Morgunblaðið - 27.02.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.02.2003, Qupperneq 1
Morgunblaðið/Kristinn VÖRUHÓTELIÐ ehf., dótturfyr- irtæki Eimskips ehf. og TVG Zim- sen hf., verður formlega opnað á morgun við Sundahöfn í Reykjavík en Vöruhótelið er hið stærsta og fullkomnasta á Íslandi. Fimm og hálf Laugardalshöll gætu rúmast inni í hótelinu. Í Vöruhótelinu er sjálfstætt, tölvustýrt vöruhúsakerfi sem tryggir hámarksnýtingu á húsnæði, tækjum og starfsfólki en að sögn framkvæmdastjóra Vöruhótelsins, Gunnars Bachmanns, verða starfs- menn alls 58 sem er fækkun miðað við það sem áður var þegar þjón- ustan fór fram hjá Vörudreifing- armiðstöð Eimskips og TVG Zim- sen. Ástæðan er hið fullkomna tölvukerfi, en Gunnar telur að fjöldi starfsmanna muni ekki aukast á næstu árum þrátt fyrir að umsvif Vöruhótelsins aukist til muna. Útivistun lagerhalds almennt þýðir að lagerstarfsmenn fyr- irtækja eiga á hættu að missa vinn- una ákveði fyrirtækið að færa birgðahald sitt til vöruhótels eins og Vöruhótels ehf. Ölgerðin Egill Skallagrímsson er dæmi þar um en hún hefur ákveðið að flytja allt birgðahald sitt til Vöruhótels sem þýðir að 16 starfsmenn á lager verða færðir til í störfum. Þeim verður tryggð vinna að minnsta kosti fram á haustið, að sögn Jóns Diðriks Jónssonar forstjóra. Vöruhótelið í Sundahöfn verður opnað á morgun Háþróað tölvukerfi minnkar þörf á starfsfólki  Þýðir verulega/6B  Ölgerðin flytur/7B STOFNAÐ 1913 56. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 mbl.is Ný ályktun mikilvæg Kenneth Pollack færir rök fyrir innrás í Írak Erlent 18 Eyjólfur veltir fyrir sér að ljúka ferlinum á Fróni Íþróttir 52 Mórallinn snýr aftur Skítamórall stígur á sviðið á ný eftir langt hlé Fólkið 60 GEORGE W. BUSH Bandaríkjafor- seti segir að frjálst og lýðræðislegt Írak, laust við harðstjórn Saddams Husseins, muni geta átt þátt í að endurskapa heim múslíma og binda enda á deilur Palestínumanna og Ísraela. Kom þetta fram í ræðu sem hann átti að halda upp úr miðnætti í gær í Washington. Þáttum í ræðunni var dreift fyrirfram og einnig lýsti Ari Fleischer, talsmaður forsetans, á blaðamannafundi þeim sjónarmiðum sem þar kæmu fram. „Frelsi er ekki gjöf Bandaríkja- manna til veraldarinnar. Frelsi er gjöf Guðs til mannkynsins,“ sagði forsetinn, nokkrum stundum áður en hann flutti ræðu sína. Fleischer sagði að Bush myndi fjalla um þau áhrif sem frelsun Íraks myndi hafa, ekki aðeins á þjóðina þar í landi held- ur allt svæðið, þ.e. Miðausturlönd. Ráðgjafar Bush sögðu ræðuna vera afar mikilvæga og með henni hygðist forsetinn draga úr efasemdum þeirra sem teldu að Bandaríkjamenn ætluðu ekki að taka þátt í endurreisn Íraks að loknu stríði gegn Saddam. Enn fremur ætlaði hann að sefa áhyggjur þeirra sem óttuðust að hann hefði ekki lengur nægilegan áhuga á að berjast gegn hryðju- verkasamtökum eða brjóta vítahring ofbeldisverka í deilum Ísraela og Palestínumanna. Fleischer minnti á að Saddam hefði stutt hryðjuverk í Miðausturlöndum er hann greiddi fjölskyldum sjálfsmorðssprengju- manna fé. Þannig hefði hann átt sinn þátt í að ýta undir óstöðugleika. Háttsettur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að Bush myndi nefna dæmi úr sög- unni til að draga úr ótta þeirra sem telja að Bandaríkjamenn vilji koma sér upp heimsveldi. Fleischer