Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ   !" $    %#                          !      " !     #  " $     "     %$ $ !  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁGÆTI landlæknir. Ég þakka þér fyrir bréf þitt frá 6. feb. sl. og þann áhuga á málefnum okkar sem þar kemur fram. Lækningasamkomurnar með Charles Indifone hafa vakið þjóð- arathygli og umræðan hefur verið nokkur. Maður þessi hefur nú um nokkurra missera skeið haldið slík- ar samkomur á hinum Norðurlönd- unum með ótrúlegum árangri. Margir staðfestir vitnisburðir um lækningar og kraftaverk liggja fyrir. Samverkamenn okkar á Norðurlöndunum hafa hvatt okkur til að nýta þjónustu þessa manns í þágu fagnaðarerindisins hér á landi. Charles Indifone kom í heimsókn til okkar í Krossinum í haust og þá leituðu fleiri til hans en við gátum einir ráðið við með góðu móti og því var koma hans hingað nú samvinnuverkefni fleiri kirkna. Ég hef heyrt að geðsjúkur mað- ur hafi hætt notkun á lyfjum sínum án samráðs við lækna sína. Að vísu eru þessar upplýsingar byggðar á fréttum fjölmiðla, þannig að ein- hver trúnaðarbrestur er þá vænt- anlega á ferðinni milli læknis og sjúklings, en við sem að þessu samkomuhaldi stöndum vitum ekki um nein slík dæmi, enda höfum við ítrekað bent fólki á að breyta ekki í neinu högum sínum að þessu leyti nema í samráði við lækninn sinn. Við berum virðingu fyrir læknavís- indunum og viljum hafa fullt sam- ráð við heilbrigðisyfirvöld. Ég trúi því, og byggi það á orði Guðs, að Guð sé þess megnugur að lækna alla sjúkdóma. En það er ljóst að allir læknast ekki, en við því kann ég ekki svör. Ég veit það eitt að margir fá bót meina sinna og á þessum samkomum varð svo. Þjónusta okkar í þessu tilliti byggist á orði Guðs. Í umboði þess störfum við, en þar segir: Markúsarguðspjall 16:17–18: „En þessi tákn munu fylgja þeim, er trúa: Í mínu nafni munu þeir reka út illa anda, tala nýjum tungum, taka upp höggorma, og þó að þeir drekki eitthvað banvænt, mun þeim ekki verða meint af. Yfir sjúka munu þeir leggja hendur, og þeir verða heilir.“ Og einnig: Jakobsbréfið 5:13–15: „Líði nokkrum illa yðar á meðal, þá biðji hann. Liggi vel á einhverjum, þá syngi hann lofsöng. Sé einhver sjúkur yðar á meðal, þá kalli hann til sín öldunga safnaðarins og þeir skulu smyrja hann með olíu í nafni Drottins og biðjast fyrir yfir hon- um. Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan, og Drottinn mun reisa hann á fætur. Þær syndir, sem hann kann að hafa drýgt, munu honum verða fyrirgefnar.“ Þetta er starfsflýsingin sem við höfum og umboðið sem okkur er veitt. Sigurður, þú talar um lýð- skrum af verstu tegund, en ég segi að mikil mætti hræsni okkar vera ef við drægjum fjöður yfir þennan þátt kenningarinnar og reyndum að falsa orð Guðs. Við munum halda áfram með samkomuhald af þessu tagi og við munum leitast við af fremsta megni að sýna veiku fólki og bág- indum þess fulla virðingu hér eftir sem hingað til. Við munum enn frekar brýna þann þátt að menn sniðgangi alls ekki lækna sína og taki málin í eigin hendur. Við munum einnig halda áfram að lúta orði Guðs, af því erum við bundnir sem og eigin samvisku. Með vinsemd og virðingu, GUNNAR ÞORSTEINSSON, forstöðumaður Krossins í Kópavogi. Bréf til landlæknis Frá Gunnari Þorsteinssyni ÉG hef séð og heyrt í fjölmiðlum að sænskir dómstólar telji að bann Svía við áfengisauglýsingum samræmist ekki reglugerðarbákni Evrópusam- bandsins. Einnig hef ég séð í DV greinar og viðtöl, m.a. við fulltrúa Verslunarráðsins, þar sem ýmsar mannvitsbrekkur fá vart vatni haldið af hrifningu yfir þessum dómi. Og ekki nóg með það. Því er jafn- framt haldið fram að það hefði engin áhrif á áfengisneyslu Íslendinga að áfengisauglýsingar yrðu leyfðar. Ein málpípa áfengisgróðamannanna hélt því fram að tilkoma bjórsins hefði ekki aukið drykkju. Staðreyndir segja þó annað. Aldrei hefur áfeng- isneysla aukist jafnmikið og á síð- ustu árum og aldrei verið drukkið meira en árið sem leið. Aldrei hafa fleiri unglingar orðið að leita sér hjálpar vegna eiturneyslu sem byrj- aði með áfengi. Bjórinn og bjór- sjoppuvæðingin eiga þar einkum hlut að máli. Og hvers vegna skyldu sölumenn þessa vímuefnis vilja fyrir hvern mun eyða tugum eða hundruðum milljóna í auglýsingar? Er ekki ljóst að þeir vita að þeir fá auglýsingapen- ingana aftur með vöxtum og vaxta- vöxtum? Trúir því yfirleitt nokkur heilvita maður að áfengisframleið- endur séu einhver góðgerðarstofn- un? Ef auglýsingar hafa engin áhrif þá er ástæðulaust að banna tóbaksaug- lýsingar. Kannski halda sumir al- þingismenn að um áfengi gildi ein- hver allt önnur lögmál en um önnur fíkniefni. Ég geri þó frekar ráð fyrir að þeir sem mæla með afnámi aug- lýsingabanns séu að ganga erinda gróðapunganna. Kaldrifjað áfengis- auðvaldið veit að auglýsingar auka misjafnlega fenginn gróða þess og það veit líka að þeir sem auglýsingar hafa mest áhrif á eru börn, unglingar og þeir sem ánetjast hafa þessu vímuefni. Sjálfir hafa flestir þeir sem „safna auð með augun rauð“ vit á að þegja en láta einfeldninga og miður heið- arlegt fólk innan þings og utan tala máli sínu. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Frá Árna Helgasyni Hvers vegna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.