Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 43
þakgluggann að áliti þeirra sem sátu á eigin rassi í stofuhita og hönnuðu eða smelltu stimplum. Og þannig er það í dag, þak- gluggum hefur verið útrýmt og er það ekki í besta lagi? Á öllum þök- um má sjá túður, í þeim eru inn- sogsrör fyrir frárennsliskerfi. Þessi innsogsrör eiga til að bila eins og annað og nauðsynlegt er að kanna hvort ekki sé allt í lagi með þennan búnað, því ef svo er ekki geta orðið stórskemmdir á þakinu vegna raka. Það er hlutskipti pípulagninga- manna að kanna þetta og gera við ef á þarf að halda. Troða sér upp um lítið op, skríða eftir þröngu rýma fleiri metra, draga á eftir sér ljós, efni og verkfæri ef gera á við. Hver verða örlög þessa ein- staklings ef eldur verður laus í hús- inu? Á hann undankomuleið? Því er fljótsvarað, í nútímahúsi er hann dauðans matur, undankomuleið er engin, það vantar þakgluggann. Skriðkjallari Hvers konar orðskrípi er þetta, skriðkjallari? Þetta er orð sem ýms- ir sem stritast við að sitja hafa dá- læti á. Þetta eru kjallarar eða grott- ur sem eru undir húsum, lofthæð stundum einn til einn og hálfur metri. Stundum er þetta ein grotta, stundum einhverjir ranghalar einn- ig. Slíkar grottur voru til sem jarðhýsi á miðöldum, þangað var varpað óæskilegum þegnum ein- valdskónga. Sögur segja að jafnvel íslenskir sýslumenn hafi geymt fanga vetr- arlangt í slíkum kompum, sumir fengu víst að grotna þar lifandi. En nútíma skriðkjallarar eru ætl- aðir iðnaðarmönnum til að starfa í, aðallega pípulagningamönnum og rafvirkjum. Niðri í þessum grottum eru oft hjörtu, lungu og lifur lagna- kerfa þeirrar byggingar sem ofar stendur. Þar uppi er eflaust bjart og fínt, menn ýmist sitja þar við verk sín eða standa keikir, ekki vantar lofthæðina þar. Hitinn er hæfilegur, loftið sem fyllir lungun tært og gott, þar uppi líður öllum vel. Yfirleitt er aðeins eitt op niður í grotturnar, það stórt að hægt sé að koma þangað tækjasamstæðum, verkfærum og mönnum til að vinna þar niðri, útgangur annar fyr- irfinnst ekki. Ekki er það óalgengt að yfir þess- um skriðkjöllurum sé höndlað með ýmiss konar hættulegan varning, jafnvel eldfiman varning. Hvað skeður ef eldur verður laus á slíkum stað og einhver er í grott- unni? Því er fljótsvarað, í nútíma- húsi er hann dauðans matur, und- ankomuleið er engin, það er aðeins ein leið niður í grottuna eða upp úr henni og við eldsvoða engin. En hefur nokkur misst lífið við slikar aðstæður sem að framan er lýst? Ekki er hægt að benda á það. Nú, þá er allt í himnalagi? Jú, eft- ir íslenskum hugunarhætti er það svo. Sitji menn þá áfram á sínum rassi og hanni og stimpli, engin ástæða til að hlusta á óra móðursjúkra öld- unga. