Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á FORSÍÐU Fréttablaðsins þriðjudaginn 14. janúar sl. undir fyrirsögninni Andstaðan er vart sæmandi, segir iðnaðarráðherra vegna Íslendinga sem beita sér er- lendis gegn Kárahnjúkavirkjun m.a. þetta: „Ég tel að það sé mjög erfitt að vera á móti þessum framkvæmd- um á grundvelli þess að þetta sé ekki arðsöm framkvæmd.“ „En við verðum líka að hafa það í huga að þetta er um leið um- hverfisvæn framkvæmd vegna þess að við erum að nýta end- urnýjanlega orku.“ „Mér finnst það ekki sérstak- lega því fólki til sóma sem beitir sér á erlendri grund til þess að vinna gegn lýðræðislegum sam- þykktum okkar Íslendinga.“ „Ef það er markmiðið að rýra álit Íslands út á við þá er það al- varlegt mál.“ Þessar fullyrðingar iðnaðarráð- herra eru nokkuð dæmigerðar fyr- ir málflutning hennar varðandi fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun sem ég leyfi mér að gera athuga- semdir við. Í fyrsta lagi, þá hafa þær for- sendurnar sem forsvarsmenn Kárahnjúkavirkjunar hafa gefið sér varðandi arðsemina verið gagnrýndar harðlega af viður- kenndum vísindamönnum og sér- fræðingum sem hafa m.a. sýnt fram á að þær geti breyst á skömmum tíma og þannig geti arð- semi snúist upp í stórfelt tap með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir land og þjóð. Bara sú staðreynd að í Haframhvammagljúfri undir Káravirkjun er þéttriðið net af misgengissprungum fær a.m.k. suma til að hugsa um hvort ekki sé verið taka of mikla áhættu með staðsetningunni. En þar fyrir utan smá dæmi um það sem gæti gerst svo sem; hvað ef álverð lækkar verulega á næstu árum, fram- kvæmdir fara langt fram úr kostn- aðaráætlunum, eða ef nýr og mun ódýrari valkostur við ál kemur bráðlega til sögunnar? Þetta eru raunhæfir möguleikar sem ekki er hægt að horfa framhjá og í því ljósi er þvert á móti auð- velt að vera á móti þeirri áhættu sem fylgir því að fara út í þessa „arðsömu framkvæmd“ sem iðn- aðarráðherra nefnir svo. Í öðru lagi, þá er fullyrðing iðn- aðarráðherra um að þetta sé „um- hverfisvæn framkvæmd“ hæpin því að þar sem hér er ekki verið að virkja bergvatnsár heldur jökuslár þá fylgir það með í kaupunum að leirinn í vatninu mun smátt og smátt fylla uppistöðulónið og jafn- ramt draga þannig á tíma úr orku- framleiðslu virkjunnarinnar og á endanum gera virkjunina ónýtan- lega og hvað stöndum við þá uppi með? Í stað uppistöðulóns höfum við þá leirflæmi og ónýtanleg mannvirki sem varanlegan minn- isvarða um skammsýni núverandi ráðamanna íslensku þjóðarinnar? Allt í lagi segja sumir því þá verð- ur virkjunin búin að borga sig. En við hin sem getum ekki felt okkur við þennan einnota hugsunarhátt, getum við ímyndað okkur það sem afkomendur okkar standa frammi fyrir eftir ca. 100 ár? Væri ég stjórnmálamaður sem ætti að bera ábyrgð á að af þessari virkjun yrði þá væri mér mjög órótt. Enda held ég að iðnaðarráð- herra sé það þó hún viðurkenni það ekki opinberlega. Í þriðja lagi, þá finnst mér það flokkast nánast undir hótfyndni af hálfu iðnaðarráðherra að nota orðalagið að „vinna gegn lýðræð- islegum samþykktum okkar Ís- lendinga“ í niðurlagi 3. liðs hér fyrir ofan. Fjöldi fólks hefur ein- mitt deilt harðlega á ólýðræðisleg vinnubrögð forgöngumanna stór- iðjunnar sem t.d. Hjörleifur Gutt- ormsson frv. iðnaðarráðherra kall- ar óbilgirni í grein sinni „Menn vaða í villu og svima“ sem birtist í Mbl. þriðjud.14. janúar en þar seg- ir hann jafnframt: „Verstur er þó hlutur stjórnmálamanna sem knýja fram ákvarðanir um stór- iðjuframkvæmdir með ríkisábyrgð og ætla óbornum að greiða reikn- inginn.