sagði að Bush hefði ekki enn ákveðið hvort hafin yrði styrjöld gegn Saddam Hussein til að afvopna hann og velta honum úr sessi. En færi svo hétu Bandaríkjamenn því að axla sinn hluta byrðanna við að endurreisa Írak og koma þar á lýðræði. „Og hann mun tala um mikilvægt hlut- verk Sameinuðu þjóðanna í þessu ferli,“ sagði Fleischer. Hann bætti við að bandarískt herlið myndi verða í Írak nógu lengi til að ljúka verkinu en ekki einum degi lengur en þörf krefði. Bush segir lýð- ræðislegt Írak vísa veginn  Saddam/14 Washington. AFP. ÝMSAR umfangsmiklar framkvæmdir fyrir um 270 milljarða króna eru áætlaðar á næstu sex ár- um. Vega þar þyngst virkjana- og álversfram- kvæmdir á Austurlandi en reiknað er með að árin 2003–2008 kosti framkvæmdir við Kárahnjúka- virkjun 95 milljarða og álver Alcoa á Reyðarfirði annað eins. Af öðrum stórum framkvæmdum má nefna stækkun Norðuráls sem mun kosta 25 millj- arða á tímabilinu og er kostnaður við Norðlinga- ölduveitu áætlaður tíu milljarðar króna. Áætlað er að kostnaður við tónlistarhús í Reykjavík nemi um sex milljörðum og framkvæmdir Hitaveitu Suð- urnesja um 5–7 milljörðum. Þá vega ýmsar fram- kvæmdir sem ákveðið hefur verið að ráðast í til að draga úr atvinnuleysi þungt. Enn er óvíst hversu margir fá vinnu við þessar framkvæmdir. Þó liggur fyrir að fjöldi ársverka vegna Kárahnjúkavirkjunar verði um 3.500 og tal- ið er að við álver Alcoa skapist 2.300 ársverk á tímabilinu. Þá er talið að stækkun Norðuráls muni skapa um 800 ársverk. Að framkvæmdum loknum munu um 770 manns fá atvinnu í álverunum, en aðeins 16 við Kárahnjúkavirkjun. Reykjavíkurborg telur að um 800–900 manns muni fá atvinnu vegna þeirra flýtiframkvæmda sem borgin og Orkuveitan hafa ákveðið að ráðast í. Talsmenn verktakafyrirtækja segjast fagna auknum verkefnum en óttast jafnframt áhrifin af miklum framkvæmdum á svo skömmum tíma. Eiður Haraldsson, forstjóri Háfells og formaður Félags jarðvinnuverktaka, telur að innlendi verk- takageirinn geti sinnt að mestu þeirri eftirspurn sem fram undan er. Hann bendir á að ekki fari all- ir verktakar til fjalla, einhverra verkefna sé þörf í þéttbýlinu. Þá hafa verktakar áhyggjur af fram- kvæmd útboða, þar sem hætta sé á tilboðum langt undir áætlun. Elías Pétursson, formaður Félags vinnuvélaeigenda, segir að verktakar séu jafnan að tapa á þessum verkum og fjölmargir hafi orðið gjaldþrota. „Þó að við séum ánægðir með aukna vinnu þá er framkvæmdagetan það gríðarleg og samkeppnin hörð að hætta er á fleiri gjaldþrotum í greininni,“ segir Elías. Framkvæmt fyrir 270 milljarða á sex árum Verktakar fagna en segja nauðsynlegt að dreifa framkvæmdum  Mikilvægt að dreifa/6 SENDIMAÐUR George W. Bush Bandaríkja- forseta, Zalmay Khalilzad, ávarp- aði í gær ráð- stefnu ýmissa hópa íraskra stjórnarandstæð- inga sem haldin var í Kúrdahér- uðum Norður-Íraks. Hann fullviss- aði menn um að samtök Kúrda, shíta-múslíma og annarra andstæð- inga Saddams myndu eiga fulla að- ild að því að koma á lýðræði og stjórna landinu ef Saddam yrði steypt af stóli með stríði. Írakar myndu sjálfir sjá um að koma Baath-flokki Saddams frá völdum. „Enginn mælir með saddamisma eftir Saddam,“ sagði Khalilzad. Stjórnarandstaðan fær sitt hlutverk Zalmay Khalilzad Leikur hann heima?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.