Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 B 13 bílar Sími 588 8282Radíóþjónusta FÁEINAR gerðir ökumannslausra bif- reiða eru nú svo þróaðar að búast má við því að a.m.k. ein tegund verði prófuð fljótlega á völdum svæðum þar sem umferðarálag er með minnsta móti. Bílatímaritið Auto Express prófaði eina gerð ökumannslauss bíls nýverið og stóðst hún erfiðustu prófin. Meðal annars komust bílarnir yfir gatnamót án þess að skella saman, afgreiddu framúrakstur án vandkvæða og sýndu hæfni til að aka í samfloti á jöfnum hraða. Bílarnir, sem eru frönsk hönnun, eru búnir nemum sem skynja önnur farartæki á vegunum og flókinn tölvubúnaður hjálpar þeim að marka stefnu. Sem fyrr segir verða þeir nú brátt prófaðir þar sem umferðarþungi er lítill og slysahætta hverfandi. Er talað um að það verði helst í afmörkuðu rými í skemmtigörðum og á ferða- mannastöðum. Ökumanns- lausir bílar standast erfið próf BÍLADELLUFÓLK um heim allan get- ur glaðst þessa dagana, því í und- irbúningi er að stofnsetja Hraðasafn- ið (The Museum of Speed) í Lundúnum. Þar verða til sýnis hundr- uð bifreiða, lesta, vélhjóla, flugvéla og báta, ýmist frumgerðir eða vandaðar eftirlíkingar. Skemmtigarður verður og byggður í tengslum við Hraðasafn- ið og verða þar meðal annars þeir hraðskreiðustu rússíbanar sem fyr- irfinnast í Bretlandi. Safnið/ skemmtigarðurinn verður í Stratford, sem er í austurhluta Lundúna og er áætlað að hann verði opnaður eftir þrjú ár. Hraðasafn í Lundúnum ÁSTRALSKA fyrirtækið Boffins hef- ur blandað nýjan málm sem er léttari en ál og þó eigi að síður sterkari en stál og er nú verið að prófa efnið í bíl- vélum. Hefur það að sögn reynst afar vel, t.d. í nýrri gerð VW Lupo þar sem það er notað til reynslu. Hér er um magnesíumblöndu að ræða og notkun hennar dregur verulega úr eldsneyt- isbruna þar sem vélin er aðeins fjórð- ungur af sambærilegri þyngd jafn- stórrar vélar sem væri smíðuð úr stáli. Vafalaust munu nánari fregnir berast af þessu nýja undraefni í ná- inni framtíð. Nýr fisléttur málmur í bílvélar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.