Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 25 KOSNINGAR til Stúdentaráðs Háskóla Íslands og háskólafundar fara fram 26. og 27. febrúar næst- komandi. Framboðin hafa borið fram stefnumál sín og lagt þau í dóm kjósenda. Vaka leggur sérstaka áherslu á kennslumálin enda eru þau sú stoð sem öll önnur hagsmunabar- átta byggist á. Vaka vill aukið sam- starf kennara og nemenda með það að leiðarljósi að nemendur fái bestu mögulega menntun. Að auki er mik- ilvægt að kennarar fái fullnægjandi aðbúnað og aðstöðu til að gera þeim kleift að bjóða nemendum upp á fyrsta flokks kennslu. Ekki bara orðin tóm Þegar Vaka tók við meirihlutanum í Stúdentaráði í vor var ákveðið að gera átak í þessum málaflokki. Stúd- entaráð stóð að opnun gagnasafns gamalla prófverkefni sem nýtist nemendum vel við próflestur. 21 stúdent skannaði inn 3.000 próf á 150 vinnustundum. Markmið Vöku er að efla prófasafnið á næstu árum og þrýsta á um að öllum prófum verði skilað þangað. Þessi framkvæmd er dæmi um ný vinnubrögð í Stúdenta- ráði en í stað þess að bíða eftir að þriðji aðili skilaði verkefninu gengu stúdentar sjálfir í málin. Þá var kennslukönnunum komið á Netið og er nú hægt að framkvæma þær oftar og úrvinnsla þeirra er auðveldari. Einnig var tryggt að fulltrúar stúd- enta fái að fara yfir kannanirnar. Við þrýstum á betri einkunnaskil og hringdum eftir prófum. Þá lögðum við mikla áherslu á eflingu fram- haldsnáms sem nú er að skila sér. Á réttri leið Þó góður árangur hafi náðst í vet- ur horfir Vaka fram á við og af næg- um verkefnum er að taka til að gera góðan Háskóla enn betri. Við viljum t.a.m. berjast fyrir styttri námskeið- um sem valkost fyrir þá sem vilja hraða námi sínu. Við viljum nýta sumarönnina betur. Lánasjóður ís- lenskra námsmanna hefur nú þegar heimilað sumarlán og í framhaldi af því vill Vaka að Háskólinn opni enn frekar fyrir sumarnám. Við viljum efla þverfaglegt nám en nám við fleiri en einu fagi á að vera möguleiki í sem flestum deildum. Þá viljum við sjá fleiri námskeið á ensku kennd í öllum skorum sem býður upp á meiri möguleika í námsframboði og greiðir fyrir stúdentasamningum við skóla erlendis. Þá viljum við leggja aukna áherslu á að kennurum verði gert kleift að sækja nám í kennslufræðum og það metið þeim til tekna. Það er kosið um árangur! Stúdentar þurfa ekki annað en að líta yfir árangur Stúdentaráðs í vet- ur til að sjá að mikill kraftur er í Vökufólki. Við óskum eftir endurnýj- uðu umboði stúdenta til að leiða starfið í Stúdentaráði og koma fleiri stefnumálum okkar í framkvæmd. Ágætu stúdentar, það er kosið um áþreifanlegan árangur. Setjum X við A á kjördag. Vaka setur kennslumál í forgang Eftir Jarþrúði Ásmundsdóttur og Sigþór Jónsson „Vaka vill aukið sam- starf kennara og nem- enda með það að leið- arljósi að nemendur fái bestu mögulega menntun.“ Jarþrúður skipar 1. sæti á lista Vöku til Stúdentaráðs og Sigþór situr í Stúdentaráði. Jarþrúður Ásmundsdóttir Sigþór Jónsson ÞAÐ þykir ekki á mjög háu plani að segja hlutina blátt áfram eins og þeir eru. Svokallaðir stjórnmálafræðingar og fréttaskýrendur virðast sérhæfa sig í að drepa aðalatriðum á dreif. Samt skal þrjóskast við að skrifa af skynsamlegu viti. Ekki þarf að efa að Saddam Huss- ein sé vondur skálkur eins og margir landstjórnarmenn fyrr og síðar. Lítil ástæða er samt til að ætla að hann sé fífl. Enginn nema fífl færi að beita gereyðingarvopnum í þeirri stöðu sem hann hefur verið í seinustu 12 ár. Jafnvel þótt hann ætti þau. Það væri ekki til annars en egna stórveldin á sig. Hann hagaði sér að vísu fíflalega þegar hann réðst inn í Kúveit fyrir 12 árum, af því hann taldi að tekið væri að starfrækja olíubrunna á svæði sem kalífinn í Bagdad hefði einu sinni ráð- ið yfir. Hann virtist ekki átta sig á að þar kom hann við hagsmuni banda- rískra olíurisa. Eftir þá ráðingu sem hann hlaut í Flóabardaga væri ekki annað en óðs manns æði að reyna eitt- hvað þvílíkt á nýjaleik. Af þeim manni getur ekki lengur stafað nein ógn. Ekki er heldur réttmætt að segja að Bush sé hálfviti þótt hann tali stundum kjánalega um ógnina af Saddam. Hann er bara að vinna fyrir kaupinu sínu. Olíurisar í Texas og framleiðendur hverskonar hergagna um gjörvöll Bandaríkin fjármögnuðu öðrum fremur kosningabaráttu hans. Bush er einungis að veita gjöf til gjalda. Engir munu hagnast meir á stríði gegn Írak en einmitt þessir stuðningsaðiljar hans. Menn hafa spurt hvort ekki væri einfaldara að semja við Saddam um olíukaup. Þar er ófróðlega spurt. Með samningum hlytu bandarísk og bresk olíufélög að þurfa að greiða miklar fúlgur fyrir starfrækslu hinna feiki- auðugu olíulinda. Með hernámi fengju þau leyfi til hins sama á spott- prís. Og olíurisarnir þurfa ekki að borga herkostnaðinn. Það gera bandarískir og aðrir skattgreiðendur því stríðið yrði háð í nafni þeirra ríkja sem að hernaðinum stæðu. Auk þess fengju hergagnaframleiðendur ekk- ert í sinn hlut ef samið væri friðsam- lega. Ekki er heldur við hæfi að segja að þeir Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson séu einhverjir bjálfar þótt þeir virðist styðja stefnu Bush í blindni. Þeir vilja einungis tryggja að Kaninn verði áfram hér á vellinum svo að þóknanlegir íslenskir verktak- ar geti haldið áfram að stunda sinn ábatasama atvinnurekstur. Fyrir nokkrum árum var Bandaríkjastjórn með það á prjónunum að rýma her- stöðina. Það tókst ríkisstjórn Íslands að hindra, en virðist í staðinn hafa þurft að heita því að styðja Bandarík- in í einu og öllu á alþjóðavettvangi. Þetta er að breyttu breytanda hið sama og Tyrkir eru nú að segja opin- skátt. Ef einhverjir eru kjánar í öllu þessu máli, eru það þeir sem gleypa við þeim áróðri að fyrirhugað stríð gegn Írak verði framið af mannúðar- ástæðum. Hver er kjáni? Eftir Árna Björnsson „Ef ein- hverjir eru kjánar í öllu þessu máli, eru það þeir sem gleypa við þeim áróðri að fyrirhugað stríð gegn Írak verði framið af mannúðar- ástæðum.“ Höfundur er menningarfræðingur. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.