Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 47 STUÐNINGSMENN ítalska knatt- spyrnuliðsins AC Milan flautuðu og létu öllum illum látum á San Siro- leikvanginum þegar leikmenn liðs- ins gengu af velli að loknum fyrri hálfleik gegn Lokomotiv Moskvu í Meistaradeild Evrópu s.l. miðviku- dag. Jon Dahl Tomasson skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik en margir leikmanna liðsins eru af- ar ósáttir við framkomu stuðnings- manna þess. Nú hefur fyrirliðinn Paolo Maldini brotið ísinn og gagn- rýndi hann stuðningsmennina í ítölskum fjölmiðlum í gær og sér- staklega hóp sem heldur sig fyrir aftan annað markið. „Við erum með fullt hús stiga í Meistaradeildinni, í öðru sæti í deildinni og enn í barátt- unni um titil og erum enn með í bik- arkeppninni! Við getum vart gert mikið betur,“ segir Maldini. Brasilíumaðurinn Rivaldo sem leikur með Milan segir við félaga sína að aðeins eitt ráð sé við slíku en stuðningsmenn Barcelona létu hann oft fá það óþvegið á Nou Camp á Spáni. „Ég nota eitt ráð og það er að loka eyrunum fyrir slíku,“ segir Rivaldo. Maldini ósáttur við stuðningsmenn Rogge hefur nú ritað ríkistjórnlandsins bréf þar sem hann lýs- ir yfir áhyggjum sínum og er von- svikinn yfir því hve langt Grikkir eru á eftir áætlun með margar bygging- ar sem reisa þarf fyrir ÓL. Rogge hitti formann undirbún- ingsnefndar Grikkja, Gianna Ang- elopoulos, á fundi í Genf á föstudag og herma fregnir að Angelopoulos hafi rokið út af fundinum og neitaði að ræða við blaðamenn um gang mála. Evangelos Venizelos menning- armálaráðherra Grikklands sendi frá sér tilkyningu í gær þar sem fram kemur að skipulagning og und- irbúningur ÓL sé í góðu lagi. Denis Oswald sem situr í stjórn IOC er á öðru máli og lét hafa eftir sér í ensk- um fjölmiðlum um helgina að búast mætti við því að leikvangar yrðu ekki fullbúnir, nota þyrfti tjöld undir ýmsa starfsemi og flytja þyrfti fjöl- margar keppnisgreinar út fyrir Aþenu og í nærliggjandi borgir. Os- wald benti einnig á að samgöngumál borgarinnar væru enn langt á eftir áætlununm og búast mætti við um- ferðaröngþveiti meðan á leikunum stæði. „Það er ljóst að margt verður ekki tilbúið þegar leikarnir hefjast og allar tafir úr þessu valda okkur gríðarlegum áhyggjum,“ segir Os- wald. Til þess að leysa vandamál vegna hótelgistingar í Aþenu hafa nokkrar þjóðir brugðið á það ráð að leigja skemmtiferðaskip sem verða í Aþenu á meðan leikunum stendur. Morgunblaðið/Sverrir Vala Flosadóttir varð þriðja í stangarstökki kvenna á Ólympíu- leikunum í Sydney, sem heppnuðust geysilega vel. Flest á eftir áætlun í Aþenu SKIPULEGGJENDUR Ólympíuleikanna í Aþenu í Grikklandi árið 2004 viðurkenna að áætlanir þeirra um uppbyggingu mannvirkja á Ólympíusvæðinu séu langt á eftir áætlun. Jacques Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, IOC, sagði í gær að hann hefði miklar áhyggjur af gangi mála í Aþenu og stærsti íþróttaviðburður heims gæti ekki farið fram nema allt væri eins og það ætti að vera. JÓHANNES Karl Guðjónsson, leikmaður með Aston Villa, segir í viðtali við fjölmiðil á Englandi í gær, að hann mæti óhræddur í nágrannaslag Aston Villa og Birmingham, sem verður á mánu- daginn kemur. Jóhannes Karl veit að Aston Villa þarf að skora mörk til að ná fram hefndum, en liðið tapaði stórt fyrir Birm- ingham fyrr í vetur á St Andr- ews, 3:0. Jóhannes Karl segist hafa tekið þátt í einu af stóru nágrannaslög- unum í heiminum, þegar Sevilla- liðin Real Betis og Sevilla mætast fyrir framan yfir sextíu þúsund áhorfendur, þannig að hann þekk- ir vel stemmninguna sem myndast þegar lið frá sömu borg eigast við. „Ég er óhræddur og veit að það er mikilvægt fyrir okkur að fagna á heimavelli okkar, Villa Park.“ Jóhannes Karl er óhræddur  Á fundi Alþjóða Ólympíu- nefndarinnar (IOC) í Luzane í Sviss í gær var felld tillaga þess efnis að fækka keppn- isgreinunum á sumarleik- unum í Peking árið 2008. Það var hinn ítalski Franco Carr- aro sem flutti tillöguna og var hann með langan lista af íþróttagreinum sem hann taldi að mættu missa sín.  