Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 B 9 bílar þess eru stillingar á fjöðruninni og hægt að velja á milli sportlegrar fjöðrunar, þæginda eða sjálfvirkrar stillingar og ræðst þá stífni fjöðr- unarinnar af vegyfirborðinu. Í Touareg er ný kynslóð fjór- hjóladrifskerfis sem er algerlega rafeindastýrt. Þetta er búnaður sem er ekki allajafna fyrir augun- um á mönnum en önnur skynfæri verða hans áþreifanlega vör. Þegar t.d. farið er yfir skorninga og mikl- ar ójöfnur heyrast skruðningar frá undirvagninum; ekki ósvipað hljóð og þegar stigið er af afli á ABS- hemla. Hljóðið kemur frá mismuna- drifslæsingu í miðri drifrásinni, sem er fyrir aftan gírkassann. Í venjulegum akstri er 50/50 dreifing á drifafli til fram- og afturhjóla. Mismunadrifið flytur hins vegar drifafl sjálfvirkt til öxlanna eftir þörfum. Þetta er nýjung og ætti að nýtast þeim sérstaklega vel sem nota bílinn við krefjandi aðstæður. Við vissar aðstæður, svo sem ef framhjól spólar í aurbleytu, flytur kerfið allt að 100% af drifaflinu til afturöxulsins, þar sem gripið er meira. En að auki er hægt að læsa afturdrifinu 100% handvirkt og yf- irtaka þar með sjálfvirknina. Drif- kerfið kallar VW sítengt 4XMotion. En um leið er bíllinn sportlegur og hljóðlátur á malbikinu. ESP- stöðugleikastýring er staðalbúnað- ur en hægt er að aftengja hana vilji menn ráða meira um aksturinn. En þá finnst líka að bíllinn getur átt það til að ofstýra en þá er bara að draga andann djúpt og stýra í þá stefnu sem afturendinn tekur; eða, sem er mun einfaldara, að nýta sér ESP-búnaðinn. Verðið fljótt að hækka V6 vélin er 3,2 lítrar og gefur þessum 2,2 tonna þunga bíl frísk- lega vinnslu og um leið skemmti- lega dempað V6-hljóð. Að öðru leyti er bíllinn afar vel einangraður og þótt ekið væri á negldum vetrar- hjólbörðum varð ekki vart við áber- andi dyn inn í farþegarýmið. Við vélina er tengd mjög virk og skemmtileg sex þrepa Tiptronic- sjálfskipting og skákar VW þar keppinautunum, að Porsche undan- skildum. Menn velja síðan um hvort þeir láta rafeindatæknina um skipt- ingar eða handskipta bílnum sjálfir. Sjálf gírstöngin og gírhliðið er meistarasmíði út af fyrir sig. Touareg kostar í grunnútgáfu 5.470.000 kr. og fyrir það verð fæst vel búinn og fjölhæfur jeppi. Meðal staðalbúnaðar eru m.a. 17 tommu álfelgur, Tiptronic-skiptingin, ESP-stöðugleikastýring, ASR- spólvörn, ABS-hemlakerfi, EBD- hemlunarjöfnunarkerfi, sex loft- púðar, hraðastillir, tveggja svæða loftræstibúnaður, regnskynjari fyr- ir framrúðu, fjöldiska geislaspilari og margt fleira. Fullyrða má að verðið er að mörgu leyti lægra en vænta hefði mátt. En um leið má benda á að aukabúnaðurinn fæst engan veginn gefins og er verðið fljótt að hækka verulega sé mikið tekið af honum. Í prófunarbílnum var aukalega loftpúðafjöðrunin, rafstýrð leðursæti, 18 tommu ál- felgur, lyklalaust aðgengi, Bi-Xen- on-ljós, fjölrofa stýrishjól og viðar- klæðning í mælaborði. Með þessum búnaði er verðið komið í 6.770.000 kr.                                                !  ! " " #   " $%  &'   "  (! )')#*  $ !+%!  # "  ,! -"  )"!# #  #* $ . # $ /!  !!) " ,. 0    ! 1  / % ,2  ( 456 7 9!: 7(6  975 6  ; <!=# (  0 5=> ? (@                       >                                                                                        A>                     %          >      !" gugu@mbl.is Morgunblaðið/Halldór Kolbeins RAFMÓTORAR ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR w w w .d es ig n. is © 20 02 Skeifunni 2 108 Reykjavík Sími 530 5900 www.poulsen.is VAGNHJÓL ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR w w w .d es ig n. is © 20 02 Skeifunni 2 108 Reykjavík Sími 530 5900 www.poulsen.is w w w .d es ig n. is © 20 02 Nissan Patrol 2,8 SE+ Nýskr. 09/98, árg. 1999, ekinn 72 þús., hvítur, 35" breyting, tölvuk., spoiler, varad.hlíf, dr.beisli, krómgr., kastarar, toppgr., einn eig., toppbíll. Verð 3.150 þús. Ath. skipti. Toyota Landcruiser 4,2 turbo dísel VX Nýskráður 01/1997, ekinn 140 þús., dökkblár, 5 gíra, topplúga, toppeintak. Verð 3.300 þús. Toyota Landcruiser turbo dísel Nýskráður 05/1997, ek- inn 176 þús., rauður, 38" breyting, aukatankur, skíða- bogi, dr.beisli, grillgrind, kast- arar, einn eigandi. Verð 2.390 þús. Ath. skipti. Toyota Landcruiser 100 4,2 turbo dísel Nýskráður 12/1998, sjálfskiptur, 35" breyting, leður tems, kastara- grind, lúga, dr.beisli, tölvu- kubbur o.fl. Verð 4.750 þús. MMC Pajero GLS 3,2 DID Nýskráður 06/2002, ekinn 21 þús., silfurgrár, sjálfskiptur, dr.beisli, filmur. Verð 4.330 þús. Ath. skipti. MMC Pajero 3500 GLS Ný- skráður 08/2000, ekinn 37 þús., rauður, einn með öllu. Verð 3.990 þús. Ath. skipti. Nissan Patrol SE+ Nýskráður 10/1998, ekinn 138 þús., vín- rauður, 35" breyting, 5 gíra. Verð 2.190 þús. Ath. skipti. Toyota Rav 4 Nýskráður 08/1998, ekinn 108 þús., grænn, sjálfskiptur, dr.beisli, cd. Verð 1.330 þús. MMC Pajero 2,8 intercooler turbo dísel. Nýskráður 02/1999, ekinn 127 þús., sjálfskiptur, hvítur, filmur, dr.beisli, varadekkslíf. Verð 2.390 þús. MMC Pajero GLS 3,2 DID Nýskráður 05/2000, silfurgrár, sjálfsk., leður o.fl. Einn eig- andi, toppbíll. Verð 3.350 þús. Ath. skipti. Range Rover 2,5 turbo dísel árg. 1999, ekinn 73 þús., sjálfsk., einn með öllu, inn- fluttur nýr, glæsilegur bíll. Verð 3.590 þús. Ath. skipti. Toyota Rav 4 VVTI Nýskráður 01/2002, ekinn 27 þús., blár, sjálfsk., toppbíll. Verð 2.350 þús. ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S TO Y 20 34 1 0 2/ 20 03 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS einstakt tækifæri Nota›ir bílar Lexus IS200 Sport Fyrst skrá›ur: 28/7/2000 6 gíra beinskiptur Ekinn 52.000 Dökkgrænn Ver›. 2.150.000 kr. Lexus IS300 SportCross Fyrst skrá›ur: 17/1/2002 Einn me› öllu Ekinn: 11.000 Rau›ur Ver› 4.430.000 kr. Lexus LS430 President Fyrst skrá›ur: 7/5/2002 Glæsilegur bíll me› öllum búna›i Ekinn: 20.000 Ver› 7.450.000 kr. Lexus RX300 Luxury Fyrst skrá›ur: 28/7/2000 Flottur bíll Ekinn: 45.000 Ver› 3.850.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.