Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 35 ✝ Anna SigríðurSigurmundsdótt- ir fæddist á Svínhól- um í Lóni 22. janúar 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík laugardaginn 15. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Bjarnadóttir, f. 1877, d. 1937, og Sigurmundur Guð- mundsson, f. 1881, d. 1960, sem þá bjuggu í Svínhólum. Systkini hennar sem upp komust voru: Svanhildur, f. 1907, Bjarni, f. 1908, Guðfinna, f. 1911, Ásgerður, f. 1912, og Ragn- ar, f. 1916. Hann er einn á lífi af þeim systkinum og býr á Eski- firði. Þegar Anna Sigríður var á öðru ári fór hún á Reyðará í Lóni í fóst- ur til Önnu Lúðvíksdóttur, f. 1876, d. 1953, og Sigurðar Jónssonar, f. 1868, d. 1917, og þar ólst hún upp. Reyðarárhjónin áttu 6 syni: Geir, f. 1898, Stefán, f. 1901, Ásmund, f. 1903, Hlöðver, f. 1906, Þórhall, f. 1907, og Hróðmar, f. 1912. Þeir eru allir látnir nema Stefán, sem býr í Hveragerði á 102. aldursári. Árið 1936 giftist Anna Sigríður Steingrími Henrikssyni, umboðs- manni og bóksala. Hann var sonur hjónanna Súsönnu Henriettu Frið- riksdóttur og Henriks Erlends- sonar, læknis á Höfn í Hornafirði. Öll systkin Steingríms eru látin nema Kristín, ekkja Sigurðar Eg- ilssonar, búsett í Reykjavík. Börn Önnu Sigríðar og Stein- gríms eru sjö, þau eru: 1) Halla Súsanna, f. 3. des. 1936, maður I. Pétur Gautur Kristjánsson lög- rekstrarfræðingur. b) Ingibjörg viðskiptafræðingur, dóttir hennar er Dagný Björg Jónsdóttir. c) Henrik verktaki, sambýliskona Harpa Ragnarsdóttir, dóttir þeirra er Indíana Ýr. Dóttir Hen- riks frá fyrri sambúð er Sara Hlín. d) Ásgeir nemi. 5) Áslaug, f. 2. júní 1946, gift Birgi L. Blöndal deildarstjóra, börn þeirra eru: a) Emil B. Blöndal kerfisfræðingur, kvæntur Önnu Maríu Guðmunds- dóttur, þau eiga tvær dætur, Mar- íu Rosario og Irisi Teresu. b) Anna Sigríður Blöndal lyfjafræð- ingur, gift Kristni Bjarnasyni framkvæmdastjóra, börn þeirra eru: Helena Júlía og Dagur Ed- vard. c) Þröstur B. Blöndal verk- fræðinemi. 6) Hanna, f. 10. sept. 1952. Maður I. Hjálmtýr Rúnar Baldursson. Þau skildu. Börn þeirra eru: Róbert Örn hljómlista- maður og Monika nýstúdent, í sambúð með Júlíusi Jóhannssyni. Sambýlismaður Hönnu er Magni Ólafsson bifreiðastjóri. 7) Sigrún, f. 12. júní 1954. Maður I. Hilmar Ingason. Þau skildu. Sonur þeirra er Ingi Sigurbjörn iðnskólanemi. Maður II. Gunnar Þórðarson húsasmíðameistari. Sonur þeirra er Árni Þór, starfsmaður Land- spítala – háskólasjúkrahúss. Anna Sigríður og Steingrímur reistu sér hús í Smáíbúðahverfi á fyrstu árum þess hverfis, Akur- gerði 42, og þar ólu þau upp barnahópinn. Anna var heima- vinnandi húsmóðir lengst af, en þegar börnin voru uppkomin og flest flutt að heiman hóf hún störf hjá Kleppsspítalanum í Reykjavík. Þar vann hún frá 1962–1982. Útför Önnu Sigríðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fræðingur. Þau skildu. Börn þeirra eru: A) Gylfi Gautur lögfræðingur, sam- býliskona Sólveig Einarsdóttir. Þau slitu sambúð. Dætur þeirra eru: a) Hildur Halla, í sambúð með Eyjólfi Karlssyni slökkviliðsmanni, son- ur þeirra er Tryggvi Gautur, og b) Ragn- hildur. B) Brynhildur matvælafræðingur, gift Herði Harðarsyni myndlistarmanni, þau eiga Hörð Gaut. C) Gunnhildur laganemi, í sambúð með Eyþóri Þormóði Árnasyni laganema, dæt- ur þeirra eru Hjördís Halla og Þórhildur. D) Steingrímur Gautur kerfisfræðingur, kvæntur Guðríði Birgisdóttur, börn þeirra eru: Eg- ill Gautur og Halla. Maður II. 6. nóv. 1976 Stefán Gísli Sigur- mundsson, rekstrarstjóri Jarð- hitadeildar Orkustofnunar, d. 22. okt. 1989. 2) Hanna, f. 6. júlí 1939, d. 30. 10. 1940. 