Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Funahöfða 1 www.notadirbilar.is Vantar nýlega bíla á staðinn innisalur lífleg sala. Funahöfða 1, 112 Reykjavík. www.notadirbilar.is Subaru Legasy stw 2.0, nýsk 2/99, km 72 þ., blár, sjálfsk., r/ö, álf. Verð 1.500 þ. Ath. skipti. Gullmoli. Nissan Primera 2.0l, nýsk. 9/02, km 18 þ., gullsans 5 g o.fl. Verð 2.300 þ. Ath skipti. Bílalán áhv. kr 1.440 þ. Toyota Corolla s/D 1,6, nýsk 6/01, KM 12 Þ., vínrauður, sjálfsk., frúarbíll. Verð 1.450 þ. Ath. skipti. 100%lán. Daihatsu Grand Move 1,6, nýsk. 8/99, km 36 þ., vínrauður, sjálfsk. Verð 950 þ. Tilboð 750.000. Ath. skipti eða 100% lán. Sparibaukur. Toyota Yaris Sol, nýsk. 3/00 km, 30 þ., gyltur, 5 g., álfelgur. Verð 1.090. Ákv. lán 970 þús. Subaru Legasy Outback 2.5, nýsk. 8/99 km 67 þ., vínrauður, sjálfsk., álfelgur, r/ö. Verð 1.990 þ. Ath. skipti. Eigum einnig árg. 2000. Verð 2.300 þ. Nissan Terrano II EXE turbo dísel, nýsk. 11/98 km 117 þ., dgrænn, sjálfsk., 31"dekk. Verð 1.770 þ. Ákv. lán 1.250 þ. 9. MMC Pajero disel turbo 9/99 km 73 þ., hvítur, sjálfsk., 7 manna, 33"dekk. Verð 2.900. Áhv. lán 1.700 þ. Ath. skipti. 10. Toyota Landcr. 100 vx, bensín, nýsk. 3/00 km 67 þ., vínrauður, sjálfsk., leður, tems. Verð 4.490. Áhv. lán. 3.000þ.ath skipti. Toyota Rav4, nýsk 6/99, km 82 þ., silfur, 5 g., álfelgur, abs o.fl. Verð 1.590 þ. Ath. skipti. Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Toyota Land Cruiser VX diesel turbo 08/02. Ek. 19.000, ssk., leður o.fl. „Eins og nýr“. V. 4.390.000. MMC Pajero GLX diesel turbo 06/99. Ek. 62.000, ssk., spoiler o.fl. Gullfallegur bíll. V. 2.750.000. Toyota Land Cruiser VX diesel turbo 09/99. Ek. 90.000, ssk., leður o.fl. Einn eigandi, gott eintak. V. 2.690.000. Nissan Patrol Elegance diesel turbo 09/01. Ssk., 35" breyttur, m. öllu. V. 4.590.000. NÆSTUM hvert mannsbarn þekkir athafnamanninn og fréttahaukinn Ómar Ragnarsson. Menn hafa séð hann hlaupandi á fréttavettvangi með farsímann á lofti eða svífandi um loftin blá á litlum flugvélum til að sækja fréttir. Ómar á sér líka aðra hlið sem er bíla- áhuginn. Ætla mætti að áhugi hans beindist að stórum og aflmiklum jepp- um sem ekkert stöðvi, þó ekki væri nema vegna starfs hans vegna, en sú er þó engan veginn raunin. Hver er annars draumabíll Ómars Ragn- arssonar? Teiknað bíla síðan ég var tíu ára „Ég hef teiknað bíla síðan ég var tíu ára gamall. Ég á stafla af bílateikn- ingum, fjallabílum og öðru. En bíllinn sem ég vildi smíða fyrst, og ég á teikningu af honum í veskinu mínu, er tveggja manna. Hann er 1,05 m á breidd og 2,50 m á lengd og hæðin er 1,05 m. Ég myndi hafa bílinn knúinn Kawasaki 350 cc mótor, 35 hestafla, háþróaðri, lítilli vél. Það er farið ofan bílinn eins og farið er í baðkar. Þakið á honum er opnað og stigið ofan í hann. Einn situr fram í og einn aftur í. Bíllinn hefur þann kost að tveir bílar geta verið samhliða á akrein og það er hægt að koma fjórum í bílastæði þar sem einn venjulegur bíll kemst fyrir. Tölur segja mér að hann gæti náð 160 km hraða á klst og eyða upp undir helmingi minna en nokkur annar bens- ínbíll. Ég held því fram að bíllinn væri dásamleg lausn fyrir borgarvanda- málin,“ segir Ómar. Hugmynd Ómars er góð því tölu- legar staðreyndir sýna að á bilinu 1,2– 1,3 manns séu að jafnaði í bíl hverju sinni. „Ég byggi mína hugmynd á því að það hlýtur að vera eitthvað rangt við það að það þurfi 1.200 kg af stáli til að flytja 110 kg af mannakjöti.“ Hann segir að aðalvandamálið við svona bíl sé árekstrarvörnin. „Aðal- ókosturinn við nútímabíla er sá að þeir hafa mótorinn fram í. Mótorinn stelur u.