Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 29 RÍKISSTJÓRNIN glataði gullnu tækifæri til þess að fjárfesta í framtíðarstörfum þegar hún í fljótræði úthlutaði 6,3 milljörðum króna til atvinnusköpunar í lið- inni viku. Þar réð sama skamm- sýni för og við höfum kynnst varðandi Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði, en þær fram- kvæmdir munu kosta á þriðja hundrað milljarða króna og skilja eftir sig 450 störf í álveri og 300 önnur störf á Austurlandi. Hvert nýtt starf kostar þannig yfir 300 milljónir! Fyrir sama fé mætti flytja Háskóla Íslands með manni og mús til Egilsstaða og reka hann þar eilíflega á vöxt- unum einum, en við Háskólann starfa nú um 9 þúsund manns, um 2500 starfsmenn og 6-7 þús- und stúdentar. Stórkarlalegar lausnir Enginn efast um gildi sam- göngubóta í okkar stóra landi og að vegagerð er ágæt skamm- tímalausn á atvinnuleysi þeirra karla sem eru færanlegt vinnuafl á vegum verktakafyrirtækja. Hins vegar munu boðaðar að- gerðir ekki skilja eftir sig störf til frambúðar, ekki tryggja kon- um atvinnu og ekki bæta ástand- ið á höfuðborgarsvæðinu þar sem 63% atvinnulausra búa og fær 16% fjárins. Þannig er enn og aftur alið á tortryggni milli landsbyggðar og höfuðborgar á kostnað þeirra sem verst eru settir. Er þetta nokkurt vit? Á ekki íslenskt samfélag skilið betri lausnir? Ýmsir hafa orðið til að gagn- rýna þessar fyrirætlanir og benda á önnur brýn úrlausn- arefni, þ. á m. Landvernd sem vill byggja upp góða aðstöðu í þjóðgörðum landsins. Rögnvald- ur Jónsson í Rannsóknanefnd umferðarslysa bendir á í Morg- unblaðsgrein 17. febrúar sl. að í vegagerð eigi það að vera for- gangsverkefni að bæta núverandi vegakerfi og minnka umferð- arhraðann. Þannig hafi bílar lent í sjó, vötnum, ám eða farið niður brattar hlíðar vegna þess að vegrið vantar. Vegagerðin setur nú aðeins um 100 milljónir króna á ári í svonefnda svarta bletti í vegakerfinu til að lagfæra dauða- gildrur. Ekki króna af millj- örðunum sex á að fara í öryggis- mál af þessu tagi, slík er fyrirhyggjan sem ríkisstjórnin sýnir! Í kreppunni í upphafi 20. aldar fengu menn hamar og meitil og voru sendir í grjótnám uppi í Öskjuhlíð í atvinnubótaskyni. Að- gerðir ríkisstjórnarinnar nú eru af gamla skólanum enda þótt öldin sé önnur og atvinnulífið fjölbreyttara. Í stað jafnvægis og skipulags einkennist atvinnu- stefnan af framkvæmdafylleríi með tilheyrandi timburmönnum. Það læðist að manni sá grunur að markmiðið með boðuðum að- gerðum sé það eitt að lengja í hengingaról þeirra verktaka sem ekki fengu stóru bitana við Kárahnjúka þannig að þeir tóri og geti hirt molana af borði hinna ítölsku Impregilo. Því þá verður alvöru framkvæmdaveisla með bullandi þenslu, mótvæg- isaðgerðum og loks stöðnun. Og þá getur hringekjan farið aftur af stað… Einstæðar mæður í vegavinnu? Meðan lausnir af þessu tagi ráða ferð gleymast konurnar en konur eru líka vinnandi fólk og einstæðar mæður eru einu fyr- irvinnur sinna heimila. Nú eru 2.885 konur á atvinnuleysisskrá og ekki geta þær allar orðið mat- seljur í vegavinnuskúrum „átaks- ins“, eða hvað? Er kannski erfiðara eða flókn- ara að skapa störf fyrir konur en leggja nýjan veg? Nei. Ef 6,3 milljarðar væru í boði fyrir kvennastéttir í þessu landi myndi margt geta breyst. Verkefnin blasa hvarvetna við. Allar heil- brigðis- og hjúkrunarstofnanir eru svo undirmannaðar að menn eru að kikna undan álaginu og víða úti um land eru þessar stofnanir hreinlega horfnar. Hvert starf í heilbrigðis- og umönnunarstétt kostar um 3,3 milljónir á ári eða hundrað sinn- um minna en hvert nýtt starf í tengslum við Kárahnjúkavirkjun. Fyrir rúman milljarð má því skapa 250 heilbrigðisstörf í þá 18 mánuði sem átakið tekur til. Fyr- ir annan milljarð mætti lyfta grettistaki í menntakerfinu, sá þriðji gæti gerbreytt verknáminu og svo mætti áfram telja. Það sem meira er: Fjárfesting í mennta- og heilbrigðisstörfum skapar fjölbreytt störf til fram- búðar