Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 33 að en tíminn snerist um hann, stundin leið við spjall um pólkitík, brids og gamanmál. Hjörtur var víðlesinn og fróður og kom enginn þar að tómum kofunum. Börnin í fjölskyldunni litu á hann sem tákn lögreglunnar, þannig væri löggan, eins og Hjörtur, stór og sterkur, alltaf tilbúinn til að hjálpa börnum sem villtust að heiman og fólki er lenti í hverskyns vandræð- um. Þau fengu að máta húfuna, skoða kylfuna, sem hann hafði bara til að verja sig með ef bófar réðust á fólk. Það var sko gott að þekkja löggu og gaman að monta sig af því. Hjörtur var sannarlega góður fulltrúi sinnar stéttar. Það var gæfa okkar allra að fá þennan öðling í fjölskylduna. Hans mesta gæfa var hún Jóna frænka, sem stóð við hlið hans í blíðu og stríðu og yndisleg börn þeirra, tengdasonur og barna- börn. Hjá þeim öllum er hugur okk- ar þessa daga. Við hjónin höfðum lengi stefnt að því að fara með Jónu og Hirti á æskustöðvar hans í Holtum. Þetta dróst á langinn af ýmsum ástæðum. En nú í október sl. rann dagurinn upp, sólbjartur og fagur, dálítið kaldur en útsýn eins og best gerist til allra átta. Hjörtur var bílstjóri og leiðsögumaður, jafnvígur á hvort tveggja. Hann vissi nákvæmlega um bestu útsýnisstaðina, þar var staldrað við, fræðst og horft yfir landið. Hvílík fegurð – sagan, sveit- in, umhverfið allt. Komið við á æskuheimili hans, Saurbæ í Holtum og drukkið kaffi sem bróðursonur hans, Elías Pálsson bóndi, bar fram af þeirri alúð sem því fólki er svo eiginleg. Minningin um þennan haustdag verður okkur ógleyman- leg. Við vorum þegar farin að ráð- gera aðra ferð saman að vori en „mennirnir álykta en Guð ræður“. Hjörtur er horfinn sjónum okkar um sinn, en hann lifir í hugum okk- ar og verkum sínum. Hans munum við jafnan minnast er við heyrum góðs manns getið. Margrét Steina Gunnarsdóttir. „Þetta er örugglega Hjörtur.“ Þetta var stundum sagt heima þeg- ar eitthvert okkar systkinanna svaraði í símann og samtalið dróst á langinn. Hjörtur frændi talaði nefnilega við okkur krakkana eins og við værum fullorðið fólk og spurði um heima og geima. Slíkt kunnum við krakkarnir að meta. Móðurbróður okkar Hjörtur El- íasson er látinn. Hann lést eftir stutta sjúkrahúsdvöl sjötíu og níu ára að aldri. Hjörtur ólst upp í hópi átta systkina að Saurbæ í Holtum í Rangárvallasýslu á fyrri hluta síð- ustu aldar þegar hugsjónir ungra manna voru mjög undir áhrifum ungmennafélaganna að vinna Ís- landi allt. Það átti þó ekki fyrir Hirti að liggja að gerast bóndi og yrkja jörðina þótt hugur hans stæði ætíð til þess. Hann starfaði lengt af sinni starfsævi sem lögreglumaður í Reykjavík og var ákaflega farsæll í því erfiða og oft vanþakkláta starfi. Geðþekk framkoma og góðvild ein- kenndu hann bæði í starfi og einka- lífi. Auk þess að vera lögreglumað- ur var Hjörtur ökukennari um árabil og reyndist okkur systkinun- um frábær kennari þegar við höfð- um aldur til að taka bílpróf. Hinn mikli áhugi Hjartar á að rækta land varð ekki síst til þess að þau hjónin Hjörtur og Jóna festu kaup á landspildu ofan Reykjavík- ur. Þar byggðu þau síðar bústað og dvöldu þar löngum ekki síst eftir að Hjörtur lét af störfum sem lög- reglumaður. Á árunum fyrir 1970 unnu sum okkar systkina með Hirti við gerð kartöflugeymslu,vegalagningu og girðingarvinnu á landspildunni. Með því jafnaðist ökukennslureikn- ingurinn og undu allir vel við þau viðskipti. Það var eftirminnilegt að vinna með Hirti. Vandvirkni og verklagni voru einstök. Það stað- festist sem Elín móðir okkar hafði sagt okkur að hún hefði hér áður fyrr ekki fengið betri aðstoð við húsverkin í Saurbæ en þegar Hjörtur bróðir hennar tók til hend- inni. Nú síðustu árin hafa ýmsir úr fjölskyldum systkinanna frá Saurbæ unnið saman að skógrækt á landskika í landi Saurbæjar. Þar hefur Hjörtur verið i forystu og verkkunnátta hans við girðinga- vinnu og gróðursetningu nýst vel. Af lítillæti sínu spurði hann þó oft okkur hin ráða, sem lítið sem ekk- ert kunnum til verka. Engan hef ég séð gróðursetja trjáplöntur af ann- arri eins alúð og Hjört. Af átta systkinum frá Saurbæ lifa nú að- eins Þórður og Hjalti. Það var kært með þeim Saurbæjarsystkinum