Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUÐ er um liðið síðan Ólafur Árni hefur haldið tónleika hér á landi en hann hefur um ára- bil starfað erlendis. Samkvæmt efnisskránni eru aðalviðfangsefni hans ítalskar óperur enda er frá- bær rödd hans og tækni sniðin fyr- ir þann söngmáta sem einkennir meginið af óperum stórtónskáld- anna ítölsku. Ólafur Árni hóf tónleikana á fjórum íslenskum lögum, Ave Mar- iu, eftir Sigvalda Kaldalóns, Vögguljóði, eftir Sigurð Þórðarson og tveimur lögum eftir Eyþór Stef- ánsson, Lindinni og Bikarnum. Það er mikill leikur í Ólafi Árna og gerði hann það sem er frekar óvenjulegt af íslenskum söngvur- um, að leiktúlka innihald kvæðanna áður en lagið hófst, til að skapa laginu rétta stemningu og einnig söng hann lögin af mikilli tilfinn- ingu, sérstaklega Vögguljóð Sig- urðar, sem hann söng mjög veikt og fallega og Bikarinn, eftir Eyþór, með miklum tilþrifum í söng og leik. Söngur, sem söngv- arar á öllum stigum reyna sig við, er Caro mio ben, eftir Gius- eppe Giordano (1753– 98). Þrír tónlistar- menn bera ættarnafn- ið Giordano, auk Guiseppe, höfundar Caro mio ben og heita Tommaso (1730–1806) er starfaði í London og Umberto (1867– 1948) en hann var höf- undur óperunnar Andrea Chénier. Ólaf- ur Árni söng þetta lag af þokka og það var einnig mjög skemmtilegt að heyra hann syngja Ó sole mio, við texta á mállýsku Napólibúa. Sem framhald af ónákvæmni í efnisskrá er álitamál hvort Fred Raymond, sem er titlaður höfundur aríu undir heitinu, Schau einer schönen frau nie zu tief in die aug- en, er ef til vill úr óperunni Ray- mond, eftir Ambroise Thomas (1811–96) en hann samdi margar gamanóperur og starfaði í París. Svo sem í fyrri viðfangsefnum var söngur Ólafs Árna góður og sér- staklega í Blómaaríunni úr Carm- en, eftir Bizet, sem hann söng á þýsku, en hann mun syngja hlut- verk don Jose í stórri sýningu í Þýskalandi á næst- unni. Eftir hlé voru stóru aríurnar, Ah si ben mio, og Di quella pira, sem báðar eru úr III. þætti óperunnar Il Trovatore, eftir Verdi, sem Ólafur Árni söng með bravúr, sérstak- lega þá seinni, þó síð- asti tónninn væri helst til snubbóttur. Tvær aríur eftir Pucc- ini voru lokaverkefni tónleikanna. Addio fi- orito asil, úr Butterfly og Nessum dorma, andvökuarían úr Turandot, sem Ólafur Árni söng aldeilis vel. Hljómmikil og glæsileg rödd Ólafs Árna mun njóta sín best með hljómsveit svo sem heyra mátti í Di quella pira en þar lét Ólafur Vignir heldur betur heyrast í pí- anóinu, en hann átti mikinn þátt í ágætum tónleikum Ólafs Árna. Ís- lenska óperan mætti huga að því að fá Ólaf Árna til starfa því hon- um er ekki aðeins létt um að syngja, heldur hefur til þess mjög góða rödd og hefur aflað sér mik- illar söngreynslu og syngur hvell- hreint. Hljómmikil og glæsileg rödd TÓNLIST Íslenska óperan Ólafur Árni Bjarnason og Ólafur Vignir Al- bertsson fluttu íslensk og erlend sönglög og aríur. Sunnudagurinn 23. febrúar 2003. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ólafur Árni Bjarnason Jón Ásgeirsson SAFARÍK síðrómantík, hógsæt af haustþroska sem Liebfraumilch- þrúgur lesnar fram í frost, var meg- inyfirbragð tónleika Ármanns Helgasonar og Miklósar Dalmay á þriðjudag, þar sem fremst fóru nokkur þekktustu verk klarínettbók- mennta. Þar á meðal tvímælalaust hin þrjú Fantasíustykki Schumanns frá 1851 í upphafi, og í lokin sú seinni af tveim meistarasónötum Brahms fyrir klarínettsnillinginn Richard Mühlfeld – þann er tendraði Jóhann- esi tónsköpunarlegt indjánasumar 1891 einmitt þegar sá ætlaði að setj- ast í helgan stein. Varla síður þekkt var ævikveldssónata Poulencs frá 1962, eða ætti a.m.k. ekki að vera það. Sama gilti um smærri liðina, Fyrstu (og einu) rapsódíu Debussys frá 1910–11, örverkin þrjú eftir Stravinskíj (1919) og