“ Það sem væri „lýðræð- islegt“ af stjórnvöldum varðandi Kárahnjúkavirkjun væri að bera framkvæmdina undir þjóðarvilja í næstu kosningum. En þar sem þegar liggur fyrir að þjóðin er klofin í tvær andstæðar fylkingar þá væri skynsamlegast að leita annarra leiða sem almenn sátt gæti orðið um. Í fjórða og síðasta lagi, þá treysti ég mér vegna ummæla nú- verandi iðnaðarráðherra að full- yrða að þeir sem beita sér á er- lendri grund gegn Kárahnjúka- virkjun hafa það ekki að markmiði eins og iðnaðarráðherra heldur fram: „að rýra álit Íslands út á við“ heldur hið gagnstæða með því að reyna að koma í veg fyrir fyr- irhugaðar framkvæmdir sem munu rýra álit Íslands út á við. En ég er sammála iðnaðarráherra að það að rýra álit Íslands út á við er mjög alvarlegt mál og því miður þá ótt- ast ég að það gerist verði draumur iðnaðarráðherra um Kárahnjúka- virkjun að veruleika. Ég leyfi mér jafnramt að halda því fram að þeir sem berjast gegn Kárahnjúka- virkjun gera það af einlægri ást á landi og þjóð og af umhyggju fyrir komandi kynslóðum. Þessu til staðfestingar leyfi ég mér að lok- um að vitna í grein Braga Ás- geirssonar, myndlistarmanns og gagnrýnanda, sem birtist í Mbl. 14. jan. „Hvar er sú ást Íslendinga á eigin landi, viljinn til að vernda og hlúa að sinni gömlu og góðu móður eins og Fjölnismenn orðuðu það? Síst var það draumur þeirra að þjóðin skyldi viðhengi annarra, vongleðin yfirborð, sýndar- mennska og hégómagirni, – inni- haldið vindur.“ Umhugsunar- verð afstaða iðn- aðarráðherra Eftir Jóhann G. Jóhannsson Höfundur er tónlistar- og myndlistarmaður. „…þeir sem berjast gegn Kárahnjúka- virkjun gera það af ein- lægri ást á landi og þjóð og af umhyggju fyrir komandi kynslóðum.“ Í DAG og á morgun er kosið til Stúdentaráðs og Háskólafundar í Háskóla Íslands. Röskva hefur lagt megináherslu á þrjá mála- flokka í þessari kosningabaráttu, þ.e. menntamál, atvinnumál og lánasjóðsmál. Menntamál hljóta að vera okkar helstu hagsmunamál og mikilvægt að sú menntun sem við hljótum sé í fremsta flokki. Við gerum þá kröfu að menntunin skili okkur bjartari framtíð en eins og atvinnuástandið er í dag er nauð- synlegt að stúdentar sýni frum- kvæði í atvinnuuppbyggingu há- skólamenntaðs fólks. Lánasjóðs- málin eru sífellt í brennidepli enda er öflugur lánasjóður grunnfor- senda þess að margir geti stundað nám. Samkeppnisstaða Háskóla Íslands Háskóli Íslands er öflugur þjóð- skóli sem býr yfir 90 ára sögu. Í Háskóla Íslands er boðið upp á fjölbreytta menntun og stundað rannsóknastarf í hæsta gæða- flokki. Síðustu ár hefur orðið mikil gróska í menntun á háskólastigi. Þessi þróun er mjög jákvæð og samkeppnin hefur haft jákvæð áhrif á HÍ þar sem skólinn hefur farið í naflaskoðun og miklar end- urbætur gerðar. En þó Háskóli Ís- lands sé enn fremstur í flokki með- al jafningja er nauðsynlegt að staðið sé vörð um samkeppnis- stöðu hans. Eins og staðan er í dag er samkeppnisstaða HÍ skökk þar sem þeir skólar sem