Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 23 Stórsekkir Helstu gerðir á lager. Útvegum allar stærðir og gerðir. Tæknileg ráðgjöf. HELLAS ehf. Skútuvogur 10F, Reykjavík, símar 568 8988, 892 1570, fax 568 8986. e-mail hellas@simnet.is HELLAS FLAUTUSÓNÖTUR J.S.Bachs verða fluttar í heildsinni á Tíbrár-tónleikum íkvöld og annað kvöld í Salnum í Kópavogi kl. 20. Flytj- endur eru Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og bandaríski sembal- leikarinn Jory Vinikour. Um er að ræða sjö sónötur fyrir flautu og sembal, auk Partítu í a-moll fyrir einleiksflautu. „Við Jory höfum unnið saman áð- ur, fyrst í New York þegar við vor- um þar bæði við nám, en svo hitt- umst við í París. Þá vorum við bæði flutt þangað og unnum saman þar. Ég hafði lengi velt fyrir mér þeirri hugmynd að gaman væri að sökkva sér niður í þessar sónötur, allar í einu. Það hefur líka verið mjög lær- dómsríkt að spila með Jory, af því að hann kemur úr barokktónlist- arheiminum og hefur allt aðra sýn á þessa tónlist en ég. Mér finnst ég eiginlega vera búin að fá námskeið í leiðinni í þessum sónötum!“ segir Áshildur. Hún segir sónötur Bachs vera nokkuð sem flautuleikarar fáist við allan sinn feril, og hún hafi leikið all- ar sjö sónöturnar, auk partítunnar, áður. „Partítan er til dæmis verk sem maður er að kljást við alla sína ævi, en ég veit ekki hvort maður nær henni nokkurn tíma alveg á vald sitt. Bach er mjög krefjandi fyrir flautuleikara, það er eins og hann geri ekki ráð fyrir að það sé blásari sem á að leika. Það eru til dæmis hvergi staðir til að anda, þannig að maður er því alla ævi að reyna að finna einhverja leið.“ Tvær tegundir sónatna Að beiðni blaðamanns útskýrir semballeikarinn Jory Vinikour stuttlega hvers konar tónlist flautu- sónötur Bachs eru. „Þetta er kamm- ertónlist, innileg, sem snýst mikið um samtal milli hljóðfæranna tveggja, sembalsins og flautunnar. Partítan er líka mjög sérstakt stykki, þar sem hún er dæmi um mjög dramatískan einleik,“ segir hann og Áshildur tekur undir. „Són- öturnar eru tvenns konar,“ heldur hann áfram. „Annars vegar þannig að semballhlutinn er skrifaður út fyrir báðar hendur, líkt og í einleiks- tónlist. Hins vegar þannig að ein- ungis bassalínan er skrifuð út fyrir sembalinn, sem er mjög algeng að- ferð í barokktónlist,“ segir hann og Áshildur skýtur íslenska hugtakinu inn: Tölusettur bassi. „Þá eru skrif- aðar tölur, sem segja semballeik- aranum hvaða hljóma hann á að leika. Það má segja að þarna sé eins konar upphaf djassins – þar sem ramminn er gefinn, en spunnið í kring. Þessar tvær tegundir sónatn- anna eru mjög ólíkar,“ segir hann. Áshildur bætir við að góður semb- alleikari geti þannig nýtt sér and- rúmsloft kvöldsins í verkinu. „Ég hef alla trú á Jory í þannig vinnu,“ segir hún og hlær. Þau segja Bach hafa skrifað mikið út af spuna og skreytingum sem voru algengar í tónlist þessa tíma, og í raun sé flautuleikaranum ekki gefið mikið svigrúm fyrir neitt slíkt, ólíkt semb- alleikaranum. „Það þarf nánast ekki að bæta neinu við. Sum önnur tón- skáld þessa tíma gefa einleikaranum mikið svigrúm, en Bach er í raun alls ekki þannig.“ Það þykir nokkur viðburður í ís- lensku tónlistarlífi að flaututónlist Bachs í heild sinni hljómi á tveimur kvöldum. Áshildur segist þó muna til þess að slík dagskrá hafi áður verið flutt hér á Íslandi, þá af Man- uelu Wiesler og Helgu Ingólfs- dóttur. „En þetta er ekkert sem maður gerir oft, þó þetta sé skemmtilegt og mjög lærdómsríkt. Mér finnst ég alveg geta sagt í dag að þessi verk séu það besta sem skrifað hefur verið fyrir flautu – ef maður getur notað þau orð. Að minnsta kosti getur ekkert verið betra en þær, bara verið öðruvísi. Engin sónata Bachs er heldur betri en önnur, þær eru bara ólíkar,“ seg- ir hún að lokum. Hvalreki fyrir Ísland Áshildur Haraldsdóttir nam flautuleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan háskóla- prófum frá The New England Conservatory of Music, Juilliard skólanum í New York og Konserv- atoríinu í París. Hún hefur unnið til verðlauna í fjórum alþjóðlegum