3) Guðný, f. 22. sept. 1941, gift Ólafi V. Guð- mundssyni rafvirkjameistara, börn þeirra eru: A) Guðmundur tæknifræðingur, kvæntur Þórdísi Sigríði Hannesdóttur. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Ólafur Freyr, í sambúð með Kristjönu Björgu Arnbjörnsdóttur, sonur þeirra er Daníel Freyr, b) Kári og c) Ing- unn Freyja. B) Brynja, f. 28. nóv. 1963, d. 26. ágúst 1966. C) Jón Þór póstfulltrúi. D) Ragnar Páll dagskrárgerðarmaður. 4) Erlend- ur, húsasmíðameistari og kennari í FB, f. 2. apríl 1945, kvæntur Guðnýju Björgu Guðmundsdóttur, börn þeirra eru: a) Steingrímur Mig langar að minnast móður minnar og þakka henni fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu. Mig langar að þakka henni fyrir að hún kenndi mér að sjá það bjarta og góða sem er í okkur öllum og standa alltaf með sjálfri mér hvað sem á dynur. Hún var svo jákvæð og síðustu ár var hún með Alzheimer og var svo meðvituð um það og sagði oft: „æi hvað er ég nú að segja?“ Ég þakka þér, elsku mamma mín, fyrir þann tíma sem ég fékk með þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Elsku mamma. Með þessu litla ljóði sem þú söngst fyrir okkur, áður en við fór- um að sofa, þegar við vorum litlu börnin þín, vil ég þakka þér fyrir allar yndislegu samverustundirnar okkar, ást þína og umhyggju. Þín dóttir Sigrún Steingrímsdóttir. Er þetta Birgir? hljómaði falleg rödd tengdamóður minnar þegar ég heimsótti hana á Hrafnistu síðustu misserin, sjónin var farin að dapr- ast, en heyrnin var góð. Það er sagt að augun séu spegill sálarinnar en hljómurinn í ávarpi Önnu vakti ávallt hlýjar tilfinningar og sagði meira en langar ræður. Kynni okk- ar hófust þegar Áslaug dóttir henn- ar og ég vorum í tilhugalífinu. Þá vakti hljómþýð röddin athygli ekki síður en glæsilegt útlit og hlýleg framkoma. Hún hafði á orði að ég ætti örugglega eftir að koma aftur, sem varð reyndin. Eftir svo löng og góð kynni streyma minningarnar fram þegar komið er að kveðjustund. Tengda- móður minni var margt til lista lagt, hún bjó til mjög góðan mat, var ákaflega smekkleg í klæðnaði og heimilið naut listrænna hæfileika hennar eftir því sem efni stóðu til. Ógleymanleg er fjölskylduferð til Kaupmannahafnar 1984, en þar átt- um við saman ákaflega góðar tvær vikur í stórkostlegu veðri og ein- stöku umhverfi. Hana langaði alltaf að skreppa aftur til Kaupmanna- hafnar þó ekki væri nema til að kaupa postulínsbolla. Sú ferð var aldrei farin en margt annað var gert til ánægju og gleði og alltaf var jafn ánægjulegt að fá Önnu í heim- sókn, hvort sem var í matarboð eða kaffi og kunni hún þá list að vera góður gestur, sjálfri sér og gest- gjöfum til mikillar ánægu. Anna hafði góða þekkingu á mörgu, m.a. á heilsufræði og brást rétt við þeg- ar nafna hennar, sem smábarn, fékk hitakrampa en þar voru við- höfð snör handtök og markviss ákvarðanataka. Ég þakka tengdamóður minni ákaflega góða samveru. Blessuð sé minning hennar. Birgir L. Blöndal. Mig langar með örfáum orðum að minnast ömmu minnar, Önnu Sig- ríðar Sigurmundsdóttur. Margar góðar minningar koma upp í hug- ann og þá sérstaklega stundirnar sem við áttum saman í Akurgerð- inu, á háskólaárum mínum, en ég fékk aðstöðu þar til að læra. Þegar hlé var tekið á lestrinum settumst við saman niður og var mikið spjall- að yfir kaffibolla. Þótti henni gaman að segja frá gömlum tímum og má þar nefna klappsæfingarnar sem hún stundaði vegna hryggskekkju þegar hún var 15 ára. Á þessum árum fór amma mikið á Vesturgötuna bæði í dans og leik- fimi. Það hafði lengi verið draumur hennar að læra að dansa. Til margra ára sótti hún „laugarnar“ daglega. Einnig var hún mjög dug- leg