hann á í beinni samkeppni við fá sömu fjár- hæð á hvern nemanda frá stjórn- völdum auk þess sem þeir rukka inn skólagjöld. Sú leið að svelta Háskólann inn á braut skólagjalda getur með engu móti tryggt jafn- rétti til náms. Ef núverandi fyr- irkomulag breytist ekki er hætt við að Háskóli Íslands gefist upp og láti undan hugmyndum um skólagjöld. Í þessari afstöðu má sjá gleggstan mun á þeim fylk- ingum sem sitja nú í Stúdentaráði. Röskva vill að sérstaða HÍ verði viðurkennd og enn sterkari stoð- um verði rennt undir þjóðskóla okkar Íslendinga. Framvarðasveit sem þorir Mörg stór mál eru framundan í hagsmunabaráttu stúdenta. Má þar helst nefna samkeppnisstöðu Háskólans, baráttu gegn skóla- gjöldum, endurgreiðslubyrði námslána, endurskoðun lánasjóðs- kerfisins og svona má áfram telja. Fyrir stúdenta skiptir því gríð- arlega miklu máli hverjir skipa framvarðasveit okkar stúdenta í hagsmunabaráttunni. Röskva hef- ur sýnt það og sannað með verkum sínum í gegnum árin að hún geng- ur óhrædd til verks og skilar stúd- entum áþreifanlegum árangri. Á morgun skipar þú í framvarðasveit okkar stúdenta. Það skiptir máli að þú kynnir þér stefnumál þeirra fylkinga sem eru í framboði, takir afstöðu og nýtir þér kosningarétt þinn. Kjóstu forystu í Stúdentaráð sem þorir, getur og vill. Setjum kraft í hagsmunabar- áttu stúdenta Eftir Valgerði B. Eggertsdóttur og Eirík Gíslason „Mörg stór mál eru framundan í hagsmuna- baráttu stúdenta, því skiptir það miklu máli hverjir skipa framvarða- sveitina.“ Valgerður B. leiðir lista Röskvu til Stúdentaráðs og Eiríkur leiðir lista Röskvu til Háskólafundar. Valgerður B. Eggertsdóttir Eiríkur Gíslason UM þessar mundir eru Almanna- varnir ríkisins að gefa út leiðbein- ingar sem ætlaðar eru fyrirtækjum og stofnunum svo að þau geti und- irbúið sig í því að bregðast við hættum sem geta ógnað vinnu- staðnum, skaðað starfsfólk eða truflað rekstur. Leiðbeiningar þess- ar hafa fengið nafnið „Einkavarna- áætlun vinnustaða“ og draga þær nafn sitt af skilgreiningu á einka- vörnum í lögum um almannavarnir þar sem segir að vinnustaðir með 100 manns eða fleiri á einum stað skuli gera öryggisráðstafanir gagn- vart hugsanlegri hættu. Leiðbeiningarnar hafa verið í vinnslu síðastliðið ár og voru þær kynntar almannavarnanefndum á landshlutafundum almannavarna nú í haust en skv. lögum um almanna- varnir þá eiga almannavarnanefnd- ir að hafa eftirlit með einkavörnum. Almannavarnir ríkisins vilja hvetja forsvarsmenn og starfsmenn vinnustaða til að sinna einkavörn- um því það er markmið almanna- varna að tryggja sem best öryggi almennings. Ein leið að þessu markmiði er að gera samfélagið betur í stakk búið til þess að takast á við hættu- eða neyðarástand svo áhrif af slíku verði sem minnst. Þegar fyrirtæki og stofnanir draga úr eða hætta störfum í kjölfar neyðarástands hefur það keðju- verkandi og neikvæð áhrif á aðra þætti samfélagsins. Það er því til almannaheilla að allir vinnustaðir landsins geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja áfram- haldandi rekstur í kjölfar neyðar- ástands. Með réttum undirbúningi aukast líkur á því að hægt verði að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar áfalla á vinnustaði eða í það minnsta að stytta þann tíma sem tekur vinnustaði