bæði fyrir konur og karla. Þetta er sú leið sem við Vinstri grænir viljum fara. Það er hins vegar í andstöðu við stefnu rík- isstjórnarinnar að bæta þjónustu í velferðarkerfinu, auka rík- isrekstur og fjölga ríkisstarfs- mönnum. Þess vegna hefur vel- ferðarkerfið verið svelt og starfsfólki fækkað síðustu 12 ár- in. Betri lausnir bjóðast Gullið tækifæri til að snúa við óheillaþróun í mennta- og heil- brigðiskerfi er farið í súginn. Því var fórnað á altari mann- virkjabrjálæðisins sem einkennir atvinnustefnu stjórnvalda. Ís- lenskt samfélag á betri lausnir skilið. Betri lausnir, takk! Eftir Álfheiði Ingadóttur „Gullið tækifæri til að snúa við óheillaþróun í mennta- og heilbrigðiskerfi er farið í súginn.“ Höfundur skipar 2. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík suður. FRAMSÓKNARMENN eru farnir að klæðast kosningaskrúð- anum og draga upp gamla slitna loforðið um um fólk í fyrirrúmi. Með þessi fyrirheit í farteskinu, er ekki laust við að manni verði hálfbumult, þegar hugsað er til þess hvernig þeir hafa verið að skerða kjör lífeyrisþega og at- vinnulausra. Ofan á allt var svo farið að skattleggja þessa hópa en lífeyrisþega, sem lifa þurfa af bótum almannatrygginga, og at- vinnulausir höfðu verið skatt- lausir þar til þessi ríkisstjórn tók við. Barnafólk hefur heldur ekki átt í mörg hús að venda hjá Framsóknarflokknum. Þeir hafa skert barnabætur gífurlega, og í ofanálag þyngt skattbyrði ein- staklinga og barnafjölskyldna. Sem dæmi má nefna að hlutfall tekjuskatts einstaklinga í heild- arskatttekjum ríkissjóðs hefur aukist úr 24,5% árið 2000 og yfir í 30% á yfirstandandi ári. Blygðunarlaus kosningasvik Fólkið í fyrirrúmi, sagði Fram- sóknarflokkurinn fyrir síðustu kosningar, og lofaði barnakorti með öllum börnum, sem fól í sér 30 þúsund króna (verðlag 1999) greiðslur með hverju barni. Hvar eru barnakortin – greiðsla barna- bóta með öllum börnum? Nú á að endurnýta þetta gamla kosninga- loforð og nú er barnafjölskyldum lofað ótekjutengdum barnabótum með öllum börnum til 18 ára ald- urs. Það er ótrúlegt að þessir menn geti blygðunarlaust horft framan í landsmenn og lofað fólki aftur því sama sem þeir sviku á því kjörtímabili sem er að líða – þrátt fyrir uppsveiflu í efnahagslífinu. Staðreyndin er sú að skattalækkanir fóru fyrst og fremst til fjármagnseigenda og stórfyrirtækja og fyrir þær var borgað með gífurlegri skerðingu á barnabótum, skattleys- ismörkum og persónuafslætti. Láglaunafólkið og barnafólkið var skattpínt til að hægt væri að lækka skatta á þeim efnameiri og fjármagnseigendum – m.a. með því að svíkja fólk um barnakort- in. Barnabætur skertar um 11,5 milljarða króna Barnabætur hafa verið skertar um 11,5 milljarða króna í rík- isstjórnartíð þessar flokka frá árinu 1995 með því að láta við- miðunarfjárhæðir ekki fylgja verðlagsþróun. Tekjutenging barnabóta gengur úr öllu hófi og byrjar að skerðast við 58 þúsund hjá einstæðu foreldri og 116 þús- und hjá hjónum, enda eru þetta orðnar hreinar láglaunabætur. Það endurspeglast síðan í því að aðeins 11,3% foreldra fá nú óskertar barnabætur og liðlega 3% hjóna. Fram til 1996, eða áður en núverandi ríkisstjórn tók við, voru ótekjutengdar bætur miklu hærri en nú er og greiddar með öllum börnum að 16 ára aldri. Vegna þrýsings frá verkalýðs- hreyfingunni voru ótekjutengdar barnabætur teknar upp að nýju á árinu 2001, en einungis vegna barna yngri en 7 ára. Tillögu Samfylkingarinnar á Alþingi um að greiða ótekjutengdar barna- bætur með öllum börnum felldu stjórnarflokkarnir fyrir aðeins tveim mánuðum við afgreiðslu á fjárlagafrumvarpinu fyrir yf- irstandandi ár. Er nema von að fólk staldri við og spyrji hvers vegna það eigi að trúa því að framsóknarmenn efni þetta end- urunna kosningaloforð, sem þeir ætla að svíkja á kjörtímabilinu sem er að líða. Hvar eru barnakortin? Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur „Tillögu Samfylkingarinnar á Alþingi um að greiða ótekjutengdar barnabætur með öllum börnum felldu stjórnarflokkarnir fyrir aðeins tveimur mánuðum.