að ganga og fara með strætó niður í bæ. Henni var það mikið í mun að maður skyldi beita líkamanum rétt og passa upp á bakið. Læddi hún oft að mér góðum ráðum sem hún hafði lært í leikfiminni á Vesturgöt- unni. Amma var mjög ljúf og jákvæð kona. Eins og hverri dömu sæmir þótti henni gaman að punta sig og eru ófá skiptin sem ég man eftir henni sitjandi á stól með hárblás- arann í hendi og með rúllur í hárinu. Þegar farið var út úr húsi var að sjálfsögðu settur upp hatt- urinn. Hún hafði mikinn áhuga á nýjum og fallegum fötum og var manna fyrst til að taka eftir því þegar maður mætti í einhverju nýju. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Elsku perlan mín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ingibjörg Erlendsdóttir. Amma mín, Anna Sigríður Sig- urmundsdóttir, var fædd að Svín- hólum í Lóni og var næst yngst sex systkina. Á öðru ári fór hún í fóstur til Önnu Lúðvíksdóttur og Sigurðar Jónssonar á Reyðará í Lóni. Bar hún nöfn þeirra hjóna. Á Reyðará ólst hún upp með sex fósturbræðr- um og átti því alls 11 systkini. Amma hélt góðu sambandi við þau öll. Amma og afi bjuggu lengst af í Akurgerði 42, í Reykjavík. Þau eignuðust sjö börn en eitt þeirra lést í æsku. Barnabörnin eru átján. Það var ævinlega mjög gestkvæmt á heimili þeirra en fádæma gest- risni og hlýtt viðmót dró fjölskyldu- meðlimi, vini og kunningja inn á heimilið. Það var þroskandi fyrir ungan dreng að heyra þetta fólk ræða þjóðmál, dægurmál og að fá fregnir af stórfjölskyldunni. Fyrir mér var heimili afa og ömmu mikill ævintýraheimur sem líktist fremur litlu hóteli en venjulegu heimili. Þrátt fyrir erilsamt húsmóður- starf fylgdist amma grannt með þroska barnabarna sinna og kom að uppeldi þeirra flestra. Sum voru í fóstri hjá henni sem börn um lengri eða skemmri tíma. Önnur leituðu til hennar á unglingsárum. Hún var mikill vinur þeirra allra. Gátu jafnt drengir sem stúlkur rætt við hana um öll sín hugðarefni. Slíkt er frem- ur óvenjulegt en amma var ung í anda og fylgdist vel með tísku og áhugamálum unglinga. Hún var blíðlynd og hjartahlý kona sem mátti ekkert aumt sjá og naut þess að gleðja aðra. Amma bar mikla umhyggju fyrir afkomendum sínum og það var gaman heyra álit hennar á persónu- einkennum þeirra. Þar kom oft fram mikið næmi fyrir mannkostum hvers og eins. Hún var og hrein- skiptin og falslaus, öfundaði engan og var ánægð með sitt hlutskipti í lífinu. Hún taldi sig gæfuríka og leit til baka með ánægju og stolti. Blessuð sé minning hennar. Gylfi Gautur Pétursson. Hún amma mín blessunin er dá- in. Það er alltaf jafn óraunverulegt þegar einhver nákominn deyr. Á einhvern hátt hugsar maður ekki um að þeir eigi eftir að deyja. Samt var amma mín öldruð kona, orðin 88 ára. Amma bjó lengst af í Akur- gerðinu og þar sem alltaf var eitt- hvað um að vera. Heimili afa og ömmu var nokkurs konar mið- punktur og þar hittust ættingjar reglulega, en amma átti 6 börn og fjölda barnabarna sem og vini. Amma tók ávallt vel á móti öllum og kaffivélin gekk allan daginn því það var stöðugur gestagangur. Hún hafði þá venju að setjast aldrei til borðs með okkur heldur stóð og þjónaði okkur. Ég á margar góðar minningar um ömmu mína og flestar frá þeim tíma þegar ég bjó hjá henni. Þegar ég var 17 ára vildi ég flytja til henn- ar, og tók hún mér opnum örmum. Ég bjó hjá henni í um eins árs skeið. Mér þótti ákaflega vænt um hana og það var alltaf gott að ræða við hana. Mér fannst hún vera nú- tímaleg og fylgjast vel með öllu. Hún hafði, eins og ég, mikinn áhuga á heilsu og góðu mataræði. Við hættum að borða feitan mat, kjöt, unnar matvörur og annan óþarfa sem okkur