Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN Svavarsson, dósent við við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands, hefur sagt sig úr reiknings- skilaráði vegna óánægju með stefnu stjórnvalda varðandi reikningsskil fyrirtækja. Hann segir lögin um árs- reikninga gölluð og brýnt að endur- skoða þau. Fyrir því sé ekki nægur skilningur og embættismenn starfi einir á þessu sviði en leiti ekki til sér- fræðinga úr atvinnulífinu í nægilega ríkum mæli. Stefán, sem er endurskoðandi og sérfræðingur í reikningsskilum, var tilnefndur í ráðið af viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands. Hann var formaður ráðsins í rúmlega ára- tug áður en hann sagði af sér í lok janúar. Breytt staða reikningsskilaráðs Reikningsskilaráð var sett á lagg- irnar um 1990, að ósk félags endur- skoðenda, og var því ætlað að setja reglur um reikningsskil. Stefán segir að á þeim tíma hafi regluverkið í þessum málaflokki verið fátæklegt. Með lögum um ársreikninga, sem byggðust á tilskipunum Evrópusam- bandsins, árið 1994 var bætt úr því en um leið breyttist staða ráðsins tals- vert. Lagafrumvarpið var ekki borið undir ráðið, eins og gert var ráð fyrir, en Stefán segir að ráðið hafi talið að ýmis fyrirmæli í lögunum væru úrelt og raunar ekki að öllu leyti í sam- ræmi við fyrrnefndar tilskipanir. Hann bendir á að tilskipanirnar hafi verið málamiðlanir af hálfu ESB og í þeim hafi verið ýmsir valkostir sem aðildarríkin hafi getað valið úr, lög- leitt suma en hafnað öðrum. Á Íslandi hafi tilskipanirnar einfaldlega verið þýddar og nánast teknar upp í heild sinni sem lög. Stefán segir að eftir að lögin gengu í gildi hafi ráðið gert til- raun til að setja nákvæmari reglur, t.d. um verðbréf, en reglurnar hafi verið mjög í anda þess sem var að gerast erlendis á þessu sviði. Lög- fræðingar sem ráðið leitaði til hafi hins vegar hafnað því að reiknings- skilaráð gæti sett reglur sem stöng- uðust á við fyrirmæli laga. Stefán bendir á hinn bóginn á að breska reikningsskilaráðið hafi sett reglur sem stönguðust á við bresk lög sem byggja á sömu tilskipunum og ís- lensku lögin. Breska nefndin hafi byggt á þeirri almennu reglu, sem raunar sé í lögunum, að glögg mynd væri þýðingarmeiri en bókstafur lag- anna. „Úr því það gekk ekki hjá ráðinu að starfa með þeim hætti gerði það fjármálaráðuneytinu viðvart um gallana á lögunum og bauð fram að- stoð sína við að breyta þeim. Aðstoðin var ekki þegin og margar athuga- semdir ráðsins við frumvörp sem lögð hafa verið fram á síðustu mánuðum hafa verið hunsaðar. Við þessar að- stæður er ekki ekki lengur ástæða til að starfa í reikningsskilaráði,“ segir Stefán. Stefán bendir á að það sé umhugs- unarefni að á sama tíma og erlend ríki leggi mikla áherslu á að samhæfa löggjöf stöðlum frá Alþjóðlega reikn- ingsskilaráðinu vanti allan kraft í vinnuna hér á landi. Þetta sé undar- legt í ljósi þeirrar miklu umræðu sem orðið hefur um reikningsskil í kjölfar- ið á Enron-málinu svonefnda í Bandaríkjunum og fleiri málum af sama toga. Segir umhverfið ekki nógu traust „Ég er að vísu ekki þeirrar skoð- unar að æfingar af því tagi hafi verið framkvæmdar hér. En það breytir því ekki að mér finnst umhverfið hér ekki nógu traust og mér finnst stjórn- völd ekki sýna þessu nægan skiln- ing,“ segir hann. Stefán segir að hér á landi sé staðreyndin sú, að talsvert misræmi sé í afkomu- og efnahags- mælingum fyrirtækja á markaði á Ís- landi. Þetta misræmi stafi aðallega af úreltum reglum og honum finnst sem menn beri ekki mikla virðingu fyrir lögum um ársreikninga. Fyrirtæki hafi komist upp með að hunsa lögin „og þá hlýtur maður að spyrja, til hvers eru þessi ársreikningalög?