“ Höfundur er alþingismaður. nn í júní nnavarna- æðinu og viðvörun stór jarð- á nálægt r send út ir seinni ning var búist var m. Þetta lýsing á n og veru. tum ekki ta mundi nnavarnir að þetta er innan etta hins pá að rétt un til al- að óþarfa t okkur. r einmitt æmari og ðbrögð í arnir eða “ segir á fyrir nn ðurlands- m miðjan Ragnar að hugsanlega hefði mátt spá fyrir um þann skjálfta, ef sá skilningur sem hann og fleiri hefðu nú, hefði verið fyrir hendi þá. Vissar mæl- ingar bendi til þessa. „Þegar við förum að rýna í þau gögn þá eru merki um breytingar á undan fyrri skjálftanum. Þetta eru vísbendingar sem gætu dugað til að gefa út viðvörun og okkar verkefni núna mun ekki síst bein- ast að þessu, ekki bara aðdragand- ann síðustu daga og vikur á undan skjálftanum heldur einnig árin á undan,“ segir Ragnar en minnir á að í tímaritsgreinum íslenskra vís- indamanna fyrir 10–15 árum hafi komið fram að líklegt væri að næsti stóri Suðurlandsskjálfti yrði í Holtunum. Hekla gaus nokkrum mánuðum áður en Suðurlandsskjálftar riðu yfir og þá kom viðvörun í Útvarp- inu um að fjallið gysi eftir 15–20 mínútur, sem síðan varð raunin. Ragnar segir að líklegra sé auð- veldara að spá fyrir um eldgos en jarðskjálfta, aðdragandinn sé oft- ast lengri og skýrari. Niðurstöður Prepared-verkefn- isins sem Ragnar stýrir koma til með að nýtast jarðvísindamönnum um allan heim. Sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar víða, t.d. í Kína, Japan og Bandaríkj- unum, en hagnýtt gildi niður- staðna hefur verið mismikið. Ragnar segir að Ísland sé mikil- vægur vettvangur fyrir svona rannsóknir, bæði vegna mælinga- kerfisins sem sé til staðar og þeirra rannsókna sem fram hafa farið til þessa. „Við tölum oft um tilraunastof- una Ísland, sem nota má til að þróa aðferðir til að segja fyrir um jarðskjálfta. Augu umheimsins munu eflaust beinast að verkefn- inu þegar niðurstöður liggja fyrir. Við viljum ekki flýta okkur og tök- um okkur góðan tíma. Til að fram- farir verði á þessu sviði verðum við að skilja eðlisfræðina að baki þeim breytingum sem verða á jarð- skorpunni áður en skjálftar verða. Við teljum smáskjálfta gefa afar mikilvægar vísbendingar, en við munum skoða ýmsa fleiri þætti til að finna forboða. Ég tel að okkar nálgun njóti mikillar viðurkenn- ingar og það er ekki síst þess vegna sem okkur hefur tekist að afla styrkja til þessa verkefnis,“ segir Ragnar. Fleiri verkefni nýtast Að sögn Ragnars eru tvö sam- bærileg rannsóknarverkefni í gangi sem Íslendingar taka þátt í en stjórna ekki. Annað verkefnið er leitt af Frökkum og fjallar um samband eldvirkni, skriðufalla og jarðskjálfta, svonefnt RETINA- verkefni. Hitt nefnist SM-SITES og er um Húsavíkursprunguna svokölluðu en því verkefni er stýrt af breskum vísindamanni. Stjórn- endur þessara tveggja verkefna taka líka þátt í Prepared-verkefn- inu. Gerðar hafa verið sérstakar mælingar á Húsavíkursprungunni, sem Ragnar segir að muni nýtast vegna viðvarana í framtíðinni. Fyrstu niðurstöður auki mönnum bjartsýni. Þá er Veðurstofan með í gangi svokallað bráðavárverkefni, með styrk frá RANNÍS og íslenska ríkinu. Verið er að byggja upp upplýsingakerfi um jarðvá, jarð- skjálfta sem og eldgos, til að samnýta upplýsingar og mælingar, sem og álit margra sérfræðinga með skjótum hætti í aðdraganda slíkra náttúruhamfara, eða sem fyrst eftir að þær hafa brostið á. Ragnar segir að öll þessi verkefni muni nýtast til að draga úr hættum af völdum skjálfta og eld- gosa. uppi um ná- skjálftaspár eflaust beinast að verkefninu þegar nið- viljum ekki flýta okkur og tökum okkur ar m.a. um jarðskjálftaverkefnið. Morgunblaðið/Árni Sæberg m komnir eru til landsins til að hefja rannsóknarverkefnið um Suðurlandsskjálftana. og Svisslendingar þátt í verkefninu, sem styrkt er af ESB. bjb@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.