lægsta tilboðið í veiturn- ar átti hins vegar Fleygtak ehf. og hljóðaði það upp á 16 milljónir króna. Kostnaðaráætlun bæjarins vegna gatnagerðarinnar var rúmar 137 milljónir en hæsta tilboðið hljóðaði upp á tæpar 150,5 milljónir króna. Sé litið til gerðar veitnanna var kostn- aðaráætlunin rúmar 23 milljónir er hæsta tilboðið í þær var tæpar 29 milljónir. Bæjarráð frestaði því á fundi sín- um að taka afstöðu til tilboðanna. Tíu tilboð í gatnagerð og veitur Vatnsendi EINAR Sveinbjörnsson, fulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Garðabæjar, vill að boðað verði til samráðs- og kynningarfundar með íbúum Ása- og Grundahverfa um staðsetningu nýs grunnskóla. Til- laga hans þar að lútandi var felld í bæjarstjórn á fimmtudag. Valið stendur milli tveggja stað- setninga fyrir skólann, annars vegar á hluta lóðar Héðins við Stórás og hins vegar á svokölluðu Sjálandi, þar sem nýtt bryggjuhverfi mun rísa á uppfyllingu í Arnarnesvoginum. Í greinargerð með tillögu Einars, sem hann lagði fram á bæjarstjórnar- fundi á fimmtudag, segir að þessir tveir staðsetningarkostir hafi komið svipað út í forgangsröðun sem gerð var á íbúaþingi í Garðabæ síðastliðið haust. Segir hann þó galla að afar fáir íbúar hafi tekið þátt í þessari for- gangsröðun á íbúaþinginu og mikil- vægt sé að almenningi verði gefinn kostur á að hafa áhrif á þróun máls- ins. „Nú er rétti tímapunkturinn til að kalla eftir samráði við íbúa hverf- isins þegar tveir heppilegir kostir á staðsetningu liggja fyrir ásamt út- færslu mannvirkja, aðkomu og gönguleiðum,“ segir í greinargerð- inni. Hönnun þurfi að hefjast á næstunni Sem fyrr segir var tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn þremur. Segir í bókun bæjarstjóra vegna málsins að náið samráð hafi verið haft við íbúa Garðabæjar um stað- setningu skóla fyrir Ásahverfi og Sjáland, m.a. á fyrrgreindu íbúa- þingi þar sem niðurstaðan hafi verið sú að bæði Héðinslóðin og lóðin á Sjálandi kæmu til greina. „Nú liggja fyrir kostir og gallar hvorrar lóðar fyrir sig. Hönnun skólans þarf að hefjast á næstunni til að hann geti verið risinn haustið 2005. Því er mik- ilvægt að bæjarstjórn tefji ekki mál- ið heldur taki ákvörðun um staðsetn- ingu skólans á næstu dögum,“ segir í bókuninni. Vill fund með íbúum um stað- setningu skóla Bæjarstjóri segir mikilvægt að tefja ekki málið heldur taka ákvörðun Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.