og samfélagið í heild að ná sér á strik á ný eftir áföll af einhverju tagi. Það er hagur allra að sem minnst röskun verði á starfsemi fyrirtækja og stofnana þegar hætta steðjar að. Í Einkavarnaáætlun vinnustaða eru leiðbeiningar um hvernig megi meta þessi atriði og bregðast við þeim. Leiðbeiningarnar eru fyrst og fremst í formi spurninga eða gátlista, sem leiða þann, sem er að vinna áætlunina, en hann verður sjálfur að finna svörin. Einkavarna- áætlun vinnustaða felst í þrennu: í fyrsta lagi snúast þær um að átta sig á hættunni og sinna forvörnum, í öðru lagi að gera viðbragðsáætlun og síðast en ekki síst að útbúa æf- ingaáætlun. Áætlun sem ekki er kynnt starfsmönnum reglulega og æfð er ekki líkleg til þess að koma að gagni þegar á reynir. Einkavarnir eru gegn margvís- legri vá. Náttúruvá er það sem oft- ast kemur fyrst í hugann en það eru þó ekki eingöngu náttúruham- farir sem geta skapað hættu- og neyðarástand á vinnustöðum. Það eru einnig atburðir eins og elds- voði, slys, sprengingar og mengun, svo dæmi séu tekin. Ef vegasam- göngur bregðast getur það einnig haft slæm áhrif á starfsemi fyr- irtækja, sem þurfa að treysta á þær til að fá aðföng eða dreifa afurðum og því mikilvægt að hafa hugað að varaflutningaleiðum. Á þennan hátt geta ytri aðstæður haft slæm áhrif á reksturinn. Þá eru skemmdar- verk sífellt að færast í aukana, þrátt fyrir að þau séu ekki enn orð- in að stórum þætti í íslensku sam- félagi og verða vonandi aldrei. Vinnustöðum er skylt að fylgja ýmsum reglugerðum varðandi ör- yggi á vinnustöðum og var haft að leiðarljósi að tengja einkavarnir við slíkar reglur þar sem lítill munur er á því að undirbúa vinnustað fyrir atburð, sem hendir eingöngu þann vinnustað, eða atburð sem hefur áhrif á tiltekna byggð eða land- svæði. Almannavarnir ríkisins fengu því til liðs við sig margar stofnanir við gerð þessara leiðbein- inga og kann stofnunin þeim bestu þakkir fyrir veitta aðstoð og gott samstarf. Um þessar mundir er fyrirtækj- um og stofnunum, sem hafa 100 eða fleiri starfsmenn, að berast eintak af einkavarnaáætlun vinnustaða. Einnig er hægt að nálgast Einka- varnaáætlun vinnustaða á vefsíð- unni, www.almannavarnir.is, og eru minni fyrirtæki einnig hvött til að tileinka sér einkavarnir. Byrgjum brunninn „Það mun ekkert henda mig“ er setning sem því miður er algengt að heyra. Viðhorfið sem kemur fram í henni getur verið afdrifaríkt ef það verður til þess að ekki er unnið að forvörnum. Það er ljóst að slys, hamfarir og skemmdarverk eru hluti af lífinu og því eru einka- varnir hluti af góðri stjórnun. Al- mannavarnir ríkisins hvetja öll fyr- irtæki og stofnanir, stór sem smá, að taka þetta mikilvæga skref. Byrgið brunninn og gerið einka- varnaáætlun fyrir ykkar vinnustað. Einkavarnir vinnu- staða – varnir gegn vá Eftir Sólveigu Þorvaldsdóttur og Gyðu Árnýju Helgadóttur „Það er ljóst að slys, hamfarir og skemmd- arverk eru hluti af lífinu og því eru einkavarnir hluti af góðri stjórnun.“ Sólveig er framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins og Gyða er sviðsstjóri forvarnasviðs hjá Al- mannavörnum ríkisins. Sólveig Þorvaldsdóttir Gyða Árný Helgadóttir Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu mynstrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.