jafnvel þjóð- legu bravúrudansa hins ungverska Leos Weiners frá 1951. Þessir tónleikar settu mann í nokkurn vanda. Fátt virtist nefni- lega standa afgerandi upp úr öðru. Flutningur var svo til allur einhvers staðar frá neðri í efri úrvalsflokki, ekki sízt píanóleikarans sem að öðr- um ólöstuðum hefur skipað sér í fremstu röð hérlendra slaghörpu- túlkenda. Eins var með klarínettleik- inn (eigum við annars nokkurn at- vinnuspilara fyrir neðan efsta flokk?) að allrahelzt mætti hengja sig í yf- irborðsleg atriði eins og óvenjumikl- ar sviðshreyfingar, er áttu til að sveifla sendigeisla hljóðfærisins í ýmsar áttir eins og valslöngvandi Leslie-hátalari í Hammondorgeli. Þó mætti e.t.v. hnjóta lítillega um tón- gæði efsta sviðsins, sem í fyrstu at- riðum gátu verið svolítið skræk, en jöfnuðst aftur á móti stórum eftir það. Annars var eiginlega ekkert sem stakk mann. Öðru nær. Samstillt túlkun þeirra félaga var hvergi minni en hrífandi og fór víða á kostum, hvort heldur á mjúkum syngjandi nót- um eins og í Rómönzu- miðþætti Poulencs, spræku neistaflugi í Stravinskíj eða (án pí- anós) eldingarhraða í faldafeykjandi ramma- slag Weiners, Csürd- öngölö. Hvergi stóð á tjáningarinnblæstri, hvað þá tækni. Mýkt og snerpa voru jafnvíg, og skapstór píanóvirtúós- inn fylgdi einblöðungsblæstrinum eins og agaður skuggi. Hvort verið hafi persónulegri meðferð Ármanns að þakka að útþættir hinnar lífs- þyrstu sónötu Poulencs minntu mann skyndilega á Prokofjev, skal að vísu ósagt látið. En Debussy var sjálfum sér líkur í framan af íhugulli en síðan eldfjörugri útfærslu dúósins á Rapsódíunni frábæru. Brahms var sömuleiðis hvarvetna í stíl þrátt fyrir fjölbreytta nálgun og stappaði kannski næst fullkomnun í I. þætti, Allegro amabile. Tónleikaskráin var vel frá gengin og tilgreindi m.a.s. tilurðarár verka, sem ætti að vera stöðluð krafa til slíkra plagga. Ríkarður Ö. Pálsson Örðulaus innblástur TÓNLIST Salurinn Schumann: Fantasiestücke. Stravinskíj: Þrjú smástykki. Poulenc: Sónata. Wein- er: Ungverskir dansar. Debussy: Prem- ière rhapsodie. Brahms: Sónata í Es Op. 120,2. Ármann Helgason klarínett; Mikl- ós Dalmay píanó. Þriðjudaginn 18. febr- úar kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Miklós Dalmay Ármann Helgason HVORT „aðstandendafaktorinn“ góðkunni hafi verið að verki, eða áhugi á flaututónlist sé virkilega svona mikill (nema hvort tveggja sé), skal ósagt. Alltjent voru flaututón- leikar Myrkra músíkdaga á Nýja sviði Borgarleikhússins nærri full- setnir. Þrátt fyrir, skyldi maður ætla, fullmikinn skammt af því góða – allt upp í 12(!) blístrur tístandi í senn. Virtist full ástæða til að vænta svæsnustu spörfuglabjargs-heil- kenna. En útkoman reyndist þó snöggtum skárri. Nú er öldin greini- lega önnur en á dögum Mozarts, er forðaðist af mætti að nota fleiri en eina flautu í senn og kvað aðeins eitt í heimi falskara en flauta, nefnilega tvær flautur. Hér var allt aftur á móti tandurhreint. Og líka eins gott í hæstlægustu hljómaklösum dagsins, er ella hefðu betur hentað hrollatrið- um í Hitchcock-myndinni Fuglun- um. Fyrst var Ra’s dozen (7’) fyrir 12 venjulegar C-flautur eftir Þorkel Sigurbjörnsson, samið 1980 fyrir námskeið Roberts Aitkens á Íslandi. Furðufjölbreytt verk, ýmist klösótt, punktótt eða söngvið og minnti mann í bland á kvak fiðraðra vina heilags Franz frá Assisi. Uroboros (8’) hét næsta verk eftir rúmensku tónskáldkonuna Doinu Rotaru (52) sem hér var frumflutt; dúó samið fyrir tvær C-flautur, smágyngi og Helenustokk. Í afburðagóðum með- förum Kolbeins Bjarnasonar og Ás- hildar Haraldsdóttur birtist verkið til skiptis sem einvígi eða tveggja elskenda tal, spennuþrungið allt til enda. Þá kom bandarískt verk frá 1983 eftir Harvey Solberger (64), Killapata/Chaskapata (7’) fyrir 11 flautur og einleiksflautu, hér í hönd- um Kolbeins. Stykkið kvað innblásið af samnefndum helgidómi Inka í Andesfjöllum; víða líflegt, oft hraust- lega þrammandi á jöfnum göngu- hraða og gætt andrúmsríku vind- gnauðandi niðurlagi í forsal kondóra. Fyrst eftir hlé voru 15 flautu- mínútur Atla Heimis Sveinssonar; trúlega senn hvað líður heimsþekkt einleiksverk, enda hugmyndin að baki bráðfrumleg. Myndi æra óstöð- ugan að tilgreina nöfn og frammi- stöðu hvers og eins, og verður því að nægja að segja að sjaldan hafi stykk- ið haldið jafngóðum dampi og nú, þegar nýr, einbeittur og hvíldur spil- ari tók við hver af öðrum eftir hvern afmarkandi svipusmell á mínútu fresti. Refill (6:30’) nefndist seinni frum- flutningur dagsins er Bolognubúinn Þuríður Jónsdóttir samdi sl. janúar fyrir 7 meðlimi Íslenzka flautukórs- ins. Í orði kveðnu spunninn kringum þjóðlagið Öll náttúran enn fer að deyja (BÞ 703; hausthnugginn söng- textinn var prentaður í tónleikaskrá) – án þess þó að undirrituðum tækist neins staðar að verða var við hvorki tangur né tetur af þjóðlaginu, sem hefur sérkennilega þriggja takta hendingaskipan (3+3+3+3). Hvort sem olli undangengin raðtæknimeð- ferð eða ekki, þá bauð klösótt-kyrr- stæð megináferð verksins af sér ým- ist dreymandi eða draugalegan þokka. Lokaatriðið, Vermont Counter- point (10:30’) fyrir 11 flautur, var samið 1982 af bandarískum frum- kvöðli naumhyggjunnar Steve Reich og að vonum erkimínímalískt, enda frá blómaskeiði vesturheimsku hjakkstefnunnar. Það var klukkuná- kvæmt leikið af hópnum, er sýndi ótrúlega einbeitt úthald við þjarkvænt tónfæribandið. Stjórnandinn, klarínettistinn Rún- ar Óskarsson, hélt utan um hópleiks- verkin (nr. 1, 3, 5 & 6) af öryggi og festu. Kveðið í spörfuglabjargi TÓNLISTBorgarleikhúsið Myrkir músíkdagar. Þorkell Sigurbjörns- son: Ra’s Dozen. Doina Rotaru: Uruboros (frumfl.). Harvey Solberger: Killapata/ Chaskapata. Atli Heimir Sveinsson: 15 músíkmyndir. Þuríður Jónsdóttir: Refill (frumfl.). Steve Reich: Vermont Count- erpoint. Íslenzki flautukórinn (Arna Krist- ín Einarsdóttir, Berglind María Tóm- asdóttir, Dagný Marinósdóttir, Karen Erla Karólínudóttir, Kristjana Helgadóttir, Ás- hildur Haraldsdóttir, Björn Davíð Krist- jánsson, Hildur Þórðardóttir, Kolbeinn Bjarnason, Magnea Árnadóttir og Mel- korka Ólafsdóttir) ásamt Hallfríði Ólafs- dóttur, Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau. Sunnudaginn 16. febrúar kl. 16. FLAUTUTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu í hádeginu á morg- un, kl. 12.30, leika Peter Tompk- ins á óbó og Pétur Jónasson á gítar verk eftir Napoleon Coste, Fernando Sor, Hildigunni Rún- arsdóttur og Áskel Másson. Peter Tompkins og Pétur Jón- asson hafa víða komið fram. Þeir hafa starfað saman frá árinu 2001. Aðgangseyrir er 500 kr. en ókeypis er fyrir handhafa stúd- entaskírteina. Pétur Jónasson og Peter Tompkins leika á Háskólatónleikum. Gítar og óbó á Háskólatónleikum TVEIR söngvarar fengu styrk úr Söngvarasjóði FÍL á dögunum, Þor- steinn Helgi Árbjörnsson og Hlöð- ver Sigurðsson. Einnig fékk Óperu- stúdíó Austurlands styrk vegna fyrirhugaðrar uppsetningar á Don Giovanni í sumar, en félagsskap- urinn hefur veitt fjölda ungra söngv- ara tækifæri til að spreyta sig. Hver styrkur nam 150 þús. kr. Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á ung- um söngvurum sem hyggja á fram- haldsnám í listgrein sinni. Stjórn Söngvarasjóðs FÍL er skip- uð þeim Stefáni Arngrímssyni og Hrönn Hafliðadóttur. Frá afhendingu verðlauna úr Söngvarasjóði FÍL, f.v. Stefán Arngrímsson, Ásta B. Schram frá Óperustúdíói Austurlands og Þorsteinn Helgi Ár- björnsson. Fjarverandi var Hlöðvar Sigurðsson. Söngvarasjóður FÍL úthlutar styrkjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.