þ.b. 40–50 cm af krumpunarrými bílsins. Það veldur því að mótorinn breytist í eitt hundrað og eitthvað kílógramma klump sem getur hæg- lega farið inn í brjóstið á bílstjóra og farþega í árekstri. Smart-bíllinn bygg- ist á því að hafa mótorinn aftur í og þá færðu aukapláss fyrir framan sem krumpsvæði. Í draumabílnum mínum yrði krumpsvæðið mjög lítið, ekki nema rétt um fet en byggingarlag bíls- ins tæki fyrst og fremst mið af því að hann þyldi árekstra. Árekstrarvörnin yrði því að vera há og jafnvel með skynjara sem skellir út vörninni. Ann- ars konar vörn yrði augljóslega vond fyrir loftmótstöðuna. Þar sem stigið yrði ofan í bílinn yrðu hliðarnar hurða- lausar og þessi hái þröskuldur yrði partur af árekstrarvörninni. Ég hef hugsað bílinn þannig að hann yrði byggður á þann hátt að höggið færi í gegnum pedalana en þar fyrir ofan yrði fullkomin vörn. Fótunum yrði fórnað en manninum haldið eftir. Það yrði hægt að gera svona bíl, þrátt fyrir allar nauðsynlegar öryggisráðstafanir, innan við 400 kg þungan. Ég veit ekki hvað hann myndi kosta í smíði en ég gæti mikið hugsað mér að fá styrk hjá Iðntæknistofnun til þess að láta smíða svona bíl,“ segir Ómar. Á Daihatsu Cuore yfir Sprengisand Aðalbíll Ómars þessa dagana er fjórhjóladrifinn Daihatsu Cuore og hann kveðst hafa farið á honum inn í Kverkfjöll, Snæfell, Sprengisand, Fjallabak og fleiri óvenjulega staði. „Þetta er einfalt. Ég hef þrisvar stopp- að við á og sett kaðalinn í og beðið eft- ir að það kæmi jeppi.“ Svo á Ómar líka NSU Prinz sem er í góðu lagi og keyrðu 70 km á ári. „Ég keyri hann hálfsmánaðarlega til þess að hreyfa hann en ég tími ekki að keyra hann meira því það er svo erfitt að fá hluti í hann. Ég er í rúmlega 500 manna félagi, NUSURUM, sem er danskur félagsskapur NSU-eigenda.“ Ómar segir að báðir þessir bílar séu smíðaðir af sömu hugsjón. „Við þurf- um ekki 1.200 kg af stáli til að flytja 110 kg af mannakjöti. Þetta var mín skoðun þegar ég fékk mér fyrsta bílinn minn 1959. Hún hefur fylgt æ síðan þó ég hafi neyðst til þess að vera á jeppum.“ Þarf 1.200 kg til að flytja 110 kg af mannakjöti? Morgunblaðið/RAX Ómar við Prinsinn. DRAUMABÍLLINN gugu@mbl.is ÞEGAR ekið er með lítið loft í dekkj- um er stundum hætta á að dekkin fari af sínu rétta sæti á felgunni. Það gerist helst þegar ekið er í hliðar- halla eða að bíllinn kastast til í hjól- förum. Yfirleitt gerist þetta á utan- verðu dekkinu og þá dugir að tjakka bílinn upp, grafa snjóinn undan dekkinu þannig að það sé algerlega rétt í lögun, toga dekkið út að brún- inni og pumpa í. Ekki er alltaf hægt að komast í kraftmikla loftdælu eða kolsýrukút til að skjóta dekkinu á enda er vel hægt að bjarga sér þótt dælan sé lítil ef passað er upp á að þrýsta lausu brúninni jafnt að felg- unni. Ef dekkið fer hins vegar bæði af ytri og innri brún er best að taka hjólið undan bílnum og leggja það á sæmilega harðan flöt. Taka því næst felgujárn eða langa framlengingu úr toppasetti, stinga því milli felgu og dekks og berja innri brúnina á felgu- tromluna þangað til dekkið er sæmi- lega fast að innan. Það er síðan sett á hvolf ofan á eitthvað sem styður ein- ungis undir felguna, t.d. skóflu sem stungið er í skafl. Dekkið hangir þá frjálst á innri brúninni og niður á þá ytri og því ætti að vera hægt að pumpa í ef passað er upp á að lausa brúnin sé jöfn við felguna. Sumir kaldir karlar nota startgas (eter) til að sprengja dekkið á felg- una en við mælum alls ekki með því nema í algerri neyð því það getur auðveldlega skemmt dekkið og slas- að þá sem hætta sér nálægt. Ýmislegt er hægt að gera til að varna því að affelgun eigi sér stað. Við felguval skal t.d. athuga hvort brúnin sem heldur dekkinu sé nægi- lega há. Ef það er ekki þá er hægt að bæta við brúnina með því að sjóða á hana aukastreng. Sumir líma dekkin á með pólyúreþan-kítti (síkaflex) en aðrir kjörna brúnina. Ef notaðar eru álfelgur þá er af- felgunarhættan mest fyrst en síðan gróa dekkin föst á felguna með tím- anum. Affelgun JEPPAHORNIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.