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 2003 C 43HeimiliFasteignir BREKKUBYGGÐ - GBÆ Nýkomið í einkasölu 75 fm mjög gott lítið raðhús auk bílskúrs á þessum frábæra stað. 2 svefnher- bergi, góð stofa, eldhús og þvottahús. Góð verönd. Verð 13,7 millj. KJARRMÓAR - GBÆ Sérlega gott og fallegt um 140 fm raðhús með innb. bílskúr á góðum stað. Fallegar innréttingar og gólfefni. Vel umgengin og snyrtileg eign. Verð 19,7 millj. ÞRASTALUNDUR - GBÆ Nýkomið í einkasölu fallegt 171 fm endaraðhús auk 24,5 fm bílskúrs, samt 195,5 fm. Gott og vel stað- sett hús. 4 svefnherb., stórar stofur, suðurverönd. Verð 20,9 millj. KLAUSTURHVAMMUR - HF. - m/aukaíb. Mjög gott 306 fm raðh. með innb. bílskúr. Um er að ræða mjög gott hús á frábærum stað, mikið útsýni (Keilir, Snæfellsjökull). Möguleiki á aukaíb. á neðstu hæð með sérinngang. Verð 22,9 millj. 4ra herb LAUFÁS - GBÆ Glæsileg 114 fm neðri sérhæð ásamt 30 fm bílskúr. Hér er allt nýuppgert; rafmagn, gólfefni, innrétt- inga,r gler o.fl. Topp íbúð á rólegum og góðum stað í Hraunsholtinu (Ásahverfi, eldri hluta). Stutt í skóla. SÓLARSALIR - KÓP. Nýkomnar í sölu glæsilegar 133 fm íbúðir á þessum frábæra stað í litlu fjölbýli (5 íbúða). Íbúðirnar skilast fullbúnar á gólfefna, flíslagt bað. Möguleiki á bílskúr. Hæðir LÆKJASMÁRI - KÓP. Nýkomin í einkasölu mjög góð 109 fm efri hæð ásamt bílageymslu. Íbúðin er á tveimur hæðum og eru fermetrar í raun fleiri. Mjög góð bílageymsla. Verð 15,9 millj. BREIÐÁS - GBÆ m/bílks. Nýkomið í einkasölu góð 128 fm hæð auk 30 fm bílskúrs. 3 svefnherb, stórar bjartar stofur. Gott út- sýni. Gott þvottahús og geymsla í sameign á jarð- hæð. Verð 15,4 millj. GULLSMÁRI - „PENTHOUSE“ Gullfalleg 143,9 fm „penthouse“íbúð á tveimur hæðum á þessum frábæra útsýnisstað. Gegnheilt parket og flísar á gólfum. Gólfflötur er mun stærri þar sem hluti er undir súð sem ekki reiknast í fer- metrum. Verð 18,9 millj. 3ja herb. LANGHOLSTSVEGUR - RVÍK Nýkomin í einkasölu mjög snotur 82 fm neðri hæð í tveggja íbúða húsi. Töluvert endurnýju íbúð m.a. gler og rafmagn. Góð sameign. Gluggar á öllum hliðum. Áhv. bygg.sj. 3,5 millj. Verð 10,9 millj. HRAUNBÆR - m/aukaherb. Mjög falleg 89 fm íbúð á annarri hæð í góðu fjöl- býlishúsi. Tvö svefnherb. auk aukaherbergis í kjall- ara. Nýbúið er að taka alla íbúðina í gegn, nýtt parket o.fl. Sameignin var nýlega tekin í gegn. Mjög góð íbúð á þessum vinsæla stað. Verð 12,5 millj. ENGIHJALLI - KÓP. Nýkomin í einkasölu góð 89 fm íbúð á 8. hæð í góðu lyftuhúsi. Mjög gott útsýni og góð sameign. Verð 11,5 millj. 2ja herb. BREKKUBYGGÐ - GBÆ. Mjög góð 62,4 fm íbúð á 1. hæð í góðu klasahúsi. Rólegur og góður staður rétt hjá leikskóla og skóla. Nýbygging GVENDARGEISLI - GRAFARHOLT Glæsilegt 163,8 fm einbýli með 25,3 fm innb. bíl- skúr. 4 svefnherb. Húsið sem er allt á einni h.er vel staðsett í þessu framtíðarhverfi. Skilast fullbúið að utan (steina) og fokhelt að innan. Verð 16,1 millj. NÖKKVAVOGUR - RVÍK Sérlega góð 57 fm íbúð á þessum friðsæla stað. Parket á gólfum og góðar innréttingar. Góð eign á góðum stað. BIRKIÁS 21-25 - GBÆ Mjög góð og skemmtileg um 160 fm raðhús á frá- bærum stað í Ásahverfi í Garðabæ. 3-4 svefnherb., 30 fm suðursvalir. Tilbúin til afhendingar; fullbúin að utan - fokheld innan. Verð aðeins 14,5 millj. KLETTÁS - GBÆ - Tvöf. bílsk. Frábær um 200 fm raðhús á tveimur h. með tvöföld- um bílskúr. 