fannst á þeim tíma. Hún var alveg til í að gera slíkar tilraunir og var sammála mér um að henni liði miklu betur af létt- ara mataræði. Amma var falleg kona og ein- staklega smekkleg í klæðaburði og auðvitað var hún nútímaleg í þeim efnum eins og öðru. Ég minnist þess eitt sinn að hafa fengið lánaða kápu og rándýran hálsklút frá henni þegar ég fór á ball á mennta- skólaárum mínum. Vinkonur mínar voru undrandi yfir því hve vel ég var klædd. Ég sagði þó ekki orð um það að amma ætti þessi föt – það hefði engin trúað mér. Ég var heilluð af því hversu vel hún hélt sér – enda var hún svo fal- leg frá náttúrunnar hendi. Þegar ég spurði hana hvers vegna hún liti alltaf svona vel út þá sagði hún: „Kannski vegna þess að ég borðaði mikið af fjallagrösum þegar ég var ung stúlka og svo hef aldrei reykt né drukkið áfengi“. Hvíl þú í friði, elsku amma mín. Brynhildur Pétursdóttir. Það var mikið gæfuspor í lífi mínu þegar leið mín lá til dvalar á heimilinu í Akurgerði 42. Á þeim tíma var ég við nám í Kvennaskól- anum í Reykjavík en foreldrar mín- ir bjuggu á Setbergi í Nesjasveit í Hornafirði. Í Akurgerði 42 bjuggu þá hjónin Anna Sigurmundsdóttir og Steingrímur Hinriksson ásamt tveimur yngstu dætrum sínum þeim Hönnu og Sigrúnu. Það hafði í upp- hafi verið ákveðið að ég yrði einn vetur í Akurgerðinu eins og kunn- ugir kölluðu heimilið, en árin urðu sjö afskaplega góð. Fjölskyldan var samheldin og ég naut góðs af því að vera tekin í hóp- inn. Ættmóðirin sem við erum nú að kveðja í dag, Anna Sigurmunds- dóttir, helgaði líf sitt stórri fjöl- skyldu. Hennar aðaláhugamál tengdust húshaldi og hannyrðum. Hún hafði sérstakan áhuga á heilsu- samlegu líferni og lagði til dæmis mikið upp úr að maturinn sem neytt var á heimilinu væri hollur. Hún var á því sviði á undan samtíma sínum. Hún lét hvern þann hlut sig varða er tengdist betri heilsu fólks hvort svo sem var andlegri eða líkamlegri. Milli Önnu og Steingríms sem lést 1979 ríkti mikill kærleikur og mildi í samskiptum. Þetta sérstaka andrúmsloft sem var á milli þeirra hjóna hafði góð áhrif á alla er tengdust heimilinu í Akurgerði 42. Af þessu góða fjölskyldulífi naut ég og margir fleiri góðs, en á heim- ilinu var mjög gestkvæmt. Húsmóð- irin gat alltaf gefið sér tíma til að spjalla og gefa gólki heimaunnið góðmeti sem alltaf var til. Hún bjó yfir þeim sterka eig- inleika að kunna að hlusta á þá sem bar að garði eða voru henni sam- ferða í lífinu. Í samskiptum við fólk gaf hún oft frá sér stuttar hnyttnar athuga- semdir með gæskulegri rödd sinni og smá kímni. Á þann hátt tókst henni oft að benda á það sem betur mátti fara án þess að nokkur yrði sár. Miðpunktur stórrar fjölskyldu var í hennar örmum og þær ábend- ingar sem hún gaf ef hún beitti sér fyrir einhverju voru teknar til greina af öðrum á heimilinu. Anna var afar falleg kona, henni var ekki sama hvernig hún var til fara, hún var eins og hún sagði sjálf „pjöttuð“. Hennar aðalsmerki í klæðaburði voru fallegir hattar sem hún bar svo vel. Mér eins og mörgum hlýnar við hverja þá minningu er tengist veru minni með bestu fóstru sem guð hefði getað gefið mér. Það er sárt að þurfa að kveðja svona góða konu, manni finnst eins og tilveran þurfi á svona góðu fólki að halda, það megi ekki fara. En klukka lífsins stöðvast ekki. Minningin um Önnu Sigurmunds- dóttur dregur fram í hugann nokk- ur persónueinkenni sem skera sig hvað sterkast úr. Hún var geðgóð, ákveðin og sjálfstæð. Hún var öllu traust og ávallt samkvæm sjálfri sér. Guð blessi minningu fóstru minn- ar. Árný Helgadóttir. ANNA SIGRÍÐUR SIGURMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.