“ segir Stefán. Mismunandi aðferðir við reikningsskil hljóti að valda því að erfiðara verður að bera saman rekst- ur og afkomu fyrirtækja. Stefán fullyrðir að flestir endur- skoðendur og aðrir sérfræðingar í reikningsskilum séu þeirrar skoðun- ar að stefna beri hratt að því að lög- leiða efni staðla frá Alþjóðlega reikn- ingsskilaráðinu svo að meira eða jafnvel fullt samræmi geti orðið í þessum mælingum hér á landi. Stefna opinberra aðila sýnist vera önnur og aðalvinnan á undanförnum mánuðum hafi falist í að laga villur í lögunum að hinum úreltu tilskipun- um Evrópusambandsins. „Sem dæmi um það má nefna, að á sama tíma og aðrar þjóðir eru að stefna á afnám svonefndrar samlegðaraðferðar sem notuð er við sameiningu fyrirtækja er verið að lögleiða þá aðferð hér á landi. Í þessu sambandi er athyglisvert, svo dæmi sé tekið, að í gögnum sem Kaupþing lagði fram í Svíþjóð nýlega, en Svíar eru í Evrópusambandinu, kemur fram að fyrirtækið hafi beitt aðferðinni við aðstæður sem ekki voru heimilar samkvæmt alþjóðleg- um reglum með þeim afleiðingum að afkoma og eignastaða var sýnd önnur en hefði verið ella. Það kann því að vera að einhver hluti af söluhagnaði Kaupþings á Frjálsa fjárfestingar- bankanum stafi af beitingu þessarar aðferðar þannig að hann hafi verið sýndur hærri en samkvæmt gildum aðferðum,“ segir Stefán. Brýnt að setja skýrar reglur „Þá finnst mér skjóta skökku við að á sama tíma og önnur ríki banna þessa aðferð erum við að leiðrétta eitthvað sem átti að gera árið 1994 og lögleiða aðferð sem væntanlega verð- ur aflögð hér eftir eitt eða tvö ár. Satt að segja botna ég ekkert í svona vinnubrögðum.“ Stefán segir mjög brýnt fyrir ís- lenskan hlutabréfamarkað að sem fyrst verði ráðist í að setja skýrar reglur um reikningsskil fyrirtækja og það verði að gera í fullu samráði við sérfræðinga á þessu sviði úr röð- um endurskoðenda, fjármálastofnana og samtaka fyrirtækja, sem og Kaup- hallarinnar og Fjármálaeftirlitsins. Formaður reikningsskilaráðs segir af sér vegna óánægju með stefnu stjórnvalda Segir lög um árs- reikninga gölluð „ÉG hefði sennilega ekki klárað mig af, ef hann hefði ekki verið með mér,“ segir Ísleifur Haraldsson um baráttu sína og Gylfa Arnars, sonar síns, við að opna björgunarbátinn og komast í hann eftir að bát þeirra, Draupni GK, hvolfdi á Brattakanti um 11 mílur suður af Grindavík um hádegisbil í gær. Mummi GK kom með feðgana, blauta og hrakta en ómeidda, til Grindavíkur tæplega þremur tímum síðar, en björg- unarbátur kom með bátinn til hafn- ar um kvöldmatarleytið. Flugstjórn hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:33 og tilkynnti að flugvélar hefðu orðið varar við neyðarsendingar yf- ir Suðvesturlandi. Skömmu síðar hafði Tilkynningarskylda íslenskra skipa samband og tilkynnti að Draupnis væri saknað og voru sjó- menn á svæðinu beðnir að svipast um eftir bátnum. Áhöfn TF-LÍF var kölluð út kl. 12:41 og fór hún í loftið 17 mínútum síðar eða kl. 12:58. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason, frá Grindavík var kallað út kl. 12:47 eftir að Draupnir, sem er 8 tonna plastbátur, smíðaður 1977, hvarf af tölvuskjám sjálfvirku tilkynning- arskyldunnar, en þyrlan fann gúmmibjörgunarbátinn stund- arfjórðungi eftir flugtak. Mummi GK var skammt undan og var ákveðið að hann tæki skipbrots- mennina, en áhöfn þyrlunnar fylgd- ist með og hélt síðan til Reykjavík- ur, þar sem þyrlan lenti kl. 13:43. Mummi kom til Grindavíkur skömmu fyrir kl. 15 og var Sigþór Jónsson, skipstjóri, ánægður með túrinn. „Þetta er besti vinur minn,“ sagði hann um Ísleif. Hann bætti við að hann hefði verið um 3,5 mílur frá Draupni þegar kallið hefði komið og verið um 20 mínútur á leiðinni til þeirra. „Við vorum mjög fegnir að geta skriðið um borð,“ sagði Ísleif- ur. Ekki við neitt ráðið Feðgarnir byrjuðu að draga lín- una um fimmleytið í gærmorgun og voru búnir að fylla 20 bala, þegar ólag kom á bátinn. Þeir segja að allt í einu hafi allt farið af stað og ekki orðið við neitt ráðið. „Hann lagðist á bakborðshliðina,“ segir Ísleifur. „Eftir að báturinn fór á hliðina var hann í raun allur undir sjó nema smáhluti,“ segir Ísleifur. Feðgarnir segjast ekki gera sér grein fyrir hvað báturinn hafi verið lengi á hliðinni áður en honum hafi hvolft. „Tíminn er svo voðalega skrýtinn þegar svona er,“ segir Ís- leifur.