Þar má nefna hestaíþróttir, grísk-rómverska glímu og keppni í göngu. IOC ætlar hinsvegar að skoða betur til- verurétt göngunnar sem þykir ekki spennandi sjónvarpsefni og er ætlunin að taka end- anlega ákvörðun um gönguna eftir að Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum lýkur í París í Frakklandi síðar á þessu ári.  Jacques Rogge forseti IOC hefur sagt að breyta þurfi ýmsu í framtíðinni þar sem sjónvarpsáhorfendur geri aðr- ar kröfur til íþróttagreinanna en fyrir tveimur áratugum. Auglýsingar í sjónvarpi og samningar við sjónvarps- stöðvar sé aðaltekjulind IOC og stuðli þar með að uppbygg- ingu íþrótta um víða veröld. Engar breytingar í Peking AUSTURRÍKISMENN sigruðu í sveitakeppni í norrænni tvíkeppni á heimsmeistaramótinu í Val di Fiemme á Ítalíu í gær og var þetta í fyrsta sinn í 12 ár sem Austurríki sigrar í þessari grein sem sam- anstendur af stökki og skíðagöngu. Í sigursveitinni voru Felix Gott- wald, Michael Gruber, Wilhelm Denifl og Christoph Bieler. Þjóð- verjar nældu sér í silfurverðlaunin, voru 12,6 sekúndum á eftir heims- meisturunum. Finnar hlutu brons- verðlaunin, á undan Norðmönnum. Sá fyrsti í tólf ár  BJARKI Már Sigvaldason og Rú- rik Gíslason, ungir knattspyrnu- menn úr HK, fara næsta mánudag til Englands þar sem þeir verða til reynslu hjá Bolton Wanderers, fé- lagi Guðna Bergssonar, í eina viku. Rúrik er nýorðinn 15 ára og Bjarki Már er á 16. ári en þeir eru báðir í úr- takshópi KSÍ fyrir drengjalandsliðið og hafa tvö síðustu ár verið fyrirliðar meistaraliða HK í 4. flokki.  HENRIK Pedersen, leikmaður Bolton, er meira meiddur en haldið var í fyrstu. Danski framherjinn féll illa á öxlina í leik Bolton við Man- chester United á laugardaginn og sögðu læknar Bolton-liðsins í gær að hann yrði frá næstu 6 vikurnar.  VIKTOR B. Arnarsson fékk mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína með TOP Oss sem sigraði Venlo, 2:0, í hollensku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Viktor lék allan leikinn en hann og einn félaga hans á miðjunni hjá TOP Oss voru bestu menn vall- arins, samkvæmt einkunnagjöf Voetbal International.  JÓHANNES Harðarson lék allan leikinn með Veendam sem tapaði, 3:0, fyrir Emmen í hollensku 1. deild- inni.  HREFNA Jóhannesdóttir skoraði 4 mörk og Ásthildur Helgadóttir þrjú þegar KR vann Stjörnuna 9:1 í fyrstu umferð Reykjavíkurmóts kvenna í knattspyrnu í fyrrakvöld.  BETIM Haxhijadini skoraði sigur- mark Víkings gegn Val í deildabikar karla í knattspyrnu í fyrradag, ekki bróðir hans Besim, eins og misrit- aðist í blaðinu í gær.  ÞÝSKA blaðið Kicker segir frá því í gær að danski landsliðsþjálfarinn Morten Olsen sé á leiðinni til Wolfs- burg. Olsen, sem er með samning við danska sambandið til 2005, var í boði Wolfsburg á leik liðsins gegn 1860 München um helgina.  JERMAINE Jenas, ungstirnið í liði Newcastle, verður frá keppni í allt að einn mánuð en hann varð fyrir meiðslum í hásin í sigurleik New- castle á móti Leeds um helgina.  ROSENBORG tefldi fram varaliði sínu í gær og sigraði þó Rubin Kazan frá Rússlandi, 1:0, á La Manga mótinu í knattspyrnu á Spáni. Árni Gautur Arason lék ekki í marki Ros- enborg. Hannes Þ. Sigurðsson var heldur ekki í liði Viking sem vann San Jose frá Bandaríkjunum, 3:1, á sama móti. FÓLK BRASILÍA tryggði sér á sunnudag heimsmeistaratitilinn í strand- knattspyrnu með sigri á Spáni, 8:2, í úrslitaleik á Copacabana-strönd- inni í Ríó í Brasilíu. Portúgal krækti í bronsið eftir 7:4 sigur gegn Frökkum. Um 6.000 áhorfendur sáu úrslitaleikinn en Brasilía varð meistari í áttunda skiptið af þeim níu sem keppnin hefur farið fram. Portúgal hefur unnið einu sinni. Það eru fjórir útileikmenn í hverju liði auk markvarðar og er leikið á velli sem er 28 metrar á breidd og 37 metra langur. (Hand- knattleiksvöllur er 20x40 m). Leik- tíminn er 3x12 mínútur og eru mörkin 5,5 metrar á breidd og 2,20 m á hæð. Bestir á ströndinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.