Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 45 GUÐMUNDUR Þórður Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, kom til landsins í gær eftir nokkurra daga dvöl í Þýskalandi. Guðmundur var meðal annars að skoða íslensku landsliðsmennina sem þar leika og sá hann þrjá leiki í þýsku Bundesligunni, Essen á móti Magdeburg, leik Wilhelmshavener á móti Essen og Minden á móti Wetzlar en með þessum félögum leika Ólafur Stefánsson, Sigfús Sig- urðsson, Patrekur Jóhannesson, Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Sighvatsson, Róbert Julan Duran- ona og Gylfi Gylfason en Sigurður Bjarnason hjá Wetzlar og Gústaf Bjarnason hjá Minden eru sem kunnugt er meiddir og leika ekki meira með á leiktíðinni. „Mér finnst það bara tilheyra starfinu að fara út og kíkja á okkar leikmenn en stór hluti af landsliðs- mönnunum spila erlendis. Ég horfi auðvitað á marga leiki heima en það er nauðsynlegt fyrir mig að fylgjast með leikmönnum sem eru erlendis og ræða við þá. Það er stutt í að ég velji liðið sem mætir Þjóðverjum í Berlín síðari hluta marsmánaðar og hluti af för minni var að skoða þá leikmenn sem mér stendur til boða að velja,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Guðmundur á ferð í Þýskalandi Morgunblaðið/RAX Guðmundur Þ. Guðmundsson var í Þýskalandi til að fylgjast með landsliðsmönnum Íslands leika þar. Hann sá Ólaf Stef- ánsson og Róbert Sighvatsson í leik, en þeir eru hér á bekkn- um með honum á HM í Portúgal, ásamt Einari Þorvarðarsyni.  LYN, liði Teits Þórðarsonar, hefur ekki gengið sem skildi á undirbún- ingstímabilinu og í gær mátti liðið sætta sig við enn einn ósigurinn. Lyn mætti Torpedo frá Rússlandi á móti á La Manga og tapaði, 2:0. Helgi Sig- urðsson lék allan leikinn en Jóhann B. Guðmundsson var tekinn útaf á 83. mínútu.  ÞAÐ var Birgit Engl sem fór of snemma inná í bikarleik ÍBV og Hauka, en ekki Ana Perez, eins og sagt var frá í frásögn bikarúrslita- leiksins hér í blaðinu í gær. Engel var vísað af leikvelli þegar innan við tvær mín. voru eftir af leiknum, þannig að hún mátti ekki koma inná aftur. Þeg- ar hún fór inná undir leikslok, stöðv- uðu dómarar leikinn – ráku hana aft- ur útaf og dæmdu knöttinn af Eyjastúlkum.  SILJA Úlfarsdóttir, úr FH, náði sér ekki á strik á ACC-meistaramóti bandarískra háskóla í Chapel Hill í N-Karólínuríki um nýliða helgi. Silja keppti í 200 og 400 m hlaupi og einnig í 4x400 m boðhlaupi.  SILJA hafnaði í 7. sæti í 200 m hlaupi á 25,02 sek., sem er 70/100 úr sekúndu frá hennar besta. Í undan- rásum hljóp hún á 24,74 sek..  ÞÁ varð Silja í 4. sæti í 400 m hlaupi á 55,40 sek., sem er einnig all nokkuð frá Íslandsmeti hennar í 21 til 22 ára flokki sem hún setti á dögunum, 54,73. Í undanrásum hljóp hún á 55,75. Boðhlaupssveit hennar frá Clemson-háskóla varð í 5. sæti.  MIKE Weir frá Kanada bar sigur úr býtum á opna Nissan-mótinu í golfi sem lauk í Los Angeles í fyrrinótt. Weir og Bandaríkjamaðurinn Charl- es Howell léku 72 holurnar á 275 höggum, níu undir pari vallarins, en Weir tryggði sér sigur í bráðabana. Fred Funk frá Bandaríkjunum og Nick Price, Zimbabwe, komu næstir á 277 höggum og þar á eftir kom svo Tiger Woods á 278 höggum.  BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Juninho leikur í kvöld með varaliði Middlesbrough en hann hefur ekkert getað leikið með liðinu síðan hann meiddist illa rétt áður en flautað var til leiks í Englandi í haust.  TYRKNESKI knattspyrnumaður- inn Hakan Sükür, sem varð fyrir því óhappi að fótbrotna á æfingu hjá Blackburn í desember, er nú byrjað- ur að æfa á fullu og segir Graeme Souness, knattspyrnustjóri liðsins, að það verði stutt þar til að hann leiki.  ROMARIO kvaddi Brasilíu að sinni með því að skora þrjú mörk fyrir Fluminese gegn Botafogo á sunnu- daginn, 5:0. Hann lék sinn síðasta leik í Brasilíu að sinni, þar sem hann held- ur til Katar og tekur þar við þjálfun liðsins Al-Saad í þrjá mánuði og fær fyrir það 117 millj. ísl. kr. FÓLK FIBA, Alþjóðakörfuknatt- leikssambandið, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sambandið varar körfuknatt- leiksiðkendur við neyslu fæðu- bótarefna. Á s.l. ári féllu þrír leikmenn í fremstu röð á lyfja- prófi og fengu í kjölfarið tveggja ára keppnisbann. Leikmennirnir eru frá Tyrklandi, Grikklandi og Brasilíu en þeir reyndust allir hafa neytt Nandrolone- hormónsins. Í öllum tilfellum héldu íþróttamennirnir því fram að þeir hefðu neytt fæðubót- arefna og ekki áttað sig á að þau innihéldu anabólíska stera. FIBA hefur sérstakar áhyggjur af aukinni notkun á ýmsum efnum sem auglýst eru sem orkuaukandi, án þess að vera það og segja jafnframt að sumir framleiðendur bæti við framleiðslu sína forstigshorm- ónum frá testosterone, nandrolone og blodenone til að auka áhrif efnisins sem þeir selja. Þessi efni eru meðal þeirra hættulegustu og alvar- legustu þegar um lyfjamisferli er að ræða. FIBA varar við fæðubót- arefnum FRÖNSK dagblöð greina frá því í gær að svo geti farið að Ger- ard Houllier, knatt- spyrnustjóri Liver- pool, yfirgefi félagið í sumar og taki að sér að verða faglegur yf- irmaður knattspyrnu- mála hjá franska fé- laginu Mónakó. „Það væri rangt að mér að segja að Món- akó hafi ekki sýnt áhuga á að fá mig til starfa. Ef félagið hefur góð fram- tíðarplön uppi á borðinu þá er aldr- ei að vita hvað gerist,“ er haft eftir Houllier við franska blaðið Le Journal du Dimanche um helgina en í gær vísaði hann þeim fréttum á bug að hann væri á för- um frá Liverpool í sam- tali við enska fjölmiðla. Þjálfari Mónakó er Didier Deschamps, fyrrverandi fyrirliði Frakka, og undir hans stjórn hefur liðinu vegnað vel og er í harðri baráttu um meistaratitilinn. Staða Houlliers hjá Liverpool er ekki beint traust um þessar mundir og vaxandi þrýstingur er á stjórn félagsins að gera breytingar. Leikur liðsins hef- ur valdið miklum vonbrigðum og eftir tapleikinn gegn Birmingham í fyrradag situr Liverpool í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar. Houllier Fer Houllier til Mónakó? Morgunblaðið/RAX Ólafur Stefánsson gengur til liðs við Ciudad Real og leikur þar með Rúnari Sigtryggssyni næsta vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.