“ Gylfi Arnar segir að allt að 10 mínútur hafi liðið þar til gúmmíbát- urinn hafi verið uppblásinn. „Maður var hræddastur við að flækjast í ein- hverju drasli sem var úti um allt auk þess sem báturinn var flæktur í öllu.“ Gylfi Arnar fór í sjóinn með pabba sínum en náði að klifra aftur upp á lunninguna. Hann segist hafa óttast um pabba sinn innan um allt draslið, sem hann hefði getað fest sig í auk þess sem báturinn hefði getað oltið hvenær. „Báturinn var á hliðinni en ég var uppi á lunningunni hinum megin að reyna að opna gúmmíbát- inn. Við rykktum í hann saman og hvor í sínu lagi og þegar við vorum búnir að opna bátinn komst hann um borð. Þegar báturinn var við það að fara yfir um stökk ég og lenti nokkurn veginn um borð.“ Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Draupnir GK hífður á land í Grindavík í gærkvöldi. „Fegnir að geta skriðið um borð“                 !    STJÓRN Löggildingarstofu lýsti áhyggjum sínum af rekstri stofnun- arinnar í bréfi til iðnaðarráðuneyt- isins í apríl í fyrra. Þá hafði stjórnin þó ekki enn fengið ársuppgjör fyrir árið 2001 í hendur. Síðasti fundur stjórnarinnar var haldinn í maí í fyrra en umboð henn- ar rann út um síðustu áramót og voru stjórnarmenn á launum til þess tíma þótt engin fundnir hafi verið haldnir síðustu átta mánuðina. Á fundi með iðnaðar- og viðskipta- ráðherra í byrjun júní lagði stjórn Löggildingarstofu beinlínis til að stofnunin yrði hreinlega lögð niður en í minnispunktum er það orðað svo hvort ekki sé ástæða til þess að kanna „hvort lækka megi stjórnun- ar-, umsýslu- og rekstrarkostnað þeirra verkefna sem stofnunin sinnir með því að deila verkefnum hennar á aðrar stofnanir ráðuneytisins.“ Á þeim fundi kom og fram að stofnunin hefði sinnt verkefnum sem hún hefði ekki haft fjárveitingar til og að miðað við óbreyttan rekstrar- kostnað og óbreyttar fjárveitingar hefði rekstrarkostnaður stofnunar- innar numið 60 milljónum umfram fjárveitingar á árinu 2002 en ekki var minnst á óreiðu í fjármálum í þessu sambandi. Óljóst um ábyrgð stjórnar Löggildingarstofu Ráðherra skipar þrjá menn í stjórn Löggildingarstofu til þriggja ára í senn, þar af formann. Í lögum um stofnunina segir að stjórnin hafi „umsjón með rekstri stofnunarinnar og samþykkir starfsáætlanir hennar, fjárhagsáætlanir og fjárhagsupp- gjör, gerir tillögu til ráðherra um gjaldskrá og sér til þess að starfs- hættir séu á hverjum tíma gagnsæ- ir“. Aðspurður um ábyrgð stjórnar- innar segir Haukur Ingibergsson, fyrrverandi formaður stjórnar, að samkvæmt starfsmannalögum frá árinu 1996 beri forstjóri mjög ríka ábyrgð á hinum daglega rekstri og fjárreiðum stofnunarinnar, það sé hin almenna regla. Við uppgjör árs- reikninga sjái stjórnin t.d einungis niðurstöðutölur. Hann segir að eftir fund með ráðherra í júní hafi stjórn- in í sjálfu sér ekki aðhafst neitt enda komi fram í skýrslu ríkisendurskoð- unar að bætt hafi verið úr því sem at- hugasemdir voru gerðar við í fjár- reiðum stofnunarinnar. Stjórn Löggildingarstofu fundaði síðast í maí en þáði laun til áramóta Vildi kanna hvort leggja mætti stofnunina niður ENN hefur ekki tekist að finna leka á vatnsleiðslu sem liggur til Vest- mannaeyja. Leiðslan skemmdist í óveðri 11. febrúar. Vatnsnotkun er mikil um þessar mundir þar sem loðnuvinnsla er í fullum gangi. Friðrik Friðriksson veitustjóri segir að síðustu tvo daga hafi verið kafað með neðansjávarmyndavél meðfram leiðslunni frá Eyjum að Elliðaey. Ekkert fannst við þá leit. Grunur er um að lekinn sé nær fasta- landinu, þ.e. norður af Elliðaey. Bæjarbúar hafa verið hvattir til að spara vatn. Friðrik segir allt gert til að fisk- vinnslan fái nauðsynlegt magn af vatni til að halda starfsemi sinni áfram. Verðmætasköpunin megi ekki stöðvast. Stefán Friðriksson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf., segir skortinn ekki bitna á starf- seminni hjá þeim. Þeir þurfi um 300 tonn af vatni á sólarhring. „Ég trúi ekki öðru en að lekinn finnist fljót- lega. Þetta er bara tímabundið.“ Vatnsleiðslan til Eyja enn biluð Fiskvinnsl- an starfhæf ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.