tón- listarkeppnum og hljóðritað fjóra einleiksgeisladiska. Auk þess að koma reglulega fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands hef- ur hún leikið einleik með hljóm- sveitum í Ameríku, Evrópu og Afr- íku. Jory Vinikour vann til fyrstu verðlauna í alþjóðlegu harpsichord keppnunum í Varsjá (1993) og Prague (1994). Við þessa viðburði hófst ferill hans sem einleikari en hann hefur til dæmis komið fram með Rotterdam Fílharmóníunni, Flanders Óperu Fílharmóníunni, Ensemble Orchestre de Paris og Fílharmóníu Franska útvarpsins. Undanfarið hefur orðspor Jorys sem meðleikara aukist mjög, t.d. fyrir leik sinn með söngkonunni Anne Sofie von Otter. Geisladiskur hans með Goldberg-tilbrigðunum eftir Bach sem Delos International gaf út árið 2001 hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og var valinn einn af 10 bestu diskum ársins af Chicago Tribune-dagblaðinu. Kristinn Sigmundsson óperu- söngvari hefur fengið sér miða á tónleikana, en að hans sögn er Vinikour einn færasti semballeikari heims um þessar mundir. „Við unn- um saman fyrir tveimur árum í Par- ís og hann er mikill snillingur, að mínum dómi. Hann er með magn- aðri músíköntum sem ég hef kynnst,“ segir Kristinn. „Allir sem hafa eyru og eitthvað á milli þeirra ættu að fara og hlusta á hann og Ás- hildi, sem eru frábær, bæði tvö. Það er hvalreki fyrir okkur að fá hann hingað.“ Það er engin flaututónlist betri en sónötur Bachs Morgunblaðið/Sverrir Áshildur Haraldsdóttir og Jory Vinikour leika öll verk Bachs fyrir flautu og sembal á tvennum tónleikum. Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari og Jory Vinikour semballeikari flytja flautusónötur J.S. Bachs í heild sinni á tvennum tónleikum í Salnum í kvöld og á morgun. Inga María Leifsdóttir hitti þau að máli og fræddist um flaututónlist meistarans. ingamaria@mbl.is Að spila á píanó eftir eyranu 2. hefti og Blokkflautuleikur 1. hefti eru nótnabækur eftir Björgvin Þ. Valdi- marsson, ætlaðar byrjendum. Að spila á píanó eftir eyranu 2. hefti, er framhald af 1. hefti samnefndrar bókar. Í nýja heftinu spanna laglínurnar meira tónsvið, hljómarnir eru notaðir á fjölbreytilegri hátt og pedalnotkun hefst. Markmiðið er að lestur hljóma- bókstafa, að „pikka upp“ laglínur og hljóma, þ.e. að spila eftir eyranu (eftir minni), að pinna stef, að semja tónlist og aðrir skapandi þættir verði jafn- sjálfsagðir þættir í kennslunni eins og það að læra nótnalestur. Blokkflautu-leikur 1. hefti er hugsuð fyrir 7–8 ára nemendur sem leggja stund á blokkflautuleik. Útgefandi er nótnaútgáfa B.Þ.V. Uppsetningu og útlit sá höfundur um, en yfirlestur var í höndum Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Bækurnar eru prentaðar hjá Offsetfjölritun. Tónlist Skaftfellingur er kominn út og er það fimmtándi ár- gangur héraðsrits- ins. Skaftfellingur flytur að vanda efni úr Austur-Skafta- fellssýslu. Meðal greina er umfjöllun um Þórbergssetur og Vatnajökuls- þjóðgarð eftir Þorbjörgu Arnórsdóttur skólastjóra, Eyjólfur Guðmundsson skólameistari skrifar um Nýherjabúðir, Inga Jónsdóttir myndlistarmaður um Jöklasetur og Rannveig Ólafsdóttir for- stöðumaður um Háskólasetur á Hornafirði. Bjarni F. Einarsson forn- leifafræðingur skrifar um Borgarklett, Gunnþóra Gunnarsdóttir blaðamaður um fjármögnun mannvirkja á Skeið- arársandi, Sigurður Björnsson á Kví- skerjum fjallar einnig um Skeið- arársand í tveimur greinum og segir þar að auki frá Eymundi Jónssyni frá Dilksnesi. Unnur Kristjánsdóttir frá Lambleiksstöðum segir frá hrakn- ingum í Hornafjarðarfljótum og einnig rafstöðinni á Viðborði, Bjarni Jak- obsson rafvirki gerir gömlu rafstöðinni í Skaftafelli skil og endurbyggingu hennar, Kristín Gísladóttir kennari seg- ir frá hrakningum ungmenna á Skarðs- firði, og birt er brot úr endurminningum Jónínu Brunnan húsmóður frá uppvaxt- arárum hennar í Hvamminum á Höfn. Formála skrifar Hermann Hansson. Útgefandi er Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Prentsmiðja Horna- fjarðar annaðist umbrot og prentun. Héraðsrit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.