Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRAHIM Boulami frá Marokkó hef- ur verið úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann af Alþjóða frjáls- íþróttasambandinu, IAAF, en hinn þrítugi Boulami er heimsmethafi í 3000 metra hindrunarhlaupi. Boul- ami féll á lyfjaprófi sem tekið var af honum 15. ágúst á s.l. ári, degi áður en hann setti heimsmetið í Zürich í Sviss. Þar reyndist hann hafa notað EPO-hormónið sem m.a. eykur þol keppenda. Frjálsíþróttasamband Marokkó hefur mótmælt niðurstöðu lyfja- prófsins og sýknaði hann af ákærum IAAF þann 11. febrúar sl. IAAF tók hinsvegar af skarið í gær og úrskurðaði kappann í keppn- isbann næstu tvö árin. Boulami í tveggja ára bann  AUÐUN Helgason var í byrjunar- liði sænska liðsins Landskrona sem sigraði danska liðið Bröndby, 2:0, í æfingaleik á sunnudaginn. Auðun lék í stöðu hægri bakvarðar. Hann þurfti að fara af leikvelli á 85. mínútu vegna meiðsla en á heimasíðu Landskrona segir Auðun að meiðslin séu ekki al- varleg. Auðun er nýkominn í herbúðir Landskrona og hefur verið í byrjun- arliðinu í öllum æfingaleikjum liðsins á undirbúningstímabilinu.  FINNSKI landsliðsmaðurinn Sami Hyypia hjá Liverpool, sem var keypt- ur frá hollenska liðinu Willem II á þrjár millj. punda í maí 1999, er kom- inn í 200 leikja klúbb Liverpool – lék tímamótaleikinn gegn Birmingham. Hyypia, sem er nú fyrirliði liðsins, tók við fyrirliðabandinu þegar Jamie Redknapp og Robbie Fowler voru seldir.  PAUL Scholes og Wes Brown verða ekki með Manchester United í kvöld þegar liðið mætir Juventus í Torinó í Meistaradeildinni. Scholes hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla og Brown haltraði meiddur af velli í leiknum við Bolton á laugardag- inn. Hins vegar er Mikael Silvestre orðinn frískur og er líklegt að hann komi innn í liðið í stað Browns.  JUVENTUS getur stillt upp mun sterkara liði en það gat í leiknum við United á Old Trafford í síðustu viku. Flensufaraldurinn sem herjað hefur á leikmannahóp Juventus er á undan- haldi og koma þeir Gianluigi Buffon, Lilian Thuram og Marco di Vaio allir inn í lið Ítalíumeistaranna.  ÍTALSKA knattspyrnuliðið Torino þarf líkast til að leika fimm næstu heimaleiki sína fyrir „luktum dyrum“ eftir að upp úr sauð hjá stuðnings- mönnum liðsins sl. laugardag er liðið lék gegn AC Milan á heimavelli sínum.  DÓMARI leiksins brá á það ráð að fresta leiknum í upphafi síðari hálf- leiks þegar stuðningsmenn Torino reyndu að brjóta sér leið inná völlinn og hentu auk þess sætum úr áhorf- endastúkunni inná völlinn. Búast má við því að AC Milan verði dæmdur 3:0 sigur í leiknum að auki en beita þurfti táragasi til þess að hafa hemil á stuðn- ingsmönnum Torino.  FORRÁÐAMENN liðsins seldu flesta af bestu leikmönnum liðsins fyrir keppnistímabilið til þess að grynnka á skuldum þess og hefur árangurinn ver- ið eftir því – aðeins tveir sigrar.  RENZO Ulivieri var í gær vikið úr starfi sem þjálfara Torino. Liðinu hefur vegnað illa undir hans stjórn og situr í næst neðsta sæti deildarinnar með aðeins 13 stig eftir 21 leik. Ren- ato Zaccarelli hefur verið ráðinn til að gegna starfi þjálfara Torino tíma- bundið en hann er fyrrum leikmaður liðsins. FÓLK ARGENTÍNUMAÐURINN Javier Saviola blómstrar í liði Barcelona eftir að Radomir Antic tók við þjálfun liðsins af hinum hol- lenska Van Gaal á dögunum. Hinn 21 árs gamli Saviola skoraði þrennu í 4:0 sigri Barcelona gegn Real Betis á laugardag en liðin áttust við á Nou Camp. Undir stjórn Antic hefur Saviola fengið frjálst hlutverk fyrir framan miðjumenn liðsins og fyrir aft- an framherjann Patrick Kluivert. Leikstíll Saviola hentaði illa í leikkerfi Van Gaal sem þykir afar skipulagður þjálfari og vildi að Saviola skilaði varnarhlutverki sínu betur. Antic segir hinsvegar að hann vilji nota styrkleika Saviola og aðrir leikmenn verði að fylla í götin sem hann skilur eftir sig í varnarleiknum. Argentínumaðurinn hefur skorað fimm mörk í s.l. tveimur leikjum liðs- ins. Saviola leikur vel undir stjórn Antic Javier Saviola og Patrick Kluivert fagna. Reuters BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skotlands í knattspyrnu, hefur kallað á Don Hutchison á ný til liðs við landsliðið – fyrir leik gegn Tyrjum í mars. Leikurinn er upphitunarleikur Skota fyrir átökin gegn Íslandi á Hampden Park 29. mars. Hutchison lék með skoska liðinu gegn Írum á