og gestrisni og samhjálp þeim í blóð borin. Á árunum fyrir og eftir 1950 voru miklir húsnæðiserfiðleikar í Reykjavík. Á þeim árum bjuggu þrjú af systkinunum ásamt nýstofn- uðum fjölskyldum sínum í Camp Knox. Það voru Hjörtur og Jóna, Hjalti ásamt Guðnýju eiginkonu sinni og elsta syni og foreldrar okk- ar ásamt okkur systkinunum. Það var móður okkar og okkur krökk- unum mikils virði að hafa þetta góða fólk í næsta nágrenni, ekki síst þegar faðir okkar þurfti að dvelja langdvölum á Vífilsstöðum. Þá reyndi á samheldni þeirra systk- ina. Nú að leiðarlokum þegar við kveðjum Hjört móðurbróður okkar viljum við systkinin þakka öll góðu kynnin. Jafnframt sendum við Jónu, Steina, Siggu, Viðari og barnabörn- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigríður Ólafsdóttir, Elías Ólafsson, Benóný Ólafsson. Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, KRISTJÁN SIGURÐSSON, Háholti 18, Akranesi, lést á heimili sínu sunnudaginn 23. febrúar. Valgerður Sigurjónsdóttir, Guðjóna Kristjánsdóttir, Björn Almar Sigurjónsson, Elísabet Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Huldarsson, Sigríkur Eiríksson, Magnfríður Þórðardóttir, Kristín Björk Viðarsdóttir, Sigurður Jóhannesson og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför LÁRUSAR JÓHANNSSONAR vélstjóra, Lagarási 17, Egilsstöðum, áður til heimilis í Einarsnesi 56, Reykjavík. Þórarinn Lárusson, Guðborg Jónsdóttir, Gunnsteinn Lárusson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Halldór Lárusson, Asieh Ása Fadai, Jóhanna Lárusdóttir, Sigfús Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. Yndislegi maðurinn minn og pabbi okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, BJÖRN RAGNARSSON, Lindargötu 20, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 23. febrúar. Álfheiður H. Árdal, Úlfar Þór Björnsson Árdal, Freyja Björt Björnsdóttir Árdal, Arndís Úlla Björnsdóttir Árdal, Arndís Pálsdóttir, Ragnar Benediktsson, Úlla Þormar Árdal og systkini. Elskulegur vinur minn og bróðir, GUÐNI GÍSLASON, lést á heimili sínu, Granaskjóli 23, að morgni sunnudagsins 23. febrúar. Sigríður Magnúsdóttir, Magnús Gíslason. BENEDIKT VALDEMARSSON, til heimilis á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést sunnudaginn 23. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Óskar Tómasson, Valdemar Gunnarsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, bróðir og mágur, MAGNÚS ÓLAFSSON verkfræðingur, Álfheimum 22, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut sunnudaginn 23. febrúar. Herdís Heiðdal, Ingibjörg Magnúsdóttir, Örvar Arnarson, Ólafur Magnússon, Íris Baldursdóttir, Ingibjörg Sturludóttir, Sigríður P. Ólafsdóttir, Ingimar Halldórsson. Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, JÓHANNA SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Viðarrima 42, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 21. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánu- daginn 3. mars kl. 13.30. Kristín Ingólfsdóttir, Guðmundur Garðarsson, Garðar Lund, Marie Lund, Guðbjörg Erlín Guðmundsdóttir, Helgi Þór Helgason, Brynhildur Ósk Guðmundsdóttir, Kári Kolbeinsson og systkinabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORGEIR GUÐMUNDSSON frá Melrakkanesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Tingsryd í Svíþjóð sunnudaginn 23. febrúar síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Arnfríður Aðalbjörg Gunnarsdóttir, Jörundur Helgi Þorgeirsson, Edda Björk Þórarinsdóttir, Ragnheiður G. Þorgeirsdóttir, Þóra Sv. Þorgeirsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Freyja Júlía Þorgeirsdóttir, Eysteinn Hreinsson, Ásgeir Þorgeirsson, Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, Nína Björg Þorgeirsdóttir, Akos Sollar, Guðmundur Þór Þorgeirsson, Kirsti Hemmingson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, tengdamóðir okkar og amma, ANNA S. BJARNADÓTTIR, Hlíf 1, Ísafirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 23. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Óskar Kárason, Ásdís M. Hansdóttir, Erla Þorbjörnsdóttir, Sævar Gestsson, Ragna Arnaldsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.