Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 21 FEBRÚARMÁNUÐUR hefur verið einstaklega vindasamur og hvert hvassviðrið rekið annað. Göngu- klúbburinn á Þórshöfn og nágrenni hélt sínu striki þrátt fyrir strekk- ingsvind og ákvað að heimsækja eyðibýlið Kumblavík sem er á aust- anverðu Langanesinu. Farið var á jeppum að eyðibýlinu Hrolllaugsstöðum en þangað var ágætt jeppafæri þótt leiðindahlið- arhalli væri á hjarninu þegar ekið var yfir Heiðarfjall. Frá Hrolllaugsstöðum var gengið af stað yfir í Kumblavík og gekk greitt því göngufólk fékk meðvind á þeirri leið sem er um 3 kílómetr- ar. Kumblavík fór í eyði árið 1946 en jörðin var kostarýr; landið grýtt og erfitt til ræktunar. Þarna er góð- ur reki eins og víðast hvar á Langa- nesi en vegna hárra sjávarbakka hefur ekki verið auðvelt að bjarga timbri. Bærinn var byggður mjög framarlega á bakkanum og þætti líklega ekki öruggt bæjarstæði í dag; þó er ekki vitað um að nein slys hafi orðið þarna á fólki eða að börn hafi farið fram af þessum háu bökk- um rétt við bæjardyrnar. Landbún- aður og fiskveiðar voru lifibrauð Kumblavíkurbænda í gegnum tíð- ina en hafnleysa hefur þó löngum háð útvegsbændum á Langanesi. Hvílst var nokkra stund í Kumblavík og fylgst þar með fálka á flugi en sá fugl sést víða á Langa- nesinu og keppir grimmt við mann- inn um rjúpuna. Mjög gott er að ganga um Langa- nesið og framundan er það verkefni að merkja þar gönguleiðir, þó að ekkert jafnist á við það að ganga um með kunnugum sem þekkir alla sögu, eyðibýli og örnefni. Langnes- ingurinn Óli Ægir Þorsteinsson er flestum kunnugri á þessum slóðum og félagar hans í gönguklúbbnum komu ekki að tómum kofunum þar. Eftir að hafa gleymt sér stundar- korn í gamla tímanum í Kumblavík lá leiðin aftur að Hrolllaugsstöðum en nú í mótvindi og særoki svo bakaleiðin varð heldur seinfarnari en ákaflega hressandi. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Hvílst í skjóli við Kumblavíkurbæ og gamlar sagnir rifjaðar upp. Langanesganga í særoki Þórshöfn HÉRAÐSMÓT HSÞ í frjálsum íþróttum, innanhúss, fór fram í Íþróttahöllinni á Húsavík fyrir skömmu. Þar tóku þátt um hundrað keppendur frá níu aðildarfélögum HSÞ og tókst mótið mjög vel í alla staði. Bestum árangri mótsins náði Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, Völsungi, er hún setti héraðsmet í 800 metra hlaupi í flokki 13 ára telpna. Sigrún Björg hljóp 800 metrana á 2.55,80 sekúndum og bætti þar með met Völu Drafnar Björnsdóttur um tæpar 5 sekúndur. Ungmennafélagið Efling úr Reykjadal bar sigur úr býtum í stigakeppni félaga með þó nokkr- um yfirburðum. Efling hlaut 406 stig sem tryggðu þeim sigur sjö- unda árið í röð, í öðru sæti urðu Völsungar með 305,5 stig og í þriðja sæti Ungmennafélagið Ein- ingin úr Bárðardal með 163,5 stig. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, frjálsíþróttamaður Húsavíkur 16 ára og yngri árið 2002, náði bestum árangri á héraðsmóti HSÞ innan- húss í frjálsum íþróttum. Sigrún Björg með bestan árangur Húsavík ÞAÐ voru fjölmargir sem lögðu leið sína í félagsheim- ilið í Ólafsvík þegar trú- félagið Krossinn kom þang- að ásamt fríðu föruneyti. Var mikil gleði og ham- ingja sem áhorfendur urðu vitni að er tónlistarhópurinn GIG var með gospeltónleika, sem vöktu mikla hrifningu, voru áhorfendur greinileg djúpt snortnir yfir fallegri músík og mikilli innlifun hópsins er söng fjölmörg lög. Gunnar Þorsteinsson pre- dikaði, og einnig komu fram tveir ungir menn sem lýstu baráttu sinni við fíkniefna- drauginn og áfengisneyslu sína, en þeir hafa losnað úr viðjum þessara efna með að- stoð guðs. Í lok samkomunnar gafst gestum tækifæri á koma fram til fyrirbæna, og taka á móti Jesú Kristi inn í sitt líf. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Krossinn með gosp- eltónleika Ólafsvík MÁNAÐARLÖNGU enskunám- skeiði sem haldið var í Ólafsfirði er nýlokið. Nemendur voru 62 og voru þeir frá flestir Ólafsfirði eða rúm- lega 50, en aðrir frá Dalvíkurbyggð. Konur voru í miklum meirihluta. Yngsti nemandinn er fæddur 1984 en sá elsti árið 1924 og var því ná- kvæmlega sextíu ára aldursmunur á þeim. Nemendum var skipt í sjö hópa eftir getu, en áður en námskeiðið hófst fóru allir í viðtal þar sem kunnátta var metin. Var námskeiðið haldið á vegum Enskuskólans í Reykjavík. Það var eiginlega tilviljun að námskeið þetta var haldið í Ólafs- firði, en það var fyrir tilstilli Ólafar Garðarsdóttur að sú varð raunin. Hana langaði sjálfa á slíkt nám- skeið, sá það auglýst á Akureyri, en vildi helst af öllu fá það heim í Ólafsfjörð. Eftir að hafa talað við Enskuskólann varð þetta niðurstað- an og kennari að nafni Susannah Hand, sem hafði dvalið um eins árs skeið í Reykjavík, og síðar á Ak- ureyri, fékkst til að koma til Ólafs- fjarðar. Hún hafði ætlað sér alla leið aust- ur á Egilsstaði, en kom hingað frek- ar. Hér líkaði henni afskaplega vel og fannst notalegt að dvelja í litlum firði. Hún fór meira að segja á þorrablót Kvenfélagsins og smakk- aði á íslenskum mat; ekki líkaði henni allt sem var á matseðlinum, fannst sumt gott en annað hræði- legt, eins og hún orðaði það. Leið hún þó ekkert hungur meðan á dvölinni stóð. Susannah Hand er mannfræðing- ur að mennt en er frá New York í Bandaríkjunum. Hún kom til lands- ins 9. september 2001. Aðeins tveim dögum síðar dundu ósköpin yfir í New York þegar hryðjuverkamenn flugu á turnana tvo. Faðir Susann- ah er slökkviliðsmaður í New York og óttaðist hún um líf hans. En síð- ar kom í ljós að hann slapp ómeidd- ur. Susannah dvaldi í Reykjavík í eitt ár en kenndi einnig á Selfossi og Akureyri. Hún er búin að gera víð- reist, hefur m.a. kennt í Ekvador og Taílandi, og talar auk þess spænsku reiprennandi. „Þetta tókst bara hreint ágætlega og ég er mjög ánægð,“ sagði Ólöf Garðarsdóttir. „Það tókst að halda hér námskeið, sem var aðalmark- miðið, og ég veit ekki betur en að fjöldi manns hafi hætt við á síðustu stundu, svo það er góður grundvöll- ur til að halda fleiri námskeið. Við héldum upp á námskeiðslok á Glaumbæ, slógum þar upp eins kon- ar ensku partíi og það var voðalega gaman. Við nemendurnir gáfum Susannah þríkross og þótti henni afar vænt um þá gjöf, sagði hún að krossinn myndi minna hana alla tíð á Ísland. Ég held líka að hún hafi tekið sérstöku ástfóstri við landið og ekki síður við þennan litla fjörð, Ólafsfjörð. Hún fékk líka að prófa ýmislegt í fyrsta sinn á ævinni, til að mynda fór ég með hana á vél- sleða upp á toppinn á Ósbrekku- fjalli.“ Vel heppnað ensku- námskeið í Ólafsfirði Morgunblaðið/Helgi Jónsson Frá vinstri: Susannah Hand, enskukennari frá New York, Ólöf Garðars- dóttir, Jóna Berg, Brynja Júlíusdóttir, Klara Arnbjörnsdóttir, Jörgína Ólafsdóttir, Gunnlaug Kristjánsdóttir og Una Matthildur Eggertsdóttir, sem var reyndar yngsti nemandinn á námskeiðinu. Ólafsfjörður Sendum grænmetismat í hádeginu til fyrirtækja Sími 552 2028 fyrir hádegi RAFMÓTORAR ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR w w w .d es ig n. is © 20 02 Skeifunni 2 108 Reykjavík Sími 530 5900 www.poulsen.is Bikiní - BCD skálar Sundbolir Strandpils COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575 BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Vantar þig gervi fyrir grímuballið? Hárkollur • Trúðanef • Gervinef • Tannlakk Gerviskegg • Gerviaugnhár • Lithársprey Leikhúsfarði • Gervitennur • Gervieyru Gerviskallar • Gerviblóð • Gervihor Sendum í póstkröfu! Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974 Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.