Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar EFTIR nokkur mögur ár hefur Mazda snúið til baka með spenn- andi nýja bíla. Mazda 6 boðar nýja tíma en bíll- inn hefur fengið mikið lof bíla- blaðamanna um allan heim og hann selst vel. Sá bíll keppir m.a. við Ford Mondeo, VW Passat og Toyota Avensis. Í vor verður kynntur Mazda 2 sem er bíll í smá- bílaflokki og keppir við m.a. Volkswagen Polo, Ford Fiesta og Honda Jazz. Á bílasýningunni í Genf í næstu viku sýnir fyrirtækið svo Mazda MX Sportif sem fær heitið Mazda 3 þegar hann kemur á markað. Þetta er bíll í sama stærð- arflokki og VW Golf, Ford Focus og Opel Astra. Ef marka má fyrstu myndir má búast við spennandi bíl og hefðinni samkvæmt einnig vel smíðuðum. Mazda 3 Mazda 3 verður sýndur í Genf. GETZ, nýi smábíllinn frá Hyundai, er að mati breska bílablaðsins What Car? bestu kaup ársins 2003. Þar sem Ford Ka hefur átt þennan titil undanfarin 6 ár þykir árangur Getz sæta talsverðum tíðindum. Fjórir bílar í úrslitin Alls kepptu fjórir bílar til úrslita um titilinn, sem þykir verulega eftirsóknarverður á evrópska bíla- markaðnum, en þeir voru auk Getz Ford Ka, Seat Arosa og Kia Rio. Titillinn er veittur með tilliti til búnaðar, hönnunar, rýmis og verðs og þótti Getz gera betur en Ford Ka bæði hvað búnað og verð snertir. Í niðurstöðum dómnefndar er Getz m.a. hrósað fyrir snarpa og aflmikla vél, góða útlitshönnun og frábæra rýmisnýtingu auk þess sem hann er sagður afar skemmtilegur í akstri. Vel útbúinn Með Getz, sem er í sama stærðarflokki og VW Polo og Opel Astra, hefur Hyundai hafið sókn sína í flokki smábíla, en sá flokkur hefur vaxið hvað örast á bíla- markaðnum á undanförnum árum. „Þar sem Hyundai hefur ekki átt bíl áður í þessum flokki, er vel- gengni Getz sérlega ánægjuleg, en hann hefur hvarvetna fengið hæstu einkunn,“ segir Steinar Örn Ingimundarson, sölustjóri hjá B&L. „Sem dæmi um staðalbúnað má nefna ABS, fjóra loftpúða, fjarstýrðar samlæsingar og raf- magn í framrúðum. Þá er verðið mjög hagstætt eða frá 1.150 þús.kr.,“ segir Steinar og bætir því við að hann sé líkt og aðrir bílar frá Hyundai með þriggja ára ábyrgð frá framleiðanda. Getz bestu kaupin sam- kvæmt What Car FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 555 6025 • www.kia.is KIASportage KIA ÍSLAND H ið O P IN B E R A ! Fögnum vetri á einstökum jeppa! KIA ~ kominn til að vera! KIA Sportage er verulega rúmgóður, alvöru jeppi með háu og lágu drifi og LSD læsingu á afturdrifi. Hann er byggður á öflugri grind og 2000 cc, 4 cyl. vélin, gefur 128 hestöfl. Þetta er bíllinn sem kemur þér á fjöll án þess að kollkeyra fjárhaginn! KIA Sportage fæst í tveimur útgáfum, Classic og Wagon, dísil eða bensín, beinskiptur eða sjálfskiptur – Þitt er valið. Fjallabakurinn . . . Sjón er sögu ríkari og reynsluakstur KIA Sportage óviðjafnanlegur. Komdu og mátaðu nýjan jeppa við þig og fjölskylduna. Verð frá 2.150.000 kr. BRYNJÓLFUR Grétarsson hefur verið að framleiða og selja lands- mönnum tjöruhreinsa í fimmtán ár og er sýnu ánægðastur með nýjustu afurðina sem ber heitið Túrbó Sámur 2296. Túrbó Sámur 2296 er hugar- fóstur Brynjólfs, „hannað og lagað að þörfum minna viðskiptavina í gegn- um tíðina með því að hlusta á þá“, eins og hann kemst að orði. Brynjólfur er fyrir nokkru farinn að kynna nýjustu afurð sína og er hún til sölu hjá Skeljungi og í Bykó sem stendur. Hann fékk jeppa frá Toyota að láni í nokkra daga með það að markmiði að drulla bílinn nógu hrikalega út. Ók hann langtímum saman í eins miklum skít og hann gat komist yfir og hafði síðan sýningu á töfrum Túrbó Sáms 2296. Á mynd- unum sem hér birtast má sjá árang- urinn. Tjöru- og sápuþvær „Þessi hreinsilögur hefur marga góða kosti. Hann tjöru- og sápuþvær samtímis og skilur eftir gljáa á bíln- um. Best er að hafa bílinn blautan og láta efnið liggja á honum í 5 til 7 mín- útur. Það tekur 3–4 mínútur að bera það á allan bílinn og taka úr honum motturnar og úða á þær, þannig að ekki þarf fólk að standa lengi og bíða. Síðan skal alltaf byrja að þvo neðst á bílnum, það er algert grundvallarat- riði vegna þess að mestu óhreinindin eru neðst á bílnum. Ef þvegið er með bílakústi helst kústurinn hreinn, þ.e.a.s. það sest ekki tjara í hann eins og vill gerast með sumum öðrum efn- um. Annar kostur við að bleyta bílinn á undan notkun er, að við skolun hreinsast burt sandur og ryk af bíln- um og þá er kústurinn ekki að nudda í því að skemma lakkið. Efnið er einn- ig gott á gúmmímotturnar í bílnum. Við þetta má bæta, að Brynjólfur er með fleiri hreinsiefni í hönnun og verður nánar að frétta af þeim í ná- inni framtíð. Í millitíðinni einbeitir hann sér að því að kynna Túrbó Sám 2296 og verður til að mynda kynning á vörunni í Byko næstkomandi laug- ardag. Hlustaði á við- skipta- vini sína Morgunblaðið/Árni Sæberg Brynjólfur úðar tjöruhreinsinum á jeppann… …og bíllinn er sem nýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.