4 svefnherb. góðar stofur o.fl. Þrjú hús eftir. Skilast fokhelt að innan og tilbúið að utan. Atvinnuhúsnæði SKEIFAN - LAUST Nýkomið til sölu (eða leigu) samtals 948,8 fm á neðri hæð. Frábær staðsetning fyrir miðri Skeifunni. Húsnæðið er laust nú þegar. Skiptanlegt í smærri einingar. Þrír inngangar í húsæðið og há inn- keyrsluhurð. Mjög öflugt rafmagn og loftræsting. (SJá www.gardatorg.is) MIÐHRAUN - GBÆ Mjög gott samtals 5069 fm hús, skiptanlegt í smærri einingar. Góðar innkeyrsludyr. Húsið stend- ur á fullfrágenginni 8500 fm lóð. Húsið er til sölu eða leigu. (www.gardatorg.is) HLÍÐASMÁRI - KÓP. Sérlega vandað verslunar- og skrifstofuhúsnæði á albesta stað höfuðborgarsvæðisins. Húsið er sam- tals um 4000 fm, fyrstu 4 hæðir um 900 fm og efsta hæð 540 fm. Skiptanlegt í smærri einingar. Frábær útsýnisstaður. Garðatorg 7 - Garðabæ Þóroddur S. Skaptason lögg. fast.sali • Þórhallur Guðjónsson sölumaður Sigurður Tyrfingsson sölumaður Einbýli ÁSBÚÐ - GBÆ Nýtt á sölu. Gott 120,9 fm einbýli auk 38,8 fm bíl- skúr samt. 159,7 fm. Rúmgott hús á stórri lóð á góðum og rólegum stað í Garðabænum. Verð 18,3 millj. ÁSBÚÐ - GBÆ Mjög gott samt. 246 fm tvíl. einbýli á góðum stað í Garðabænum. Tvöf. bílsk. Fallegt hús og garður. Verð 24,9 milj. BÆJARGIL - GBÆ Nýk. í einkasölu glæsilegt 183,9 fm tvíl. einbýli ásamt 23,7 fm bílskúr. Verönd með heitum potti. Góður garður. Mjög vel skipulagt og gott hús á góðum stað. ÁSBÚÐ - GBÆ Gott 120,9 fm hús auk 38,8 fm bílskúrs. Gott og snyrtilegt hús á afar góðum stað. 3 svefnherbergi. Stór lóð. Verð 18,3 milj. ARNARNES VIÐ SJÓINN Um 400 fm glæsilegt hús á stórri sjávarlóð í Arnar- nesi. Um er að ræða tveggja hæða hús með öllu, gufubaði, bátaskýli o.fl. Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja glæsieign á frábærum stað við sjóinn. Uppl. á skirfstofu Garðatorgs. LÆKJARÁS - GBÆ Samtals 265,4 fm einb. með tvöf. 46 fm bílskúr. Mjög snyrtilegt og gott hús á góðum stað. 4 svefn- herbergi, stórar stofur. Fallega ræktaður garður. Verð 25,8 milj. ÁSAR - GBÆ Glæsihús á frábærum útsýnisstað. Um er að ræða eitt af glæsilegri húsum Garðabæjar og þó víðar væri leitað. Fullbúin eign. Upplýsingar aðeins á skrifstofu Garðatorgs. Rað- og parhús ÁSBÚÐ - ENDAHÚS Mjög snyrtilegt og gott 166 fm endaraðhús. Fjögur svefnherb., innb. bílskúr. Bjart og vel staðsett hús. www.gardatorg.is GARÐBÆINGAR - ÞAÐ VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ - MIKIL EFTRISPURN VANTAR Í GARÐABÆ • Einbýli á einni hæð í Garðbæ. • Stórt einbýli með möguleika á 2 íbúðum. • 3ja-4ra herb. íbúð í Garðabæ, helst með bílskúr. • Raðhús í Hlíðarbyggð eða Brekkubyggð. • Raðhús, parhús eða einbýli í Mýrum. APPELSÍNUR eru mjög fallegar og skrautlegar á borði og mjög vel fer á að hafa líka grænar plöntur með. Þetta virkar vel bæði í eldhúsi og á borðstofu- borði. Appelsínur og græn blóm Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.