dögunum, en Vogts vill sjá hann aftur í leik. Þá hefur Vogts kallað á Chris Doig (Nottingham Forest), Warr- en Cummings (Chelsea), Jamie McAllister (Aberdeen), Andy Webster (Hearts), Robbie Stock- dale (Middlesbrough) og David Noble (West Ham) í leikinn gegn Tyrkjum. Skotar hita upp gegn Tyrkjum KRÓATINN Zvonimir Serd- arusic, sem þjálfað hefur handknattleikslið Kiel und- anfarin 10 ár, skrifaði í gær undir nýjan samning við fé- lagið sem gildir til ársins 2006. Serdarusic, sem á árum áður lék 72 landsleiki fyrir Júgóslavíu, hefur náð ótrú- legum árangri með lið Kiel frá því hann tók við þjálfun þess árið 1993. Á tíu árum hefur hann stýrt Kiel til sig- urs í þýsku deildinni, þeirri sterkustu í heimi, sjö sinnum, þrívegis hefur Kiel orðið bik- armeistari undir hans stjórn og í tvígang hefur liðið unnið sigur í EHF-keppninni. Kiel hefur orðið þýskur meistari með Sardarusic í brúnni 1994, 1995, 1996, 1998, 2000 og 2002 en ljóst þykir að liðið nær ekki að verja meistaratitil sinn í ár því það situr í sjötta sæti deildarinnar. Serdarus- ic áfram hjá Kiel Næsta vetur lítur allt út fyrir aðHeiðmar Felixson og Patrekur Jóhannesson verði hjá Bidasoa, Ólaf- ur Stefánsson og Rúnar Sigtryggsson hjá Ciudad Real og Hilmar Þórlinds- son hjá Cangas. Atli Hilmarsson, sem þjálfar Friesenheim í þýsku 2. deild- inni, segist telja að þeir leikmenn sem eru að flytja sig frá Þýskalandi til Spánar, geri það fyrst og fremst til að fá tilbreytingu. „Þegar ég fór frá Þýskalandi til Spánar á sínum tíma var það klárlega skref upp á við hjá mér. Við æfðum meira og betur á Spáni en í Þýskalandi en það hefur mikið breyst síðan. Þýska deildin er orðin hrein atvinnumannadeild og ég held að hún sé ívið sterkari en spænska deildin – ef eitthvað er. Ég held að peningarnir séu ekkert meiri á Spáni en hérna í Þýskalandi, þannig að þetta snýst um að breyta aðeins til,“ sagði Atli við Morgunblaðið. Það hefur stundum loðað við félög- in á Spáni að þau borgi seint og illa á meðan Þjóðverjarnir hafa verið traustari hvað þetta varðar. „Ég lenti raunar aldrei í neinum vandræðum hjá Granolles, en maður heyrir oft sögur af því að félögin skuldi leik- mönnum einhver laun. Þetta hefur svo sem komið upp hér líka, bæði með Gummersbach og Nordhorn, en nú eru reglurnar orðnar mjög stífar og forráðamenn félaganna verða að skila inn nákvæmri áætlun um hvernig þeir hyggjast fjármagna hvert tíma- bil fyrir sig,“ segir Atli. Hann sagði nokkuð um að þýskri leikmenn gengu til liðs við spænsk lið. „Ég held þetta sé fyrst og fremst æv- intýraþrá hjá þeim, deildin hér er sterkari og launin eru ekki lægri hér en á Spáni. Samningur Óla [Ólafs Stefánssonar við Ciudad Real] er raunar einstakur því það gerist ekki oft að félag kaupir leikmann svo löngu áður en hann getur komið til þess. Spænska deildin er mjög sterk og bestu liðin þar hafa alltaf staðið sig vel í Evrópukeppninni þannig að þeir sem eru hjá sterkustu liðunum þar eru í góðum málum. Munurinn á að leika á Spáni og í Þýskalandi er ef til vill fyrst og fremst sá að hérna er allt einhvern veginn í fastari skorðum, enda Þjóðverjar þekktir fyrir skipu- lag og fastheldni. Annars kunni ég mjög vel við mig á Spáni enda var ég hjá góðu og traustu félagi og ég held að hjá þessum stærri og sterkari fé- lögum sé allt í fína lagi – alveg eins og það á að vera,“ sagði Atli. Atli Hilmarsson um nýja innrás íslenskra handknattleiksmanna á Spán Fyrst og fremst ævintýraþrá Morgunblaðið/RAX Patrekur Jóhannesson og Heiðmar Felixson leika saman með Bidasoa á næsta keppnistímabili. ALLT stefnir í að á næsta keppn- istímabili leiki fimm íslenskir handknattleiksmenn í spænsku 1. deildinni, en það eru jafn margir og léku þar í landi á sama tíma fyrir hálfum öðrum áratug. Þegar Íslendingar voru fjölmennastir á Spáni léku Atli Hilmarsson og Geir Sveinsson hjá Granollers, Alfreð Gíslason var hjá Bidasoa, Kristján Arason hjá Teka og Sigurður Sveinsson hjá Atletico Madrid. Nokkrum árum áður höfðu þrír Íslend- ingar riðið á vaðið og reynt fyrir sér með spænskum liðum, Ein- ar Þorvarðarson, Sigurður Gunnarsson og Hans Guð- mundsson. 4       %   /$  ' :# +  -606 -66,  '  +.33. ;'B B +  <<  *D!( EFF ED<<G %,.'( )              >,<+'+ )'%            05( '( '(+)0   !    "     #$ %   &  H ;  ! " " ' ( !  0'(=%%)0" # " !     >'(;'"  "$  )  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.